Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 JjV iheygarðshornið launum. Samfélagið allt logar af þessu eilífa áreiti: hringdu og fáðu ókeypis pitsu, þriggja lítra kók, vöfflujárn, ef þú manst hvað afi þinn hét færðu gemsa, ef þú kaupir hjá mér tjald færðu trefil, kauptu ryksugu og fáðu ókeypis geisladisk, fáðu ókeypis húfu, fáðu ókeypis bol, fáðu ókeypis bíl. Fólk er á sífelld- um þönum með skafmiða og gjafakort, lukkukort, punktakort og hagkaupskort milli. þess sem það hringir óðamála í útvarps- stöðvarnar til að vinna sér inn ókeypis bíómiða. Allt er ókeypis, nema náttúrlega það er ekkert ókeypis: kostnaðurinn kemur einhvers staðar niður. Vitaskuld er ekkert við því að segja að fyrirtæki reyni að beita ýmsum ráðum við að lokka til sín viðskiptavini en þessi gjafa- austur í fólk - þessi hávaði, þessi læti, þessi hystería í kringum þetta allt - hefur hins vegar þeg- ar til lengdar lætur slæm áhrif á fólkið, eins og dæmið sannar. Andrúmsloftið í þjóðfélaginu er að verða eins og í barnaafmæli sem farið hefur úr böndunum vegna þess að bömin eru búin að drekka allt of mikið kók og eru orðin allt of æst, allir famir að grenja og togast á um leikfongin. Allt of mikið kók. Er skýringin á fjölskylduharmleiknum kannski þar? Að svilarnir hafi þarna kvöldið örlagaríka verið búnir að drekka allt of mikið kók, og verið orðnir allt of æstir. Sumar flöskur splundra fjöl- skyldum. Svilar tveir sem áður vora nægilega miklir kunningjar til að halda saman upp á fertugs- afmæli eru komnir í hár saman út af bíl, þótt báðir hafi eflaust átt bíl fyrir. Systur eiga í mála- ferlum. Börn em á námskeiði í græðgi, eigingimi, óhófl, ofstopa og hlutadýrkun. Sumar flöskur frá Vífilfelli vora með vinningi í tappanum, eins og varla fór fram hjá nokkrum manni í sumar leið. Bíll datt ofan af himnum. En lenti óvart á fjölskyldunni miðri. ínn- ar - nú Heyrst hefur að þetta mál hafi vakið mikla athygli og umræður í lagadeild Háskólans,. enda er þarna um að ræða heillandi lagahnút eins og íslending- ar eru óneitan- lega meistarar í að binda, auk þess sem þetta mál er óvenju- gott tækifæri til að sjá hvort lög og rétt- læti eiga samleið. Hvað er þá til ráða ef lögin duga ekki til að réttlætið nái fram að ganga? Að Vífilfell gefi þeim svilanum sem ekkert reynir a hann. Hann gæti kallað svilana fyrir sig, með bílinn, og sagt við að- stoðarmenn sína: Takið þennan bíl og skerið hann í tvennt og skiptið honum milli mannanna. Þá mun annar þeirra brotna niður og æpa snöktandi: Gefið hinum bílinn! segja: Sjá, þessi er hinn raunverulegi faðir bílsins ... Þetta er óskemmtilegt mál. Fjölskyldur eiga ekki W' að deila um hégóma eins og bíla. Manni á að þykja vænna um systur sína en apparat til að komast á milli tveggja staða. Fullorðið fólk á að hafa þann þroska til að bera að kunna að deila með sér óvæntum ávinningi - það á að hafa þann þroska til að bera að láta óvæntan ávinning vera til ánægju og gleði en ekki leiðinda. Þannig var sennilega stofnað til þess arna. Vonandi verður þetta mál til þess að draga ögn úr gjafa- og gylliboðafylliríinu sem dunið hef- ur á þjóðinni undanfarið. Þér nægir að hringja í útvarpsstöð og geta stunið upp kennitölunni þinni til að fá utanlandsferð að fékk líka bíl? Það væri að vísu fallega gert en óneitanlega væri þá jafnframt verið að verð- launa gikkinn sem sölsaði allt undir sig. Sennilega verður Davíð að skerast í leikinn og sýna að hann sé raun- verulegur and- legur og ver- aldlegur leiðtogi þjóð- ar- mun Davíö Sumar flöskur Það skyldi aldrei vera. íslending- ar drekka allt of mikið kók. Iðu- lega gleymist að þessi drykkur er ávanabindandi og sérlega óhollur öðrum en magasjúklingum í hófi. Gegndarlaust kókþamb íslenskra bama nær ekki nokkurri átt, það skemmir í þeim tennurnar, æsir þau upp að ósekju og gerir þau háð sykri og öðru sem er að finna í þessum drykk, og mun vera leyndarmál. Menn eru að deila um áfengis- auglýsingar. Þó neitar því enginn upplýstur maður að hóflega drukkið vín er góð heilsubót, hjartanu hollt og gleður manns- ins geð. Áfengisauglýsingar hefðu einn augljósan kost: þar era allir edrú. Þær myndu stuðla að bættri ímynd áfengis meðal þjóðarinnar sem ekki er vanþörf á, og jafnvel verða til þess að út- rýma þeim útbreidda misskiln- ingi að vín sé óþverri til að verða fullur af. Miklu nær væri að banna kókauglýsingar, því að kókið skemmir tennur og æsir að ósekju böm og fullorðna, elur á úifúð og hatri. dagur í lífi Gougleðidagur í lífi Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón Skrautleg dagb Það var mánudagurinn 1. mars og vekjaraklukkan vakti mig klukk- an 7, en þessi vekjaraklukka hefur þann kost að hún hringir aftur eft- ir nokkrar mínútur svo það er óhætt að loka augunum aftur. Ég verð hoppandi kát þegar ég sé í gegnum rökkrið að himinninn er heiðskír og kem mér á fætur. Það er allt hljótt því ég er alltaf fyrst á fætur, nokkru síðar vek ég mann- inn minn þar sem við ætlum að vera samferða í vinnuna, enda er vinnustaður beggja í Kvosinni í Reykjavík. Sonurinn þarf ekki að vakna strax svo ég skil eftir bílinn minn fyrir hann. Dagbókin mín var nokk- uð skrautlegt þennan daginn frá há- degi svo morguninn fór í verkefnin sem vora efst á forgangslistanum, en það var aðallega undirbúningur fyrir aðalfund Samtaka ferðaþjón- ustunnar sem fyrirhugaður er 17. og 18. mars og í mörg hom að líta. Síminn hringir látlaust svo vinnu- friðurinn er takmarkaður. Nú eru í SAF allar tegundir fyrirtækja í ferðaþjónustu svo málefnin sem taka þarf fyrir á aðalfundi virðast óþijótandi, en það er nú líka af- skaplega skemmtilegt. Afmæli bjórsins Klukkan 12 á hádegi mætir um- hverfisnefnd SAF á fund til að ræða drög að ályktun um um- hverfismál sem leggja á fram á að- alfundi en þar má búast við fjörug- um umræðum um þau stórmál. Umhverfisnefndin var fyrsta nefndin sem SAF skipaði og er það til marks um hversu mikilvæg umhverfismálin eru fyrir ferða- þjónustuna. Það era ströng tíma- mörk á fundinum þar sem opnun- arhátíð góugleðinnar verður hald- in með pomp og prakt á Gauki á Stöng kl. 2 og þangað stormar öll nefndin til að taka þátt í hátíðar- höldunum. Það var Einar Gústafsson, for- stöðumaður landkynningarskrif- stofunnar í New York, sem kom þeirri hugmynd til okkar í fyrra að halda veglega upp á 10 ára af- mæli bjórsins. Eftir nokkurra mánaða vinnu við að útfæra hug- myndina varð niðurstaðan sú að halda viku langa góugleði þar sem lögð yrði áhersla á mat, drykk og menningu og er áformað að um ár- legan viðburð verði að ræða. Á Gauk á Stöng tókum viö á móti góðum gesti, Geir Haarde fjármálaráðherra, sem tók að sér að hringja inn góugleðina. Þar var margt um manninn, þjóðlegar veitingar og tónlist og fjölmiðlar að taka viötöl í hverju homi. En þaö er ekki til setunnar boðið því hálftíma seinna þurfti ég að mæta á fund í stjóm Atvinnuleysistrygg- ingarsjóðs þar sem ég er varafor- maður. Sjónvarpsupptaka Okkar ágæti formaður, Þórður Ólafsson, verkalýðsforingi fyrir austan, hafði kvöldið áður hringt í mig og boðað forfóll svo það var betra að vera tímanlega og undirbúa sig aðeins fyrir stjóm fundarins, en auðvitað gekk fundurinn ágætlega enda stjórnin skipuð miklu ágætis- fólki. Eftir þennan tveggja tíma fund var ekki um annað að ræða en drífa sig aftur á skrifstofuna og ljúka nokkrum símtölum og verkefnum þar til ég þurfti að mæta upp á Stöð 2 í sjónvarpsupptöku. Um var að ræða beina útsendingu í fréttatíma um reynslu landsmanna af bjórnum í 10 ár. Það er eitt sem mér finnst svo gott við beinar útsendingar, bæði í útvarpi og sjónvarpi, að það er ekki hægt að klippa það sem mað- ur segir. Fljót að sofna En dagurinn var ekki búinn því þá var kominn tími til að heimsækja Kringlukrána, en okkar ágæti kunn- ingi Sigþór Sigurjónsson veitinga- maður hafði boðið okkur hjónmn til veislu í tilefni 10 ára afmælis veit- Það var annasamt hjá Ernu Hauksdóttur á afmæli bjórsins. ingahússins. Þar var glatt á hjalla, glæsilegar veitingar og fín tónlist og vorum við þar í góðu yfirlæti þar til ég mundi eftir því um 10-leytið að von var á foreldrum mínum heim frá útlöndum daginn eftir og ég hafði víst lofað að vökva blómin. Það var þvi síðasta tækifærið til að bjarga því sem bjargað varð. Þegar ég var komin upp í rúm um kvöldið hringdi ég tvö símtöl til út- landa, annað til fóður míns til Kanaríeyja til að óska honum til hamingju með afmælið 29. febrúar, þótt afmælisdaginn hafi vantað, og til dóttur minnar sem stundar nám i London, en ég var forvitin að frétta hvemig þorrablót íslendingafélags- ins hefði gengið um helgina, þar sem hún hafði tekið virkan þátt í undirbúningi þess. Ég var satt að segja fljót að sofna eftir þennan dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.