Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 17 , fjL -* Tæ .> ■ ,. Sparnaður fólks yfir fimmtugt til elliáranna: Ekki of seint að byrja að spara - segir Árni Sigfússon borgarfulltrúi í könnun á sparnaði og framtlð- arsýn fólks á aldrinum 50-60 ára sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir vátryggingamiðlunina Fjár- festingu og ráðgjöf kemur fram að 65% þessa aldurshóps eru ekki búnir að tryggja fjárhags- legt öryggi sitt á eftir- launaárunum. 67% vilja byrja að spara til elli- anna en 33% telja sig ekki þurfa á því að halda. Ámi Sigfússon borgarfulltrúi er stjórnarformaður Fjárfestingar og ráðgjafar. Hann segir að þótt fólk hafi náð þessum aldri sé það síður en svo of seint að byrja að leggja fyrir til elliáranna. „Ánægjulegu tíðindin eru þau að þessi aldurs- hópur á möguleika í þessu tilliti. Það er ekki öll von úti, langt í frá. Hins vegar byggist sparnaður- inn á þvi að fólk horfi til fram- tíðar og setji sér markmið sem hljóta að vera þau að tryggja fjárhagslegt öryggi sitt á eftirlaunaaldrinum með einhverjum hætti,“ segir Ámi. Hann segir að illmögulegt 50 til 60 ■I Vilja spara ZD Þurfa ekki aö spara sé að gefa út einhverja eina ráð- leggingu til þessa aldurshóps um hvað beri að gera þar sem bæði að- stæður og væntingar til eftirlauna- aldursins séu misjafnar. Fólk verði að greina það með sjálfu sér hvers það óskar og á hve löngum tíma það vill ná markmiðum sín- um. Þá er hægt að ráðleggja því hvemig best er að ná þeim og taka jafnframt mið af eignastöðu, tekj- um og hvenær það hyggst fara á eftirlaun og öðrum aðstæðum. Árni segir samtök eins og Bú- menn áhugaverðan kost fyrir marga 50 ára og eldri. Þeir geti t.d. losað um eignir sínar, t.d. fasteign og lagt hluta andvirðisins í bygg- ingarsamvinnufélagið, eignast með því tiltekinn prósentuhluta í nýju íbúðarhúsnæði, t.d. 30%, en öðlast um leið búseturétt til ævi- loka. Afgangurinn af andvirði gamla húsnæðisins gefi síðan fjöl- marga ávöxtunarmöguleika og möguleika á að geta notið lífsins við þokkalegan lífeyri til æviloka. „Meginspurningin er kannski sú hversu langan tíma einstakling- ur hefur til að spara og þá hvort leggja skuli áherslu á öryggi í sparnaðinum eða taka meiri áhættu og það er ekki hægt að finna lausnina fyrr en búið er að fara yfir stöðuna hvers og eins í heild. en hið ánægjulega í þessu er þó að möguleikar eru fjölmargir til sparnaðar hjá þeim stóra hópi sem flnnur leiðir til að draga við sig og auka sparnað sinn,“ segir Árni Sigfússon. -SÁ ára íslendingar L_ZJ Búnir aö tryggja sig □ Ekki búnir aö tryggja sig Hlutabréfamarkaðurinn: Sveiflur í tölvu- heiminum Töluverðar sveiflur hafa verið á fyrirtækinu Opin kerfi hf. á Verð- bréfaþinginu að undanfómu. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu lækkaði í síðustu viku um meira en 8%. Lægst VEirð það í þá 87 en endaði í 93. Fyrirtækið hefur fjárfest umtals- vert í öðrum fyrirtækjum í upplýs- ingatækni og á nú 51% í Skýrr hf., 50% í Grunni-Gagnalind og 40% í Aco hf. Meðal annarra fyrirtækja í þessari atvinnugrein eiga Opin kerfi tæplega 39% í Tæknivali, 32,5% í Teymi hf„ 24% í Þróun ehf. og 18,3% i Hans Petersen hf. Velta Opinna kerfa nam um 1,6 milljörðum króna á síðasta ári og samanlögð velta fyrirtækisins og þeirra fyrirtækja sem Opin kerfi eiga hluti í var um 4,5 milljarðar á síðasta ári. Það er riflega þriðjung- ur af veltu allra íslenskra fyrir- tækja sem versla með tölvubúnað. Nafnverð allra hlutabréfa í Opn- um kerfum var 42 milljónir króna um si. áramót en miðað við það ról sem gengi bréfanna er á um þessar mundir er markaðsverð bréfanna um íjórir miUjarðar króna. Stærsti eigandi hlutabréfa í Opnum kerfum er Þróunarfélag íslands með 27,1% hlut. Næststærsti hluthafinn er Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri Verðbréf á upp- og niðurleið - slðastliöna 30 daga - Héðlnn Nýherjl hf. Þormóður Grandl hf. FrumherJI hf. smlðja hf. rammi hf. nskiðjusamlag Húsavíkur hf. Hraðfrystlstöð Þórshafnar hf. Kaupfélag Eyflrðinga svf. íslenskar Krossanes hf. Sjávarafurðir hf. -11% -m -m -m -lÉ an hlut sinn fengi hann vænt- anlega miUi 750 og 800 fyrirtækisins, með tæplega 21% miUjónir fyrir hann. -SÁ hlut. Dytti honum í hug að selja aU- Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Viðskipti með notaða bíla: Bílaum- boðin með um 60% eftir- markað- arins Seljendur bíla bera almenna ábyrgö samkvæmt kaupalögum. Öll ábyrgð sem seljendur taka umfram það er af hinu góða fyr- ir neytendur, sem ber að fagna. Það sem á hefur vantað hér á landi, en er þekkt í nágranna- löndunum, er að seljendur bíla taki ábyrgð á því sem finnst að bUum við söluskoðun. Inn á þá braut er Toyotaumboðið nú að fara, sem er vel,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda. Runólfur segir að umboðssala með bíla, eins og hér hefur ver- ið aigengust lengst af, þekkist vart lengur í t.d. Svíþjóð og Dan- mörku, þar sem neytendavemd í bílaviðskiptum er hvað mest. Langalgengast er að salan fari fram beint milli eiganda og kaupanda, en ekki í gegnum bílasala eða miðlara. Runólfur segir að sívaxandi hluti við- skipta með notaða bíla fari fram hjá bílaumboðunum, sem eigi notuðu bílana eftir að hafa tekið þá upp i kaup á nýjum bílum. Fyrir 15-20 árum var langstærsti hluti bilaviöskipta hjá bílasölum sem miðluðu við- skiptunum milli seljanda og kaupanda. Nú er talið að yfir 60% af viðskiptum með notaða bíla eigi sér stað hjá bílaumboð- unum, en afgangurinn hjá bíla- sölum og beint milli einstak- linga í gegnum smáauglýsingar DV. Runólfur segir að öryggi fyrir neytendur í bílaviðskiptum hafi aukist umtalsvert með tilkomu laga um ábyrgð bílasala gagn- vart kaupendum notaðra bíla. Frumatriði í þessu sé þó alltaf það að neytendur sjálfir, bíl- kaupendur, grandskoði sjálfir þá bíla sem þeir hafa hug á að eignast og leiti sér aðstoðar. Það sé mikilvægt í þessu að fólk taki ekki slíku ástfóstri við tiltekinn bíl að því finnist það vera að missa af stóra tækifærinu fari það sér hægt. Til þess sé einfald- lega ekki ástæða. Þúsundir not- aðra bíla séu á markaðnum og næg tækifæri til að gera góð kaup. Of mörg dæmi séu um að fólk hafi flýtt sér um of og upp- götvað of seint að hafa keypt köttinn í sekknum. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.