Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. MARS 1999 Útlönd Vill reka Berezovskí ítalir bálreiðir vegna sýknu flugmannsins Mikil reiði er nú á Ítalíu vegna sýknudóms yflr bandarískum flugmanni sem sleit í sundur víra á skíðakláfi í ítölsku Ölpunum með þeim afleiðingum að tuttugu manns týndu lífi. Flugmaðurinn var viö lágflugsæfingar þegar slysið gerðist. Búist er við að niðurstaða her- dómstóls í Bandaríkjunum muni skyggja á viðræður Massiomos D’Alema, forsætisráðherra Ítalíu, viö Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Washington í dag. D’Alema sagði fréttamönnum að hann væri furðu lostinn yfir dóminum. Allt kapp yrði hins vegar lagt á að þeir sem bæru ábyrgð á harmleiknum yrðu látn- ir svara til saka og að réttlætinu yrði fullnægt. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Beitistaðir. Leirár- og Melahreppi, þingl. eig. Guðmundur Óskarsson, gerðarbeið- endur Prentsmiðjan Oddi hf. og Vátrygg- ingafélag fslands hf., þriðjudaginn 9. mars 1999 kl. 14. Litla-Berg, Reykholtsdalshreppi, þingl. eig. Ólafur Guðmundsson, gerðarbeið- andi Reykholtsdalshreppur, þriðjudaginn 9. mars 1999 kl. 10 . Sumarbústaður nr. 32 í landi Indriðastaða í Skorradalshreppi, þingl. eig. Db. Sverr- is Elentínussonar, gerðarbeiðandi Skorra- dalshreppur, þriðjudaginn 9. mars 1999 kl. 11.30. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI Borís Jeltsín Rússlandsforseti lagði til í gær að fjármálafurstanum Borís Berezovskí yrði vikið úr emb- ætti aðalritara Samveldis sovéskra lýðvelda. Berezovskí hefur að undan- fómu verið sakaður um að standa á bak við fjölda pólitískra átaka og hann hefur lent í deilum við Jevgení Primakov forsætisráðherra. Jeltsín lagði fram tillögu sína samtímis þvi sem heitur orðrómur er á kreiki um stjórnarskipti í Rúss- landi. Bæði stuðningsmenn stjóm- arinnar og andstæðingar fögnuðu fréttinni um að Berezovskí yrði sennilega rekinn. Neðri deild rúss- neska þingsins samþykkti einróm í febrúar síðastliðnum að Berezovskí yrði látinn taka pokann sinn. Bill Clinton Bandaríkjaforseti for- dæmdi í gær morðin á átta ferða- mönnum, þar af tveimur Banda- ríkjamönnum, í Úganda á mánudag. Hann kallaði þau heigulshátt og hét því að ódæðismennirnir yrðu látnir svara til saka. „Við munum ekki gleyma þessum glæpum og ekki unna okkur hvíldar fyrr en þeir sem bera ábyrgð á þeim verða komnir undir manna hend- ur,“ sagði í yfirlýsingu sem Clinton sendi frá sér. Herinn í Úganda skýrði frá því í gær að fimmtán uppreisnarmann- anna af ættbálki hútúa frá Rúanda sem stóðu fyrir morðunum hefðu Berezovskí er milljarðamæring- ur í olíubransanum. Hann á einnig fjölda fiölmiðlafyrirtækja og flugfé- lag. Berezovskí átti þátt i að fiár- magna baráttu Jeltsíns fyrir endur- kjöri 1996. Hann hefur komið sér upp slíku sambandi við fiölskyldu forsetans að hann hefur verið sagður einn valdamesti maður Rússlands. Rúss- neskir fiölmiðlar hafa stundum fullyrt að Berezovskí hafi í raun verið með öll völd i sínum höndum. Stjama hans hefur hins vegar fall- ið undanfarna mánuði. Stjórnmála- fræðingar segja að Primakov hafi unnið að því að draga úr þeirri hættu sem stafar af pólitískum áhrifum Berezovskís. verið vegnir í fyrirsát. Hinir verða einnig hundeltir. Úgandíski herforinginn Benon Biraro sagði að hersveitir frá Rú- anda hefðu drepið uppreisnarmenn- ina fimmtán innan landamæra Kongólýðveldisins eftir að úg- andíski herinn veitti þeim eftirför yfir landamærin. Hann sagði að rúmlega eitt hundr- að menn úr liði morðingjanna hefðu komist undan. Hann lofaði þó að þeirra yrði leitað áfram. Uppreisnarmenn tóku 31 erlend- an ferðamann í gíslingu á mánudag og fóm með fiórtán út i frumskóg þar sem átta voru myrtir. Clinton fordæmir moröin í Úganda: Uppreisnarmenn vegnir í fýrirsát Ekki er útlit fyrir að bananasali þessi í Ekvador fái gott verð fyrir vöru sína. Bananastríð Evrópusambandsins og Bandaríkjanna harðnar. Hóta Bandaríkin að setja refsitolla á valdar vörur frá sambandinu í mótmælaskyni við mismunun varðandi tolla á banönum frá Bandaríkjunum og S-Ameríku annars vegar og löndum í Karíbahafinu hins vegar. Símamynd Reuter Motzfeldt kynnir græn- lensku heimastjórnina Jonathan Motzfeldt kynnti nýja heimastjóm sína á Grænlandi í gær og í henni eiga sæti aðeins tveir ráðherrar úr síðustu stjórn. Auk Motzfeltds sjálfs er það samflokks- maður hans, Mikael Petersen. Tveir ráðherranna í nýju heima- stjóminni eiga ekki sæti á græn- lenska þinginu, þau Lise Skifte Lennert sem fer með menntamál og Steffen Ulrich-Lynge sem fer með samgöngumál. Nokkur óánægja var innan flokks Motzfeldts með leynd- ina kringum skipun stjómarinnar. PEUCEOT Jén A Véjinufif' Opið laugardaga 13-17 1800 cc, 112 hestafla vél • Viðarinnrétting • Geislaspilari • Álfelgur • Vindkljúfur • ABS • Loftpúðar • Fjarstýrðar samlæsingar • Þjófavörn og margt fleira Rúm fyrir fjölskylduna 406 Lion d'Or - 7 manna skutbíll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.