Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 5. MARS 1999 9 i>v Stuttar fréttir Útlönd Sprengdi sig til bana Kúrdísk kona sprengdi sig í gær til bana fyrir framan lög- reglustöð í borginni Batman í suðausturhiuta Tyrklands. Fjórir vegfarendur særðust um leið. Victoria orðin mamma Kryddpían Victoria Adams eignaðist í gærkvöld dreng sem á að heita Brook- lyn Joseph. Það var eiginmaður Victoriu, David Beckham, sem greindi frá tíð- indunum ljóm- andi af stolti. Nú eru tvær Kryddpíur orðn- ar mæður. Mel B eignaðist dóttur í febrúarlok sem heita á Phoenix Chi. Gripin fyrir jarðarför 18 ára piltur hefur sakað sænska kvenprestinn, sem var handtekinn þegar hann var á leið til jarðarfarar, um að hafa mis- notað sig er hann var drengur. Konan gegndi þá ekki prestsemb- ætti. Uppgjör við Talebana Bandarískir embættismenn halda því fram að Osama bin Laden, sem Bandaríkin saka um stórfelld hryðjuverk, hafi lent í harðvítugum deilum við Talebana í Afganistan sem verið hafa gest- gjafar hans. Ofbeldi gegn börnum Böm á dagheimili finnsks trú- boðs i Taívan hafa verið beitt lík- amlegu og andlegu ofbeldi. Börn- in hafa einnig verið misnotuð kynferðislega. Loftárás á bóndabýli irösk yfirvöld héldu því fram í gær að bandarískar og breskar herflugvélar hefðu gert loftárás á bóndabýli á flugbannssvæðinu í suðurhluta íraks. Öcalan endurkjörinn Abdullah Öcalan hefur veriö endurkjörinn leiðtogi kúrdísku PKK-samtak- anna að því er fulltrúi samtak- anna greindi frá í gær. Mannrétt- indadómstóll Evrópu hefur hvatt tyrknesk yfirvöld tU að sjá um að réttar- höldin yfir Öcalan verði réttlát og að lögmenn hans fái að hafa eðlUeg samskipti við hann. Mikilvæg borg tekin Lið uppreisnarmanna, sem í eru hermenn sem þjónuðu Mobutu Sese Seko, hafa tekið borgina Bolobo í Kongólýðveldinu. Borgin er sögð hemaðarlega mikUvæg. Átök í Jakarta Átök urðu í gær í Jakarta í Indónesíu mUli námsmanna, sem efhdu til mótmæla, og lögreglu. Þúsundir Indónesa efndu til mót- mæla í helstu borgum landsins. Dómur mildaður Dómstóll í Bandaríkjunum hef- ur úrskurðað aö milda megi fang- elsisdóminn yfir Manuel Noriega, fyrrverandi einræðishema Panama, úr 40 áram í 30 ár. Þar með gæti Noriega losnað úr fang- elsi árið 2007. Noriega var hand- tekinn 1989 vegna fikniefna- smygls og peningaþvotts. Dole skrefinu nær Elizabeth Dole, fyrrum ráð- herra í stjórn Bush Banda- ríkjaforseta, ætl- ar í næstu viku að tilkynna stofnun könnun- arnefndar fyrir hugsanlegt for- setaframboð sitt á næsta ári. Dole mun tUkynna þetta í Des Moines í Iowa. Þjóðverjarnir gáfust upp Þýska ríkisstjórnin hefur gefist upp við að reyna að koma á um- bótum í styrkjakerfi landbúnaðar- ins í Evrópusambandinu vegna mikUlar andstöðu Frakka. Þetta varö ljóst eftir fund land- búnaðarráðherra ESB í Bonn í gær. Þjóðverjar vUdu að einstök aðUdarlönd sambandsins tækju á sig hluta styrkjanna sem bændum eru greiddir til þess að hægt væri að skera niður fjárútlát ESB. „Við teljum ekki miklar líkur á að af þessu verði,“ sagði Bodo Hombach, einn nánasti aðstoðar- maður Gerhards Schröders Þýskalandskanslara, við frétta- menn. Jean Glavany, landbúnaðarráð- herra Frakklands, sagði við kom- una tU Bonn í gær að það yrði stórt skref fram á við ef mál þetta yrði tekið af dagskrá. Elísabet Englandsdrottning og eiginmaður hennar heimsóttu leikhúsfólk í London í gær og hér má sjá drottningarmann tala við flytjendur söngleiks- ins Chicago í Adelphi-leikhúsinu. Spænska veikin: Veiran fundin lifandi í Alaska DV; Ósló: Flensuveiran, sem oUi dauða aUt að 40 miUjóna manna í spænsku veikinni árið 1918, hefur verið lögð inn á rannsóknarstofu í Bandaríkj- unum þar sem þessa dagana er ver- ið að rekja úr henni erfðagarnimar. Það var Johan Hultgren, sænskur meinafræðingur á eftirlaunum, sem fann veiruna í lunga líks í kirkju- garði indíánaþorpsins Brevik í Alaska í sumar. Johan leitaði veirunnar á sama tíma og grafir sjö fórnarlamba spænsku veikinnar voru opnaðar á Svalbarða í von um að finna veiruna þcir. Á Svalbarða höfðu líkin ekki ver- ið grafin niður í sífrerann og því voru sýni tekin þar rotnuð og ónýt. í indíánaþorpinu voru líkin grafin tvo metra í jörð niður og voru enn freðin 80 árum síðar. Johan pjakkaði upp gröf konu og tók sýni úr lunga hennar án þess að nokkuð væri hugað að smitgát. Á Svalbarða var rannsóknarhópurinn hafður i einangrun af ótta við að spænska veikin gæti blossað upp aftur um leið og veira kæmi upp úr jörðinni. Nú mun vera búið að rannsaka 30 til 40 prósent af erfðaefni veirunnar sem Johan hafði með sér frá Alaska. Það hefur vakið athygli að veiran er af sömu ætt og svínaflensuveirurn- ar sem reglulega ganga um heim- inn. Það vekur líka athygli að ekkert hefur enn fúndist sem skýrt getur af hverju flensuveiran frá 1918 var banvænni en aðrar skyldar flensu- veirur. Gátan um spænsku veikina er því enn óleyst en rannsóknum á veirunni er enn ekki lokið. -GK Bókin hennar Monicu rennur út: Starr lagði gildru lyrir Bill Clinton góðu verði Ragnar Björnsson ehf. Dafshraunl 6, Hafnarfiröl, síml 555 0397, fax 565 1740 SOUTHERN Boröað i FRIED á staðnum eða £ CHICKEN tekið með heím 1 Við hliðina á Svörtu Pönnunni v/Tryggvagötu • s. 551 6480 Ja Monica Lewinsky segir í bók sinni, sem kom i bókaverslanir í gær, að saksóknarinn Kenneth Starr hafi unnið á laun með lög- mönnum Paulu Jones að því að leggja gildru fyrir Bill Clinton Bandaríkjaforseta vegna sambands hans við lærlinginn fyrrverandi úr Hvita húsinu. í yfirheyrslu yfir Monicu á hótel- herbergi í Washington í janúar 1998 var einn starfsmanna Starrs með undir höndunmn eiðsvarna yfirlýs- ingu frá Monicu sem hann gat að- eins hafa fengið frá lögmönnum Paulu Jones, konu sem hefur sakað Clinton um kynferðislega áreitni. Andrew Morton, höfundur bókar- innar um Monicu, sagði við frétta- mann Reuters í gær að allir sem tengdust málinu mættu fjalla um það nema Monica sjálf. „Áf hverju kemur Starr í veg fyrir að Monica Andrew Morton, höfundur bókarinn- ar um Monicu, telur saksóknarann Starr hafa eitthvaö að fela. Lewinsky tali um reynslu sína? Hvað hefur hann að fela? Við hvað er hann hræddur?" sagði Morton. Þótt Bandaríkjamenn segist vera orðnir hundleiðir á öllu fjölmiðla- fárinu um Monicu, létu þeir sig þó hafa það að kaupa bók hennar í stórum stíl í gær og nærri helming- ur þeirra horfði á sjónvarpsviðtal Barböru Walters við hana á mið- vikudagskvöld. Bókin fór þegar í stað í efsta sæti sölulista netbókabúðarinnar Amazon. Ffölskyldupakkar: fviirtvo kr. 1.150,- ÍYrirþrjá kr. 1.650,- fyrir fjóra kr. 2.150,- fyrír sex kr. 2.950,- Komdu og njóttu þess að gæða þér á safaríkum kjúklingabitum. Kjúklingurinn og kryddið er okkar vörumerki. ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.