Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 ÍÞROTTIR Yorke afgreiddi Inter Bls. 20-21 Viggó þjálfar FH - hefur gert heiðursmannasamkomulag þess efnis komi hann heim í vor Víggó Sigurðsson verður næsti þjálfari 1. deildarliðs FH í handknattleik svo framarlega sem hann kem- ur heim frá Þýskalandi í vor. „Ég hef gert heiðurs- mannasamkomulag við FH- inga þess efnis að ef ég á annað borð kem heim þá mun ég þjálfa FH. Það er hins vegar ósamið milli mín og Wuppertal. Það mál er i klipu og meðan ekki er búið að leysa það get ég ekki gengið frá einu eða neinu," sagði Viggó í sam- tali við DV í gær. - Hafa einhver þýsk lið rætt við þig? „Já það eru ýmsir hlutir að gerjast sem ég get á þessari stundu ekki sagt frá en það getur vel farið svo að ég taki við liði hér í Þýska- landi," sagði Viggó. Fari hins svo að Viggó komi heim í vor mun hann semja við FH-inga til tveggja ára. Viggó hefur undanfarin ár þjálfað lið Wuppertal í Þýskalandi en var sem kunnugt er sagt upp fyrir skömmu vegna slaks gengis. Viggó er ekki ókunnugur herbúðum FH en hann þjálfaði líðið í þrjú, frá 1986-1989. FH vann enga titla undir stjórn Viggós en félagið var íslandsmeistari árið 1990 og það var titill sem Viggó átti stóran þátt í. Frá FH fór Viggó til Hauka og stýrði liðinu í tvö ár áður en hann tók við liði Stjörnunnar í Garðabæ. Viggó besti kosturinn „Ég yrði hæstánægður að fá Viggó og teldi hann vera besta kostinn fyrir okkur. Hann þekkir vel til félagsins og er rétti maðurinn í það uppbyggingarstarf sem fram undan er. Viggó hefur sannað sig rækilega sem topp- þjálfari," sagði Guðjón Árnarson, fyrirliði FH, i samtali við DV í gær. Guðjón hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna í vor eftir langan og glæsilegan feril en leikir hans með meistaraflokki eru orðnir á sjöunda hundrað. Þá þykir einnig víst að Gunnar Beinteinsson hætti en hann eins og Guðjón hefur leikið all- an sinn feril með FH og á að baki tæplega 600 meistarafiokksleiki. Kristján Arason hefur þjálfað FH-liðið tvö undanfarin ár en hann ákvað fyrr í vetur að hætta eftir tímabilið og taka sér frí frá þjálfun. -GH Kári Steinn Reynisson hættur í Leiftri „ IA fy rsti kostur" Kári Steinn Reynisson knattspyrnumaður er hættur hjá Leiftursmönnum í Ólafs- firði þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sinum þar. Flest bendir til þess að hann gangi til liðs við sína gömlu félaga, Skagamenn. Kári sagði við DV í gær- kvöldi að hann væri hættur vegna ágreinings við Leiftursmenn um samn- inginn. „Það er niðurstaðan milli mín og for- manns Leifturs að ég fari frá félaginu. Ég hef fengjð að æfa með Frómurum að undanförnu en hef síðan hlaupið og lyft sjálfur, og minn fyrsti kostur er að spila meö ÍA í sumar," sagði Kári við DV. Kári, sem verður 25 ára 1 næstu viku, hefur alla tíð leikið með ÍA, nema á síð- asta tímabili þegar hann gekk til liðs við Leiftursmenn og samdi við þá til tveggja ára. Síðasta sumar starfaði hann á skrifstofu Leift- urs auk þess að leika með liðinu. Hann lék alla leiki liðsins á tima- bilinu, í deild, bikar og Intertoto- keppninni, og skoraði þrjú mörk í deild og eitt í bikar. Samtals á Kári að baki 76 leiki í efstu deild og hefur skorað 11 mörk. Brott hvarf hans er mikið áfall fyrir Ólafsfirðinga en jafnframt stefnir allt í að ÍA rétti með þessu nokkuð sinn hlut í leikmannamálunum. -VS HM innanhúss í Japan: Vala og Þórey i nótt Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir keppa í nótt i stangarstökki á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í Maebashi í Jap- an. Þetta er fyrsta keppnisgrein mótsins og hefst klukkan eitt að íslensk- um tíma. Tuttugu konur eru skráðar til leiks en ekki er um undankeppni að ræða. Emma George, heimsmethafi utanhúss frá Ástralíu, þykir sigurstranglegust en þarna eru einnig Nicole Humbert, þýski heimsmethafinn innanhúss, Zsuzsa Szabó frá Ungverjalandi, Daniela Bártová frá Tékklandi, Stacy Dragila frá Bandarikjunum og Anzhela Balakhonova frá Úkraínu, en sú síð- astnefnda er þó tæp vegna meiðsla. Jón Arnar Magnússon hefur síðan keppni í sjóþrautinni klukkan eitt að faranótt laugardagsins og lýkur henni um sjöleytið á sunnudagsmorguninn. -VS Guöjón valdi DV-liðið Guðjón Þórðarson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, valdi í gær þá 16 leikmenn sem taka þátt í vináttulandsleiknum í Lúxemborg næsta miðvikudag. Skemmst er frá því að segja að Guðjón valdi nákvæmlega þá 16 leikmenn sem DV leiddi getum að í gær. -VS Stjörnukonur voru lengi að átta sig á því í gærkvöld að þær væru orðnar deildarmelstarar í 1. deild kvenna i handknattleik. Þær töp- uðu fyrir Víkingi en fréttu síðan að keppinautar þeirra, Framarar, hefðu beðið lægri hlut i Eyjum. Þar með voru úrslitin í deild- inniráðin. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.