Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Útlönd Monica Lewinsky grætur í ameríska sjónvarpinu: Clinton kynferðislegur sálufélagi og kyssti vel Monica Lewinsky felldi tár þegar hún sagði frá ástarsambandi sínu við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í sjónvarpsviðtali í gærkvöld. Eink- um táraðist hún þó þegar hún greindi frá því hversu allt umtalið fékk á móður hennar. í viðtalinu sagði Monica að sér hefði fundist forsetinn vera að nota hana og að fyrir kæmi núna að hún hataði hann eins og pestina. „Það hefur komið fyrir að ég hef ekkert sofið heilu næturnar, heldur bara grátið og velt því fyrir mér hvernig líf mitt geti nokkum tíma aftur orðið eðlilegt," sagði Monica í viðtali við hina frægu sjónvarps- konu Barböru Walters. Viðtalið var tvær klukkustundir. Monica var í dökkri dragt, með hárið uppgreitt og með litla hringi í eyrunum. Og það var ekki frá því að George Bush myndi sigra varaforsetann George Bush yngri, ríkisstjóri í Texas, sem enn hefur ekki til- kynnt opinberlega að hann vilji verða frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkj- unum á næsta ári, myndi sigra A1 Gore varaforseta ef kosið yrði nú. Samkvæmt skoðanakönnun í bandaríska dagblaöinu USA Today fengi Bush 54 prósent at- kvæða en Gore 43 prósent. Þetta þykja slæmar fréttir fyrir Gore sem er miklu þekktari en Bush. Meðal demókrata þykir víst að A1 Gore verði útnefndur fram- bjóðandi flokks þeirra. Varafor- setinn er þegar farinn að safna fé til kosningabaráttunnar. ísraelar skutu Kúrda í bakið Þingið í Berlín krefst þess að rannsókn fari fram á því er ísra- elskir öryggisverðir skutu fjóra Kúrda sem réðust til inngöngu í ísraelska sendiráðiö í Berlín fyrir tveimur vikum. Tveir Kúrdanna vom skotnir í höfuðið og bakið. Öryggisverðimir kváðust hafa miðað á fætur Kúrdanna en óvart skotið svolitið hærra. Tveir Kúrd- anna voru skotnir í magann og brjóstið. Dýfa túrtöppum í vodka til að komast í vímu Táningsstúlkur í austurhluta Finnlands vilja ekki að foreldrar finni áfengislykt af þeim. í þeirri von að vodkað komist í blóðrás- ina á annan hátt en með því að drekka það hafa stúlkumar dýft túrtöppum í áfengið í þeirri von að þær komist í vímu. Mikil drykkja er meðal ungs fólks í Finnlandi. glampi kæmi í augu hennar þegar hún ræddi um fyrstu daga sam- bands hennar og forsetans. Hún bar þó á móti því að hún væri enn ást- fangin af Clinton. „Mér er stundum hlýtt til hans, stundum er ég enn stolt af honum og stundum hata ég hann eins og pestina. Mér býður við honum,“ sagði Monica. Annað hljóð var í strokknum fyrr í viðtalinu þegar Monica lýsti því hvemig hún hefði flett upp um sig svo Clinton gæti séð strengjanær- buxurnar hennar. Þá lýsti hún hon- um sem kynferðislegum sálufélaga. „Okkur leið strax vel í návist hvort annars. Hann kyssir vel,“ sagði lærlingurinn fyrrverandi. Talsmenn forsetans vildu ekkert tjá sig um viðtalið í gærkvöld og sjálfur var Clinton á fjáröfhmar- Monica Lewinsky sagöi frá ástaræv- intýrum sínum í Hvíta húsinu í umtöluöu sjónvarpsviötali. fundi í New Jersey þegar viðtalinu var sjónvarpað. Monicu var greinilega brugðið þegar Barbara Walters sýndi henni upptöku af ávarpi Clintons til þjóð- arinnar þegar hann viðurkenndi loks sambandið. Þar kallaði hann það óviðeigandi og bað þjóðina af- sökunar, ekki Monicu. „Mér leið eins og druslu. Mér fannst eins og ég hefði verið notuð og ég var vonsvikin," sagði hún. Monica telur núna að Clinton sé aðeins leiður yfir því að hafa verið staðinn að verki. Þótt Monica hafi fellt stöku tár í viðtalinu stóð hún sig alla jafna vel, bar höfuðið hátt þegar á móti blés og flissaði af og til. Bók um Monicu og ævintýri hennar í Hvíta húsinu kemur í bókabúðir víða um heiminn í dag. Um eitt þúsund íslamskir námsmenn hrópuöu á heilagt stríö í mótmælaaögeröum fyrir utan aöalstöövar indónesíska hersins í Jakarta. Námsmennirnir voru aö mótmæla drápum á múslímum í óeiröum á eyjunni Ambon aö undanförnu. Þar hafa múslímar átt i höggi viö kristna menn og hafa um 200 falliö í þeim átökum. Fjögur hundruö þúsund hafa flúiö heimili sín Fjögur hundruð þúsund manns hafa hrakist frá heimilum sínum í Kosovo frá því að bardagar hófust þar fyrir ári. Síðustu tíu vikumar hafa sextíu þúsund lagt á flótta, samkvæmt upplýsingum Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um tuttugu þúsund hafa snúið aftur til heimkynna sinna en ástand hinna er mjög alvarlegt. Það eru ekki bara Albanar sem neyðast til að flýja. Vegna árása uppreisnarhers Albana í Kosovo hafa bæði Serbar og sígaunar orðið að yfirgefa heimili sín. Ýmislegt þótti benda til þess í gær að Albanar i Kosovo myndu undir- rita friðarsamninga, að því er bandarískir embættismenn greindu frá. Friðarviðræður hefjast á ný þann 15. mars næstkomandi í Frakklandi. Albönsk fjölskylda frá Kacanik í Kosovo fyrir framan plasttjald sem hún hefur reist í skógi nálægt heimabæ sínum. Símamynd Reuter Stuttar fréttir i>v Afmæli í Mexíkó Stjórnarflokkurinn í Mexíkó heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt í dag. Enginn flokkur hefur haldið jafnlengi í stjómartaumana í nokkru öðm landi. Stjórnmála- skýrendur segja að flokkurinn sé ekki dauður úr öllum æðum enn. Stjórnin kynnt í dag Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, kynnir nýja stjóm sína í dag. Mikil leynd hef- ur hvílt yfir því hverjir sitja í henni fyrir hönd Siumut, flokks Motzfeldts. Danska frétta- stofan Ritzau telur sig hafa heim- ildir fyrir því að skipanin muni koma á óvart. í stjóm með Siumut er vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit. Túlkur handtekinn Túlkur eins sakbominganna í málaferlunum gegn sænska stór- bófanum Clark Olofsson var hand- tekinn í gær og sakaður um að brjóta lög um vopnaburð. Loftbelg miðar áfram Bresku loftbelgsfaramir tveir, sem ætla að reyna að verða fyrstir til að fljúga umhverfis heiminn án viðkomu, flugu yfir Víetnam i gær. ísraelar opna ísraélsk yfirvöld ákváðu í gær að opna á ný svæði Palestínu- manna sem lokuð voru fyrir fjór- um dögum vegna hátíðar gyðinga. Hættuminni sígarettur Tóbaksfyrirtæki gætu framleitt hættuminni vindlinga en vflja það ekki, að því er vísindamenn hjá breska krabbameinssjóðnum full- yrða. Enginn arftaki Talsmaður pólitísks vængs kúrdísku samtakanna PKK vísaði í gær á bug fregn- um um að Cemil Bayik hefði ver- ið valinn arftaki AbduUahs Öcal- ans. Talsmaður- inn, Mizgin Sen, sagði að Bayik væri í fram- kvæmdanefnd samtakanna. Ekki væru nein áform um að útnefna nýjan leiðtoga. Bayek er náinn samstarfsmaður Öcalans. Misnotaði tíu börn 22 ára gamaU Svíi tók upp á myndband kynferðislega misnotk- un á tveimur stjúpbömum sínum og að minnsta kosti átta öðrum bömum á dagheimilum sem hann starfaði á. Saksóknarar reknir Þrir pólskir saksóknarar vora í gær reknir samkvæmt nýjum lög- um sem þvinga háttsetta embættis- menn að gera grein fyrir sambandi sínu við fyrrverandi öryggislög- reglu kommúnista. 85 bindishnútar Vísindamenn við háskólann í Cambridge á Englandi hafa eftir margra mánaða rannsókn komist að þeirri niðurstöðu að hægt er að nota 85 aðferðir við að hnýta bindi. Aðgerðir gegn spillingu Forseti framkvæmdastjómar Evrópusambandsins, Jacques Santer, kynnti í gær nýjar að- gerðir sem eiga að koma í veg fyrir spUlingu meðal nánustu samstarfs- manna hans. Meðal annars gefst nú möguleiki á að reka þá sem era með óhreint mjöl í poka sínum. Það eru einkum tveir full- trúar framkvæmdastjómarinnar, Edith Cresson og Manuel Marin, sem hafa sætt gagnrýni vegna spillingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.