Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 36
Vinningstölur miðvikudaginn 03.03. ’99 Fjöldi vinninga Vinning&upphœð < Vinningar Heildarvinning&upphœð 40.854.600 Fegurð og dugnaður * I Fókusi, sem fylgir DV á morgun, er rætt við Gísla Sigurðsson, einu is- lensku karlfyrirsætuna sem getur lifað góðu lífi á sýningarstörfum. Sölvi Blöndal í Quarashi segir frá hálfs árs ævintýraferð sinni um Suður-Amer- íku, fangelsisvist og guðlegum opin- berunum í frumskógum Amazon. Fók- us fylgist með taílensku íslendingun- um Tómasi og Dúnu frá því þau mæta tO vinnu hjá öðrum klukkan hálfsex að morgni og þar til þau loka sínum eigin veitingastað undir miðnætti. Rætt er við flmm myndlistarmenn á aldrinum 76 tO 92 ára og fylgst með því þegar Jóna Lif Yngvadóttir, sigurveg- ari íslandsmótsins í erótískum dansi, kvaddi ömmu sína og afa áður en hún -rfiélt tO Mexíkós. í Fókusi er einnig að finna nákvæman leiðarvísi um skemmtana- og menningarlífið - blað- hlutann Lífið eftir vinnu. OZ verðmæt- ara en Flug- leiðir - hlutabréf þess hafa nær þrefaldast í verði á tæpu ári Markaðsverðmæti hugbúnaðar- og internetsfyrirtækisins OZ er orð- ið töluvert meira en markaðsverð- mæti Flugleiða, miðað við upplýs- ingar um verð hlutabréfa í fyrr- nefnda fyrirtækinu sem hafa gengið kaupum og sölum að undanfómu. Samkvæmt upplýsingum DV er markaðsverðmæti OZ nú um 11 milljarðar króna en verðmæti Flug- leiða um 9,7 milljarðar. Gengi hlutabréfa OZ er nú um 3,80 doUarar á hlut en verð bréfanna hefúr hækkað mikið síðustu vikur eða afit frá því að fréttir bámst af samningi félagsins við sænska risa- fyrirtækið Ericsson. Hins vegar hef- ur framboð á bréfum ekki verið mikið. Á innan við einu ári hafa hlutabréf fyrirtækisins nær þrefald- ast í verði, en í byrjun siðasta sum- ars vom seld breytanleg skuldabréf frá fyrirtækinu þar sem miðað var við gengið 1,30 dollara á hvem hlut. Hlutabréfin hafa síðan hækkað stöðugt í verði. Upp úr áramótum var gengið komið í 2,30 dollara og fór í 3,00 dollara þegar upplýst var um samninginn við Ericsson. Forráðamenn OZ stefna að því að skrá hlutabréf fyrirtækisins á Nas- daq-hlutabréfamarkaðinn í Banda- ríkjunum og verður það líklegast síðar á þessu ári. Að sögn verðbréfa- sala, sem rætt var við, er ekki ólík- legt að hlutabréfin hækki i verði strax eftir skráningu. Umsvif OZ hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár, en heildarveltan var liðlega íjórar milljónir dollara á síð- asta ári. Reiknað er með 10 milljón dollara veltu á þessu ári eða um 720 milljónum króna og að reksturinn skili hagnaði. -SÁ Eldur í Naustinu Lögregla var kölluð að veitinga- húsinu Naustinu á fjórða tímanum í nótt. Eldvamakerfi staðarins hafði farið í gang og þegar lögregla kom á staðinn reyndist hafa kviknað í út frá kerti i húsinu. Allir vom farnir af staðnum og gleymst að slökkva á kertinu. Lögreglu tókst að slökkva eldinn og hlutust af honum óveru- legar skemmdir. -hb Loðnukvóti aukinn: Menn ánægðir að fá að veiða „Þetta er í mjög góðu lagi hlýt- ur að vera, menn eru ánægðir með að fá að veiða,“ sagði Þórir Bjöms- son, annar stýrimaður á Jóni Kjart- anssyni SU, snemma í morgun. Fjöldi skipa var að veiðum á suður- svæðinu í morgun, víðast hvar orð- ið fullt í löndunarhöfnum og helst að fá löndun á Siglufirði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur samið við Norðmenn og Grænlend- inga um að leyfilegt heildarmagn á vertíðinni verði 1200 þúsund tonn, bráðabirgðakvóti hafði verið ákveð- inn 950 þúsund. Þetta er um það bil 220 þúsund tonnum minna en lagt var til grundvallar þegar bráða- birgðakvóti var ákveðinn i upphafi vertíðar. Aukning á loðnukvótan- um er 250 þúsund lestir og kemur aukningin öll I hlut íslensku skip- anna. Til viðbótar fá íslensku skip- in 56 þúsund tonn sem ekki voru nýtt úr kvóta Noregs og Grænlands. Heildarkvóti íslensku skipanna er rétt um milljón lestir. -JBP Ásta Möller í 9. sætið Asta Möller, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík i vor. Þetta var ákveð- ið á fundi kjör- nefndar flokks- ins í gær. Áður hafði Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálms- son borgarfull- trúi verið val- inn í sætið en hann gaf það eftir í gær. Vilhjálm- ur mun þess í stað taka 10. sætið en Sjálfstæðisflokkurinn hefur 8 þingmenn í borginni í dag. Eins og DV greindi frá í gær vildi félag Brynjólfur Bjarnason, formaður kjörnefndar Sjálfstæðis- flokksins f Reykjavík, gengur á fund ráðsins í Valhöll í gær. DV-mynd E.ÓI. sjálfstæðiskvenna í Reykjavík hafa konu í 9. sætinu og mun Vil- hjálmur hafa ákveðið að gefa eftir sæti sitt til að koma í veg fyrir deilur innan flokksins. -hb FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Það er látlaust drukkið á góugleðinni sem stendur þessa viku. Hún er hald- in til að fagna 10 ára afmæli bjórsins en af því tilefni var boðað til bjór- þambskeppni á öldurhúsinu Gauki á Stöng í gærkvöld. Leikmaður númer 11 þambaði sínar veigar í einum teyg og naut vel. DV-mynd E.ÓI. Veðrið á morgun: Él síðdegis Á morgun verður norðan- kaldi austanlands en hæg breytileg átt og síðan suðaustan- gola vestan til. É1 verða norö- austanlands og einnig við vest- urströndina síðdegis. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig. Veðriö í dag er á bls. 37. OROBLII SOKKABUXUR MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-550 ný vél tengjanleg viö tölvu 8 leturgerðir, 8 stæröir, 15 leturútlit úrval strikamerkja 6 til 36 mm borðar prentar í 7 linur Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.