Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Sviðsljós Eitthvað virðist henni hafa orðið heitt blessaðri fyrirsætunni á sýningu á fatnaði ítalska hönnuðarins Erreunos í Mílanó í vikunni. Stúlkan sá að minnsta kosti ástæðu til að láta herðasjalið falla af öxlunum. Erreuno hannaði líka pilsið. Tfskuvikunni í Mílanó lýkur á morgun þegar tískuhús Versaces sýnir listir sínar. Grannar gramir út í krúttið Gere Grásprengdi krúttleikarinn Richard Gere hefur heldur betur ergt nágranna sína í bóhema- hverflnu Greenwich Village í New York. Leikarinn tók upp á því að reisa tréhýsi uppi á þaki raðhúss síns og að sögn kunnugra klifrar hann þangað upp til að hugleiða. Eins og allir vita er Gere mikill aðdáandi Dalaís Lama, útlægs leiðtoga þeirra Tí- betbúa, og hefur verið praktíser- andi búddisti í meira en tuttugu ár. Grönnunum finnst kofmn að- eins of áberandi. Danaprins neitar að fara frá París Mick og Jerry í dulargervi Mick Jagger og Jerry Hall þorðu varla að láta sjá sig saman í skiðabrekkunum í Aspen í Kólóradó á dögunum. Hann setti skíðagrímu yfir andlitið, sömu gerðar og harðsviraðir bófar nota í bíómyndum og raunveruleikan- um. Hún lét sér nægja að draga húfuna niður að augum. Þau létu sem sé harðvítuga skilnaðardeilu ekki spilla fyrir fríi með bömun- um og verður aö telja þeim það til tekna. Vilhjálmur prins er ástfanginn af bróðurdóttur Andrews Parkers Bowles, fyrrverandi eiginmanns Camillu Parker Bowles, aö því er breska blaðið Sunday People heldur fram. Sú sem nýtur ástar og aðdáunar prinsins heitir Emma og er 24 ára gömul en sjálfur er prinsinn aðeins 16 ára. Haft er eftir þjóni á veitinga- stað í London, sem þjónaði Emmu og Vilhjálmi, að mjög vel hafi farið á með þeim. Hann hafi horft hug- fanginn á hana og hún lét ekkert orð hans fram hjá sér fara. Augljóst hafi verið að prinsinn hafi verið stórhrifmn af Emmu. Þau hafa sést saman á mörgum stöðum að undanfómu og stundum með börnum Camillu, ástkonu Karls Bretaprins. Fyrrverandi unnusti Emmu kveðst ekki vera undrandi á að Vil- hjálmur skuli vera hrifinn af henni. Hún sé yndisleg og aðlaðandi stúlka. Sunday People hefur það hins vegar eftir nánum vini Emmu að hún vilji alls ekki að Vilhjálmur haldi að þau séu eitthvað meira en bara nánir vinir. Emmu finnist Vil- hjálmur mjög sætur og þroskaður ungur maður. Þau séu ekkert annað en mjög góðir vinir. Emma er ljóshærð og Vilhjálmur hefur alltaf dregist að blondínum. Hann límdi upp á vegg hjá sér myndir af Pamelu Anderson og Kryddpíunni Emmu Bunton svo Vilhjálmur prins fer oft út að skemmta sér með 24 ára gamalli stúlku. Símamynd Reuter einhverjar séu nefndar. Emma þyk- ir passa vel á meðal þeirra. Emma hefur starfað við fjölmiðla, meðal annars sem slúðurdálkahöf- undur við blaðið London Evening Standard. Friðrik Danaprins hefúr það svo gott í París að hann ætlar að vera þar lengur en upphaflega var ráð fyrir gert. Prinsinn starfar í danska sendi- ráðinu í borg borganna og átti aðeins að vera þar hálft ár. Nú hefur hann hins vegar sagt vin- um og vanda- mönnum að hann ætli að vera hálft ár til við- hótar. Prinsinn ku meðal annars vera svo hrifinn af því að geta gengið óáreittur um götur Parísar þar sem afskaplega fáir þekkja hann í sjón. Billy og Robert fullir efasemda Stórstjörnurnar Robert De Niro og Billy Crystal voru víst fullar efasemda um að starfa saman í kvikmyndinni Analyze This sem nýbúið er að frumsýna í Ameríku. Þar segir frá bófa (De Niro) sem leitar á náðir geðlæknis (Crystal). De Niro óttaðist að Crystal myndi umbreyta myndinni í til- finningafarsa en Crystal óttaðist aftur á móti að De Niro myndi draga verkið niður í ofbeldissvað. Á móti þeim félögum leikur blondínan Lisa Kudrow og leik- stjóri er Harold Ramis. Sú granna Cindy komin fjóra á leið Ofurfyrirsætan Cindy Crawford er enn grönn og flott þótt hún sé komin fjóra mánuði á leið. Hún er meira að segja svo grönn að hún er grennri en flestar hinna sem ekki ganga með barn undir belti. Cindy gekk i það heilaga með veitingahúsakónginum Rande Gerber í maí í fyrra. Athöfnin fór fram á baðströnd á Bahamaeyj- um. Rande stundi hins vegar upp bónorðinu í flugvél á milli New York og Los Angeles. Engin vitni voru að þeim atburði, enda höfðu skötuhjúin leigt allt fyrsta far- rými vélarinnar. Cindy hefur lengi langað í barn og nú er óskin að rætast. Vinkona Vilhjálms sko átta árum eldri Fermingargjafahandbók^^ ■ ■■X ■■ ■ ■ *fl "T Æ- 1,^-" ■ ■ * ■ i Miðvikudaginn 17. mars fýlgir hin sívinsæla fermingargjafahandbók DV. Þessi handbók hefur þótt nauösynleg Umsjón efnis: Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir Ath. Skilafrestur á vinnsluauglýsingum er til 5. mars. upplýsinga- og innkaupabók fyrir alla þá sem eru í leit aö fermingargjöfum. Umsjón auglýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.