Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 33 Aðvelja og kaupa bíl Það er ekki einfalt mál að velja og kaupa nýjan bíl. Það þarf að taka tillit til fjölmargra atriða, til hvers á að nota bílinn, fjölskyldustærðar, hvað hann má kosta og síðast en ekki síst til stærðar og útlits. í þessum sérstaka blaðauka hefur verið leitast við að safna saman upp- lýsingum um flesta þá fólksbíla sem eru á markaðnum á íslandi í dag. Þessar upplýsingar eru í töfluformi svo auðveldara sé að bera saman hin- ar ýmsu gerðir og búnað þeirra. Sum- um kann að virðast torvelt að lesa úr þessum töflum og bera saman hvaða upplýsingar þær hafa fram að færa. Hér á eftir verður hlaupið yflr þess- ar töflur, dálk fyrir dálk, og leitast við að skýra betur út hvaða upplýsingar felast í viðkomandi dálki. Byggingarlag Hér eru skammstafanir fyrir þau helstu form sem eru á útliti bíla í dag. „Hb“ stendur fyrir hlaðbak, bíl með stórum hlera að aftan en þessir bílar sameina vel kosti hefðbundinna fólks- bOa og langbaks eða stationbíla. „Sb“ stendur fyrir stallbak, eða hefðbund- inn fólksbíl með skotti, „lb“ er lang- bakur eða station, „sk“ stendur fyrir skúffubíl sem í daglegu tali er kallaður pikkupp, „hk“ stendur fyrir það sem við höfum kosið að kalla hálfkassa í anda gömlu góðu mjólkurbílanna eða skúffubíl með tvöfóldu húsi sem eru al- mennt kallaðir „doublecab“-bOar. Loks er „fb“ sem stendur fyrir nýjustu bO- ana á markaðnum, fjölnotabflana sem eru óðum að ryðja sér tfl rúms hjá öll- um bffreiðaframleiðendum. Næsti dálkur er beint framhald, því þar er getið fjölda hurða: tveggja, fjög- urra eða fimm, þegar stór afturhleri er tfl staðar. Vélbúnaður Næstu fjórir dálkar eru tengdir vél- búnaði. Fyrsti dálkurinn gefur yfirlit um Sölda strokka og fjölda ventla á hverjum strokki. Með tilkomu fjölventlatækninnar hefur afl véla aukist og sparneytnin samtímis. Fleiri ventlar á hverjum strokki þýðir einfaldlega aflmeiri vél og um leið þýðgengari og sparneytnari. Næsti dálkur er slagrými i rúm- sentímetrum. Meira slagrými þýðir að vélin getur afkastað meiru, það er meira loft sem hægt er að þjappa sam- an sem gefur meiri kraft þegar elds- neytið brennur. Slagrými er reiknað í rúmsentímetrum en er oft einfaldað í daglegu tali og það gefið upp í lítrum. 1595cc vél er einfaldlega köUuð 1,6 litra vél í daglegu tali. Næstu tveir dálkar eru þeir sem segja í raun tfl um afl vélarinnar. Flestir eru vanir að tala um afl bflvéla í hestöflum en mæling afls í kflówöttum hefur einnig verið að ryðja sér tfl rúms, enda í beinu samhengi við aðra aflútreikninga í daglegu lífi en við mælum raf- orku og hitaorku einnig I kflówöttum. Eitt kflówatt er 1,34102 hestafl. TO gamans má geta þess að Frakkar mæla afl bfl- véla hjá sér f sínum eigin hestöfl- um sem eru aðeins minni en þau hestöfl sem við notum daglega. Aftasta talan í dálkinum sýnir við hvaða snúningshraða vélin nær viðkomandi hámarksafli. Seinni dálkurinn sýnir há- markssnúningsvægi vélarinnar í svonefndum Newton-metrum og á hvaða snúningshraða vélarinn- ar hún nær þessu hámarkstogi. Kosturinn er að hafa sem mest snúningsvægi á sem lægstum snúningshraða því þá nýtist vélaraflið betur í öflum daglegum akstri. Drifrás Næstu dálkar gefa upplýsingar um drffrás bflsins, eða hvernig aflið er flutt frá vél tfl hjólanna. í dag er fram- hjóladrff algengast á fólksbflum, tákn- að með „f‘ en enn eru nokkrir bflar enn með drff á afturhjólunum sem hér á árum áður var algengsti valkostur- inn, táknað með „a“. 4x4 er merki um að bfllinn sé með möguleika á aldrifi eða drifi á öUum hjólum. Hér getur bæði verið um að ræða sídrff eða drff- búnað þar sem öU hjól eru stöðugt tengd aflrásinni, eða skiptanlegt drff þar sem ökumaðurinn velur sjálfur hvort hann notar drff á 2 hjólum eða fjórum, yfirleitt með þvi að skipta á mflli drffa á mfllikassa. Loks er dálkur sem sýnir fjölda gíra og hvort bfll er með handskiptingu eða sjálfskiptingu. Talan fyrir ffaman ská- strikið sýnir fjölda gíra í handskiptum girkassa en fyrir aftan skáskrikið er fjöldi skiptiþrepa í sjáffskiptingu. Sé mínusmerki fyrir ffaman eða aftan skástrikið merkir það að viðkomandi girkassi er ekki fáanlegur. Fjöðrun og hemlar Næstu fjórir dálkar sýna fjöðrun og gerð hemla. Hér er aðeins reynt að tæpa á því helsta sem er að finna varðandi fjöðrunarbúnað bfla í dag. Oft er þessum atriðum blandað sam- an, til dæmis gormafjöðrun og eltiörmum. Algengasta gormafjöðrun- in er hin svonefnda McPherson-fjöðr- un en það er gormafjöðrun með inn- byggðum höggdeyfi. Þessi fjöðrun er mjög algeng í bílum með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli, táknuð með „MP“. Blaðfjaðrir upp á gamla mát- ann eru táknaðar með „bff“, eltiarmar með „ea“ og fjölliöa fjöðrun, þar sem margir armar vinna saman í fjöðrun- arbúnaði, er táknuð með „fl.“ Ef um er að ræða ótilgreinda gormafjöðrun er táknið „G“, hefll ás er „há“, jafn- vægisstöng sem sér um að jafna út ójöfnur og titring í akstri er táknuð með ,js“ og svonefndar klofaspyrnur með „ks“. Loks má geta snerilijöðrun- ar þar sem fjöðrunin byggist á því að í stað blaðfjaðra eða gorma vinnur fjöðrunin þannig að snúið er upp á járnstöng eða stangir þegar hjólin fjaðra. Þetta er táknað með „sf‘. Læsivörn hemla, yfirleitt köfluð ABS, hefur rutt sér mjög tfl rúms á síðustu árum og hér er tekið fram kvort slíkur búnaður sé staðalbúnað- ur, táknað með „s“ eða aukabúnaður, táknað með „a“. Loks er dálkur sem sýnir hvemig hemlar em uppbyggðir, diskahemlar eða skálar, táknað með „d“ og „s“, sitt hvorum megin við skástrik. Diska- hemlar eru nánast orðnir staðalbún- aður á framhjólum en margir bflar era enn með skálhemla á afturás, hér táknaðir með „d/s“. „d/d“ þýðir að diskahemlar era á öflum hjólum, séu bílar með læsivarða hemla era þeir yfirleitt með diskahemla á öUum hjól- um sem staðalbúnað. Heistu mál og búnaður í næstu dálkum má lesa upplýsing- ar um helstu mál eins og hefldar- lengd, breidd og hæð viðkomandi bíls, næsti dálkur sýnir hjólahaf eða bilið á mOli fram og afturáss. Meginreglan er að því lengra sem þetta bil er því stöðugri og betri er bíflinn í akstri. Öryggisloftpúðar eða líknarbelgir era staðalbúnaður í mörgum bílum í dag og einnig eru hliðarloftpúðar að ryðja sér tU rúms. Hér þýðir „s“ að viðkomandi búnaður er staðalbúnað- ur, „a“ að um sé að ræða aukabúnað sem hægt sé að fá gegn aukagjaldi og loks „e“ ef ekki er hægt að fá viðkom- andi bíl með þessum búnaði. Hjólbarðar og þyngd Næstu tveir dálkar skýra sig alveg sjálflr. í fremri dálknum er gefin upp staðalstærð hjólbarða sem viðkom- andi bfll kemur á og í næsta dálki er gefin upp eigin þyngd bilsins. Næstu dálkar þar á eftir skýra sig að mestu sjálfir líka en farangursrými bOa er oftast mælt í lítrum. Fyrri tal- an er sá fjöldi lítra sem farangursrým- ið sjálft rúmar, ýmist undir hefð- bundnu skottloki eða aftan við sætis- bakið upprétt í hlaðbak og stationbO- um. Seinni talan sýnir mesta farang- ursrými þegar búið er að leggja fram bak á aftursæti og nýta flutningsgetu bflsins fram að framsætum, oftast upp að hliðargluggum. Vlðbragð og eyðsla Tölur um viðbragð gefa tU kynna hversu „sprækur" viðkomandi bíU er í daglegum akstri. Þetta viðbragð er oftast gefið upp í þeim flölda sek- úndna sem tekur að koma bílnum úr kyrrstöðu á eitt hrmdrað kOómetra hraða á klukkustund við bestu að- stæður. Hér væri í raun mun mark- tækara að gefa upp hve lengi bUl er að komast frá kyrrstöðu á 50 eða 60 kfló- metra hraða, vegna akstursaðstæðna og reglna um hámarkshraða hér á landi, en hröðunin 0-100 er yf- irleitt sú eina sem framleið- endur gefa upp. í þessari töflu er um að ræða þá tölu sem framleiðendur og innflytjend- ur hafa gefið upp og við höfum ekki aðstöðu til að sannreyna þessar tölur. í örfáum tilvik- um hefúr þó verið gripið tU þess að nota fremur tölur frá óháðum aðUum eins og Autokatalog eða AutomobUe Revue. Sama á við um eldsneyt- iseyðslu. Við höfum látið nægja að gefa upp eina tölu um áætlaða meðaleyðslu í lítr- um á hundrað kílómetra. Hér er einnig um að ræða tölur frá viðkomandi framleiðanda og kann að skeika einhverju á mUli bUa í raunsamanburði því framleiðendur nota ekki aUir sömu aðferð til að flnna út þessa eyðslu. í flestum tiffeUum er þessi meðaleyðsla gefin upp eftir svonefnd- um Evrópustaðli sem felst i því að aka bílnum tUtekna vegalengd við mis- munandi aðstæður, brekkur, innan- bæjar og á hraðbraut og eyðslan mæld út frá þvi. Verð Síðasti dálkurinn og sennilega sá mikUvægasti í hugum margra sýnir verð viðkomandi bUs. Hér er gengið út frá grannverði eins og innflytjandi gefur það upp með þeim staðalbúnaði sem viðkomandi bUl er í boði með. Með grunnverði er átt við lægsta verð viðkomandi gerðar og er ástæða tU að benda á að allmiklu getur munað á grunnverði og verði þeirrar gerðar sem lesandinn kann að hafa áhuga á. í sumum tUvikum eru bflar t.d. fáan- legir ýmist með venjulegum drifbún- aði á einum ás, á framhjólum eða aft- urhjólum, eða sem aldrffsbOar, þó tæknUýsing sé að öðru leyti mest hin sama. En augljóslega er þama nokkur verðmunur á. Vera má að þessi tafla hefði átt að gefa meiri og fyllri upplýsingar, eins og tU dæmis um innanrými, rými fyr- ir höfuð og fætur, en þá hefði taflan þurft að vera mun stærri og ítarlegri. Við uppsetningu hennar og val á þeim þáttum sem hún nær tfl höfum við einkum litið til erlendra fyrir- mynda, enda eru DV-bílar eini ís- lenski miðiflinn sem gerir tilraun tU að færa lesendum sínum samanburð- artöflu af þessu taki. Við vonum að hún gefi nokkra mynd af þeim bílum sem eru í boði á íslandi í dag og geti hjálpað lesendum okkar að velja sér bU við hæfi. -JR/SHH -yfirínýjabílinn Frelsið - Lágu mánaðargreiðslurnar - Engir ábyrgðarmenn Glitnirhf Það sem sagt er stendur Glitnir hf., Kirkjúsandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00. Myndsendir 560 88 10. Netfang: http://www.glitnir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.