Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 34
-* 56 BÍLAR MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 Strætisvagnarnir í London: 5000 vagnar í umferð -17000 biðstöðvar Ár og dagur eru síðan cdmenn- ingssamgöngur hófust í heiminum. Fyrsti vísirinn að því þróaða kerfi sem nú viðgengst um víða veröld hófst með ferjuflutningum. Þar sem almannaleiðir lágu að ám og fljótum varð með einhverju móti að koma til móts við ferðalanga og hjálpa þeim yfir elfurnar svo hægt væri að ferðast lengra. Smám sam- an munu ferðamenn síðan hafa fært sig upp á skaftið og heitið ferjumönnum digrum sjóði fyrir að ferja sig ekki aðeins yfir um held- ur til ákveðinna staða upp með eða niður með vatnsfallinu - sem síðan varð að mismunandi fostum ferð- um milli staða, jafnvel sömu meg- in fljótsins. í hverjum vagni var kúskur og miðasali sem sjálfir heyrðu til forrétt- indastétt á þessum tíma oy höfðu mjög góð laun. Fyrstu afmenningssamgöngurn- ar á hjólum komu til skjalanna fljótlega eftir að menn lærðu að spenna dýr fyrir vagna. Fyrst leiguvagnar, fyrirrennarar leigu- bílanna. Síðan koll af kolli: reglu- bundnar póstferðir sem einnig tóku farþega, fastar farþegaferðir milli borgarhluta og frá borgum út í héruðin í kring. Hjá Covent Garden markaðinum í London, þar sem margur íslend- ingurinn hefur staldrað við þó ekki væri nema til að skemmta sér við götuleikarana sem oft eru býsna skemmtilegir, er London Museum of Transport. Þetta er safn sem seg- ir sögu almenningssamgangna í London og sýnir ýmsa af þeim grip- um sem þjónað hafa í þessu sam- hengi. Það er ómaksins vert fyrir þá sem hafa gaman af ökutækjum að líta þar inn. Heitin frönsk að uppruna Bretar voru engir frumherjar í almenningssamgöngum. Ekki einu sinni leiguakstri. Hins vegar byrj- uðu íbúar Londoníum - síðar London - fljótt að nota Thamesá undir vöru- og mannflutninga. Þeir sem lesið hafa t.d. söguna af Jakob Ærlegum eftir Marryat kannast við leigubátana á Thames á öldum áður. En menningarstraumar meg- inlandsins teygðu fljótlega anga sína yfir Ermarsund og árið 1829 var fyrsti strætisvagninn í London tekinn í gagnið að franskri fyrir- mynd. Þaðan er líka nafnið: Omni- bus - stytt í bus, orð sem allir Vest- urlandabúar þekkja, hvaða mál sem þeir tala. Annað enskt heiti tengt mannflutningum sem allir þekkja er „cab“ sem notað er um leigubíla. Það nær aftur til árdaga leiguvagna í Bretlandi sem teknir voru upp að franskri fyrirmynd og hétu þar í landi „cabriolet". Fyrstu almenningsvagnamir í London vom að sjálfsögðu hest- vagnar. Þeir vora á háum hjólum og gengið inn í þá upp stiga aftan Enn ganga tveggja hæða vagnar um götur London. Allir hafa nú lokað hús með nokkrum þægindum utan um ökumanninn, allflestir hafa yfirbyggða efri hæð þó vagnar fyrir skoðunarferðir séu sumir opnir eða aðeins byggt yfir fremri hluta efri hæðar. - í sumum tekur vagnstjórinn við fargjaldinu en i öðrum þeirra eru enn sérstakir miðasalar en ökumaðurinn er i kirfilega lokuðu afhýsi fremst á neðri hæðinni. VICT0RIA ST" hmbhuwddwjíS 1926 var farið að byggja lika skýli yfir efri hæðina. Jafnframt fengu ökumennirnir hús utan um sig. Framan af voru þau þó sum hver opin á hægri hlið. á. Þeir gengu á ákveðnum leiðum að og frá miðborginni og um hana, fremur stuttum leiðum, ekki síst miðað við það sem nú gerist. Far- gjöld vora há og það voru aðeins forréttindastéttimar sem gátu leyft sér þann munað að fara í strætó. í hverjum vagni var kúskur og miðasali sem sjálfir heyrðu til for- réttindastétt á þessum tíma og höfðu mjög góð laun. Það mun vist löngu liðin tíð og ekki laust við að orðið „rasismi" komi í huga manns með tilheyrandi spuming- armerki þegar maður ferðast með bússum í London nútímans, þar sem algengara virðist að ökumenn strætisvagnanna og þó alveg sér- staklega miðasalarnir, í þeim vögnum sem enn nýta þá stétta manna, séu ekki af hvita kynþætt- inum. Hestar gengu fyrir flestu En þegar þróunin var einu sinni komin af stað í London vatt hún hratt upp á sig. Gufuvélin átti ekki til einskis upptök sín í Bretlandi og fljótlega eftir að iðnbyltingin hafði fætt hana af sér komu jám- brautarlestar til sögunnar sem samgöngutæki, ekki aðeins til vöruflutninga eins og hugsað var i fyrstu. Síðan voru not eimreið- anna útfærð frekar; fyrstu neðan- jarðarlestirnar í London voru teknar í notkun árið 1863. Fyrstu leiðirnar báru nöfn sem hljóma kunnuglega enn i dag, District, Metropole. Að visu voru þetta miklu styttri District og Metropole-leiðir en við notum nú til dags og menn létu sig hafa það þó lýsing væri þá bágborgin miðað við það sem nú er og loftræsting mun verri, hvað gerði dálítið sót og reykur til á þessum tíma? Hvort tveggja var algengt jafnvel í hýbýlum manna. En hestar voru þó vinsælli til að knýja almenningsvagna og strax árið 1870 var tekið að nota hesta- sporvagna á götum borgarinnar. En hestar voru dýr kostur í þess- ari útgerð, bæði kostaði talsvert að ala þá upp og temja og síðan þurfti að kosta þá í fóðri og um- önnun nótt og nýtan dag. Þess vegna var ekki skrýtið að litið yrði til raforkunnar sem fýsilegs kosts og árið 1901 var fyrsti rafknúni sporvagninn tekinn í notkun i London, neðanjarðarlestarnar nokkru síðar. Um þetta leyti var sprengihreyfillmn að ryðja sér til rúms í sjálfrennireiöum, eins og bílar voru kallaðir framan af, og árið 1904 hóf fyrsti vélknúni stræt- isvagninn ferðir um götur borgar- innar. Rafmagnið og bensínið, síðar Elstu almenningsvagnarnir sem gefur að líta á London Transport Museum - minjasafni um almenningssamgöngur í London, eru líkt og þessi gamli vagn hestvagnar frá siðustu öld. Farþegarnir fengu að hafa þak yfir höfuð- ið og stigu upp í vagninn að aftan. Ekillinn varð hins vegar að sitja úti í öll- um veðrum. Myndir DV-bílar SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.