Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 J3'V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Smugusamningur Viljayfirlýsing um rammasamning um Smugudeiluna náðist í gærmorgun milli Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra og utanríkisráðherra Noregs og Rússlands. Gert er ráð fyrir undirritun samningsins síðar í þessum mánuði. Ráðherrarnir hittust í Bodö í Noregi vegna árs- fundar Barentshafsráðsins. Viljayfirlýsing þjóðanna felst í því að íslendingar hætti veiðum í Smugunni en fái þess í stað rétt til fiskveiða innan lögsögu Rússlands og Nor- egs. Á móti komi réttur Norðmanna og Rússa til fisk- veiða innan íslenskrar lögsögu. Um yrði að ræða þorsk- veiðar íslendinga í lögsögu grannríkjanna en makrílveið- ar Rússa og loðnuveiðar Norðmanna í íslenskri lögsögu. íslendingar hafa fram til þessa ekki viðurkennt rétt norsk-rússnesku veiðinefndarinnar til stjómunar fisk- veiða á svæðinu enda er Smugan alþjóðlegt veiðisvæði. Halldór Ásgrímsson sagði í gær að í viljayfirlýsingunni fælist ekki viðurkenning íslenskra stjórnvalda á fisk- veiðistjórn Rússa og Norðmanna í Smugunni. Ráðherr- ann sagði viljayfirlýsinguna mikinn áfanga og það er rétt. Langvinnar deilur hafa sett svip sinn á samskipti bræðraþjóða og því farsælast að leysa deilumálin með samningum sem aðilar geta sætt sig við. Þegar þetta var skrifað í gær lá hins vegar ekki fyrir í smáatriðum um hvað var samið. Þau mál þarf að fara gaumgæfilega yfir. íslendingar verða að ná afar hagstæðum samningum um veiðar innan lögsögu grannríkjanna til þess að opna eig- in lögsögu fyrir veiðum þeirra. Það er að sjálfsögðu end- anlega á ábyrgð Alþingis að afgreiða samninginn og sjá til þess að vel verði séð fyrir hagsmunum íslendinga. Jan Skervöj, framkvæmdastjóri Norges Fiskarlag, sagðist í gær ekki reikna með að samið yrði um hve stór- ir kvótarnir yrðu í þessari lotu heldur aðeins grundvall- aratriðin. Ástand þorskstofnsins í Barentshafi er afleitt og í bili lítið þangað að sækja. Norðmenn hafa réttilega bent á óheft smáfiskadráp Rússa í Barentshafi og sjó- menn í norðurhluta landsins hafa kallað eftir aðstoð ís- lendinga gegn slíkri rányrkju. Arvid Ahlquist, fram- kvæmdastjóri sjómannafélagsins í Tromsfýlki, sagði að smáfiskadráp Rússa yrði ekki stöðvað nema samkomulag næðist um alþjóðlegt bann við kaupum á undirmálsfiski. Bæði Norðmenn og íslendingar hafa keypt þennan fisk af Rússum. Það er ekki sjálfgefið að opna íslenska lögsögu fyrir Rússum og Norðmönnum og fá í staðinn skammtaða veiði innan lögsögu þeirra. Frábær árangur Völu Vala Flosadóttir náði frábærum árangri á heims- meistaramótinu í Japan í fyrrinótt er hún vann til silf- urverðlauna í stangarstökki. Árangurinn er með því besta sem íslenskir íþróttamenn hafa náð. Aðeins mun- aði hársbreidd að Vala tryggði sér heimsmeistaratitil- inn. Afrek hennar er nýtt íslandsmet og um leið Norð- urlandamet. Stökk Völu er hið fjórða besta á árinu en hún hefur undanfarin misseri verið í hópi bestu stang- arstökkvara heims. Ánægjulegt hefur einnig verið að fylgjast með gengi Þóreyjar Eddu Elíasdóttur sem keppir í sömu grein. Henni hefur farið mjög fram að undanfórnu þótt enn hafi hún ekki sömu keppnisreynslu á alþjóðamótum og Vala. Þórey Edda varð í 9.-10. sæti á mótinu sem auðvit- að er glæsileg frammistaða. Vala og Þórey eru verðugir fulltrúar lands og þjóðar í harðri keppni og góðar fyrirmyndir íslenskra ungmenna. Jónas Haraldsson Eftir að stjórnarandstaðan bar sigur úr býtum í þingkosningum í Slóvakíu sl. haust hefur ný ríkisstjórn sagt skilið við þá póli- tísku einangrunarhyggju og þá valdboðsstefnu, sem einkenndi stjórnarfar Vladímirs Meciars, fyrrverandi forsætisráöherra Slóvakfu, og var í anda Slobodans Milosevics, leiðtoga Serbíu. Á myndunum eru Milosevic og Meciar. Leið frá valdboði Eitt af því sem gerst hefur i nokkrum fyrrverandi kommúnista- ríkjum er að nýju stjórnarformi hef- ur verið komið á. Breski sagnfræð- ingurinn Timothy Garton Ash hefur kennt það við „lýðræðisvaldboð" - lýðræðisskipulag í orði en valdboðs- stjóm á borði - og lýsir hugtakið vel þeim takmörkunum og þeim mögu- leikum sem því fylgja. Skýrustu dæmin eru stjórnarhættir Slobod- ans Milosovics í Serbíu og Franjos Tudjmans í Króatíu. Þeir segjast báðir sækja umboð sitt til kjósenda, en hafa treyst valdastöðu sína með grófri misnotkun á ríkisfjölmiðlum, leynilögreglu og efnahagslífinu. Þótt ljóst sé að þessu kerfi „lýð- ræðisvaldboðs" verði ekki auðveld- lega hnekkt er vert að beina sjónum að einu ríki, þar sem það hefur tek- ist: Slóvakíu. í september sl. var Vladimír Meciar forsætisráðherra sviptur völdum í frjálsum kosningum eftir að hafa stjórnað Slóvakíu með harðri hendi í sex ár með sömu aðferðum og Milosevic. Það sem réð úrslitum var að stjómarandstöðuflokkar, verkalýðsfélög, hluti kaþólska kirkjunnar, óháðir fjöl- miðlar og félagasamtök tóku höndum saman. Þessi hljóðláta bylting hefur staðið í skugga stríðsástandsins í Kosovo, en það er full ástæða til að gefa henni það vægi sem hún á skilið. Andstæður í Mið-Evropu Þjóðfélagsþróunin í Slóvakíu frá endalokum kalda stríðsins fram á síðasta ár var skóiabókardæmi um skaðlega pólitíska einangmnarhyggju og efnahagshnign- un. Ekki kom á óvart að Slóvakar skyldu leggja áherslu á að tryggja betur réttindi sín í sambúðinni við Tékka. Það hefur verið útbreidd skoðun í Slóvakíu allt frá því að ríkjasambandið var stofnað árið 1918 að Tékkar færu þar með stjórnmála- og efnahagsforræði. En Meciar gekk lengra og kom því til leiðar að Slóvakar lýstu yfir fullveldi árið 1992. Upp frá því gengu lög Slóvakíku fyr- ir lögum ríkjasambandsins. Þessi ákvörðun kippti í raun fótunum undan Tékkóslóvakíu. Þótt Meciar hafi ekki stefnt að algjöru sjáifstæði í upphafi tók hann boði tékkneska forsætisráðherrans, Vaclavs Klaus, um fullan aðskilnað. Meciar hafði í raun um enga aðra kosti að velja, enda hafði hann kerfisbundið virkjað þjóðemis- hyggju Slóvaka í þessu máli. Samkvæmt skoðanakönn- unum var hvorki meirihluti fyrir fullum aðskilnaði í Sióvakíu né tékkneska hlutanum. En skilnaður Tékka og Slóvaka, sem tók gildi árið 1993, varð hraðari en nokkurn óraði fyrir. Meðan Tékkar bundust nánum stjórnmála- og efnahagsböndum við Vestur-Evrópu og fengu aðild að Atlants- hafsbandalaginu einangruðust Slóvakar í alþjóðamálum og drógust aftur úr I efnahagsmálum. Sú spuming hlýtur að vakna hvers vegna Slóvakar fólu lýð- skrumara á borð við Meciar stjórn Slóvakiu á þessu mikilvæga þjóðfélags- skeiði. Engin einhlít svör eru við því. Það varð ekki mikil pólitísk vakning í Slóvakíu á byltingarárinu 1989, enda var stjórnarandstaðan veikburða. Andstætt hinum iðnvædda tékkneska hluta var hér að miklu leyti um að ræða landbún- aðarþjóðfélag með fámennri borgara- stétt. Hergagnaiðnaðurinn í Slóvakíu, sem hafði verið komið upp á tímum kommúnista, var heldur engan veginn í stakk búinn til að takast á við kröfur vestræns markaðar. Loks höfðu Slóvak- ar ekki reynslu af sjálfstæði, ef frá er talið stutt valdatimabil klerka-fasista- stjórnar Jozefs Tisos á stríðsárunum. Hvað sem öllum sögulegum skýringum líður misnotaði Mecier fiölmiðl- ana í eigin þágu, sigaði leynilögreglunni á stjórnarand- stæðinga og dró sér almannafé undir yfirskini einka- væðingar. Til að breiða yfir einræðistilburði sína hóf Meciar ofsóknarherferð á hendur ungverska minnihlut- anum í Slóvakíu og gerði hann að blóraböggli fyrir efna- hags- og félagsþrengingar heima fyrir. Það var engin til- viljun að Ungverjar yrðu fyrir valinu. Margir Slóvakar líta á þá sem fyrrverandi herraþjóð, enda var Slóvakía hluti af Ungverjalandi fram til ársins 1918. En með fram- ferði sinu sneru vestræn ríki baki við Slóvakíu og land- ið einangraðist enn frekar. Fordæmi Slóvaka Það var ekki sjálfgefið að Meciar missti stjórnarum- boð sitt i september, þótt megn óáægja væri með stjórn- arhætti hans. En með breiðu bandalagi stjórnandstæð- inga úr öllum þjóðfélagshópum tókst það. Reyndar bætti Meciar við sig fylgi frá kosningunum árið 1994, en það sem gerði sennilega útslagið var stóraukin kosninga- þátttaka. Nú heyrast allt aðrir tónar frá Slóvakíu en á valdadögum Meciars. Sú samsteypustjórn, sem er við völd, er ekki sterk, en hún hefur heitið því að standa vörð um réttarríkið og réttindi minnihlutahópa, beita sér fyrir umbótum í efnahagsmálum og stefna að inn- göngu í Evrópusambandið og NATO. Hvert svo sem framhaldið verður má segja að Slóvakar hafi gert sína eigin ofbeldislausu „flauelsbyltingu" árið 1998, eins og Tékkar árið 1989. Og það sem meira er: Hún getur haft fordæmisgildi í öðrum ríkjum, sem orðið hafa „lýðræð- isvaldboði" að bráð. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson §koðanir annarra Ekki bara kvarta „Bill Clinton forseti og Madeleine Albright utan- • ríkisráðherra veröa að gera meira en að endurtaka | margþvældar umkvartanir og skipta síðan um um- P ræðuefni og snúa sér að viðskiptum þegar við blas- ir ný alda pólitískra ofsókna í Kína. Bandariska þjóðin mun ekki styðja bætt samskipti við Kína ef gjalda verður fyrir þau með afskiptaleysi Bandaríkj- anna af mannréttindabrotum. Albright fór til Kína | aðeins nokkrum dögum eftir að utanríkisráðuneyt- jl ið birti harðorða skýrslu um kúgunina í Kína.“ Úr forystugrein New York Times 3. mars. Kosningar og lýðræði „Ef við höfum eitthvað lært af þessum áratug I fallinna harðstjóra er það að kosningar einar og sér nægja ekki til að tryggja lýðræðið. Lýðræðisvæð- ingin byggist á því að borgararnir taki þátt í henni fyrir og eftir kosningar og á meðan á þeim stendur. Hægt er að grafa undan henni með spillingu, : hræðsluáróðri og sinnuleysi. í bæði Nígeríu og Indónesíu hefur áralöng kúgun lamað stofnanimar sem gætu veitt valdhöfum aðhald og léð rödd þeim sem annars hefðu engin völd. Slíkar stofnanir verða ekki til, eða lifna aftur við, á einni nóttu.“ Úr forystugrein Wshington Post 3. mars. Framtíð Cresson á bláþræði „Staða Edith Cresson er einfóld. Pólitísk framtíð þessa franska fulltrúa framkvæmdastjómar Evr- ópusambandsins hangir á bláþræöi því ekki virðist lengur hægt að vísa ásökunum á bug og þeim þing- mönnum íjölgar sem ekki láta sér nægja gula spjaldið. Þeir krefjast höfða fulltrúa í framkvæmda- stjórninni á fati, að minnsta kosti höfuðs Cresson. Sem betur fer getur maður bætt við. Hún laug að Evrópuþinginu þegar hún neitaði vitneskju um allt það sem hún virðist hafa vitað, einkavinavæðingu, svindl og spillingu. í janúar síðastliðnum ákváðu jafnaðarmenn á Evrópuþinginu að bjarga fram- kvæmdastjóminni. Nú er afstaðan önnur.“ Úr forystugrein Aktuelt 5. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.