Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 33 "W Börnin hafa sjálfsagt fengið að finna fyrir því að ég væri lítið heima, ekki ósvipað og ég væri sjómaður. Það er nú ekkert flóknara en það. Ég ólst upp við að pabbi var alltaf á sjó og ég vorkenni þeim ekkert meira en sjálfum mér. Haraldur Haraldsson í Andra hef- ur ásamt fleirum eignast Áburð- arverksmiðju ríkisins. Hann er kampakátur þessa dagana en eins og flestum er í fersku minni bauð hann 801 milljón króna í annað rík- isfyrirtæki - Síldarverksmiðjur rík- isins, SR-mjöl - fyrir nokkrum árum en aðrir fjárfestar fengu - þó að þeir væru með lægra tilboð. Þorsteinn Pálsson hag- aði sár eins og fífl Þú ert talinn hafa „fjárhagslegt bolmagn" núna til þess að standa í viðskiptum af þessu tagi. Þegar þér var neitað um SR-mjöl var skýring- in sú að þú hefðir það ekki. „Þannig vill verkast þegar menn vilja ekki sjá spilin hjá hir.um. Þá er ekki von á góðu,“ segir Harald- ur. „Þetta var alveg hræðilegt. Ég sat bara í makindum heima hjá mér rétt fyrir miðnætti þann 29. desember og var að ráða krossgátu. Þá var hringt og mér sagt að það yrði í blöðunum daginn eftir að búið væri að selja fyrirtækið öðr- um. Ég var með hæsta boð og það var ekki talað við mig. Þetta var eins hallærislegt og mest getur ver- ið.“ En hefurðu nú tekið ríkið í sátt og ríkið þig? „Ég hef ekki verið ósáttur við ríkið sem slíkt heldur ráðherrann sem stóð að málinu, Þorstein Páls- son, sem hagaði sér eins og fífl. Það er nú ekki flóknara en það. Hann talaði ekki við mig sem hæstbjóð- anda af því að hann hafði ákveðið að selja öðrum. Nú veit ég að þetta var allt undirbúið og fastgert og löngu afgreitt. Útboðið var bara sýndarmennska. Útboð Áburðar- verksmiðjunnar var hins vegar til mikillar fyrirmyndar og ég vona að það hafi lærst af vitleysunum sem hafa verið gerðar. Ef til vill hefur maður eitthvað lagað til í subbu- skapnum með nöldrinu.“ Stór orð notaði Haraldur í viðtöl- um á þessum tíma. í einu þeirra segir hann að í SR-málinu hafl ver- ið „höggvinn af sér hausinn i mjölviðskiptum“. „Það var gert,“ segir Haraldur og er ómyrkur í máli. „Ég var settur út af sakramentinu. Alveg frá 1973 og fram að þessum tíma var ég með stærstu útflytjendum á lýsi og mjöli. í litlum heimi eins og heim- ur fiskmjölsins er þá fréttist það strax að stjórnvöld landsins hefðu hafnað mér. „Af hverju var honum hafnað?“ spurðu menn. „Það hlýtur eitthvað að vera að honum. Farsæl- ast er því að eiga ekki viðskipti við hann.“ Þarna hvarf mitt viðskipta- lega umhverfí bara sisona.“ Tekur ekki ritalín Hvers vegna hættirðu við að fara í mál á sínum tíma? „Mér var hótað og ég hætti við. Það er nú eins og gengur. Stundum tekur maður rangar ákvarðanir." Haraldur segist mjög lítið hafa komið nálægt mjölinu eftir SR-æv- intýrið því það taki langan tíma að ná aftur mannorðinu i viðskiptum. Sú staðreynd að hann fékk Áburð- arverksmiðjuna geri það hins veg- ar að verkum að hann gæti komist á kortið aftur. „Það fréttist fljótt að ég er ekki þessi skunkur sem menn ætluðu,“ segir Haraldur brosandi. Hvað rekur viðskiptamenn eins og þig áfram í sífellt umfangsmeiri viðskipti? Hvers vegna geturðu ekki verið rólegur með eitt eða tvö járn í eldinum? „Ég er ofvirkur og tek ekki rita- lín,“ segir Haraldur og hlær. „Nei, ég hef þá trú að ef maður er kyrr þá sé maður á niðurleið. Góða dæmisögu kann ég um tvo menn sem sátu saman i flugvél og annar komst að því að hinn væri mark- aðsstjóri hjá Coca Cola. Hann sagð- ist alltaf hafa verið að velta því fyr- ir sér hvers vegna Coca Cola eyddi þessum háu fjárhæðum i auglýs- ingar þegar öll heimsbyggðin vissi hvað kók er og allir drykkju það. „Það er rétt,“ sagði markaðsstjór- inn. „En hvað heldurðu að myndi gerast í þessari vél ef flugmaðurinn hætti að fljúga?“ Maðurinn svaraði því til að auðvitað myndi vélin hrapa. „Einmitt," sagði markaðs- stjórinn. Eins er það hjá okkur. Um leið og menn hætta að fljúga þá hrapa þeir.“ Ég er á því að maður verði alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og vinna sífellt að því að þroska sig og þróa. Það er gott fyrir líkamann og sálina að vera ekki alltaf fastur á sama stað. Óbreytt ástand er að mínu mati það sama og hnignun." Mátti ekki selja allt mjölið einn „Ég á strák sem heitir Andri og allir halda að það sé samband milli nafnsins á honum og fyrir- tækinu,“ segir Haraldur þegar hann rifjar upp árið 1970, þegar honum var boðin þátttaka í heild- versluninni Andra. „Það var þó ekki þannig. Mér var boðin þátt- taka 19. júní en sonur minn var skírður 17. júní. Hann heitir Har- aldur Andri, Haraldur eftir pabba og Andri í höfuðið á Andreu, konu minni. Þegar mér bauðst að koma inn í Andra sagði ég bara já af því að mér fannst það svo sniðugt." Hvað varstu að gera áður? „Áður var ég að vinna hjá fyrir- tæki sem hét íslenska verslunarfé- lagið og var í eigu Eggerts Gísla- sonar, fóður Þráins Eggertssonar. Ég byrjaði þó i heildverslun sem hét G. Ólafsson & Co. Þá voru dá- lítið öðruvisi þjóðfélagsaðstæður en nú. Til þess að fá að kaupa barnafót frá Austur-Evrópu varð að kaupa eitthvað annað með, til dæmis gamlan lager af einhverju dóti.“ Haraldur segir að þessi tími hafi verið alveg ótrúlegur. Viðskipta- hættimir hafí verið langt frá því að vera venjulegir, leyfi hafi þurft til þess að versla við útlönd og menn hafi beðið í biðröðum til þess að fá þau. Samt ákvað Harald- ur að leggja fyrir sig viðskipti. En var aldrei neitt annað sem kom til greina? „Nei,“ segir Haraldur ákveðinn. „En ég hafði og hef alltaf haft mik- inn áhuga fyrir útflutningi og var að spá í ullarvöruútflutning þegar ég fékk inni í Andra. Árið 1973 hóf ég útflutning og gerði þá stærsta samning sögunnar í fiskimjöli. Pólitíkin gerði það að verkum að það mátti ekki samþykkja hann. Ég mátti ekki selja 20.000 tonn af mjöli til Póllands einn míns liðs heldur varð að skipta kökunni. Þá var Lúðvlk Jósepsson viðskipta- ráðherra og undir hans stjórn var ákveðið að ég fengi ekki leyfi. Mjölverðið fór úr 700 dollurum tonnið niður í 315 dollara og það töpuðust svo margar milljónir að það nemur áreiðanlega andvirði Ábur ðarverksmiðj unnar. “ Það vitlausasta á ferlinum Ef þú lítm- yfir ferilinn: Hvað er það gáfulegasta sem þú hefur gert í viðskiptum? „Ég veit ekki hvað það er en ég veit vel hvað er það vitlausasta sem ég hef gert. Það er að taka mark á islenskum stjórnvöldum og taka þátt í að nýta samning veiðanna. Þetta var dæmi upp á þrjú hundruð milljónir. Síðan kom í ljós að samningarnir milli íslenskra stjórnvalda og banda- rískra voru engir samningar. Það var virkilega dýr skóli en allt ann- að held ég að hafi verið farsælt og gáfulegt." Hefurðu haft einhvern tíma til þess að sinna fjölskyldu og áhuga- málum í öllu atinu? „Sem betur fer hefur kona mín ekki unnið úti heldrnr verið við hlið mér i öllu vafstrinu og ferða- lögum sem fylgja starfi mínu. Það hefur haft mikið að segja. Börnin hafa sjálfsagt fengið að finna fyrir því að ég væri lítið heima, ekki ósvipað og ég væri sjómaður, það er nú ekkert flóknara en það. Ég ólst upp við að pabbi var alltaf á sjó og ég vorkenni þeim ekkert meira en sjálfum mér. Við ferðuð- umst mikið um helgar, ég er gam- all skáti og hef alltaf haft gaman af útiveru. Fátt er líka eins róandi og að ríða út og ég reyni að gefa mér tíma til þess. Nú hef ég líka mikið verkefni á herðunum í tengslum við hestamennskuna sem er formennska Landsmóts 2000 ehf.“ sem islensk stjórnvöld gerðu við Bandarikjastjórn um kvóta við Alaska. Þá fjárfesti Andri i stór- um frystitogara, Andra I BA, sem gera átti út til bolfiskveiða á þeim slóðum. Á grundvelli samninga sem ekki reyndust pappírsins virði fórum við til Bandaríkjanna með skipið í gegnum Panama- skurðinn og norður til Alaska. Sigling var kostnaðarsöm og tók 3-4 vikur, fyrir utan kaupin á skipinu og breytingarnar á því til Bændur eru ekkert öðruvísi en aðrir Þú hefur sagt að þú sért olnboga- barn í íslensku viðskiptalífi. Er það tilfellið? „Stjórnvöld eru vondur sam- starfsaðili, eins og saga mín sann- ar. Mig undrar reyndar að talað sé um þessa þingmenn eins og viti borna menn þegar ekkert er eins fíarri lagi. Hver lætur til dæmis út 1970 Kaupir heildverslunina Andra (1997) Hluthafi Dags 19757] Andri gerir út loönubáta 1980 og bræöslu meö Fiskiðjunni í Keflavík (1980) Stofnaði Kreditkort hf. (1996) Máki á Sat (1995) Loðnuvinnsl; firöi sem hai út úr (Í985) Stofnaöi Alpan á (1994) Á hæsta tilboð Eyrarbakka en fékk ekki (1989) Andri fjárfestir í frysti- ______ togaranum Andra I BA (Í99Ö) Eg var settur út af sakramentinu. Alveg frá 1973 fram að þessum tíma var ég með stærstu útflytjendum á lýsi og mjöli. í litlum heimi eins og heimur fiskimjölsins er þá fréttist það strax að stjórnvöld landsins hefðu hafnað mér. Kaupir Stöö 2 me
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.