Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 25 Fréttir .— Magnús Karl Daníelsson hjá Öryggisþjónustu Sauöárkróks hefur gert samn- ing um vörslu eigna sveitarfélagsins Skagafjöröur. DV-mynd Þórhallur Skagafjörður: Farandgæsla hjá fyrir- tækjum Sveitarstjóm Skagafjarðar ákvað nýlega að fela öryggisþjónustufyr- irtæki gæslu á þeim eignum sem talið er að þurfi að hafa eftirlit með, utan vinnutíma starfsfólks. Sveitarstjóra var falið að ganga frá samningum við Magnús Karl Daní- elsson, en hann stofnaði öryggis- þjónustufyrirtækið Öryggisþjón- ustu Sauðárkróks á liðnu hausti og byrjaði þá gæslu hjá nokkrum fyr- irtækjum í bænum. Starfsemi Magnúsar Karls er ný tegund þjón- ustu í Skagafirði. „Þetta er svokölluð farandgæsla. Minn vinnutími hefst klukkan átta á kvöldin, þegar flest annað vinn- andi fólk er komið í hvíld. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Ég byrja á því að fara á staðina sem ég er með í gæslu og aðgæti læsingar á gluggum og hurðum, hvort skrúf- að sé fyrir vatnskrana, súr og gas, þar sem það er fyrir hendi, eða raf- magnstæki séu í sambandi. Ég er síðan á ferðinni um bæinn og fylgist þar til á morgnana að vinnu- tímanum lýkur.“ Hefurðu orðið einhvers var í þessum eftirlitsferðum þínum? „Já, ég tel mig nú þegar hafa af- stýrt því að tjón hafi orðið en það er aðalmarkmiðiið með gæslunni. Ég varð þess var þegar bilun varð í dælustöð Hitaveitunnar og lét starfsmenn vita. Hurðir hafa fokið upp, þakkantar gefið sig undan snjó, svo fátt eitt sé nefnt.“ Magnús segir að ekki sé búið að ganga frá samkomulagi við sveitar- félagið um hvaða eignir hann hafi gæslu með en hann geri ráð fyrir að það verði staðir eins og skólarn- ir, sundl -ÞÁ Skólastjóri Álftamýrarskóla: Engar kvartan- ir vegna smokkanna - en dreifing til 13 ára er alveg fráleit „Við höfum ekki fengið neinar kvartanir frá foreldrum vegna þessa máls,“ sagði Steinunn Ármanns- dóttir, skólastjóri í Álftamýrar- skóla, um smokkadreifmgu til 13 ára nemenda skólans þegar þeim var kynnt starfsemi sjálfboðamið- stöðvar Rauða krossins. Það hefur verið árlegur viðburð- ur síðastliðin þrjú ár að nemendur 8. bekkjar Álftamýrarskóla heim- sæki Rauða krossinn. Þremur dög- um er varið til að kynna þeim starf- semina en þetta er liður í þemaviku skólans. Steinunn sagði að afar vel hefði verið staðið að þessari kynn- ingu að hálfu Rauða krossins. Starfsfólk hans hefði lagt mikið á sig til að sem best tækist til. Þá hefðu kermarar skólans undirbúið nemenduma vel fyrir þemavikuna. Að lokinni heimsókn hefðu nemend- umir kynnt skólafélögum sínum það sem þeir hefðu orðið vísari um starfsemi RKÍ og skilað ítarlegum ritgerðum. „Þetta samstarf skólans og RKÍ hefur verið afar mikilvægt fyrir skólann," sagði Steinunn, „ en ég er alveg sammála því að það er Steinunn Ármannsdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla. algjörlega ótímabært og alveg frá- leitt að dreifa smokkum til 13 ára unglinga. Hins vegar er þeim dreift til nemenda 10. bekkjar nú eftir ára- mótin." -JSS Hellur og rör Reykjavíkur án útboðs: Eyþór vissi betur - segir Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár „Tilgangur Eyþórs Arnalds borgarfull- trúa í fréttaviðtali við DV sl. mánudag var að gefa til kynna að samningar BM Vallár við Reykjavík- urborg væru óeðli- legir og að meirihluti R-listans í Reykjavík- urborg bæri ábyrgð á þeirri „óeðlilegu" samningsgerð. Eyþór Amalds vissi betur. Eyþór vissi þegar hann talaði við DV að samningar við BM Vallá voru gerðir af meirihluta Sjálfstæð- isflokksins við fyrirtækið árið 1991 en ekki af núverandi meirihluta og hafa verið framlengdir síðan vegna þess að samningarnir em að öllum meginhluta um vörur sem BM Vallá á hönnunar- og framleiðslurétt á og vernd hvílir á. Þegar Eyþór talar nú um að það hljómi einkennilega að það sé hægt að hafa einkarétt á hellugerð þá er það útúrsnúning- ur. Það hefur eng- inn í veröldinni einkarétt á hellu- gerð fremur en nokkur maður í veröldinni hefur einkarétt á því að gera hugbúnað. En menn geta not- ið einkaréttar og verndar á sinni eigin hönnun og hugarsmíð. Málið snýst um það að hér er um að ræða vörur hannaðar og þróaðar af BM Vallá og njóta sem slíkar vemdar og BM Vallá getur eitt framleitt þær. Þetta er með sama hætti og hjá hug- búnaðarfyrirtæki eins og Oz sem hann ætti að þekkja. Eyþór ætti því að vita um þýðingu þess að Oz fái notið verndar á eigin hönnun og framleiðslu. Það er alveg ljóst að BM Vallá hefur aldrei framleitt rör og honum átti að vera það kunnugt líka. Þrátt fyrir það gaf hann til kynna að 400 milljóna viðskipti við BM hefðu far- ið fram án útboða frá árinu 1991 til 1998. Það var rangt - vísvitandi rangt - og stjórnmálamenn eiga að temja sér strax að segja sannleik- ann í fjölmiðlum en ekki fara vísvit- andi með rangt mál. Það gerði Ey- þór Arnalds í þessu máli því það er alveg ljóst samkvæmt mínum heim- ildum að hann var fyllilega upplýst- ur um það hvemig í pottinn væri búiö.“ -SÁ TRIUMPH-ADLER FX610Í FAXTÆKI Þýskar gæðakröfur - ítölsk hönnun Víglundur Þorsteinsson. Akureyri: 26 unglingar í hassinu DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur þrjá síðustu daga hand- tekið 26 unglinga á aldrinum 15-19 ára vegna fíkniefnaneyslu. Daníel Snorrason, yfirmaður rannsóknar- lögreglunnar, segir að þetta þýði ekki að einhver gifurleg aukning hafi orðið á neyslunni, heldur hafi lögreglunni orðið mun meira ágengt en áður við að upplýsa mál. Unglingarnir 26 hafa verið handteknir á síðustu þremur dög- um og hafa allir viðurkennt neyslu á hassi að undanfomu, og einhverjir hafa viðurkennt dreif- ingu. Ekki hefur fundist mikið magn af eiturlyfjum í þessari at- lögu lögreglunnar. -gk með bleksprautuprentun. Helstu eiginleikan • Nýtískulegt útlit • • Auðvelt og ódýrt í notkun. , • Innbyggðursími og Ijósritun stækkun - minnkun 70-140%. • 84 númera minni fyrir síma - faxnúmer. • 5 blöð í matara, 40 blöð í blaðabakka. • 15 sek. sendingarhraði, prentar 2 blöð á mínútu. • Tafin sending úr matara, minni til að taka á móti sendingu, sjálfvirkur skiptir á milli síma og fax. Verö kr. 28.900 með vsk J. fiSTVHLDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535 Jóhann Hannó Jóhannsson, lögg. bifreiSasali Sigríður Jóhannsdóttir, lögg. bifreiðasali FriÖbjörn Kristjónsson, sölufulltrói Jóhann M. Olafsson, sölufulltrúi EVRÓPA JAKN UM TRAUSF Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Opnum kl. 8:30 Virka daga Vilt þú stlja bilinnl EVRÓPA-BÍLASALA býbur nú fyrst allra bílasala upp á sölumebferö fyrir þig sem þarft ab selja bílinn þinn fljótt og örugglega. Sölumeöferöin byggist m.a. á eftirfarandi þáttum: • Bíllinn afhentur/eáa sóttur. • Alþrif á bifreiöinni. • Dagblaösauglýsing meö mynd. • Upphitaöur 600 m2 bjartur sýningasalur. • Löggiltir bifreiöasalar. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hafóu samband við sölumenn okkar strax og skráðu bílinn í meðferð. Við vinnum fyrir þig! Opið alla daga Simi 581 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.