Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 ' Á + tenning 11 Ljúft að vinna með brosandi hljómsveit - Edda Erlendsdóttir leikur Mozart í kvöld Edda Erlendsdóttir pí- anóleikari er rósemdin uppmáluð þótt hún sé í þann mund að leika einn erfiðasta píanókonsert Moz- arts með Sinfóníuhljóm- sveit íslands eftir tvo daga. „Þótt ég æfi ekki með hljómsveitinni fyrr en í restina, þá er ég auðvitað búin að vera að undirbúa tónleikana i marga mán- uði.“ Fyrir einu og hálfu ári, þegar fulltrúar Sinfóníunn- ar sömdu við hana um að spila á tónleikum nú í mars, fór Edda þess á leit að fá að spila þennan ákveðna konsert Mozarts, númer 27. Af hverju? „Mig hafði lengi langað til að spila Mozart hér heima. Ég er búinn að vera í Vínarklassíkinni í nokkurn tíma, í tónlist Haydns, C.P.E. Bachs og fleiri og þvl fannst mér Mozart vera eðlilegt fram- hald þeirrar spilamennsku. Auk þess þykir mér þessi ákveðni konsert ákaflega hrífandi. Hann er með því síðasta sem Mozart samdi, uppfullur með syngjandi og heiðríkju sem mér finnst benda til að hann hafi mætt örlögum sínum í fullri sátt við Guð og menn." Við hvað styðst píanó- leikari í mótun sinni á tón- verki af þessu tagi? Upptök- ur frægra virtuósa? „Ég veit ekki um aðra píanóleikara, en ég hef enga þörf fyrir að hlusta á túlkun ann- arra fyrr en ég er búin að koma mér niður á mína „leið“. í sumum tilfellum getur það slegið menn út af laginu, einkum ef þeir eru óreyndir, að byrja á því að hlusta á upptökur einhverra snillinga. Ég fór fyrst Edda Erlendsdóttir: um. ,Hér lyftir hver maður grettistaki á mörgum svið- Ljósm. Hilmar Þór að hlusta á þetta verk af geislaplötum fyrir hálfum mánuði, var þá helst með upptökur þeirra Barenboims og Goulda á spilaran- um; sá síðarnefndi er mér mjög að skapi. Svo hlustaði ég á upptöku með Perahia sem Erlendur faðir minn á, en hann keyrir á meiri hraða en ég er vön. Mín túlkun er kannski eitthvað nær Goulda." Ró og næði í París Eins og mörgum er kunnugt er Edda búsett í París, þar sem hún kenn- ir, heldur tónleika og spilar fyrir útvarp, bæði ein og í samvinnu við bandóneónmanninn Olivier Manoury, eiginmann sinn. Það er svo rólegt og gott að vera í París segir hún. Þegar undirritaður, sem oftsinnis hefur verið í lífs- hættu i París vegna aksturslags borgarbúa þar, hváir við þessi orð, neyðist Edda til að skýra hvað hún á við. „í París er sérhæfmgin mun meiri en hér, þannig að maður þarf ekki að vera allt í öllu, held- ur getur einbeitt sér að eigin hugðarefni í ró og næði. Hér heima er hver maður að lyfta grettistaki á mörgum sviðum, oftast án þess að bera mikið úr býtum. Þetta sést svo vel þegar maður kemur heim til íslands eftir langdvalir erlendis." Edda kemur til ís- lands með reglulegu millibili því á hverju sumri skipuleggur hún að Kirkjubæjarklaustri rómaða tónlistarhátíð með þátttöku íslenskra og erlendra listamanna. í sumar munu þær Ólöf Kolbrún Harðardóttir einnig gefa út geisla- plötu með íslenskum sönglögum. En að lokum, hvað þykir Eddu skemmtileg- ast við að vinna með Sinfóníuhljómsveit ís- lands? „Það er að koma á fyrstu æfmgamar og hitta fyrir heila hljómsveit af gömlum vinum og kunningjum sem allir brosa við manni.“ -AI Englar upp á ítölsku Skáldsaga Einars Más Guömundssonar, Englar alheimsins, heldur áfram sigurfor sinni um Evrópu. Nú hefur hún veriö gefin út á ítölsku undir nafninu Angeli dell’uni- verso og hefur hlotið einróma lof italski-a blaða og bókmenntatímarita. Helsta frétta- tímarit ítala, L’Espresso, líkir henni við sum lög Bjarkar „í senn þunglyndisleg og svíf- andi“, en stærsta dagblað á Ítalíu, Corriere della Sera í Mílanó ber frásagnarmáta Ein- ars saman við Strindberg og Munch. í bókakálíi L’Unitá, mál- gangs gömlu vinstrihreyfingar- innar, er einnig fjallað ítarlega og á jákvæðum nótum um bók- ina. Hið virðulega bókmennta- tímarit Letture klykkir svo út með því að fullyrða að „þessi höfundur (hafi) allt sem þarf til að bera til að veröa einn af þeim stóru“. Englar alheimisins hefur einnig komið út hjá ítölskum bókaklúbbi og var enn á sölulist- um á Ítalíu seint á síðasta ári. Til hamingju með það, Einar Már, eða eins og þeir segja þar syðra: Auguri! Norðurlöndin tilnefna lista- menn til Feneyjaferðar Nú líður senn að tilnefningu íslensks myndlistarmanns til að halda uppi heiðri landsins á Bíennalinum svonefnda - tvíær- ingnum - í Feneyjum sem er af mörgum tal- in helsti mótsstaður myndlistarinnar í hin- um vestræna heimi, ekki síst vegna ein- stakrar staðsetningar hans í útjaðri borgar- innar fljótandi. Sem kunnugt er eiga íslend- Öryggi og fítonskraftur Það verður að segjast eins og er að það er allt of sjaldan sem hér eru haldnir einleiks- píanótónleikar. Hvers vegna veit ég ekki, vera má að ein ástæðan sé sá óratími sem fer í að æfa upp prógramm á frekar lélegu tíma- kaupi. Enda er örugglega einhver æðri köll- un en peningar sem fær fólk til þess að leggja sig í þann lifsháska sem einleikstónleikar eru. En víst er að áheyrendur skortir ekki áhugann þvi troðfullt var á tónleikum Þor- steins Gauta Sigurðssonar í Salnum á þriðju- dagskvöldið og komust færri að en vildu. Efnisskráin var einkar lokkandi, samansett m.a. af þekktum stykkjum sem þó heyrast sjaldan á tónleikum. Hún hófst á þremur prelúdíum Georges Gershwins sem bera höf- undareinkennum hans gott vitni með sam- blandi af djass- og blúsáhrifum. Þetta eru af- skaplega vel heppnuð verk og voru öll þrjú virkilega smekklega útfærð af Þorsteini Gauta. Sérvitringurinn Erik Satie, sem áleit að tónlist ætti að þjóna þeim tilgangi að veita fólki hugarró í stað hugaræsings, átti næsta verk á efnisskrá. Gnossia nr. 1 heitir það og er gott dæmi um þetta lífsviðhorf hans, enda með eindæmum seiðandi í ein- faldleika sínum og er eins og samið fyrir sunnudagseftirmiðdag í rigningu. En þótt það sé einfalt getur verið snúið að koma þessari stemningu til skila en yfir leik Þor- steins Gauta hvíldi alger ró og friður og náði hann fallega fram fíngerðustu litbrigðum verksins. Alræmdur fingurbrjótur Tunglskinssónata Beethovens er of fræg til þess að vera fastagestur á efhisskrám í dag enda fáir sem ekki þekkja í það minnsta fyrsta þáttinn og hafa ákveðnar skoðanir á Þorsteinn Gauti - „lokkandi samsett efnis- skrá“ Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir því hvernig hann eigi að vera. Beethoven er líka erfiður, hann má ekki verða of bólginn samt kraftmikill og ekki verða of blátt áfram, einhvem veginn verður flytjandinn að finna þennan vandrataða milliveg. Það tókst Þorsteini Gauta í heild afar vel án þess að falla í þá gryfju að fara að rembast við að finna eitthvað enn ófundið í þessu þekkta verki þó að túlkun hans væri mjög persónu- leg og vel ígmnduð. Fyrsti þátturinn var fal- lega leikinn af algerri yfirvegun og mikilli dýpt, annar þátturinn hefði kannski mátt vera ögn léttari en hann var svolítið var- færnislega leikinn og í síðasta þættin- um hafði ég á tilfinningunni að Þor- steinn héldi einum of mikið aftur af sér hvað varðar dýnamik og kraft. Chopin samdi tvö sett af etýðum óp. 10 og óp. 25, samanlagt 24 etýður þar sem er að finna svo að segja allar tækniþrautir sem hægt er að hugsa sér í píanóleik. Einn virtur píanisti sló þvi fram að það tæki 25 ár að ná öllum þeim nr. 10, og 15 ár til viðbótar til að ná óp. 25. Þegar hinn frægi krítiker Rellstab leit á þær í fyrsta sinn er sagt að hann hafi ráð- lagt píanistum að hafa lækni viðstaddan æf- ingar á þeim. Þorsteinn Gauti flutti þrjár af þeim ópus 10, nr. 4, 6 og 8 og gerði það glimr- andi vel og án mikillar fyrirhafnar. Loka- verkið á efnisskránni var svo sónata ópus 26 eftir Samuel Barber sem er eitt merkasta pí- anóverk þessarar aldar. Sónatan er í fjórum köflum, sá fyrsti dökkur og dramatískur, annar létt gletta með glitrandi áferð, í þeim þriðja er líkt og allar heimsins áhyggjur séu saman komnar og sá fjórði fúga sem er al- ræmdur fingurbrjótur en Þorsteinn Gauti hefur nú hingað til ekki látið svoleiðis hluti aftra sér. En kaflarnir voru hver öðrum glæsilegri í flutningi hans og náði hápunkti í síðasta kaflanum sem var dúndurvel spilað- ur af algjöru öryggi og miklum fitonskrafti. Flutningur sónötunnar í heild verður að telj- ast listviðburður í hæsta gæðaflokki. ingar fastan samastað á sýningunni í litlum skála sem hannaður var af Alvar Aalto. Sér- stök nefnd á vegum menntamálaráðuneytis- ins tilnefnir myndlistarmenn til sýningar- innar og kostar þátttöku þeirra að öllu leyti. Nú hafa hinar Norðurlandaþjóðirnar, að minnsta kosti Finnar, Svíar og Norðmenn, tilnefnt listamenn til þessarar sýningar en þeir eru Eija-Liisa Ahtila, Annika von Hauswolff og Knut Ásdam sem nota ýmist ljósmyndir eöa vídeótækni. Sýningarstjór- inn er Svíinn John Petter Nilsson sem segir valið á listamönnunum eiga að endurspegla ýmsar ígrundanir manna í aldarlok, þá eink- um spuminguna um það hver verði örlög einstaklingsins í hringiðu tækninnar. Bíennalinn verður opnaður 13. júní nk. og stendur til 7. nóvember. Kristín var Mjallhvít Umsjónarmanni varð á í mess- unni um daginn þegar hann skýrði frá bókinni um myndasögu Kalla hinn íslensk-kanadíska. Þar hélt hann því fram að stúlkan sem teiknarinn Charlie Thorson lagði hug á og lagði síðan til grundvall- ar sköpun sinni á Mjallhvíti í myndasögunni frægu, hefði heitið Margrét Sölva- dóttir. Hún hét reyndar Kristín Sölvadóttir, og er þessi leiðrétting kjörið tilefhi til að birta ljós- mynd annars vegar af henni, og síðan af frum- teikningu Thor- sons af Mjallhvíti. Geta menn nú dæmt um það hvort ekki sé svipur með þessum tveimur. Umsjón: Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.