Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 DV fréttir Sægreifarnir berjast með kjafti og klóm - segir Sverrir Hermannsson, formaöur Frjálslynda flokksins „Við stráum um okkur seðlunum eins og sægreifarnir,“ segir Sverrir Hermannsson galvaskur og spáir að „pening- ar“ Frjálslynda flokksins muni duga vel í baráttunni gegn gjafakvótafólkinu. Tveir fyrrverandi ráðherrar Sjálf- stæöisflokksins verða á lista Frjáls- lynda flokksins á Vestfjörðum í al- þingiskosningunum 8. mai. Sverrir Hermannsson í efsta sæti en Matthi- as Bjamason í heiðurssætinu, þvi neðsta. Að öðru leyti er ekki vitað um liðsuppstillingu Sverrismanna Hermannssonar í öðrum kjördæm- um. Sverrir formaður var vígreifur þegar hann hitti blaðamenn að máli i Rúgbrauðsgerðinni í gær og kynnti stefnuskrá Frjálslynda flokksins. Spurður um rýrt gengi í skoðana- könnunum sagði Sverrir: „Það hefur ekki verið feitan gölt að flá enn sem komið er. En smám saman held ég aö framboðið nái fótfestu þegar fólk skilur hvert stefnir. Auðvitað berjast sægreifamir ótæpilega fyrir kvóta- flokkana, það er okkur vel kunnugt um. Afli fjármagnsins er beitt ótæpi- lega og þeir munu berjast með kjafti og klóm, gjafakvótaeigendumir sem svo eru kallaðir fyrir því að viðhalda þessum ógnarlegu réttindum sem verið er að mylja undir þá, lungan- um úr helstu auðlind þjóðarinnar," Sverrir sagði að ef stuggað væri við þessu liði væri því haldið fram að verið væri að spilla góðærinu sem sægreifarnir telja sig vera uppfinn- inamenn að. En svona eignatilfærsla væri með slíkum ólíkindum að það má mikið vera ef fólk bregst ekki til vamar. „Til lengdar mun þjóðin ekki sætta sig við þetta. Það getur vel ver- ið að hún vakni ekki af þessum vel- megunarsæludraumi í þetta skiptið. En það verður þá síðar, en þeir tím- ar renna upp og þá verður það með meiri sársauka sem þessu ástandi verið breytt. Minn gamli flokkur er hættur að berjast undir kjörorðinu „stétt með stétt“. Nú er það fámenn stétt auðmanna sem situr fyrir en af- gangurinn á að vera auðmjúkur ör- eigalýður," sagði Sverrir. Hæstiréttur ráði í stað LÍÚ Stefna Frjálslynda flokksins tekur mest á fiskveiðimálum eins og við mátti búast og er fitjað upp á mörg- um hugmyndum varðandi nýja fisk- veiðistefnu í stefnuskránni, meira frelsi til afhafna og verðlagning á auðlindinni sem viðurkennd er sem sameign íslendinga. Sægreifastéttina á að leggja að velli, en frjálsir sjó- menn eiga að halda til fiskjar á heimamiðum og færa björgina að landi. Sverrir sagði að sjávarútvegs- ráðherrann, sem svo væri kallaður, virtist stefna að því að Samherji, Eimskip og íslensk erfðagreining eignuðust auðlindina. Sverrir segir engin önnur ráð en að leita til Hæstaréttar til að setja yfirstjóm sjávarútvegsmála. Núverandi stjóm- völd hafi ekki reynst vandanum vax- in og LÍÚ hafi í raun farið með stjórn mála. Nú stæði fyrir dyrum að ís- lenska þjóðin keypti til baka auð- lindina af þeim sem fengu hana að gjöf og kepptust nú við að koma henni í peninga og hirða þá sjálfir. Fram undan er 3 vikna kosninga- barátta sem hefst um miðjan apríl. Flokkurinn hefur úr litlu fé að spila, að sögn Sverris, en góða stefnu sem muni fleyta flokknum langt. Ætlunin er að bjóða fram í öllum kjördæm- mn. Fundir úti á landi hefjast á mið- vikudag, fyrst í Varmahlíð og kvöld- ið eftir á Akureyri. -JBP - segir Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi „Ég skil það vel að Ellert vilji reynast trúverðugri með því að bera mig fyrir sig, en hann getur þó ekki gert það á þennan hátt. Ég hef aldrei talað um þetta sem hagstæða leigu. Þvert á móti hef ég bent á að þetta er okurleiga og óhagstæður samn- ingur. Ég hef mælt gegn þessum samningi til að bærinn spari sér hundruð milljónir króna á komandi árurn," sagði Jóhann Geirdal, bæj- arfulltrúi í Reykjanesbæ, í gær. Hann mótmælir ummælum Ellerts Eiríkssonar bæjarstjóra í DV um að jafnvel Jóhann sé sammála um sanngjama leigu. Jóhann segir að unnið sé að kæru vegna afgreiðslu á byggingu á innanhússleikvangi íþrótta- manna. Hann segir að það sé ekki spurning um ranga stjórnunar- hætti í einum þætti, á mörgum sviðum væri farið á skjön við gild- andi reglur. Enn er eftir að deiliskipuleggja svæðið þar sem fyrsti innanhúss iþróttaleikvangur landsins mun Jóhann Geirdal - segist ekki taka undir með bæjarstjóra um lága leigu. rísa. Mannvirkið verður í nýju hverfi og deiliskipulag á eftir að samþykkja í skipulagsnefnd. Það skipulag þarf líka að auglýsa og hafa íbúarnir nokkrar vikur til að gera athugasemdir og umsagnir. „Það er verið að brjóta á íbúun- um vegna þess að það er til lítils fyrir þá að koma með umsögn ef bærinn er þegar búinn að gera leigusamning til 35 ára um stærstu lóðina. Það er búið að gefa þeim langt nef og alveg ljóst að það stendur ekki til að taka mark á íbúunum," sagði Jóhann Geirdal í gær. -JBP V-Skaftafellssýsla: Grunsemdir um arnardráp Lögreglan á vettvangi þar sem fisknum var stolið. DV-mynd S Fiskstuldur á Granda Hundrað kílóum af frystum fiski var stolið við höfnina hjá Granda í gær. Togari var að landa afla úr frystitogara eftir fiskitúr og aflinn stóð á brettum við afgreiðsludyr frystihúss Granda við höfnina. Óprúttnir náungar virðast hafa stolið fjórum kössum með samtals 100 kílóum og stungið af. Lögreglan í Reykjavík var kvödd á staðinn og vinnur nú að rannsókn málsins. -hb DV.Vík: Grunsemdir hafa vaknað í Vestur- Skaftafellssýslu um að örn, sem sést hefur þar í vetur, hafi verið skotinn í Hrifunesi. Bændur í Skaftártungu, sem lagt hafa út æti fyrir tófu, höfðu orðið varir við að öminn hefði komið í ætið. Eina nóttina urðu þeir ekkert varir við fuglinn og um morgunin skoðuðu þeir ætið og sáu þá blóð og verksummerki eftir örninn. Greinileg fór eftir vængja- slátt sem mátti sjá af stærðinni að voru eftir örninn. Við þetta vöknuðu grunsemdir um aö hann hefði verið tekinn þar því ásamt fómnum eftir fuglinn voru hjólfór í snjónum hjá ætinu. Lögreglan i V-Skaftafellssýslu kann- aði vettvanginn og að sögn Alexanders G. Alexanderssonar, lögreglumanns á Klaustri, vom fórin rakin í ákveðinn bíl sem hafði sést í grenndinni: „Þeir aðilar voru teknir í yfir- heyrslu en gáfu ákveðna skýringu á sínum ferðum sem við rengjum ekki að svo stöddu. Fuglinn hefur ekki sést í nokkum tíma og málið er í rannsókn. Það era grunsemdir um að örninn hafi verið tekinn en það er ekkert gefið," sagði Alexander. Hann sagði að menn vonuðust tfl að fuglinn léti sjá sig. Á vettvangi hefðu verið tekin sýni af blóði og fleiru en ekki hefðu fundist neinar fjaðrir eða skothylki þar. í lögum er tekið fram að viðurlög við fugladrápi fari eftir hve fuglar em sjaldgæfir. Af því má því ráða að refsing við amardrápi er mjög þung. -NH Tungunni tamast... Stundum er sagt að það sem | tungunni er tamast sé hjartanu kærast. Sé það satt stendur Sjálf- 1 stæðisflokkurinn nærri hjarta | Sverris Hermannssonar, hins vörpulega foringja Fijálslynda flokks- ins: „Aðeins eitt get ég upplýst. Og það er það að formaður Fijálslynda flokks- ins mun leiða tramboð Sjálf- stæðisflokksins í Vestijarðakjör- dæmi,“ sagði Sverr- I ir i ræðu á fúndi flokksins í I Reykjavík í gær. „Nei, nei,“ gall þá ■ í hægri hönd formannsins og framkvamidastjóra flokksins og |; dóttur formannsins, Margréti | Sverrisdóttur, sem hló viö ásamt | öðrum viðstöddum. „Það tekur langan tíma að kenna gömlum | hundi að sitja en það mun takast að kenna mér það,“ sagði þá ■ Sverrir formaður. Sverrir á ís hjá Stöð 2? Fundarmenn á fundi Frjáls- I lynda flokksins í Rúgbrauðsgerð- [ inni í Reykjavík höfðu orð á þvi að ■ í sveit fjölmiðlamanna á fundinum ? vantaði fréttamenn Stöðvar 2 og IBylgjunnar. Maður úr forystusveitinni, sem ekki kvaðst B vera mikill Kreml- Iaifræðingur, sagði við frétta- mann Sandkoms á fundinum að hann ætti erfitt með að veijast þeirri hugsun að Íástæðan væri sú að Páll Magnús- son fréttastjóri væri að launa Sverri lambið gráa fyrir að hafa ekki veitt fréttamönnum sínum neinn aðgang að upplýsingum í ; Landsbankamálinn. Páll hefði : nefhilega vonast til að hafa betri | aðgang að Svemi en aðrir í krafti , frændsemi við eiginkonu Sverris... ÍS 46 Ásgeir Guðbjartsson, fyrrum ; sjósóknari á Vestfjörðum og lands- þekktur aflaskipstjóri á ísafirði, er I nú hættur sjósókn og skipið hans, ! Guggan eða Guðbjörgin ÍS, seld til Þýskalands með við- komu á Akureyri. Geiri á Guggunni eyðir nú ellinni í það að aka um á splunkunýjum sex milljóna króna Pajerojeppa. Kannski lætur hann sig dreyma um liðinn tíma undir stýri á jeppanum góða en númerið á bílnum ætti að minna hann á. Það er hið sama og var á gömlu Guggunni, ÍS 46. Ekkert má nú Illugi Jökulsson, hinn fjöl- fróði háyfirdómari í spuminga- keppni framhaldsskólanna, er maður alvarlegur í bragði og lítið gefinn fyrir misheppnað glens misvituma og húmorslausra manna, ekki síst þegar þeir hafa söguleg stór- vandræði í flimt- ingum. Þannig mun honum hafa fallið það þungt að sjá mynd í DV af vígreifum framhaldsskólanemendum sem höfðu í heitingum við það lið sem þeir áttu að mæta næst og heilsuðu um leið fána skóla síns með ungmennafélaga- og skáta- kveðju. Illugi hélt að þetta væri nasistakveðja og taldi þetta vera nemendunum og DV til skammar og vanvirða við sjálfa keppnina. Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom ffiff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.