Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Afmæli Lárus Hermannsson Lárus Hermannsson, fyrrv. versl- unarmaður, Hringbraut 99, Reykja- vík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Lárus fæddist á Hofsósi og ólst upp á Ysta-Mó í Fljótum. Hann gekk í bama- og unglingaskóla í Haganes- vík, stundaði síðan nám við Héraðs- skólann að Laugarvatni 1933-34 og við Samvinnuskólann í Reykjavík frá 1937 þar sem hann lauk prófum 1938. Þá tók hann próf til sund- kennslu en hann kenndi sund við Barðslaug í Fljótum um skeið. Lárus stundaði landbúnaðarstörf á yngri áram hjá foreldrum sínum að Ysta-Mó en flutti til Reykjavíkur 1940 þar sem hann vann í Breta- vinnu en stundaði síðan verslunar- störf, lengst af hjá KRON. Þá starf- aði hann við Kaupfélag Ísafírðinga í þrjú ár og Kaupfélag Flateyjar á Breiðafirði í önnur þrjú ár. Auk þess var hann lítillega til sjós, á fiskiskipum og farskipi. Lárus hóf síðan störf hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga þar sem hann starfaði síðustu starfsár- in. Á sínum yngri árum stundaði Lárus frjálsar íþróttir, sund, hesta- mennsku og skíðaferðir. Þá lagði hann stund á taflmennsku og bridge auk þess sem hann er prýðilegur hagyrðingur. Lárus var formaður Ungmennafélags Fljótamanna um skeið. Fjölskylda Sonur Lárusar og Aðal- heiðar Halldórsdóttur er Sigurður, f. 10.4. 1944, verslunarmaður, búsett- ur í Njarðvík en sambýl- iskona hans er Guðrún Greipsdóttir og á hann tvö börn, Elínu og Pétur, frá fyrrv. hjónabandi með Ólöfu Pétursdóttur. Kona Lárusar var Mar- ía G. Sófusdóttir, f. 15.8. 1926, frá Neskaupstað, en hún stundaði lengst af hjúkrunarstörf. Foreldrar hennar: Ólöf og Sófus Gjörveraa, sjósóknari í Neskaup- stað og víðar. Synir Lárusar og Maríu eru Rún- ar, f. 26.1. 1948, byggingameistari, búsettur í Mosfellsbæ en kona hans er Þórdís Lárusdóttir hárgreiðslu- meistari og eiga þau tvær dætur, Ástu og Maríu; Hermann, f. 2.9. 1949, garðyrkjumaður, búsettur í Kópavogi; Ólafur, f. 11.8. 1955, versl- unarmaður, búsettur í Reykjavík en kona hans er Valgerður Reginsdótt- ir sem starfar við hjúkrunarstörf og eiga þau þrjár dætur, Elínu, Möllu Rós og Láru Maríu. Systkini Lárusar: Halldóra, f. 11.10. 1912, húsmóðir á Siglufirði og ekkja eftir Friðrik Márusson; Níels, f. 27.7. 1915, d. 1998, húsasmiður og lengi umsjónarmaður hjá BSRB, var búsettur í Reykjavík en kona hans var Steinunn Jóhannsdóttir; Rann- veig, f. 12.11.1916, nú látin, húsmóð- ir á ísafirði en maður hennar var Jón Jónsson, tónlistarmaður frá Hvanná, sem einnig er látinn; Hrefna, f. 25.6. 1918, húsmóðir á Siglu- firði en hennar maður var Jónas Bjömsson sem er látinn, vigtarmaður og starfsmaður við Skatt- stofuna á Siglufirði; Sæ- mundur, f. 11.5. 1922, lengst af sjúkrahúsráðs- maður á Sauðárkróki og tollvörður en kona hans er Ása Helgadóttir; Haraldur, f. 22.4. 1923, lengst af bóndi á Ysta-Mó og síðar verslunarmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki en kona hans er Guðmunda Hermannsdótt- ir; Georg, f. 24.3. 1925, búsettur á Ysta-Mó í Fljótum; Björn, f. 16.6. 1928, fyrrv. tollstjóri í Reykjavík en kona hans er Ragna Þorleifsdóttir. Foreldrar Lárusar voru Hermann Jónsson, f. 12.12. 1881, d. 30.9. 1974, bóndi á Ysta-Mó og kaupfélagsstjóri í Haganesvík í Fljótum, og k.h., Elín Lárusdóttir, f. 27.2. 1890, d. 26.3. 1980, húsfreyja. Ætt Föðursystir Lárusar var Hólm- fríður, móðir Péturs Bjarnasonar, fyrrv. fræðslustjóra á ísafirði. Hermann var sonur Jóns, verk- stjóra á Bíldudal, Sigurðsson, b. á Hóli í Bíldudal, bróður Guðrúnar, langömmu Hjartar, fóður Jóhanns stórmeistara og langömmu Sess- elju, móður Magnúsar Hreggviðs- sonar forstjóra. Sigurður var sonur Jóns, b. í Ásgarði í Hvammssveit, Brandssonar, bróður Guðlaugar, langömmu Snorra skálds og Torfa tollstjóra Hjartarsona. Móðir Jóns var Guðrún Níelsdóttir, b. á Hamar- landi 1 Reykhólahreppi, Klemens- sonar, bróður Sveinbjamar, langafa Finnbogu, ömmu Einars Benedikts- sonar sendiherra. Móðir Hermanns var Halldóra Magnúsdóttir, b. á Felli í Tálknafirði, Gíslasonar, b. í Feigsdal, Magnússonar, b. á Geirs- eyri, Halldórssonar. Móðir Magnús- ar á Geirseyri var Sigríður Ólafs- dóttir, systir Hólmfríðar, ættmóður Kollsvíkurættarinnar, langamma Magdalenu, langömmu Magnúsar Torfa Ólafssonar ráðherra. Elín var dóttir Lárusar, útvegsb. á Hofsósi, Ólafssonar. Móðir Lárus- ar var Solveig Sigurðardóttir og Sig- ríðar Jónsdóttur, b. á Hafgrímsstöð- um, Guðmundssonar, Rafnssonar, bróður Jóns, langafa Bjama, afa Matthíasar Bjarnasonar, fyrrv. ráðherra. Móðir Elinar var Margrét Jónsdóttir, b. í Brekkukoti í Blöndu- hlíð, bróður Gísla, langafa Jóns Skaftasonar, fyrrv. sýslumanns í Reykjavík, föður Helgu borgarrit- ara. Jón var sonur Þorláks, b. á Syðri-Brekkum, Finnbogasonar, b. á Daufá, Þorkelssonar, bróður Unu, ættmóður Svaðastaðaættar. Móðir Margrétar var Málfríður Jónsdóttir, b. í Dæli, Jónssonar, bróður Ingi- bjargar, langömmu Þórarins, föður Kristjáns Eldjáms forseta. Lárus Hermannsson. Til hamingju með afmælið 4. mars 95 ára Yngvi Kristjánsson, Hrafhistu, Hafnarfirði. 80 ára María Brynjólfsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík. Þórimn Andrésdóttir, Stóra-Ási, Reykholti. 75 ára Guðrún Vigfúsdóttir, Bogahlíð 14, Reykjavík. Jónsteinn Haraldsson, Sæviðarsundi 28, Reykjavík. 70 ára Bragi Bjömsson, Hofi, Djúpavogi. Jón Pétur Ragnarsson, Brekkulæk 1, Reykjavík. 60 ára Guðrún Lýðsdóttir, Frostafold 6, Reykjavík. Kolbrún Olgeirsdóttir, Blikahólum 2, Reykjavík. Kristín Þorgeirsdóttir, Bjarmastíg 8, Akureyri. Sveinn H. Jónsson, Svarfaðarbraut 18, Dalvík. Þóra Angantýsdóttir, Ægisgötu 18, Akureyri. Lilja Sveinsdóttir Lilja Sveinsdóttir, hús- móðir og fyrrv. skrifstofu- maður, Kambastig 2, Sauð- árkróki, er sjötug í dag. Starfsferill Lilja fæddist á Bjamar- gili i Fljótum og ólst þar upp. Hún var við nám í Gagnfræðaskóla Siglu- fiarðar 1944-47 og stund- aði nám við Húsmæðra- skólann á Löngumýri í Skagafirði veturinn 1949-50. Lilja vann almenn verslunar- og skrifstofustörf hjá Samvinnufélagi Fljótamanna i Haganesvik frá 1946 og fram yfir 1950. Hún var búsett í Fljót- um á árunum 1954-73 og var þá m.a. ábúandi í Hólum í Holtshreppi 1964-73. Þá flutti hún til Sauðárkróks þar sem hún stundaði skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga til 1984. Eftir það var Lilja farandverkakona á ýmsum stöðum, m.a. víða á Suðurlandi. Fjölskylda Fyrrv. sambýlismaður Lilju var Baldur Bjöms- son frá Stóru-Þverá í Fljótum, f. 24.2. 1933, smiður. Hann er sonur Björns Stefánssonar, f. 8.8.1897, d. 12.5.1982, bónda á Stóru- Þverá í Fljótum, og k.h., Karólínu Sigríðar Kristjánsdóttur, f. 18.5. 1902, d. 28.7. 1951, ljósmóður. Synir Lilju og Baldurs eru Karl Líndal, vélsmiður í Grindavík; Borgþór, vélstjóri í Grindavík, kvæntur Sigrúnu Þórhallsdóttur og era synir þeirra Stefán Bjöm og Andri Fannar; Hermann Valgarð, stýrimaður í Vestmannaeyjum, var í sambúð með Aldísi Atladóttur og er dóttir þeirra Elín Björk en sam- býliskona hans nú er Kristín Guðnadóttir. Systkini Lilju eru Þuríður Ásdís, húsfreyja á Brún í Biskupstungum; Sigurbjörg, húsfreyja á Syðsta-Mó i Fljótum; Guðmundur Sigurjón, húsasmiður í Reykjavík; Trausti, ferðabóndi á Bjarnargili í Fljótum. Foreldrar Lilju voru Sveinn Hall- dór Jónsson, f. 28.1. 1899, bóndi á Bjamargili í Fljótum, og k.h., Guðrún Sveinsdóttir, f. 13.9. 1909, húsfreyja. Ætt Sveinn Halldór var sonur Jóns, b. á Reykjarhóli í Austur-Fljótum, Hermannssonar, b. á Reykjarhóli, Þorsteinssonar. Móðir Jóns var Guðbjörg Margrét Þorkelsdóttir. Móðir Sveins Halldórs var Vikt- oría Lilja Sveinsdóttir, b. í Bjamar- gili, Sveinssonar, b. i Höfn í Fljót- um, Sveinssonar. Móðir Sveins í Bjarnargili var Halldóra Torfa- dóttir. Móðir Viktoríu LOju var Guðný Halldórsdóttir, b. á Vatns- enda í Héðinsfirði, Ingjaldssonar, og Amfríðar Eyjólfsdóttur sem bæði vora þingeyskra ætta. Guðrún, móðir Lilju, var dóttir Sveins, b. í Lundi í Stíflu, Steinsson- ar, b. í Tungu í Stíflu, Jónssonar, b. í Tungu, Guðmundssonar, hrepp- stjóra á Hamri í Fljótum, Jónsson- ar. Móðir Sveins var Guðrún Sveinsdóttir, b. á Hring í Stíflu, Jónssonar, b. á Hring, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Sigurbjörg Jóhannesdóttir, b. í Fljótum og síð- ar að Vatnsenda í Ólafsfirði og Sumarrósar Sigurðardóttur. Lilja er að heiman í dag. Lilja Sveinsdóttir. Áskrifendur fá a\\t mil// hi aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsíngar 550 5000 50 ára Anna Baldvina Jóhannesdóttir, Hrísum, Dalvík. Amþór Flosi Þórðarson, Selbraut 42, Seltjarnamesi. Bjami Marinósson, Skáney, Reykholti. Gíslína Lóa Kristinsdóttir, Kveldúlfsgötu 7, Borgarnesi. Reynir Haraldsson, Funafold 49, Reykjavík. Sigurður Sigurðsson, Fagrahjalla 14, Vopnafirði. Steinunn Benediktsdóttir, Freysnesi, Skaftafelli II, Fagurhólsmýri. 40 ára Aðalheiður Jónsdóttir, Sauðá, Hvammstanga. Bjargey Stefánsdóttir, Hraunbæ 178, Reykjavík. Guðbjörg Sólveig Ólafsdóttir, Suðurhólum 8, Reykjavík. Hrönn Friðriksdóttir, Hafnarstræti 7, Akureyri. Inga Magnúsdóttir, Gilsbakka 10, Neskaupstað. Nanna Björk Filippusdóttir, Álfaskeiði 90, Hafnarfirði. Penkhae Phiubaikam, Túngötu 22, Grindavík. Pétur Sævarsson, Tjamargötu 25 A, Keflavík. Ragnar Ólafur Guðmundsson, Vallargötu 33, Þingeyri. Stefán Gísli Finnbogason, Rjúpufelli 2, Reykjavík. Þorfinnur Guðnason, Vegghömram 41, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.