Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Unga fólkið vill trausta bfla Kaup á nýjum fjölskyldubíl: Mótleikur gegn aukinni þjónustu umboðanna: tæpa þúsund kílómetra brotnaöi lega i framhjóli. Þegar skipta átti um hana nýlega uppgötvaði bifvélavirk- inn að allir stýrisliðir voru ónýtir og allar fóðringar í hjólaupphengjum. Bílasalinn vísar málinu frá sér, kveðst hafa gert það sem honum bar að gera og vísar á seljanda sem aftur vísar á bílasalann og ábyrgð hans. -SÁ Þarfa- og fjárhags greining er fyrsta skrefið - segir Þórhallur Jósepsson Kaup á bíl og rekstur hans er önnur stærsta fjárfesting fjölskyld- unnar á eftir húsnæðinu. Það er því mikils um vert að vanda val bílsins eftir því hvað hentar best þörfum fjölskyldunnar. Nú er það oröið svo að langflestar þær bíltegundir sem hér fást eru ýmist góðar eða viðun- andi hvað varðar gæði og endingu. Fjölskyldan þarf því fyrst og fremst að skilgreina þarfir sínar í bílamál- um og gera síðan kaupin samkvæmt þeim og að sjálfsögðu í sem bestu samræmi við fjárhag sinn. Þórhallur Jósepsson er ritstjóri FÍB blaðsins - Ökuþórs. Hann segir í samtali við DV að fyrst þurfi fólk að ákveöa hve miklum peningum það vill eyða í nýjan bíl og hefja svo leitina innan þeirra marka. Þá er að skilgreina hvers konar bíl það þurfi á að halda, hvað hann eigi að vera stór og hvað hann eigi að geta og gera. „Hvað þurfa margir að vera í bílnum í einu? Ef þú þarft pláss fyr- ir flmm þá leitarðu að bíl með sæta- plássi fyrir fimm. Ef þú þarft bara pláss fyrir tvo þá er framboð- ið í þeim flokki mjög mikið, jafnvel sportbílar," segir Þórhallur. lægra upplýsinga um þá bíla sem maður hefur helst augastað á. Þær er hægt að nálg- ast t.d. hjá FÍB og á Netinu. Þór hallur bendir sérstaklega í því sambandi á heimasíður hjá virtum bílablöðum eins og t.d. What Car í Bretlandi og Auto, Motor und Sport í Þýskalandi. „Með því að fletta í þessum blöðum á Netinu er hægt að afla sér traustra upplýsinga um flestalla bíia sem eru á markaði hér á landi og um bilanatíðni þeirra. Á vef What Car var t.d. ný- lega birtur listi frá stóru bresku kaupleigufyrir Sæti fyrir alla fjölskyldumeðlimi, höfuðpúðar og þriggja punkta öryggisbelti er það sem verður að vera í fjölskyldubílnum, að mati Þórhalls Jósepssonar, ritstjóra félagsblaðs Félags ísl. bifreiðaeigenda, sem hér stendur við hlið bíl fjölskyldunnar. Val „noKKurm*1 iærö. \ Upplýsinga- leit Hna' ‘ Þegar búið er að skilgreina þessa hluti g er rétt aö taka upp sím- ann og hringja í bílaum- boðin og spyrjast fyrir. Umboðin svara því hvað 8. til er á markaðnum og af því að um er nú að ræða g fjárfestingu upp á rúma milljón og þaðan af meira er rétt að taka sér hæfileg- an tíma í að skoða það sem í boði er og fá að reynsluaka. Sam- hliða þessu er rétt að leita sér hlut- eybsia - bera eyösiutóhh- Búanaf>br"- Verö og' en1 dursö'u iverö. t æ k i um bilanatíðni á bíl- um. Þar kemur I ljós að lægst er bil- anatíðni á bílum frá Asíu. Mitsubis- hi frá Japan er lægstur hjá þeim, síðan koma Hyundai og svo koll af kolli. Bresku bíl- amir koma hins vegar verst út sam- kvæmt þessum lista,“ segir Þórhall- ur. Eyðsla Stór þáttur í rekstri bíls er elds- neytiseyðsla hans. Upplýsingar um hana er að finna bæði í plöggum framleiðenda og eins á Netinu, t.d. hjá fyrmefndum erlendum bíla- blöðum. Þórhallur minnir á að þær eyðslutölur eru mældar samkvæmt evrópskum staðli. Ekki megi líta á tölumar sem nákvæma spá um það hve miklu bíllinn muni eyða í höndum Jóns Jónssonar úti í bæ sem ekur honum innan- bæjar á stuttum vegalengdum í íslenskum vetrarkuldum heldur samanburðartölur milli einstakra tegunda og sem slikar eru þær mark- tækar. Að öllu þessu samanlögðu segir Þórhallur að valkostir væntanlegs kaupanda ættu að þrengjast niður í tvær til þrjár tegundir. Þegar svo er komið segir Þórhallur rétt að fá að DV-mynd Pjetur reynsluaka aftur þeim sem eftir standa og kaupa síðan þann sem viökomandi fellur best við. Hann bendir á að valkostir fjölskyldna með fleiri en þrjú böm séu mun færri en með þrjú börn eða færri því að bílar sem hæfa stærri fjöl- skyldunum eru bæði stórir og dýrir, ekki síst vegna þess að ríkisvaldið leggur meiri aðflutn- ingsgjöld á þá en minni bílana. Fyrir stærri fjölskyldumar er helst um að velja jeppa og fjölnotabíla í stærri kantinum. En hvernig valdi Þórhallur sjálfur fjölskyldubílinn? Jú, nákvæmlega á þennan hátt. Samkvæmt þarfagreiningu fjöl- skyldunnar þurfti hún rúmgóðan bíl með sætum fyrir fimm manns og stóru farangursrými. Okkur bauðst síðan bill með þessa eiginleika á mjög hagstæðu verði og keyptum hann. Við höfum nú ekið honum um 50 þúsund kílómetra og hann hefur reynst ágætlega og verið ekið um allt landið á alls konar vegum. -SÁ Sölumeðferð með alþrifum Bflakaup Þegar notaður bíll er keyptur á al- mennri bflasölu á samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðuneytisins að liggja frammi ástandslýsing á bilnum undirrituð af seljanda hans. í henni á að taka fram allt sem máli skiptir fyr- ir kaupanda að vita um ástand bílsins og hvað fylgir hon- um við söluna. Þá skal fylgja eigenda- saga bflsins. Hafl bfllinn lent í áfalli á að fylgja með fer- ilskrá yfir þær viðgerðir sem hafa verið unnar á honum. Þá þarf að liggja frammi sönnun þess að selj- andi sé eigandi bflsins eða umboðs- maður eiganda og megi selja bílinn. Veðbókarvottorð skal einnig liggja frammi. Áður en afsal er undirritað á bílasali að greina kaupanda frá þeim rétti hans til að láta óháðan aðfla skoða bílinn. Ennfremur skal starfs- leyfi bflasalans vera sýnilegt og bfla- sahnn á að gera aðflum grein fyrir söluþóknun sinni. Nýlega ástandsskoðaður Félag ísl bifreiðaeigenda hefur tfl meðferðar mál manns sem keypti ný- lega bíl á bflasölu. Bflasalinn vakti athygli á rétti mannsins til þess að láta óháðan aðila skoða bilinn en gat þess í leiðinni að hann hefði verið ástandsskoðaður i vikunni á undan, verið lagaður í kjölfarið og ekkert ekið síðan. Það væri því eiginlega óþarfi. Þegar nýi eigandinn hafði átt bílinn í flórar vikur og ekið honum Viðbragða almennra bílasala við útspili Toyotaumboðsins um sér- staka söluskoðun og ábyrgð á not- uðum, nýlegum bilum er þegar far- ið að gæta. Bílasalan Evrópa í Faxafeni býður nú upp á sérstaka sölumeðferð á notuðum bílum í umboðssölu. Bílasalan tekur við bílnum eða þá sækir hann til eig- anda í því hreinlætisástandi sem hann er, lætur þrífa hann rækilega að utan sem innan, myndar hann, auglýsir hann siðan og geymir hann svo í rúmgóðum sýningarsal uns hann selst. Það eru systkinin Sigríður og Jó- hann Jóhannsbörn sem eiga og reka bilasöluna Evrópu, en þau eru bæði löggiltir bílasalar. Jó- hann segir í samtali við DV að þessi aukna þjónusta við viðskipta- vini sé m.a. til að mæta harðri og vaxandi samkeppni frá bílaumboð- unum. „Við önnumst söluna á bíln- um frá upphafi til enda og viljum gera það á faglegan hátt. Við tök- um m.a. mið af því til hvers er ver- ið að selja bílinn, hvort eigandinn ætli að fá sér nýjan bíl hjá umboði, losna við bílalán, skipta í dýrari eða ódýrari og svo framvegis." Þessi þjónusta kostar 3.900 krón- ur. Ef bíllinn hins vegar selst hjá bílasölunni er upphæðin dregin frá söluþóknuninni og því i raun end- urgreidd í formi afsláttarins. Jó- hann sagði að auk þessa fengju eig- endur bíla sem eru í sölu hjá Evr- ópu kvittun frá bílasölunni fyrir móttöku bílsins. Um leið kvittar Eigendur bílasölunnar Evrópu í Faxafeni, systkinin Sigríður og Jóhann Jó- hannsbörn. eigandi bílsins fyrir því að hafa af- um að uppfylltum ákveðnum skil- hent bflinn og gefur bílasölunni yrðum og innan ákveðinna marka. heimfld til að láta reynsluaka bíln- -SÁ Bílasmekkur fólks er misjafn. Þó telja sölumenn bíla að greina megi ákveðnar meginlinur sem fara að nokkru eftir aldri og þjóðfélagsstöðu. DV spurði Kjartan Baldursson, sölumann notaðra bíla hjá Bflahús- inu í húsi I n g v a r s Helgasonar, hvort ungir karlmenn á aldrinum 17-25 ára sæktust enn eftir kraftmikl- um bflum öðrum fremur. Kjartan sagði að mjög hefði dregið úr því. Fyrir um áratug hefði þessi aldurs- hópur heist viljað aflmikla bfla af GTi gerðum en hann virtist nú skyn- samari og sæktist helst eftir spar- neytnum tveggja dyra bílum í minni miOiflokki eða jafnvel smábflum. Þessi aldurshópur vildi nú helst bíla af viðurkenndum tegundum. Miðaldra vilja fjórhjóladrif Miðaldra Qölskyldufólk sækist öðru fremur eftir traustum fjórhjóla- di-ifnum bflum í milli- og efri milli- flokki bfla, að sögn Kjartans Baldurs- sonar, sölumanns hjá Bflahúsinu. Hjá þessum þjóðfélagshópi er nota- gfldið í fyrirrúmi ásamt því að vflja að heimilisbfllinn sé traustur og veiti fjölskyldunni vöm, komi óhapp fyrir. Þá spillir ekki að ökutækið sé þægi- legt og skemmtUegt í akstri. Þeir efn- aðri sækjast eftir því að eignast góð- an jeppa sem er bæði duglegur í tor- færum og á slæmum vegum en býr jafnframt yfir þægindum góðs heimil- isbfls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.