Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 viðtal Verk Bergs hafa fæðst með dætrum hans, Urði, sem varð fjögurra ára á fimmtudaginn, og Áróru sem er sjö mánaða. „Það er svo skapandi að eign- ast barn að það kemur yfir mann heilagur andi.“ Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikritaskáld: „Lífið er eins og fermingarveisla. Andrúmsloftið er oft þrúgandi og maður finnur ekki sinn stað. Annað slagið kem- ur þó fyrir að maður finnur hornið sitt þar sem hægt er að setjast niður og borða rjómakökuna og sötra kaffið.“ DV-mynd Hilmar Þór þetta eðli eða vinna sig burtu frá því.“ Bergur sá sér ekki unnt að klára stúdentspróf áður en hann hóf leiklist- arferil sinn fyrir alvöru. „Það er hluti af listamannaferlinum að klára ekki framhaldsskóla. Ég fór í alla íslenskuáfangana, heimspeki, alla listaáfanga og íþróttir en hætti vana- lega eftir tæpan hálfan vetur í raun- greinunum. Ég væri hins vegar tilbú- inn fyrir raungreinarnar núna. Ég held að listamenn eigi eftir að tryggja sig betur í sessi í skólakerfmu. Eins og kerfið er núna týnast þeir ein- hvers staðar á leiðinni sem rótlausir, ábyrgðarlausir asnar vegna þess að þeirra eðli hentar ekki kerfinu. Norm- ið miðast ekki við þá. Þetta er ósköp eðlilegt fólk innan síns geira en úti í þjóðfélaginu er það í minnihluta- hópi.“ Með kóngulóartendensa Bergur hefur nokkra sérstöðu í spunaþáttunum sem birtist í því að hann grípur gjarnan til söngs og ríms í tjáningu sinni. Af hverju verður allt að söngleik hjá þér? „Æ, þetta er bara galli. Fyrirgefðu," segir Bergm- auðmjúkur en glottandi. „Þetta er ógeðslega gaman. Það er líka þannig að ef fótboltamaður getur hlaupið mjög hratt upp kantinn og fengið stungusendingu þá gerir hann það. Maður gerir það sem maður ger- ir best og finnst skemmtilegast. Ég hef ofsalega gaman af tónlist." Þrátt fyrir að Bergur hafi mikið yndi af tónlist segir hann að það hafi aldrei hvarflað að sér að fara frekar í söngnám. „Ég er svo heppinn að leiklistin inniheldur söng en ef ég hefði farið í söng hefði ég kannski þurft að henda leiklistinni. Þess vegna er svo gaman að vera leikari, maður getur gert allt sem mann langar til, snert á öllu sem sálinni viðkemur... en líklega get ég þó aldrei orðið ríkur.“ Söngleikur án söngva Bergur greinir mér frá rímþörf sinni, heilu óperunum sem fluttar eru á heimili hans, og hve vel matreiðsla, rím og söngur fara saman. í framhaldi af því er eðlilegt að spyija: Yrkirðu? „Ég hef ort marga vísuna skal ég segja þér. Ég hef gert ógrynni af dæg- urlagatextum. Sumir hafa verið fluttir og hafa fengið mjög óvægna dóma hjá gagnrýnendum Morgunblaðsins, enda eru þetta ekki góðir textar, þetta eru popptextar." Auk lagsins um Ödda hveiti, sem Fjallkonan flutti, hefur Bergur samið tvo söngleiki. Annan samdi hann þeg- ar hann var nítján ára og var hann sýndur í grunnskólanum í Grindavík. Verkið hét Kólíbalómí og gerði storm- andi lukku. í vetur setti hann annað verk sitt, Flugur, upp á heimaslóðun- um. Það er mjög persónuleg saga á bak við það verk. „Það er svo skapandi að eignast barn að það kemur yfir mann heilag- ur andi. Fyrir fjórum árum byrjaði ég að semja dægurlög þegar ég var úti að labba með barnavagninn. Ég var kom- inn með fimmtán lög og fór smám saman að búa til samhengi milli text- anna og persónur tóku að skapast í kollinum á mér. Þannig mallaði þetta þangað til yngri dóttir mín fæddist. Þá byrjaði þetta að skýrast í kollinum á mér og úr varð heill söngleikur.“ Bergur tók reyndar öll lögin úr söngleiknum og setti hann upp sem leikrit. Hann gengur enn með Flug- urnar í höfðinu og er að skoöa hvem- ig hann geti komið þeim á framfæri við sem flesta. Hugsanlega verður út- koman söngleikur þar sem hann leik- ur sjálfur öll hlutverkin. „Það þarf helst að gerast fljótlega því að ég er orðinn svo gamall," segir hinn þrítugi Bergur. „Ég finn að ég er ekki alveg eins ungur og ég var.“ Annarra manna veislur Hvernig gekk söngleikurinn í Grindavík? „Það gekk frekar illa og ástæður em ekki ljósar í huga mér. Þær gætu verið margar. Kannski var það vegna þess að ég er hluti af minnihlutahópi og fólki finnst ég skrýtinn. Það gæti verið. Kannski hafði fólk ekki tíma til að sjá verkið.“ Finnst þér þú alltaf vera skrýtinn? „Nei, mér finnst það yfirleitt ekki. En ég á ekki heima alls staðar. Lifið er eins og fermingarveisla. Andrúms- loftið er oft þrúgandi og maður finn- ur ekki sinn stað. Annað slagið kem- ur þó fyrir að maður finnur hornið sitt þar sem hægt er að setjast niður og borða rjómakökuna og sötra kaff- ið.“ Er þetta þá þin eigin fermingar- veisla? „Yfirleitt er þetta fermingarveisla einhvers annars og það er fint því þá þarf maður ekki að heilsa öllum, opna pakkana og fá samviskubit yfir því að muna ekki nöfnin á fólkinu sem er að færa manni gjafir. Ég vildi helst vera laus við það og vera bara í annarra manna fermingarveislum." -sm „Alvarleikinn á ekki síöur viö mig en grínió. Þaö er bara unglingurinn í mér sem er alltaf aó sprella. Spuninn, sprelliö og gríniö er ein- hver œska sem leynist enn í mér. Meó tímanum veröur maöur þroskaóur húmoristi; þaö er allt annaó en sprell. “ Bergur Þór Ingólfsson er einn af skemmtilegustu leikurum okkar um þessar mundir. Þau hlutverk sem hann hefur fengist við hjá Þjóðleik- húsinu eru yfirleitt á kómísku hlið- inni þótt á því hafi verið gerðar und- antekningar: ein í fyrra þegar Bergur lék Hauk í Grandavegi 7 og önnur sem kemur fyrir augu almennings um næstu helgi þegar eitt stórkostlegasta afrek íslenskra bókmennta verður sett á svið. Þar er um að ræða leik- gerö Sjálfstæðs fólks. í þeim verkum, en sögunni er skipt upp í tvö verk, leikur Bergur son Bjarts i Sumarhús- um. Ég settist niður með Bergi einn seinnipartinn og ræddi við hann um leiklistina og lífið á hlýju heimili hans á meðan napur vindurinn hljóp fram og til baka eftir Tryggvagötunni og beið eftir því að ég kæmi aftur út að leika. Bikarinn lagður að veði Hvemig leggst það í þig að leika son Bjarts í Sjálfstæðu fólki? „Það leggst vel í mig,“ segir Bergur. „Ég leik alla synina, Nonna, Gvend og Helga, í einum. Hann heitir Gvendur. Helga er að mestu sleppt úr. Strákur- inn heitir Gvendur en er Nonni að mestu leyti en hefur skyldur Gvends. Hlutverkið er mjög spennandi. í sögunni standa synirnir fyrir sinn eiginleikann hver og þegar þeim er skellt saman er virkilega gaman að fást við það.“ Auk þess að leika í Þjóðleikhúsinu hefur Bergur verið áberandi í Sjón- varpinu i þættinum Stutt í spunann sem sýndur er á fóstudagskvöldum. Spuninn er líka stundaður niðri í Iðnó þar sem Bergur er í liði Spuna- genanna í Frescabikamum í leikhús- sporti. Með honum í liði em Halldóra Geirharðsdóttir og Stefán Jónsson. Næsta keppni er á mánudaginn. „Leikhússport er mjög skemmti- legt. Það er reyndar eins og sam- kvæmisleikur og virðist ekki áhuga- vert þegar sagt er frá þessu en þegar á staðinn er komið er þetta ótrúlega skemmtilegt." En leikhússport reynit' ekki mikið á dramatíkina: „Við ætlum að hleypa dramatík inn í spunann. Það er bara spurning um að þora það. Kómík verður fyrst al- vörukómík þegar hún er hrikalega al- varleg. Öðru er hægt að hlæja að en ekki meira. Við höfum einsett okkur að gera hádramatískan spuna þótt það kosti okkur það að við komumst ekki áfram. Við leggjum Frescabikarinn að veði.“ Minnihlutahópurinn Bergur segir að hann hafi alltaf ætl- að að verða leikari sem litill strákur í Grindavík. Af hverju? „Ég veit það ekki. Ég hef alltaf ver- ið að leika. Frá því ég man eftir mér hef ég troðið upp í afmælum og boð- um af misjafnri þörf, stundum til þess að láta taka eftir mér, en þegar ég er ekki að troða upp hef ég mig ekki mikið í frammi. Þetta er bara þörfin til að gera eitt- hvað og þetta eitthvaö er í mínu tilfelli að leika. Þetta er ekki ósvipað því að vera skáld og þurfa að skrifa. Er þetta ekki eitthvert eðli? Ég held allavega að það sé frekar eðli en áunnin þörf. En svo er auðvitað hægt að læra á Lífið er ferminga ■■ 1 a v>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.