Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 5. MARS 1999 5 Prófkjör Samfylkingarinnar á Vesturlandi: Jóhann og Hólm- fríður gegn Gísla DV hefur öruggar heimildir fyrir þvi að ötullega sé unnið að því bak við tjöldin að kjósendur i prófkjöri Samfylkingarinnar á Vesturlandi, sem fram fer á morgun, kjósi Jó- hann Ársælsson, Alþýðubandalagi, í 1. sætið og Hólmfríði Sveinsdóttur, Alþýðuflokki, í 2. sætið. Þessu bandalagi er að sjálfsögðu stefnt gegn Gísla Einarssyni, þingmanni Alþýðuflokks, en hann sækist eftir 1. sætinu á lista Samfylkingarinnar eins og Jóhann Ársælsson, en Hólm- fríður Sveinsdóttir sækist eftir 2. sætinu. „Ég hef heyrt af þessu kosninga- bandalagi frá ólíkum aðilum og hef heyrt að bæði eldra og yngra fólk hafi fengið upphringingar þar sem það hefur verið beðið um að kjósa á þennan hátt í prófkjörinu. Ég hef engar sannanir fyrir þessu að öðru leyti, en ef þetta er rétt þá tel ég að hér sé um mjög óeðlileg vinnubrögð að ræða - ég tala nú ekki um þegar hér á í hlut fólk sem hefur hugsað sér að vinna saman að loknu próf- kjöri,“ sagði Gísli Einarsson í sam- tali við DV í gær. Gísli bætti við að sér þætti mjög miður að heyra af þessum vinnubrögðum, og hann hvorki gæti né vildi hregðast við þeim á neinn hátt. Reglur prófkjörsins eru þannig að kjósendur merkja við eitt, tvö eða þrjú nöfn á lista yfir 4 þátttakendur í prófkjörinu, en Dóra Líndal Hjart- ardóttir frá Kvennalista gefur einnig kost á sér i prófkjörinu. Ekki má merkja við nema eitt nafn frá Gísli Einarsson: „Óeðlileg vinnu- brögð ef satt er!“ hverjum flokki, sem þýðir að sá sem merkir við nafn Hólmfríðar má ekki merkja við nafn Gísla eða öfugt. Niðurstaða prófkjörsins verður bindandi hvað varðar þrjú efstu sætin. Það er ljóst að flokkssystkinin Gísli Einarsson og Hólmfríður Sveinsdóttir eru komin í hörkubar- áttu um annað efstu sætanna, og bandalag Hólmfríðar við Jóhann þykir hafa aukið mjög líkurnar á því að Jóhann fái efsta sætið og Hólmfríður 2. sætið. Verði það nið- urstaðan hafnar Gísli í 4. sætinu því einn flokkur getur ekki fengið tvö sæti fyrr en allir þrír hafa fengið einn mann á listann. -gk Fréttir Krossanesverksmiðjan: Mun minni hagnaður en áður DV, Akureyri: Hagnaður Krossanesverksmiðjunn- ar á Akureyri á síðasta ári varð mun minni en árið áður. Árið 1998 var gert upp með 36,7 milljóna króna hagnaði, en árið 1997 var hagnaður af rekstri félagsins 109,5 milljónir króna. Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir af- komuna vissulega mun lakari en í fyrra, en það eigi sér skýringar og loðnuveiðar komi þar mjög við sögu. „Sumar- og haustvertíðin var ekki svipur hjá sjón miðað við árið á und- an, sem leiddi til þess að móttekið hráefni hjá fyrirtækinu minnkaði úr 84.900 tonnum árið 1997 í um 49.600 tonn í fyrra. Þessi mikli samdráttur er meginskýringin á lakari afkomu fé- lagsins,1' segir Jóhann Pétur. Eiginijárstaða fyrirtækisins hefur styrkst jafnt og þétt á undanfórnum árum og sú þróun hélt áfram á síðasta ári. Hækkun eiginfjár á iniLli ára nam 6,8% og var eigið fe í árslok 519,2 milljónir króna. Eiginhárhlutfallið hækkaði úr 55% í 66,7%. -gk ~W 1 — ' Oruggur og öflugur l Dlafur Þor JóhannssDii ,Hafræn samskipti varða stöðugt mikilvægari hjá SÍF. Þess vegna þurfum við öruggan og öflugan Internet- þjónustuaðila. Viö hjá SÍF völdum Nýherja sem okkar þjónustuaðila því við þekktum fyrirtækiö af fyrri reynslu sem traustan og ábyrgan aðila. Auk þess hjálpaði Nýherji okkur af stað með gerð vefsíðu okkar sem við getum nú haldið við sjálfir. Traustari og betri þjónustu hefðum við Forstöðumaður tölvumála SÍF Nýharji vaitir iyrirtœkjum Internetþjónustu í sárilokki og ar val á iyrsta ilokks búnaði irá IBM og Bay Notworks stór þáttur í að veita hámarks rskstraröryggi. Intornatþjónusta Nýharja tongist bmði Intarnat á Isiandi og Landssímanum moð samtals 4 Mb. tongingum. Nýharji býr að oinvala liði tmknimanna mað víðtmka þakkingu á Intornatmálum, víðnatstangingum, öryggismálum og voisíðugarð. InternGtþjonusta Nýherja NÝHERJI Skaftahlífl 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.