Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Frjálst, óháð dagblað útgáfufélag: FRJÁLS-FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Reykingabann aðalregla Reykingamenn og vinnuveitendur þeirra hafa frest fram til 15. júní til þess að koma reykingamálum á vinnustöðum í horf. Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið gaf í nýliðnum mánuði út reglugerð um tóbaks- varnir á vinnustöðum. Reglurnar öðlast gildi fyrr- nefndan júnídag. Markmið þeirra er, eins og segir í fyrstu grein, að tryggja að starfsmenn sem ekki reykja verði ekki fyrir skaða og óþægindum af völdum tó- baksreyks á vinnustað sínum og jafnframt að veita fólki sem kemur á vinnustað vegna viðskipta eða þjón- ustu slíka vernd. Reykingar eru hættulegar, um það er ekki deilt. Þær valda alvarlegum sjúkdómum enda inniheldur tóbaks- reykurinn meira en 40 þekkt krabbameinsvaldandi efni. Kostnaður einstaklinga, fyrirtækja og þjóðfélags- • ins í heild er mikill af reykingum vegna veikinda, hin- um óhjákvæmilega fylgifiski tóbaksnautnarinnar. En reykingamennirnir eru ekki einir. Þeir skaða aðra með reyk sínum og því nauðsynlegt að setja strangar reglur um reykingar þar sem fólk kemur saman. Reglurnar sem taka gildi í sumar eru mun afdráttar- lausari en fyrri reglur um takmarkanir reykinga sem settar voru fyrir fjórtán árum. Það er af hinu góða enda verður þá auðveldara að framfylgja þeim en fyrri regl- um. Sem dæmi má nefna að reykingar verða með öllu óheimilar í skólum, grunnskólum jafnt sem framhalds- skólum, og í hvers konar dagvistum barna. Hið sama gildir um heilsugæslustofnanir, hjúkrunar- og dvalar- heimili sem og sjúkrahús. Vistmönnum og sjúklingum má heimila reykingar í vissum tilvikum í sérstöku loft- ræstu afdrepi en starfsmönnum verður óheimilt að reykja þar. í þeim hluta húsnæðis stofnana og fyrirtækja þar sem almenningur sækir afgreiðslu eða þjónustu eru reykingar bannaðar sem og í vinnurými starfsmanna. Vinnuveitandi getur heimilað starfsmanni reykingar sé hann einn um vinnurými eða með samþykki allra séu fleiri í sama rými. Frá 15. júní verða reykingar í kaffi- og matstofum óheimilar. Heimilt verður að hafa vel loft- ræst afrep á vinnustað enda sé fyrir því séð að tóbaks- reykur berist ekki til annarra svæða á vinnustaðnum. Jón Rúnar Pálsson, lögfræðingur Vinnumálasam- bandsins, fjallar um hina nýju reglugerð í nýju frétta- bréfi sambandsins. Hann bendir á að vinnuveitendur hafi það í hendi sinni frá 15. júní hvort reykingar verði stundaðar á vinnustaðnum. Hann hvetur starfsmenn jafnt sem vinnuveitendur að nýta tímann fram í júní og kynna sér reglurnar. Ákvæði um reykingabann verði fortakslausara og auðveldara í framkvæmd. Lögfræðingurinn bendir réttilega á að varnir gegn tó- baksmengun séu eðlilegur þáttur í vinnuvernd. Með því að framfylgja nýju reglunum af festu og banna reyking- ar á vinnustað geti fyrirtæki bætt andrúmsloft starfs- manna um leið og þau stuðla að betri heilsu þeirra. Reglugerðin um tóbaksvamir á vinnustöðum er tæki sem sjálfsagt er að nýta í baráttunni gegn reykingum. Mikilvægt er að reglur sem þessar séu afdráttarlausar. Hugarfarsbreyting hefur orðið á undanförnum árum og meira tillit tekið til þeirra sem ekki reykja. Það er enda með öllu ólíðandi fýrir þá að þurfa að sitja í tó- bakssvælu á vinnustað daglangt. Breytingar sem þessar þarf að ræða á vinnustöðum og koma á í sameiningu enda em þær í allra þágu. Til þess þarf að nýta tímann fram að gildistökunni í júní. Jónas Haraldsson Á ævi hvers einstak- lings verða dag nokkurn þau hvörf að hann hlakkar ekki lengur til afmælis síns. Afmælið hættir að verða honum tákn forréttinda fullorð- insára sem séu innan seilingar. í staðinn minnir það á misnotað- an tíma, fækkun stunda sem eftir eru og hægt en öruggt hnig eftir að há- marki er náð. Hin réttu og samfé- lagsvænu viðbrögð eru vitaskuld að auka fögn- uð yfír afmælinu í takt við vaxandi tilhlökkun- arleysi, halda æ stærri og veglegri veislur með æ meira lofi um afmæl- isbarnið og kalla elliár- in aldrei annað en bestu ár ævinnar. Afmælum skal tekið með bros á vor en undir niðri býr kvíði um að senn sé veislunni lokið. Kvíðablandin veisla Sams konar kvíði set- Það er jafnljóst hverju nútímabarni að heimsendir nútímans mun hefjast á því að all- ar tölvur heimsins hrynja, segir greinarhöfundur m.a. Tvöþúsund- vandinn ur. Tölvurnar eru gamlar og lúnar og af einhverjum ástæðum hvarflaði það ekki að hönnuðum þeirra (fremur en okkur hinum) að árið 2000 rynni upp, þó að stærðfræði og tölvu- fræði séu skyldar greinar og tölvufræð- ingar ættu að vita að 2000 kemur á eftir 1999. Þess vegna munu tölvumar hrynja árið 2000 og heimsendir verða. Allt vegna þess að við fundum upp tímatalið og þó að allir sem kunna „Það er líka tímanna tákn að í þetta sinn ætla íslendingar ekki að láta undan vandanum. Fyrir þúsund árum köstuðum við heið- inni trú í ráðleysi og fáti en núna ætlum við að halda í okkar tölvu- trú. Við látum ekki gabbast í annað sinn.“ Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur ur svip sinn á árþús- undamótin sem nú skal senn halda með gríðarlegum veislu- höldum og lúðraþyt. Mannkynið mun halda árþúsunda- mótaveislu, íslending- ar ætla að fagna kristnitöku og pína grannann í vestri til að halda upp á það með okkur að íslenski Norðmaðurinn Leifur heppni var i Ameriku fyrir þúsund árum. En veislan er kvíða- blandin því að yfir mannkyninu vofir damóklesarsverð. Heimsendir kann að vera í nánd. Fyrir þúsund árum vissi hvert mannsbarn að heimsendir hæfist á hörðum og langvar- andi fimbulvetri í bland við vaxandi ófrið. Það er jafnljóst hverju nútímabarni að heimsendir nútím- ans mun hefjast á því að allar tölvur heims- ins hrynja. Heimsendaótti nútímans Það er því táknrænt aö heimsendaótti nútímans, kallaður tvöþúsundvandinn, snýst um tölv- stærðfræði viti að það séu ekki einu sinni árþúsundamót fyrr en í upphafi árs 2001 samkvæmt þessu sama tímatali ætla tölvurnar samt að hrynja. Þær hugsa aðeins í plús og mínus og eru því fjandanum þrjóskari. Líka fyrir þúsund árum Það merkilega er að árþúsunda- mótavandinn steðjaði líka að fyrir þúsund árum, þó að þá snerist hann eðli málsins samkvæmt ekki um tölvur. Seinustu ár 10. aldar einkenndust af feikilegum árþús- undamótaótta. Sumir telja að sú hræðsla hafi náð til íslands, fengið íslendinga til að taka kristni í hvelli og ef til vill oUi hún því líka að Leifur heppni fann Ameríku. Var hann kannski að flýja árþús- undavandann? Hins vegar er tímanna tákn að nú er tekið á vandanum á nýjan hátt. Fyrir þúsund árum þótti nægja að einn maður legðist undir feld í þrjá daga og leysti málið enda ríktu hér þá fáræði og elítismi. Nú eru hins vegar skipaðar nefndir og aðgerðahóp- ar, lýðræðisleg umræða fer fram í fjölmiðlum um málið og grá- sprengdir menn með- gleraugu segja okkur öUum frá því í aug- lýsingum um hvað málið snýst. Það er líka tímanna tákn að í þetta sinn ætla íslendingar ekki að láta undan vandanum. Fyrir þúsund árum köstuðum við heiðinni trú í ráðleysi og fáti en núna ætlum við að halda í okkar tölvutrú. Við látum ekki gabbast í annað sinn. Ármann Jakobsson Skoðanir annarra Hlutabréfamarkaöurinn „f fljótu bragði tel ég að fyrst og fremst séu þrjár ástæður fyrir því að að velta hlutabréfa hefur verið svo mikil sem raun ber vitni það sem af er árinu. í fyrsta lagi má nefna að erlendir markaðir hafa ver- ið viðsjárverðari en menn hugðu ... í öðru lagi má telja til að viðskiptavaktir banka og verðbréfafyrir- tækja hafl aukist ... í þriðja lagi má nefna að vöru- úrvalið á markaðnum hefur aukist til muna með til- komu banka og tryggingafélaga. Ég tel að hlutabréfa- markaðurinn muni halda áfaram að dýpka og stækka. Ég er hins vegar ekki mjög bjartsýnn á frek- ari hækkanir á gengi hlutabréfa. Til að mynda er rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru stærst á markaðnum, nokkuð verra en verið hefur undanfarin ár.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson i Viðskiptablaðinu 3. mars. Yfirboð samgöngumála „Yfirboð samgöngumálanna fyrir kosningar í vor eru rétt að byrja. Þegar kjörfundur hefst verða fram- bjóðendur búnir að ráðstafa tekjum ríkissjóðs næstu hálfa öldina til að auðvelda samgöngur til að fólk geti búið dreift en samt verið í nálægð hvert við ann- að. Um hagkvæmnina þarf ekki að spyrja. Hún er mest fyrir þá sem reikna hana út og verktakana, sem hún er gerð fyrir. Svo halda stjómmálamenn að þeir græði eitthvað á hringavitleysunni. Því miður virðast þeir hafa rétt fyrir sér.“ Oddur Ólafsson í Degi 3. mars. Landið á verðbréfaþing „Við höfum fengið skýrari myndir af eignum líf- eyrissjóða og baráttunni fyrir þeim síðustu 420 mán- uðina. Það er samt ekki traustvekjandi að sömu ráðamenn gáfu út fyrir um 12 mánuðum að laun verkamanna hefðu ekki hækkað nema um 800 kr. á mánuði að verðgildi á þessu 420 mánaða tímabili og ekki afnuminn tekjuskattur af lífeyrissjóðsgreiðsl- um ... Algengasta viðhorf þeirra sem mest er notað, er að gera hlutafélag úr þeim völdum sem þeir ráða yflr. Fari fram sem horfir er ekki langt að bíða þess að íslenska þjóðin þurfi að byrja aftur að berjast fyr- ir sjálfstæði sínu, því það virðist ekki langt i að landið verði skráð á Verðbréfaþingi íslands." Hörður Sigurðsson í Mbl. 3. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.