Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 15
Hagsýni blanka námsmannsins: Hverri krónu velt á milli handanna a u g n - læknis. Einnig h ö f u m öllum stórsteikum og öðrum óþarfa. Einnig sleppum við nánast öllum skemmtunum og það er orð- ið afar langt síðan við höfum brugðið okkur á skemmtistað. Þess i stað forum við í göngutúra eða í sund með son okkar um helg- ar, það er okkar skemmtun.“ Hjálmar segir að þrátt fyrir ýtr- ustu sparsemi dugi tekjur konu hans og námslánin hans alls ekki til framfærslu er líða fer á vetur- inn og suméirhýrcm er uppurin. „Þá er ekkert annað til ráða en að taka bankalán og til að borga bankalánið verður maður síðan að vinna mikið yfir sumarið sem síð- an skerðir námslán næstu annar.“ Betri tíð Nám er ekki ókeypis, jafnvel ekki hérlendis þar sem allir eiga að hafa jöfn tækifæri til náms. Hann Hjálmar Arnarsson, 25 ára nemi í rafeindavirkjun, er dæmi- gerður blankur námsmaður sem verður að framfleyta sér og fjöl- skyldu sinni af lágum námslánum. „Ég fæ um þrjátíu þúsund krónur á mánuði frá LÍN en fullt lán fyrir námsmann með fjölskyldu er um sjötíu og tvö þúsund. Ástæða þess að mitt lán er svona lágt er sú að ég hef unnið mikið á sumrin og maður má einungis hafa um 180 þúsund krónur í tekjur yfir sum- arið til þess að fá fullt lán. Eftir það fer lánið að skerðast. Konan mín vinnur á leikskóla og fær um 60-70 þúsund krónur á mánuði út- borgað, þannig að ráðstöfunartekj- ru- okkar eru um 90-100 þúsund á mánuði. Við leigjum okkur síðan íbúð á 36 þúsund á mánuði og borgum 15 þúsimd krónur í bamapössun á mánuði. Bara það gera 51 þúsund og þá em eftir aðrir reikningar, rekstur bílsins og almenn framfærsla þriggja manna fjölskyldu." Ódýr dægradvöl Af þessu má sjá að Hjálmar og hans fjölskylda verða að velta hverri krónu á milli handanna til þess eins að framfleyta sér. „Ég reyni auðvitað að vinna eins og brjálæðingur yfir sumarið og safna peningum sem að vísu skerða náms- lánið, síðan seldi ég bílinn minn og hef bara tekið upp mjög ódýra lífshætti. Við kaupum t.d. alltaf ódýrt í matinn bara einu sinni í viku í Nettó og sleppum Hjálmar Arnarsson og fjölskylda hans lifa sparsamlega skylduvænt að þurfa að vinna myrkranna á milli á sumrin. Hann segir samt að einhvem veg- inn verði þetta bara að ganga upp og það sé mikil vinna. „Við höfum góða yfirsýn yfir okkar fjármál og höldum algjörlega utan um þau sjálf því það myndi ekki ganga að láta bankann sjá um þau þegar fjárráðin em svona lítU. Eins og áður sagði leyfum við okkur eng- an óþarfa og jafnvel ekki það sem flestir telja nauðsyn- 1 e g t e i n s við þurft að fækka heimsóknum heim til fjölskyldna okkar sem búa fyrir austan mikið einfaldlega vegna þess að bensínið á bílinn er dýrt. Allt þetta verður að bíða sumarsins." En þrátt fyrir að Hjálmar og fjölskylda hans verði svo sannar- lega að herða sultarólina á meðan hann er í námi er hann ákveðinn í að klára það. „Menntunin er eina leiðin til betri framtíðar. Það er hins vegar ósanngjamt að það hafa alls ekki allir jafnan rétt til náms lengur að mínu mati. Eina leiðin til þess að vera öraggur um afkomu sína á meðan mað- ur er í námi er að hafa fæðst inn í rétta fjölskyldu, þ.e. að eiga foreldra sem geta hjálpað manni fjárhagslega. Rafeindavirkjar hafa ágætis laun og því sé ég fram á betri tíð að námi loknu. En þangað til þurfum við að basla í tvo vetur í viðbót,“ segir Hjálmar Arnarsson, hinn blanki en ákveðni námsmaður, að lokum. -GLM og að i fara j t i 1 t a n n - læknis e ð a Hjálmar segn: að að sjalfsögðu sé það þreytandi og jafnvel niður- drepandi að vera alltaf að 125 hugsa um fjármálin og W ekki sé það heldur fjöl- enda ekki annað hægt þegar námslánin eru lág. DV-mynd GK Fermingarmyndatökur: Misjafnt verð og þjónusta Fermingar þessa vors eru á næsta leiti og eitt af því sem þeim fylgir em fermingarmyndatökur á ljósmyndastofum. Hagsýni kannaði verð og þjónustu á fermingar- myndatökum hjá nokkrum ljós- myndastofum á höfuðborgarsvæð- inu. Verð og þjónusta reyndust æði mismunandi og því er rétt að skoða vel hvað felst í verði hverrar stofu fyrir sig. Svarthvítar myndir Fyrst lá leiðin á Ljósmynda- stofu Rutar, sem býður tólf myndir í stærðinni 9x12 sm af fermingarbarninu, í lit eða svarthvítu, á 14.300 krónur. Einnig er hægt að blanda sam- an svarthvitum og litmyndum og þá kostar sami fjöldi mynda 16.300 krónur. Þetta verð gildir bæði virka daga sem og helgi- daga. Hjá Barna- og fjölskyldu- myndum kostar 6 mynda taka í stærðinni 13x18 sm 10.500 krón- ur og tólf mynda taka í sömu stærð 15.000 krónur. Með þess- um myndatökum er hægt að fá mynd stækkaða í 20x25 sm og kostar slík stækkun 1500 krón- ur. Ekki er tekið aukagjald fyr- ir myndir sem teknar em á helgidögum. Hjá Ljósmyndavinnustofunni kostar átta mynda taka í stærðinni 12x14 sm 10.800 krónur. Henni fylg- ir ein stækkuð mynd í stærðinni 18x24 sm. Einnig er hægt að kaupa tólf mynda töku með einni stækkun (18x24 sm) á 13.800 krónur. Hægt er að velja um svarthvítar eða lit- myndir en ef fólk vill blöndu lit- mynda og svarthvítra kostar tólf mynda takan 15.800 krónur. Ljósmyndavinnustof- an tekur ekki aukagjald fyrir mynd- ir sem teknar eru á helgidögum. Aukagjald á helgidögum Hjá Ljósmyndaranum í Mjódd kost- ar tólf mynda taka í stærð- inni 10x12 sm, með (14.400) isr ■m 2Sk Á Hvað kostar fermingarmyndatakan? - verð miðast við 12 myndir, nema Nýja myndastofan (16 myndir) og Ljósmyndastofa Gunnars (10 myndirl Nýja mynda stofan Ljósmst. Gunnars Ljósmynda- vinnustofan Rut * Ljósmst. Barna- og Ljósmynd- Þóris fjölskyldumyndir arinn einni stækkun i 13x18 sm, 15.200 krón- ur virka daga en 16.200 krónur á helgidögum. Hjá Ljósmyndastofu Sigríðar Bach- mann kostar tólf mynda taka í stærð- inni 9x12 sm 16.700 krónur virka daga en lagt er á 1500 króna aukagjald á helgidögum. Hjá Ljósmyndastofu Þóris kostar átta mynda taka í stærðinni 10x15 sm með þremur stækk- (16.700) unum, í stærðunum 13x18 sm eða 20x25 sm, 16.800 krónur alla daga. Einnig er hægt að fá tólf mynda töku í stærðinni 10x15 sm sem kostar 14.400 krónur alla daga. Hjá Ljósmyndastofu Gunnars kostar tíu mynda taka í stærðinni 9x12 sm, með tveimur stækkunum í stærð- inni 13x18 sm, 13.400 krónur alla daga. Hjá Nýju myndastofunni kostar síðan sextán mynda taka í stærðinni 10x15 sm með einni stækkun í 13x18 sm 12.800 krónur alla daga. Sama taka með tveimur stækkunum kostar síðan 14.500 krónur og með þremur stækkunum kostar hún 15.800 krónur alla daga. Það er því ljóst að það er að mörgu að hyggja áður en fermingarmyndatakan er Bachmann pöntuð' GLM 15 Hreinsunarráð Gítar má þvo með því að nudda tannkremi á hann, láta það þoma og nudda að síðustu með þurrum klúti. Skart- gripir Hreinsið skart- gripi með mjúk- um klút sem dýft hefur verið í tannkrem. Óþefur innanhúss Hér er leið til að losna við óþef innanhúss og hafa góða lykt án mikils tilkostnaðar. Setjið nokkra dropa af furunálaolíu í bómullar- hnoðra og setjið í glerílát. Lyktin endist mánuðum saman og er jafnáhrifarík og híbýlailmsúðar. Straujárn Til að hreinsa i burtu stein- efnabletti sem myndast við gufu- opið er gott að fylla straujámið með blöndu af vatni og hvítu ed- iki (helmingur af hvoru). Látið jámið gufa í nokkrar mínútur. Takið það síöan úr sambandi og látið það standa í um eina klukkustund. Hellið því sem eftir er af blöndunni úr straujáminu og hreinsið það með hreinu vatni. Blómavasar með litlu opi Bleytið vasann að innan og helliö svo í hann salemishreinsi- vökva. Látið standa í um 10 min- útur, skolið hann og óhreindin hverfa. Síminn Þvoið símann með sótthreins- unarspritti. Tin, eir eða blý- hlutir Ein besta leiðin til að hreinsa hluti og skraut úr tini, eir eða blýi felst í því aö nudda hlutinn með salatblöðum. Einnig má nota heimagerða blöndu af viðarösku úr arninum og vatni. Ofnarnir Hengið raka tusku bak við ofn- inn. Blásið á hann með blásaran- um á ryksugunni. Rykið og óhreinindin munu festast við raka tuskuna. Píanónótur Setjið tannkrem í vel rakan klút. Nuddið nóturnar vel, þurrkið tannkremið síðan burt og bónið með mjúkum klút. Gluggatjöld Áður en gluggatjöld em sett í hreinsun: Um leið og krókamir era teknar úr er gott að merkja með bleiku naglalakki hvar þeir era festir. Deplamir haldast þótt þeir fari í gegnum hreinsunina. Gott er að merkja gluggatjalda- lengjur sem hanga í ákveðinni röð fyrir gluggum - talið frá vinstri til hægri. Notið litaðan tvinna og merkið neðst á bakhlið hverrar lengju. Til dæmis eitt spor á fyrstu lengjuna, tvö spor á aðra lengjuna o.s.frv. Gætið þess bara að hnútamir séu vel bundn- ir svo þeir þoli meðferðina í efna- lauginni. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.