Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 11 Hugsuður fellur frá Bókin Frjálshyggja og alrœóis- hyggja eftir Ólaf Björnsson pró- fessor var himnasending fyrir ungan menntskæling norður í landi, sem áður hafði legið í póli- tískum kiljum Máls og menning- ar, allt frá Che Guevara til Komm- únistaávarps Marx og Engels. Árið 1978 var ekki auðvelt fyrir frjálslynda að sækja vopn til skoð- anabræðra, sem margir virtust hafa gefist upp við það sem stund- um sýndist vonlítið vopnaskak við sanntrúaða vinstrimenn og kommúnista. Ólafur Björnsson var ekki einn þeirra. Ólikt mörg- um samtíðarmönnum lét hann aldrei glepjast af roðanum í austri, heldur hélt málstað frjáls- lyndis á lofti og færði skoðana- bræðrum sinum vopn í hendur. Af hógværð og rökfestu barðist Ólafur gegn oftrú menntamanna á ríkisvaldinu sem öllu átti að bjarga. Hann barðist gegn sósíal- isma hvar sem hann kom því við, hvort heldur á vettvangi stjóm- málanna eða í sölum mennta- stofnana. Áhrif Ólafs á íslenskt þjóðfélag verða seint ofmetin en fáir gera sér glöggva grein fyrir hve mikil þau voru, beint og óbeint. Hér verða þau ekki rakin, enda búa aðrir yfir betri þekkingu á því sviði en sá er hér heldur um penna. Þar skipti þó mestu að Ólafur átti stóran þátt í því að kenna okkur íslendingum að meta gildi frjálsra viðskipta og einstak- lingsfrelsis. Hugsjónir og hug- myndir hans höfðu betur í hat- rammri baráttu stjórnmálanna. Það hefur ekki verið lítils virði fyrir hugsuð eins og Ólaf að fá að upplifa hvernig íslendingar hafa hægt og bítandi tekið undir með honum. Ólafur Bjömsson var 87 ára að aldri þegar hann féll frá eftir mik- ið og merkilegt ævistarf, þar sem hann lét aldrei deigan síga, hvorki á sviði hugmyndabarátt- unncir né fræðimennskunnar, sem hann tvinnaði saman. Og ekkert var verra í huga Ólafs en pólitísk- ur loddaraskapur og lýðskrum. „Sá sem með eða gegn betri vit- und túlkar þann hugsunarhátt, sem almennastur er, þótt rangur kunni að vera, fær að jafnaði meiri hljómgrunn hjá fólkinu, en hinn, sem leitast við að leiðrétta rangar hugmyndir," segir Ólafur Bjömsson í grein árið 1958 um hagfræði. Lofsöngur Ólafur Bjömsson rifjar upp í áðumefndri bók sinni fjölmennan fund sem Nóbelsskáldið Halldór Laxness hélt með Hafharstúdent- um skömmu eftir stríð. „Halldór var íslenskum stúdentum er nám stunduðu við danskar háskóla- stofnanir, sem á þeim tíma voru nær allar í Kaupmannahöfn, hinn mesti auðfúsugestur. Olli þar ekki minnst um róttækni sú, er jafhan hefir legið í landi meðal íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn. Var boðið til samkomu á vegum stúdentafélagsins, þar sem Hall- dór var aðalræðumaður. Varð fljótt húsfyllir. Ræðan lét vel í eyrum áheyrenda, þar sem hún var samfelldur lofsöngur um Stalín og hið fagra mannlíf í Sov- étríkjunum. Hámarki sínu náði fognuður áheyrenda í lok ræðu Halldórs, þegar hann fór með lof- söng um Stalin, er ort hafði kasakaskáldið Dsjambúl, en Hall- dór þýtt. En sálminum - svo að notuð séu orð Halldórs sjálfs, er hann síðar gerði úttekt á skáld- skap sínum af þessu tagi - lauk með þessum ljóðlínum í óbundnu máli: „í Stalín rætist draumur Laugardagspistill Óli Björn Kárason ritstjóri bólgumeinsemdina, sem margir stjórnmálamenn voru farnir að líta á sem náttúrulögmál. „Skömmtun og höft hljóta þá aö setja svip sinn á íslenskt efna- hagslíf," segir Ólafur og heldur áfram: „En auk þess sem slíkt fyr- irkomulag hlýtur að draga mjög úr framleiðsluafköstum og skerða lífskjör almennings, leiðir slíkt... óhjákvæmilega til þess, að þjóðlíf- ið í heild verður meira eða minna í skugga alræðishyggjunnar. Slík skipan efnahagsmála færir svo mikið í hendur hins opinbera, aö lýðræðinu, ef það á að vera annað og meira en nafniö tómt, verður hætta búin ... Það er ekki ein- göngu hjá hinum vondu Rússum, að alræði rikisvaldsins í efna- hagsmálum leiðir líka til alræðis á öðrrnn sviðum. Nákvæmlega sama hættan er fyrir hendi í þeim löndum, sem telja sig búa við hið sanna lýðræði. í sambandi við spurninguna um það, hvers beri að gæta, ef íslendingar vilja byggja upp þjóðfélag sitt á grundvelli hugsjóna lýðræðis og persónufrelsis, er e.t.v. öllu öðru mikilvægara að gera sér þetta ljóst." Þessi varnaðarorð Ólafs Bjömssonar pró- fessors eiga jafn vel við í dag og fyrir liðlega 20 árum. fólksins um gleði og fegurð. Stalín elskaði vinur, þú átt ekki þinn líka, þú ert skáld jarðarinnar. Stalín, þú ert söngvari þjóðvis- unnar. Stalín, þú er hinn voldugi faðir Dsjamhúls." Allt ætlaði um koll að kéyra vegna lófaklapps og fagnaðarláta, er ræðu skáldsins lauk á þennan hátt. Einn var þó í þessum fjöl- menna áheyrendahópi, sem fannst nóg um, en það er sá sem þetta ritar. Laumaðist ég í brott og hef aldrei síðan hlýtt messu af þessu tagi. Á heimleiðinni hugs- aði ég aftur og aftur sem svo: Ég get ekki líkt þessu við neitt annað en hjálpræðishersamkomu á Ak- ureyri, sem ég af forvitni einu sinni sótti sem nemandi í Mennta- skólanum þar.“ Síðar gerði skáldið gys að sjálf- um sér fyrir kveðskapinn, en Ólafur bendir á að Halldór hafi gert hreint fyrir sínum dyrum. „í Sovétríkjunum er það bara hvitt og svart,“ sagði skáldið mörgum árum síðar í umræðu um mis- munandi viðhorf Vesturlandanna annars vegar og kommúnistaríkj- anna hins vegar til tjáningar- frelsis og annarra mannrétt- inda. „Sennilega er ekki betur hægt að skilgreina í einni hnotskurn viðhorf alræðis- hyggjunnar en með þessmn orðum. Á það ekki ein- göngu við um Sovétríkin, heldur alls staðar, þar sem alræði ríkir, óháð því, hvort um hægra eða vinstra alræði er að ræða,“ segir Ólaf- ur. Viðreisnarstjórnar Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, sem skipulega hóf að brjóta niður múra hafnastefn- unnar. Þar kom Ólafur jafnt að málum sem ráðgjafi og þingmað- ur. En sem óþreytandi baráttumað- ur fyrir auknu frelsi í efnahags- og atvinnumálum gerði Ólafur sér grein fyrir nauðsyn þess að stjóm efnahagsmála væri traust. Laus- ung í peningamálum og fjárreið- um ríkisins var eitthvert mesta vandamál okkar íslendinga þegar Ólafur gaf út bókina góðu. Þar bendir hann á þá einfóldu stað- reynd að tómt mál sé að tala um að byggja efnahagskerfi á frjáls- um markaði ef ekki tækist að lækna verð- Stórisann- leikur Björnsson sá heiminn ekki í svörtu og h v í t u , h e 1 d u r skynjaði hann fjöl- breytileikann og litadýrðina. Hann uppgvötaði Stórasannleik aldrei - kærði sig ekki um það. Hugmyndafræði Ólafs var í sjálfu sér einfóld, enda byggð á hugsjón um frjálst þjóðfélag ein- staklinga. En hann gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að hagvald- inu væri dreift: „Ef hagvaldið er í höndum eins eða mjög fárra aðila, hvort heldur þeir eru opinberir eða einkaaðilar, verður lýðræðið nafnið tómt, þar sem enginn treystist til að standa upp í hárinu á þeim, sem efnahagslega séð hef- ir öll ráð hans í hendi sér. En í litlu þjóðfélagi er meiri hætta á því en í stóra, að hagvaldið færist á fárra hendur," segir Ólafur í margnefndri bók. Ólafur Björnsson hafði greini- lega áhyggjur af því að einkaaðil ar gætu öðlast ægivald yfir þjóð- félaginu, sem í sjálfu sér væri ekkert skárra en hin dauða hönd rikisins: „Verður að hafa það hugfast, að það næg- ir ekki til þess að tryggja dreifingu hagvaldsins, að framleiðslutækin séu í einkaeign, einnig verður að sjá um, að samkeppni sé virk, og því skilyrði verður alltaf erfiðara að fullnægja í litlu þjóðfé- lagi en stóru." Höft og skömmtun Opinber höft og skömmtun voru alla tíð eitur í beinum Ólafs Björnssonar, en hann átti stóran hlut í mótun stefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.