Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 20
V FÖSTUDAGUR 5. MARS 1999 Sviðsljós____________________________pv Sophie hefur sagt Játvarði frá myndunum sem teknar voru af henni berbrjósta. Hann er sagður skilningsríkur. Símamynd Reuter Óttast birtingu nektarmynda Sophie Rhys-Jones, unnusta Ját- varðar Bretaprins, óttast að birtar verði myndir af henni þar sem hún gengur um berbrjósta. Breska æsifréttablaðið The Sun skrifar að á myndunum sé Sophie með bresku sjónvarpsstjörnunni Chris Tarrant. Samkvæmt frétt blaðsins sést meðal annars á myndunum hvem- ig Chris hvílir höfuð sitt á brjóst- um Sophie í veislu þar sem mikið áfengi hafði verið haft um hönd. Fullyrt er að á annarri mynd sé Sophie berbrjósta á strönd. Myndin á að hafa verið tekin í utanlandsferð sem Sophie fór í ásamt Chris og starfsfólki útvarpsstöðvar í London. Sophie mun vera hrædd um að verði myndirnar birtar eyðileggi þær brúðkaup hennar í júní. Og The Sun hefur það eftir vini Sophie að drottningunni yrði ekki skemmt. Greint er frá því að Sophie hafi haft samband við eiganda mynd- anna og grátbeðið um að þær verði ekki seldar. Sophie fór að vinna hjá útvarps- stöðinni London’s Capital Radio þeg- ar hún var 18 ára. Þar starfaði einnig Chris og þau urðu vinir. Myndin, sem tekin var af Chris með höfuðið á berum brjóstum Sophie, var tekin eftir starfsmannaveislu í útvarpshús- inu. Chris var þá kvæntur maður. Hann hefur viðurkennt að myndirn- ar séu tO. Heitar umræður um brjóstin á Elizabeth Hurley Eftir að hin fagra fyrirsæta Elizabeth Hurley var á forsíðu tímaritsins DetaU Magazin í febr- úar síðastliðn- um hafa verið heitar umræður um brjóstin á henni í bresk- um blöðum. Samkvæmt frétt í bandaríska blaðinu New York Post telja bresku blöðin að tímaritið hafi svindlað. Elizabeth sé ekki með jafnstór brjóst og sýnst hafi á myndinni. Sum blöð fullyrða meira að segja að brjóst fyrirsæt- unnar hafi verið stækkuð um 30 prósent. Tímaritið vísar á bug öllum ásökunum. SCHWAB Eldtraustir öryggisskápar ✓ Nýtísku hönnun ✓ Margargerðir ✓ Hagstæðverð Geri Halliwell syrgir enn vegna skilnaðarins Fyrrverandi Kryddpían Geri Halliwell syrgir enn vegna skUn- aðarins við söngsystur sínar fyrir um tíu mánuðum. íviðtali við BBC sagði Geri að skUnaðurinn hefði verið erfiður og eftir að hafa sálgi-eint sjálfa sig hefði hún kom- ist að þeirri niðurstöðu að hún væri enn í sorg. Þegar hún var spurð að þvi hvað það væri sem hún syrgði svaraði hún að sorgin væri vegna sambands sem hefði dáið. Henni hefði verið bent á þessa skýringu fyrir nokkru og hún væri þeirrar skoðunar að þessi skýring væri rétt. Þess vegna gengi hún aUtaf í svörtu. Geri er nýkomin frá Úganda þar sem hún tók þátt í verkefni sem efla á kunnáttu kvenna að lesa og skrifa. Að sögn Geri er það ákaflega lærdómsríkt að starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.