Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Fréttir_______________________________________________________________________ Dýrfirðingar stofna íbúasamtökin Átak vegna stöðu byggðamála á Vestfjörðum: Allt mannlíf á Vest- fjörðum að rústast - segir Ragnheiður Ólafsdóttir, nýkjörinn formaður félagsins Dýrfirðingar hafa miklar áhyggj- ur af stöðu byggðamála á Vestflörð- um og til að reyna að spoma gegn uggvænlegri þróun var stofhað félag á Þingeyri 28. febrúar sem ber heit- ið íbúasamtökin Átak. Nýkjörinn formaður Átaks er Ragnheiður Ólafsdóttir. “Vestfirðingar eru að mínu mati mjög illa staddir í dag,“ sagði Ragn- heiður í samtali við blaðamann DV. „Það er vegna þess að við höfum mjög takmarkaðan kvóta, og eins og ég segi oft, kvótakerfið er krabba- mein í íslensku þjóðfélagi og það er nú að koma í ljós. Ég orðaði það ein- hvem tíma svo að við værum að fá yfir okkur móðuharðindi nútímans. Það er eimitt það sem við sjáum í vestfirskum byggðum i dag. Við sjá- um þessi móðuharðindi tæra upp öll byggðarlög. Við horfum upp á hvert fyrirtækið af öðm segja upp fjölda fólks.“ Það þarf að stokka upp kvótakerfið „Hér em i raun og vem mjög góð- ar aðstæður. AUt á að geta gert það að verkum að við getum byggt hér upp jákvætt og yndislegt mannlíf með nægri atvinnu. Þá komum við alltaf að því sem stjómmálamenn era enn að berja hausnum við stein- inn yfir, en það er kvótinn. Þegar hann veröur stokkaður upp þá fyrst getum við farið aö horfa raunhæft fram á við.“ Þetta er í ykkar höndum „Fólk á Þingeyri er reitt yfir því að þegar ástandið var þar mjög slæmt og leitað var til stjómvalda, þá var bókstaflega ekki gert neitt. Ég fór sjálf með bréf til forsætisráð- herra fýrir hönd íbúa á Þingeyri þegar ástandið var sem verst og það komu engin viðbrögð við þvi. Ekki nokkur. Ég fékk engin viðbrögð frá þingmönnum, annað en að þeir sögðu: Þið eigið að sjá um ykkur sjáif- þið eigið að byrja á einhverju nýju - þið verðið að taka ykkur til sjálf. Viðbrögð þingmanna okkar gagnvart Þingeyringum em sláandi í ljósi þess hvemig austfirskir þing- menn bmgðust á allt annan hátt við vandanum á Djúpavogi og Breið- dalsvík. Sama gilti um bæjarstjóm Þormóður rammi - Sæberg: Hagnaður 200 milljónir 1998 DV, Skagafirði: Hreinn hagnaður Þormóðs ramma - Sæbergs hf. á síðasta ári nam 200 milljónum króna en fyrir skatta var hagnaðurinn 302 milljón- ir. Þetta er betri árangur en árið á undan. Þá varð hagnaður 201 millj- ón fyrir skatta. Rekstrartekjur á liðnu ári námu 3.800 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam 652 milljónum og hækkaöi um 170 milljónir frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfall er 44,5% og veltufjárhlutfall 1,15% Rekstrn- fyrirtækisins 1998 ein- kenndist af góðu gengi flakafrysti- togara félagsins annars vegar en samdrætti og erfiðleikum i rækju- vinnslu og rækjuútgerð hins vegar. Velta frystiskipa nam 60% af heild- aryeltu fyrirtækisins. í fyrra voru togaramir Hvanna- berg og Jöfur seldir - báðir án veiöiheimilda. Einnig var reykhús félagsins selt. Heildarfjárfestingar námu liölega 300 milljónum króna. Fyrirhugað er að halda aðalfund Þormóðs ramma - Sæbergs 11. mars. -ÖÞ Ragnheiður Ólafsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks. Félagið er stofnað til þess að sporna við uggvænlegri byggðaþróun á Vestfjörðum. Taki Vest- firðingar sig ekki á, segir Ragnheiður, rústast allt mannlff og byggðirnar fara f auðn. DV-mynd Hörður ísafjarðarbæjar. Hún sagði: þetta er í ykkar höndum." Núna eða aldrei! „Það er annaðhvort nú eða aldrei! Það er svo einfalt. Ef við tök- um okkur ekki á núna og breytum, þá verðum við að gjöra svo vel að horfa á að allt mannlíf er að rústast hér. Það fer í auðn, því miður. Ef við stöndum saman hér á Vestfjörð- um, þá er hvergi betra að búa og hvergi betri möguleikar til að mannlífið verði mjög sterkt. Sam- einaðir stöndum vér, sundraðir föll- um vér,“ sagði Ragnheiður Ólafs- dóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks. -HKr. Upp úr holræsinu Gærdagurinn var ákaflega ánægjulegur fyrir Ingibjörgu Sól- rúnu og Alfreð Þorsteinsson. Hann hófst með því að þau snæddu morgun- verð með for- stjóra Mitsubishi og Sigfúsi í Heklu sem er staddur í Tokyo sem túristi og bauð borgar- fulltrúunum að hitta forstjórann vegna þeirrar til- viljunar að þau öll þrjú eru stödd í Tokyo, enda hef- ur það verið gert kunnugt fyrir löngu að Mitsu- bishi hefur aö öðm leyti ekkert með þessa Jap- ansför að gera, nema hvað Mitsubishi hefur tek- ið að sér að skipuleggja dagskrána fyrir borgar- fulltrúana í þakklætisskyni fyrir túrbínukaupin en hefur samt ekkert að gera með túrbínukaupin. Eftir morgunverðinn héldu þau Ingibjörg og Alfreð niður í holræsin í Tokyo. Aðrir viðstaddir fóra ekki niður, enda Japanir ekki vanir holræs- um né heldur gestum sem eiga það erindi tO borgarinnar að skoða holræsin. Gestir og gang- andi, sem áttu leið um þar sem reykvísku borgar- fulltráamir sigu niður í holræsið, stöldruðu við þessa óvanalegu sjón og heyrðu brátt ógurleg fagnaðaróp neðan úr holræsinu. Það voru þau Ingibjörg og Alfreð að fagna saman þeim áfanga sem náðst hefur í framfara- og umhverfismálum Reykjavíkur með því að uppgötva að ljósleiðar- amir í holræsunum í Tokyo era nokkurn veginn jafnbreiðir eða jafnmjóir og Ijósleiðaramir sem notaðir verða í Reykjavík þannig að þeir komast örugglega fyrir í holræsunum í Reykjavík. Þetta er auðvitað enginn smáuppgötvun og hef- ur sannað þýðingu ferðalagsins til Tokyo og slær vopnin algjörlega úr höndum minnihlutans sem fór í fýlu og vildi ekki fara með til að skoða hol- ræsin af því að Mitsubishi og Sigfús í Heklu voru viðriðin ferðina. Sem var auðvitað misskilningur því Mitsubishi hefur ekkert með holræsin að gera í Tokyo og Jóna Gróa heföi þess vegna vel getað haldið til niðri í holræsunum á meðan á dvölinni stóð og hreinsað sig af þeim áburði að hún væri á vegum Mitsubishi. Ingibjörg og Alfreð dvöldu drykklanga stund niðri í holræsinu og létu rotturnar engin áhrif hafa á sig og Alfreð hélt upp á daginn með því að fara í skoðunarferö um menninguna í miðborg Tokyo um kvöldið og kom ekki heim fyrr en und- ir morgun. Svo fjölbreytt reyndist menningin. Borgarfulltráamir em himinlifandi með vel heppnaða ferð og ekki dró úr kæti þeirra þegar Sigfús í Heklu dúkkaði allt í einu upp á hótelinu og Reykjavíkurborgarfulltrúarnir gátu endur- goldið gestrisni Mitsubishi með því að bjóða Sig- fúsi og öðmm fulltráum Mistubishi í kvöldverð. Sem hefur ekkert með ferðina að gera að ööm leyti. Svo það sé á hreinu. Algjörlega á hreinu. Dagfari Stuttar fréttir dv Vilja stól Finns Fyrir lands- fundi Sjálfstæðis- flokks er ályktun- artillaga um að flokkurinn fari með orkumálin í næstu ríkisstjóm. Finnur Ingólfsson framsóknarmað- ur er orkumálaráðherra nú. Deila um skafmiöa Tveir svilar deila fyrir héraðs- dómi um skafmiðavinning, andviröi bUs fyrir 1,5 milljónir króna. Vinn- ingsmiðinn var í skafmiðabúnti sem fylgdi með í innkaupum svilanna á veislufóngum tU sameiginlegrar af- mælisveislu. Annar tók vinninginn tU sín en hinn krefst helmingsins. Morgunblaðið sagði frá. Glæpavefur Líkur era á að glæpahringur sem teygir anga sína til fjölda landa teng- ist máli Nígeríumannsins sem úr- skurðaður var í gæsluvarðhald í síð- ustu viku fyrir að hafa innleyst fals- aðar gjaldeyrisávísanir fyrir á tólftu mUljón króna hjá íslandsbanka. Morgunblaöið sagði frá. 1,6 millj. skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefúr dæmt Hótel Borg tU að greiða fyrr- um starfskonu rúmar 1,6 miUjónir króna í bætur vegna 10% örorku og 10% miska, sem hún hlaut við að detta í feiti á eldhúsgólfl í nóvember 1994. Morgunblaðið sagði frá. Ábatavegi Skíðakonan sem hryggbrotnaði er hún féU úr stólalyftunni í SkálafeUi á sunnudag er á batavegi og hefúr verið útskrifuð af gjörgæsludeUd Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fréttavef- ur Morgunblaðsins sagði frá. Laun undir samningum Ásta MöUer, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, sagði við RÚV að HM hjúkrun- miðlun byði hjúkrunarfræð- ingum verktaka- greiöslur sem væra undir kjörum samkvæmt kjarasamningum. Að öðru leyti hefði hún eða félagið ekk- ert að athuga við starfsemina. Troöiö i rútu Formaður Skíðaráðs Reykjavíkur ætlar að ávíta rútufyrirtækið Guð- mund Jónasson hf. fyrir að troða mun fleira fólki í skíðarútuna í Skála- feUi um síðustu helgi en mátti vera í henni. Atburðm-inn var kærðm en lögreglu tókst ekki aö standa bUstjór- ann að verki. Morgunblaðið sagði frá. Skólastjóri fer Atli Guðlaugsson, skólastjóri Tón- listarskólans á Akmeyri, hefúr sagt upp starfi sínu og mun hann láta af störfum í lok skólaársins í sumar. Hann segir við Morgunblaðið að ástæðan sé óánægja með kjaramál. Kjörstaðir ákveðnir Borgarráð hefúr samþykkt aö í al- þingskosningunum 8. maí verði kjörstaðir í Reykjavik í Hagaskóla, Kjarvalsstöðum, LaugardalshöU, Breiðagerðisskóla, Ölduselsskóla, íþróttamiðstöðinni við Austurberg, Árbæjarskóla, íþróttamiðstöðinni við Dalhús í Grafarvogi og Fólk- vangi á Kjalamesi. Hvalveiðar sem fyrst Meirihluti sjávarútvegsnefndar Alþingis vUl breyta tiUögu um að hefja hvalveiðar á þann hátt að hval- veiðar verði hafnar hið fyrsta eftir að rUcisstjómin hefúr lokið undir- búningi sínrnn að veiðunum. Afdalamenn Ágúst Einars- son segir á net- síðu sinni að ein- kenni á ráðherr- um ríkisstjómar- innar sé afdala- hugsunarháttm og þröngsýni. Flestar þjóðir auki erlent samstarf en ekki ríkis- stjómin. Hún undirriti ekki Kyoto- bókunina en ætli að skrifa undir viljayfirlýsingu um álver á Austm- landi þótt enginn vUji reisa það. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.