Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 28
50 B R MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 yMtjHl Renault eitt söluhæsta merkið í Evrópu: 30% söluaukning milli ára Óli Guðmundsson, sölustjóri Renauit hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum. Óli Guðmundsson er sölustjóri Renault hjá Bifreiðum og landbún- aöarvélum og hafði Hyundai einnig á sinni könnu á síðasta ári. Hvemig fellur honum að líta til baka yfir lið- ið ár? „Ef við lítum yfir söluna á Hyundai í fyrra seldum við um 650 bíla þegar allt er talið. Það var ann- að besta söluárið frá upphafi. Það stóð okkur nokkuð fyrir þrifum að við fengum ekki eins mikið af bílum og við vildum og þurftum. Það á einkum við um Starex-bílinn sem við teljum frábæran bil á frábæru verði. ísland var í rauninni fyrsta Evrópulandið sem fékk Starex 4x4 og við vildum fá sem flesta slíka sem fyrst en það verður að segjast eins og er að Hyundaimenn skildu ekki hvað kom okkur til að vilja fá svona mikið af fjórhjóladrifsbílum. Vissulega fengum við bíla á undan mörgum öðrum og þessir bílar hafa komið mjög vel út. „ísland var í rauninni fyrsta Evrópulandið sem fékk Starex 4x4 og við vildum fá sem flesta slíka sem fyrst en það verður að segjast eins og er að Hyundai-menn skildu ekki hvað kom okkur til að vilja fá svona mikið af fjór- hjóladrifsbíium." Hvað Renault áhrærir höfum við verið með hann frá árinu 1995 og salan hefur aukist um 30% á hverju ári. Heildarsalan í fyrra, að virðis- aukabílum meðtöldum, var um 650 bílar, eins og í Hyundai. Við verð- um mjög varir við að tilfmning fólks fýrir Renault fer stöðugt vax- andi og það hefur líka sitt að segja að þetta er eitt söluhæsta merkiö á meginlandi Evrópu. Það stóð okkur líka dálítið fyrir þrifum að geta ekki fengið nóg af bílum nógu hratt, eins og með Mégane Scénic sem við feng- um mjög dræmt afgreiddan í rúm- lega eitt og hálft ár. Við gátum ekki einu sinni auglýst hann frá því í febrúar 1997 þangað til núna i janú- ar 1999! Það er sem betur fer séð fyr- ir endann á þvl og nú eigum við hann á lager. Salan á Renault í janúar í ár fór 123% fram úr sölunni í janúar í fyrra svo þetta fer vel af stað. Niðurstöður úr árekstraprófun- um erlendis hafa greinilega sitt að segja og þaö er ljóst að bílamir koma stöðugt betur út. Renault set- ur sér háa staðla í þessum efiium. Flestir bílamir era núna með fjóra öryggisloftpúða og ABS-læsivöm er svo að segja reglan. Núna er þar í raun verið að bjóða sama öryggið og þægindin í Clio í smábílaflokknum og boðið er í millistærðarbílunum. Við verðum mikið varir við að fólk talar um að þessir bílar séu bet- ur búnir. Þessir bílar era t.d. allir með fjarstýringu á útvarpi við stýr- ið og Renault lítur á það sem örygg- isatriði, ekki endilega þægindi. Núna í vor munum við geta boöið Clioinn með skynvæddri sjálfskipt- ingu og tveggja lítra Lagunan er líka að koma með skynvædda sjálf- skiptingu. Clioinn er bíll sem við teljum afar hentugcm kost fyrir þá sem ekki þurfa beinlínis stóran bíl. Eins og ég sagði er hann sérstaklega vel bú- inn og hann er að stærðinni til mitt á milli smábílaflokks og millistærð- ar, rúmgóður og spameytinn og afar skemmtilegur í akstri. Þennan bíl bjóðum við á 1180 þúsund með tveimur öryggisloftpúðum, læsi- vörn, fjarstýrðu útvarpi og fjar- stýrðum læsingum - það gerist varla betra. Enn sem komið er höfum við mjög lítið getað tekið Kangoo í fólksbilsút- færslu vegna þess hve vel hann selst í sendibílsútfærslu. Hann er einn mest seldi sendibillinn í sínum flokki. Við eram þar núna með pantanir alveg ffam í maí svo þar er mjög bjart fram undan. Það er ljóst að með Renault fær fólk mikið fyrir peninginn hvað varðar búnað, þægindi og öryggi. í apríl komum við til með að bjóða nýja kynslóð af Twingo, með tvo öryggisloftpúða og mjög vel búinn, en líklega verða hann og Kangoo einu bílarnir sem verða ekki með læsivörn sem staðalbúnað. Þegar lengra kemur fram á árið munum við svo geta boðið Mégane station-bílinn á mjög skemmtilegu verði og þá má segja að Mégane-línan sé orðin al- veg fullkomin.“ -SHH Hyggja á verulega söluaukningu: > -*• Nýir og spennandi bílar að koma frá Rover og BMW Karl Óskarsson, sölustjóri BMW hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum. Karl Óskarsson er sölustjóri fyrir BMW og Rover hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum. Hann segir að síðastliðið ár hafi verið bærilegt hvað snertir sölu á þessum tveimur tegundum - en alltaf sé nú draumur- inn að gera aðeins betur. „Af Land Rover seldum við 165 bíla en áætlum að selja á þessu ári 250 til 300 bila. Þar horfum við að sjálfsögðu mest til Land Rover Freelander sem var lítið inni i mynd- inni á síðasta ári af því við fengum ekki nógu mikið af honum til að byrja með. En nú hefur hann tekið „Það sem seldist lang- mest í fyrra var 318-bíll- inn en á þessu ári bæt- ast sex strokka bílarnir við í framboðið og við munum á næstunni kynna coupé-bílinn." vel við sér og líkar vel. Svo erum við rétt að fá nýjan Discovery sem hefur reyndar aðeins dregist. Hann mun þó koma i apríl. Fljótt á litið er breytingin ekki áber- andi en þegar grannt er skoðað er hann bæði stærri og aflmeiri. Ný 5 strokka vél í Defender hjálpar líka til en sá bíll er ekki síst vinsæll hjá björgunarsveitunum. Við eram núna með nokkra Defenderbíla í pöntun fyrir þær og höfum þegar selt þeim eitthvað á annan tug bíla. Það er alltaf nokkur fjöldi fólks sem hefur áhuga á Defender. Ég held að það sé af mörgum ástæðum. Mér finnst hann fallegur, en það er smekksatriði. Hann nýtur líka gam- alla vinsælda, það er alveg ljóst - það má glöggt sjá þegar ekið er um sveit- ir landsins að hann er langlifur og getur orðið til margvíslegra nota þeg- ar hann hefur lokið hlutverki sínu sem farartæki! Hann hentar vel þeim sem þurfa traust tæki og ekki alltof fínt og að mínum dómi er hann einn síðasti alvörajeppinn af gömlu kyn- slóðinni þó hann sé um margt þægi- legri en þeir. Það er líka mjög auð- velt að hækka hann upp og jafnvel mjög mikiö en 32 tomma dekk þolir hann vel án nokkurra breytinga. Range Rover er ekki magnsölubíll en við búumst við að verða með hann á svipuðu róli og í fyrra, 17-20 bíla. Hvað BMW snertir margfolduðum við söluna á honum miðað við það sem var árið þar á undan. Við seld- um 59 bíla sem er sennilega mesta sala á BMW síðan ‘92 eða ‘93. Þar ger- um við ráð fyrir að selja 90-100 bíla á þessu ári. Þar erum við nú að hefja sölu á Compact-bílnum af 3-línunni, minnsta BMW-bilnum. Það er bíll sem við höfum ekki verið með í sölu áður en erum nú að bjóða á frábæra verði, 1948 þúsund krónur. Það sem seldist langmest í fyrra var 318-bíllinn en á þessu ári bætast sex strokka bílarnir við í framboðið og við munum á næstunni kynna coupé-bílinn sem ekki hefur verið mikið inni í myndinni hér. En núna, meðan uppsveifla er í efnahagslífmu, er enginn vafi á að meiri áhugi er á dýrari og vandaðri bílum og það er áhugi á þessum bílum. Við komum líka til með að selja nokkra bíla af gerðinni Z 3. Við rennum náttúrlega hýra auga til nýja húsnæðisins á Gijóthálsi þar sem við fáum fjórfalt eða fimmfalt stærri sýningarsal heldur en við höf- um núna. Vissulega hefur mikið að segja að geta sýnt sem flestar gerðir inni í björtu og hlýju húsnæði, eink- um í rysjóttri veðráttu eins og héma. Þessi áætlaða söluaukning okkar kemur ekki síst til af því að fá miklu betri sýningarsal og að allt verði undir einu þaki. Þá má líka nefna að í vor eða sum- ar fáum við nýjan spennandi kost sem er Rover 75, afsprengi BMW og Rover, lúxusbíl i svipuðum flokki og 5-línan frá BMW en verður væntan- lega ódýrari. Það er líka rétt að geta þess að þessar þrengingar sem Rover hefur átt í í Longbridge snerta ekki jepp- ana sem framleiddir era í Solihull þar sem viðhorfln eru allt önnur en í Longbridge. Þar era eingöngu fram- leiddir bilar sem við komum ekki til með að bjóða.“ -SHH yquem rafkerti í bfla Frábært verð Heildsala - Smásala Austurvegi 69 - 800 Selfossi Sími 482 2000 - Fax 482 2996 Söluaðili í Reykjavík: Fjaliasport, Malarhöfða 2a, sími 577 4444 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.