Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Fréttir__________________________________________________ Prófkjör Samfylkingarinnar á Vesturlandi: Baráttan talin standa milli Gísla og Jóhanns Það hefur vafist fyrir aðstandend- um Samfylkingarinnar í Vesturlands- kjördæmi að koma saman framboðs- lista sínum. Ágreiningur varð um það hvaða leið skyldi fara í prófkjörsmál- unum eftir að sú leið reyndist ófær að stilla upp á listann en samkomulag tókst að lokum og verður prófkjör haldið á laugardag. Kosið verður víðs vegar í kjördæminu kl. 10-18 og at- kvæði síðan ttdin í Borgarnesi síðar um kvöldið og fram á nótt. I upphafi höfðu menn náð sam- komulagi um að stilla upp á listann en fljótlega kom upp óleysanlegur ágreiningur um hver skyldi skipa efsta sætið. Kratar tefldu fram sínum manni, Gísla Einarssyni alþingis- manni, en alþýðubandalagsmenn máttu ekki heyra á annað minnst en að þeirra maður, Jó- hann Ársælsson fyrr- verandi alþingismað- ur, skipaði það sæti. Gísli tók þá ákvörð- un um að gefa eftir fyrsta sætið til Jó- hanns með því skil- yrði að Hólmfríður Sveinsdóttir krati fengi 3. sæti listans og virtist sú ákvöröun geta leitt til samkomulags, allt þar til Hólmfríður sjálf lýsti þvi yfir að hún vildi fá annaðhvort 1. eða 2. sæti listans, hún hefði ekki áhuga á 3. sætinu. Ekki var til nema ein leið úr þessari pattstöðu, sú að fara í próf- kjör og þá bættist Dóra Líndal Hjart- ardóttir frá Kvennalista í hópinn og þessi fjögur, sem nefnd hafa verið hér að framan, taka þátt í prófkjörinu. Hólmfríður er Borgnesingur sem Gisli Einarsson alþingismaður. Prófkjörsreglurnar gætu reynst honum erfiöar. starfar í félags- málaráðuneyt- inu en Dóra tón- listarkennari í Leirársveit. Flóknar regl- ur Ekki varð heldur sátt í upphafi um það með hvaða hætti prófkjörið skyldi fara fram en eftir miklar vangaveltur var ákveðið að fara þá leið að hafa prófkjörið opið fyr- ir aila flokksfélaga Alþýöuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista og aðra sem lýstu yfir stuðningi við framboðið. Þá var jafhframt ákveðið að í prófkjör- inu skuli þátttakendur merkja við eitt, tvö eða þrjú nöfn á kjörseðlinum en þó aldrei nema eitt nafn úr hverjum flokki. Niðurstaða prófkjörsins verður Fréttaljós Gylfi Kristjánsson Jóhann Ársælsson. Síöasti mögu- leikinn fyrir Alþýöubandalag að sigra í prófkjöri á vegum Samfylk- ingarinnar. bindandi hvað varðar þijú efstu sætin, með þvi skilyrði þó að viðkomandi fái 25% atkvæði í það sæti sem hann hafn- ar í. Nokkrar vangaveltur hafa verið um það hvaða áhrif þessar óvenjulegu reglur muni hafa á gengi einstakra frambjóðenda í prófkjörinu og þar sem kratamir eru tveir, Gísli og Hólmfríð- ur, hallast margir að því að sú regla að aðeins megi merkja við einn í hverjum flokki muni bitna á þeim frekar en hinum. Aðrir benda á að sennilega muni margir kjörseðlanna aðeins verða með einu nafni, menn mæti á kjörstað og kjósi „sinn frambjóðanda" og láti það nægja. Barátta Gísla og Jóhanns? Þetta gerir vangaveltur um hugsan- leg úrslit einnig erfiðari. Þó hallast margir að því að baráttan um efsta sætið muni verða á milli Gísla og Jó- hanns og þar geti brugðið til beggja vona. Þama er síðasta tækifæri Al- þýðubandalags til að ná efsta sæti í prófkjöri á vegum Samfylkingarinnar og sennilega mim það verða til þess að efla alþýðubandalagsfólk í baráttunni og það mæti til að styðja Jóhann. Gísla er hins vegar talið til tekna að vera sitjandi alþingismaður þótt það hafi nú ekki alls staðar skilað þeim sigri í próf- kjöri. Þá er Gísli talinn hafa meira fylgi á Snæfellsnesi sem geti ráðið úrslitum. Gísli og Jóhann era báðir Skagamenn og reiknað er með að kjörsóknin verði mest á Akranesi. Þó heyrast raddir þess efiiis að mikiil áhugi sé orðinn á prófkjörinu í Borgamesi og víðar í Borgarfirði og þar hyggist menn fylkja hði og styðja Hólmfríði. Fylgir sögunni að Borgfirðingar „eigi“ engan þing- mann, og nú eigi að „búa einn til“ eins og einn viðmælandi DV orðaði það. Þegar allt er tínt til hallast meiri- hluti viðmælenda DV þó að því að Gísh muni vinna nauman sigur á Jó- hanni og hreppa efsta sætið, Hólmfríð- ur verði í 3. sætinu og Dóra í 4. sæti. Þetta era hins vegar aðeins spádómar, það sem gildir er það sem kemur upp úr kjörkössunum á laugardagskvöld. í kosningunum fyrir fjórum árum fengu flokkamir sem standa að Sam- fylkingunni á Vesturlandi 35,4% at- kvæða. Alþýðuflokkur 11,7% atkvæða og einn þingmann, en Alþýðubandalag sem fékk 13,3% náði ekki inn manni, tapaði sínum þingmanni til Framsókn- arftokksins. Þjóðvaki fékk þá 6,6% og Kvennalistinn 3,8%. -gk Rætt um uppkaup eigna í Súðavík: Hreppsnefnd ræddi viö Davíð Hreppsneftid Súðavíkurhrepps gekk á fund forsætisráðherra í gær. Með nefndinni mætti núverandi sveit- arstjóri, Ágúst Kr. Bjömsson, og fyrr- verandi, Jón Gauti Jónsson, ráðgjafi hreppsnefhdar, sem vann tímabundið sem sveitarstjóri í Súðavík effir snjó- flóðið 1995. Davíð Oddsson ræddi við hreppsnefndina um þau vandamál sem við blasa í þorpinu, meöal annars uppkaup á húsum á snjóflóðasvæði þar sem atvinnustarfsemi fer fram. Fundarmenn sem rætt var við í gær sögðu: Þetta var góður fúndur. Á snjóflóðasvæðinu er enn búið í tveim húsum, eins og DV greindi frá fyrir helgi. Uppkaupum á þeim hús- um er ekki lokið en þau fara fram í gegnum Ofanflóðasjóð. Á svæðinu er vinnustaðir fjölda fólks, ýmiss konar þjónustustarfsemi, þar sem unnið er flesta daga, einnig á vetrum þegar ekki er ætlast til að fólk búi í gamla by BAITEA Bleksprautuhylki • Apple, Canon, • Epson • Hewlet-Packard • Olivetti-Lexicon Tölvuskjásíur • 15”, 17” og 20” • Viðurkennd gæði • ISO-9002 gæðavottun á framleiðslu. Mjög hagstætt verð. J. ÁSTVIUDSSON HF. Skípholti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535 þorpinu. Þetta er sparisjóður, sím- stöð, kaupfélag, stjómsýsla og áhalda- hús sveitarfélagsins og tvö vélaverk- stæði. Ætlunin er að Framkvæmdasýsla ríkisins komi að málum á lokasprett- inum ásamt Ólafi Davíðssyni, ráðu- neytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og leysi síðustu vandamálin í Súðavik. -JBP Davíö Oddsson forsætisráðherra tekur á móti hreppsnefndarmönn- um Súöavíkurhrepps í gær. Rætt var um framhald uppbyggingar á staönum. Á myndinni eru þau Friö- gerður Baldvinsdóttir, Fjalar Gunn- arsson og Óskar Elíasson spari- sjóösstjóri. DV-mynd ÞÖK Skagstrendingur, Skagaströnd: Sendir tvö skip á Flæmska hattinn DV, Sauðárkróki: Skagstendingur á Skagaströnd mun á næstu dögum og vikum senda tvö af skipum sínum til veiða á Flæmska hattinn. Helga Björg, sem reyndar hefur verið seld til fé- lags sem að hluta til er i eigu Skag- strendings, mun halda til veiða á Flæmska hattinum í næstu viku.ll Eistlendingar verða í áhöfn Helgu Bjargar. Þá er gert ráð fyrir því að Örvar verði kominn á veiðar um miðjan næsta mánuð. Að sögn Jóels Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Skagstrendings, verður áhöfn Helgu Bjargar að mestu skipuðu Eistlendingum en is- lenskir leiðbeinendur verða um borð, þar á meðal fiskiskipstjóri. Frá því Örvar var afhentur nýjum eig- endum um síðustu jól hefur verið unnið að breytingum á skipinu í þá veru að það sé búið tveimur trollum. Staðið hefur á hlutum vegna breyt- inganna og þar með hefur afhending þess tafist frá slippstöðinni. Jóel segir að Skagstrendingur hafi nokkra reynslu af veiðum á Flæmska hattinum eftir að Helga Björg var þar á veiðum á sínum tíma og menn séu ágætlega bjart- sýnir á veiðamar. Aöspurður sagð- ist hann gera ráð fyrir að hver túr standi um mánuð. Jóel segir að samningar við ís- lenska sjómenn geri ráð fyrir tveim túrum og síðan einn í frí þannig að áhöfninni gefist kostur á að koma heim og verði því ekki stanslaust langan veg að heiman í vetur og næsta sumar. -ÞÁ sandkorn Kvótabani á þing Valdimar Jóhannesson, sig- urvegarinn í kvótamálinu frá í desember síðastliðnum, þarf að berjast fyrir tilveru sinni innan Frjálslynda lýð- ræðisflokksins. Hann leggur alla áherslu á að ná fyrsta sætinu í sínu kjördæmi, Reykjanesi. Hann á í sam- keppni við Grétar Mar, hinn vinsæla skip- stjóra úr Sandgerði, sem er með öflugan flokk bak viö sig. Valdi- mar er talsvert þekktari per- sónuleiki í kjördæminu og á landinu öllu og ætti að hafa sterka stöðu. Liðsmenn flokks- ins eru bjartsýnir og tala um að ekki skipti máli hvor þeirra verður í toppsætinu - flokkur- inn fái tvo menn í Reykjanes- kjördæmi. Sægreifaveldi Indriði Aðalsteinsson á Skjaldíonn segir framsóknarfor- ystunni skýrt og skorinort til syndanna í fréttablaðinu Vestra á ísafirði. Hann segir formanninn verja af alefli sæ- greifaveldi fjöl- skyldu sinnar á Homafirði og heilbrigðisráð- herrann sé tengdadóttir Haraldar Böðvarssonar & Co á Akranesi. Framsókn ætti því ekki að skorta fé til að smyrja kosningamaskínuna. Að pörupiltinum sem settur var í efsta sætið í síöustu kosningum frágengnum, þá ætli forystan nú enn að taka til við að misþyrma Vestfirðingum með Kristni H. Gunnarssyni... Árni reiður Ámi Johnsen er sagður ösku- reiður út í Heimdellinga fyrir herferð þeirra gegn ríkisafskipt- um. í auglýsingu frá félaginu, sem fór fyrir brjóstið Árna, var ríkisstyrkj- um til landbún- aöarins, þar með talið tómataræktar- innar, hafnað. Árni telur þetta vera árás á mikil- vægan atvinnuveg í sinu kjördæmi, ekki síst í Árnessýslu og hefur kvartað í tölvupósti tfi HeimdaUar og tU framkvæmda- stjóra flokksins út af auglýsing- unni. Hún og brölt HeimdaUar spUli fyrir Uokknum í upphafí kosningabaráttunnar ... Raflax í Elliðaárnar Ástand laxastofnsins í Elliða- ánum hefur verið áhyggjuefni lengi og er jafnvel óttast að hann deyi út. I frétt í DV á mánudaginn var sagt frá því að vísindamenn hjá Mitsubishi Hea- vy Industries hefðu hannað og þróað raf- knúinn vélfisk sem syndir um, lítur út og hegðar sér að flestu leyti eins og alvörufískur. Glöggur maður sem las fréttina taldi sig sjá það með þaö sama að aðalerindi Ingibjargar Sól- rtlnar Gísladóttur borgar- stjóra í heimsókn tU Mitsubishi Heavy Industries í Japan væri að fá smíðaða nýja laxa í EUiða- árnar ... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.