Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Blaðsíða 28
 Veðrið á morgun: Léttskýjað fyrir austan Á morgun verður suðaustan- kaldi og dálítil snjókoma vestan til í fyrramálið en síðan austan- gola og léttir víða til. Hæg breyti- leg átt og léttskýjað á austan- verðu landinu. Frost verður á bil- inu 0 til 7 stig yfir daginn en um og yfir 10 stig í innsveitum um kvöldið. Veðrið í dag er á bls. 29. Norðurland vestra: Jón fram fyrir vinstri-græna Akureyri: Jón Bjarnason. Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum í Skagafirði, er sterklega orðaður við efsta sætið á lista Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs í Norð- urlandskjördæmi vestra. Þórarinn Magnússon, for- maður kjördæmis- félags hreyfingar- innar, staðfesti við DV í morgun að Jón væri einn þeirra sem rætt hefði verið við um að taka sæti á listanum. Jón er alþýðubandalagsmaður og «af kost á sér í 1. sætið á lista Sam- Tvlkingarinnar i kjördæminu á dögun- um en hafnaði í 4. sæti. Jón viil hvorki játa því né neita að hann hygg- ist taka sæti á lista vinstri-grænna og Steingrímur J. Sigfússon, formaður hreyfingarinnar, vísaði til Þórarins Magnússonar þegar hann var spurður um málið í morgun. -gk FÖSTUDAGUR 5. MARS 1999 Helgarblað DV: * Haraldur í Áburðinum í Helgarblaði DV er rætt við Harald Haraldsson sem er nýbúinn að kaupa Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Auk þess er svipast um á viðburðarík- um ferli hans. í blaðinu er viðtal við Berg Þór Ing- ólfsson, leikara og leikskáld, þar sem hann ræður lífsgátuna; farið er í heim- sókn til Tryggva Guðmundssonar knattspyrnumanns sem leikur í Trom- sö í Noregi og ljósi er brugðið á LaGrand bræðurna og dauðarefsingar í Bandaríkjunum. Litið er inn hjá merkilegum safnara Vopnafirði aiik þess sem forvitaast er um útflutaing íslenskrar listar. í er- lendu fréttaljósi er skyggnst inn í hug- arheim Monicu Lewinsky. -sm/-þhs OROBLLÍ SOKKABUXUR f TÖKUM V\Ð ÞÁ UPP f STJÓRNMÁLA5AM- V SANP Á NÝ? m* j&m m \ (i (i FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Fundur utanríkisráöherra íslands, Noregs og Rússlands: Samningur um Góður rekstur: Eimskip og Landsbanki stórgræddu Smuguna i hofn - norskir sjómenn fullir efa vegna gjafakvóta til íslendinga DV Ósló: íslendingar fá kvóta í norskri efnahagslögsögu en viðurkenna á móti rétt Norðmanna og Rússa til að stjórna veiðum í Smugunni og opna íslenska lögsögu fyrir norsk- um og rússneskum skipum. Sam- komulag á þessum nótum hefur náðst milli utanríkisráðherra ís- lands, Noregs og Rússlands, sem fundað hafa Bodö í Noregi síðustu daga vegna ársfundar Barentshafs- ráðsins DV hefur fengið staðfest hjá tals- manni norska utanríkisráðuneytis- ins að þessi eru höfuðatriðin í samningi um Smuguna margfrægu í Barentshafi og til stendur að und- irrita í dag. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra var ekki fáanlegur í síma í morgun. Hann sat í allan morgun á fimdi með starfs- bræðrum sínum á SAS- hótelinu í Bodö. En þótt í morgun væri samkomulag mn grunvall- aratriðin var enn óljóst hve mikill fiskur væri í spilinu. Jan Skjervöy, framkvæmdastjóri Norges Fiskarlag, sagði við DV að það væri í sjálfu sér gott að koma stjórn á Smugu- veiðamar, en hann vildi bíöa með allar yfirlýsingar um mál- ið þar til fyrir lægi hve mikinn fisk íslendingar fengju með samningn- um. „Við höfum aldrei getað sætt okkur við Smugusamning á þeim grundvelli að íslendingar fái kvóta hjá okkur sem verðlaun fyrir að hætta að stela fiskinum okkar. Halldór grímsson. Þetta er bara grundvallarat- riði fyrir okkur. Hitt vísar í rétta átt ef það tekst að ná stjóm á þessmn veiðum,” sagði Skjervöy við DV í morgun. Hann sagðist ekki reikna með að samið yrði mn hve stórir kvótamir yrðu í þess- ari lotu, heldur bara grimd- vallaratriðin, að Norðmenn og Rússar hefðu full yfirráð yfir öllu Barentshafinu og að skipst yrði á kvótum. í norskum fjölmiðlum voru í morgun byrjaðar vangaveltur um að íslendingar hefðu farið með sig- ur af hólmi í Smugumálinu einmitt vegna þess að þeir hefðu uppskorið kvóta í Barentshafí með því að stunda ólöglegar veiðar þar í sex ár. -GK Rekstur Eimskips og dótturfélaga þess hér á landi og erlendis gekk mjög vel á síðasta ári. Hagnaðurinn varð 1.315 milljónir króna eða um helmingi meiri en árið 1997. Þá varð hann 627 milljónir. Rekstrar- tekjur Eimskips og dótturfélaganna urðu tæplega 16,6 mtajarðar EIMSKIP xuna uua um L króna sem er litlu hærra en árið á undan. Al- menn flutningastarfsemi jókst á ár- inu, en umsvif erlendis minnkuðu, aðallega vegna minnkandi flutninga dótturfélagsins Maras Linija til Rússlands og Lettlands. Landsbankinn bjó við ágæta af- komu á siðasta reikningsári. Hagn- aður hans eftir skatta varð 911 mtaj- ónir, samanborið við 326 mtajónir árið 1997. Aukningin mtai ára varð því um 584 mtajónir eða 179,2%. Arðsemi eiginfjár reyndist 12,4% en var 4,9% árið á undan. Afkoma Landsbankans er betri en ráð hafði verið fyrir gert í í út- boðslýsingu vegna hlutafjárútboðs bankans. í henni var reiknað með að hagnaðurinn yrði ríflega 700 mtajónir króna. -SÁ MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-550 ný vél tengjanleg við tölvu 8 leturgeröir, 8 staerðir, 15 leturútlit úrval strikamerkja 6 til 36 mm borðar prentar í 7 línur Nýbýlavegi 28 Slmi 554 4443 Veffanq: www.it.is/rafport „Ég ákvað að búa til smáaltari í tilefni dagsins," segir Páll Óskar sem syrgði andlát söngkonunnar Dusty í gær. „Þetta er eins og að missa sálufélaga, þótt manneskjan sé farin þá lifnar hún við í hvert skipti sem ég spila plötuna hennar. Það eru bara sannar súperstjörnur sem taka upp á því að deyja í sömu viku og ævisaga þeirra kemur út.“ DV-mynd E.ÓI. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.