Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 BÍLAR Árekstradúkkan er meö fjölda skynjara sem mæla nákvæmlega áhrifin frá árekstrum. Dúkkurnar „kjafta frá" Umdeilt gildi árekstrarprófa arhlíf má endurbæta til að taka betur við slíku höggi. Escortinn kom best út hvað þetta varðar en ekki var hægt að mæla niðurstöð- una þegar röðin kom að A-benzan- um því þar er svo stutt frá fram- enda að framrúðu að sá fótgang- andi var kominn með höfuðið í framrúðuna við áreksturinn. Þetta árekstarpróf á fótgangandi vegfarendum er þó ekki opinbert próf, meira gert til skoðunar, en gefur samt sínar vísbendingar. Gefur endurbætur Einn þeirra bíla sem höfðu kom- ið vel út í fyrri árekstrarprófunum var Renault Mégane. Frá því að það próf var framkvæmt er Méga- ne kominn með stóra hliðarloft- púða sem staðalbúnað. Því hafði framleiðandinn áhuga á að fá bíl- inn mældan hjá Euro NCAP. Út- koman er einföld: Þetta gefur meira öryggi. í dag gefur Mégane svipað öryggi og A-benzinn sem þýðir að hann er einn öruggari bíl- anna í þessum flokki, í það minnsta þar til búið er að reyna fleiri bíla. í fyrri prófunum var búið að reyna bíla á borð við Audi A3 og VW Golf sem fengu fullt hús, fjór- ar stjörnur. Þrjár stjörnur fengu bílar á borð við Citroén Xara, Peugeot 306 og Toyota Corolla. Daewoo Lanos og Honda Civic, 5 hurða, fengu tvær og hálfa stjörnu, Fiat Brava fékk tvær en Hyundai Accent, Mitsubishi Lancer og Suzuki Baleno fengu eina og hálfa hver. Meira öryggi Með því að bera saman nýjustu árekstrarprófin við sambærileg próf frá fyrri árum er ljóst að það er hröð framþróun í því öryggi sem okkur er boðið upp á í bílmn í dag. Nýjustu bílarnir taka betur við árekstri en þeir eldri og eins er það staðreynd að bílainnflytjendur eru farnir að bjóða bíla sína með mun betri öryggisbúnaði sem stað- albúnað en áður. -JR Dúkkurnar sem notaðar eru til að mæla áhrif áreksturs eru í raun bestu vinir okkar mannfólksins því þær sitja ekki aðeins í sætun- um okkar í árekstrunum heldur taka þær einnig við þeim höggum og áverkum sem leiða af högginu og geta „sagt“ okkur frá því á eftir því flöldi skynjara og rafeindabún- aðar sér um að koma þeim upplýs- ingum til skila. í árekstrarprófi Euro NCAP heitir dúkkan EuroSID-1. Hún er af sömu stærð, byggingarlagi og þyngd og þeir sem hún á að mæla en dúkkurnar eru bæði til í barna- stærð og fullorðinsstærð. En skoðum dúkkuna nánar: Höfuð: Höfuðskelin er úr áli sem klætt er með gúmmíefni sem kem- ur í stað húðarinnar. Inni í höfð- inu eru þrir skynjarar sem mæla þau högg sem heilinn og höfuðið í heild verða fyrir í árekstri. Háls: Hér er innbyggð fjöður með skynjara sem notaður er til að mæla hversu vel öryggisbúnað- ur bílsins verndar hálsinn þegar höfuðið kastast fram og til baka. Handleggir: í reynd sveiflast handleggirnir fram og til baka þegar bíll lendir í árekstri en skað- ar á handleggjum eru yfirleitt ekki þeir alvarlegustu í árekstrum svo hér eru engin tæki til að mæla áhrifm. Brjóstkassi: EuroSID-dúkkan er með þrjú „rifbein" sem mæla högg frá stýri og eins frá framsætunum á þeim sem sitja aftur í bílnum. Þegar mælt er högg frá hliðará- rekstri er notuð dúkka með sér- staka skynjara í hliðunum. Mjaðmir: Euro SED-dúkkan er kynlaus en skynjarar mæla hvort þessi hluti líkamans verði fýrir höggi í árekstri. Fótleggir: Hér er mikil hætta á áverkum í árekstrum og því eru fótleggirnir með skynjara sem mæla högg frá öllum hliðum. Fætur: Þeir áverkar sem dúkk- an fær á fæturna sjálfa eru mæld- ir strax eftir áreksturinn og því eru fætumir ekki búnir sérstök- um skynjurum. Með þvi að Evrópusambandið hefur tekið Euro NCAP-árekstar- prófið upp á sína arma er búið að gefa því nokkurs konar opinberan gæðastimpil en það þýðir ekki endi- lega að útkoman sé algild í öllum til- fellum. Lítum á nokkur dæmi: Miðað við útkomuna úr þessu prófi er nýi Golfinn með sínar fjórar stjörnur öruggari bíll en stóri E-bíllinn frá Mercedes Benz sem fékk aðeins 3 stjömur. Sama má segja um Renault Mégane sem fékk fjórar stjörnur í nýjasta prófmu og er þar með öruggari en Audi A6 sem fékk aðeins þrjár stjömur. Er þetta svona í reynd? Sennilega ekki. Stærri bílar em í reynd öragg- ari þegar skoðaðar era skýrslur frá tryggingafélögum og lögregluskýrsl- ur. Ástæðan til þess að Euro NCAP- prófið gefur þessa misvísun er að- Þegar Euro NCAP framkvæmir árekstrarpróf er keyptur nýr bíll beint af færibandinu í viðkomandi verksmiðju. Ef bílaframleiðandi hefur endurbætt framleiðsluna eft- ir að próf hefur verið framkvæmt á bíl sömu gerðar lætur hann NCAP slíkan bíl í té til framhaldsprófun- ar. Fullkomið árekstrarpróf hjá Euro NCAP er í þremur liðum: Árekstur beint að framan: Bíl er ekið á 64 kílómetra hraða á stóran steinsteypuklump með mjúkri klæðingu sem á líkja eftir krumpusviði á bíl sem kemur á móti. Árekstrarprófið er svonefnt ferðin sem er notuð til að mæla höggið. Stóri steypuklossinn er að vísu klæddur mjúku efni sem á að líkja að hluta eftir því þegar tveir bílar rekast saman en stór og þung- ur bíll er miklu fljótari að leggja þennan þunna púða saman en minni bíll sem þýðir að mæliáhrifin frá högginu verða meiri. Einnig myndi það gerast í raunveruleikan- um að minni bíll myndi kastast frá -? í svona árekstri eða krampusvæði tveggja jafnstórra bíla myndu jafna átakið meira út. Þessi mismunur í mæliaðferðum gerir það að verkum að ekki er svo einfalt að bera eldri árekstrarpróf- anir saman við þessar nýjustu frá Euro NCAP. Fyrir þá sem vilja skoða útkom- una úr þessum árekstrarprófunum betur er hægt að verða sér úti um meiri upplýsingar á vefnrnn. Slóðin er www.whatcar.co.uk -JR hliðrunarpróf sem er algengasta form árekstra í umferðinni þar sem 40% af framenda bílanna mæt- ast. Hliðarárekstur: Ekið er á hlið á bílinn með eins tonns þungum sleða meðl,5 metra og 0,5 metra háum mjúkum púða. Miðhluti púðans hittir beint á fremri hliðarhurð bílsins. Fótgangendapróf: Líkt er eftir því að einn fullorð- inn og eitt bam lendi fyrir bil á 40 kílómetra hraða. Mælt er hvaða hlutar likamans lenda á bílnum. Höggkrafturinn er mældur. Þrjú erfið próf Hér má sjá nýja Tiptronic S sjálfskiptibúnaðinn í 911 Carrera 4. jí v SjK .. Boxter kom fyrst á markað á miðju ári 1996 og þá strax náði þessi tveggja sæta opni sportari góðum vinsældum. Porsche 911 Carrera Cabriolet Blæjugerð eða Cabriolet bættist við 911-línuna vorið 1998. í öllum helstu tækniatriðum er þetta sami bíll og 911 coupé, sama vél, drifrás, skipting og fjöðrun. Allt sem skiptir máli varðandi opna sportbíla var tekið með í reikninginn við hönnun 911-bílsins sem þýðir að yfirbygg- ingin var gerð nægilega stif til þess að halda fullum styrk þótt þakið vantaði. Hægt er að opna eða loka blæjunni með einni fingursnertingu og hún opnast eða lokast á 20 sekúndum. Vegna blæjunnar er bíllinn 75 kílóum þyngri en coupé-bíllinn sem er með þak úr léttu áli. Porsche Boxter Þetta er sportbíll með miðjuvél sem Porsche frumkynnti á miðju ári Framljósin á 911 Carrera 2 og Carrera 4 eru alveg ný. Afturljósin hafa einnig fengið nýtt yfirbragð. 1996. Vélin er vatnskæld sex strokka vél með flatliggjandi strokkum og er fyrir framan afturöxulinn. Vélin er 2,5 lítrar að rúmtaki, 205 hestöfl við 6.200 snúninga og hámarkssnúnings- vægið er 245 Nm við 4.500 snúninga. Val er á sex gira handskiptingu eða fimm gíra Tiptronic S. Þrjár gerðir búnaðar era í boði, Classic, Trend og Sport Design. Allar bjóða val á mis- munandi búnaði og hægt er að fá harðtopp úr áli. Líkt og Carrera er hægt að fá ýmsan aukabúnað eins og PMS. Fullkomin átaks- jöfnun til hjóla Porsche Carrera 4 var kynntm- rækilega á bílsýningunni í París á liðnu hausti og þar kom berlega í ljós í samtölum við umsjónarmann DV-bíla hve rika áherslu tækni- menn Porsche lögðu á þann reynsluskóla sem notkun aldrifsins hafði fært þeim á undanfórnum árum. Sérstaklega lögðu þeir áherslu á að kynna sjálfvirka átaks- jöfnun til hjólanna en vökvaseigju- kúpling í mismunadrifi framhjól- anna sér um að skipta átakinu jafnt á milli fram- og afturáss eftir akst- ursaðstæðum hverju sinni. Sniðug bensíngjöf Annað sem vakti töluverða atygli í París var sniðug útfærsla á bens- íngjöfinni. Þegar öku- maðurinn stígur á bensíngjöfina þá send- ir hún rafeindaboð um að gefa vélinni meira eldsneyti í stað þess aö barki flytji átakið frá fætinum til lokabúnaðar sem opn- ar eða lokar fyrir bensínstreymið eins og yfirleitt gerist í flestum bílum. Þessi búnaður, sem þeir hjá Porsche A kalla E-Gas, nýtist ekki aðeins til að fá sneggra viðbragð heldur sér hann til þess að nýta eldsneytið hverju sinni til fulls en við hefö- bundinn eldsneytisgjafarbúnað fara ávallt nokkrir bensíndropar til spillis í hvert sinn þegar gefið er inn því vél og kveikibúnaður er ekki tilbúinn að nýta það í tæka tíð áður en það rennur nánast óbrann- ið í gegn um vélina. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.