Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 43 úr sér það sem Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði eitt sinn: „Staða konunnar er þak við eldavélina." Það var ekki einu sinni svo gott að hún fengi að standa fyrir framan hana! Guðni sagði líka að eitt stærsta vandamál þessa þjóðfélags væri offjölgun gamals fólks. Er þetta í lagi?“ Sagt var á þingi að „þjóðarhags- munum væri ógnað“ ef þú fengir verksmiðjuna. Hvað eiga þeir við með þvi? „Það lýsir þessum mönnum bet- ur en mér. Hugsaðu þér nú bullið! Er þjóðarhagsmunum ógnað þó að ég og mínir félagar rekum Áburð- arverksmiðjuna í stað þess að ein- hverjir þingmenn eða ráðherrar geri það? Hver er ógnin? Erum við ekki menn eins og þeir? Erum við að fara að framleiða eitthvað verri áburð en þeir? Er meiri hætta á að við töpum peningum heldur en þeir? Hvaða vitleysa er þetta eigin- lega? Getur nokkur látið svona út úr sér nema vera bara eitthvað ga- ga?“ Eru þeir ekki hræddir um að þú ryðjir öllu draslinu burt og farir að byggja hús? „Þá værum við farnir að borga fullhátt verð fyrir lóðir. í þessum hópi hefur það heldur aldrei kom- ið til tals að fara að rifa eitt eða neitt. Ég veit ekki hvernig þessir menn halda að viðskipti gangi fyr- ir sig. Ef við veitum ekki góða þjónustu þá seljum við ekki vörur. Það kaupir enginn vöru nema hann sé sáttur við þau viðskipti sem hann er að gera. Hann getur brennt sig á því einu sinni en ger- ir það ekki aftur. Og bændur eru ekkert öðruvísi en aðrir. Viðskipti leita jafnvægis. Ef ég verðlegg mína vöru of dýrt þá kemur ein- hver annar sem verðleggur hana ódýrara." Markaðslögmálið ræður „Fyrir allnokkrum árum var til nokkuð sem nefndist verðlagsá- kvæði. Þá var heilmikið af fólki sem sat og las pappíra um hvað Pétur eða Páll í verslun voru að leggja á sína vöru. Það var svo undir minni formennsku í Félagi stórkaupmanna sem tekið var hart á þessum málum og að lokum var vitleysunni hætt. Það náði ekki nokkurri átt að það væri fullt af einhverjum opinberum besserviss- erum að lesa pappíra um það hvað varan kostaði og hvað ætti að leggja á hana. Það verður aldrei hægt að stýra þvi. Það er bara markaðslögmálið sem ræður. Vitleysan með RÚV er sambæri- leg á við að mig langaði að kaupa DV en yrði að kaupa Lögbirtinga- blaðið áður - að ég mætti ekki bara kaupa þau blöð sem mig lang- aði að kaupa heldur væri ég til- neyddur að kaupa Lögbirtingablað- ið! Nei, það hefur aldrei verið til góðs að ríkið sé að fikta í viðskipt- um. Ríkið á að setja lagarammann en vera með eins litla starfsemi og mögulegt er. Síðan eiga einstak- Haraldur Haraldsson í Andra. „Það vitlausasta sem ég hef gert er að taka mark á íslenskum stjórnvöldum og taka þátt í að nýta samning sem íslensk stjórn- völd gerðu við Bandaríkjastjórn um kvóta við Alaska." DV-myndir Teitur í Útgáfufélagi jöárkróki (1998) Formaöur Landsmóts 2000 efh. sem heldur landsmót hestamanna í Reykjavík (1999) Áburöarverksmiðjan keypt a a Faskruös- nn kom vel iö í SR-mjöl ð fleirum lingarnir að fá að vinna og skapa. Þeir sem eru að vinna fyrir sig eru miklu líklegri til þess að ná ár- angri heldur en þeir sem vinna fyr- ir eitthvert ósýnilegt afl og þurfa ekki að standa sig gagnvart nein- um.“ Ertu sáttur við samninga um til- raunaverkefni með vetnisfram- leiðslu sem voru gerðir stuttu áður en þið félagarnir keyptu verk- smiðjuna? „Það myndi enginn haga sér svona nema opinberir aðilar. Svona lagað er ekki gert nema önn- ur sjónarmið séu að leiðarljósi en venjuleg viðskiptasjónarmið. Þetta er mjög óeðlilegt en ég er ekkert á móti því að framleiða vetni og held að það sé bæði skemmtilegt og verðugt verkefni. Vetnisframleiðsl- an er líka til staðar ef við framleið- um áburð. Samninginn hef ég þó ekkert sett mig inn í.“ Þið ætlið að eiga Áburðarverk- smiðjuna og reka hana? „Við ætlum að gera það. Þegar við keyptum Stöð 2 þá vissi ég ekki einu sinni hvar Stöð 2 var staðsett. Ég veit þó hvar Áburðarverksmiðj- an er.“ Hvernig geturðu verið viss um að þú sért að gera rétt í viðskiptum sem þessum? „Úr því að ríkið gat rekið verk- smiðjuna nokkurn veginn á núlli þá held ég að einstaklingar geti rekið hana með góðum hagnaði. Þarna eru 20 hektarar lands sem eru bara ónýttur mói. Ég gæti far- ið með hestana mína þangað upp eftir og látið þá bíta gras. Þannig á ekki að fara með landsvæði heldur gæti þar til dæmis verið geymslu- svæði fyrir þungavörur. Maður á að nýta allt sem maður er með í höndunum. Þarna er líka þessi flna bryggja sem hægt væri að nýta á margvíslegan máta. Það er hægt að gera alla mögulega og ómögulega hluti en þeir gerast ekki af sjálfu sér og frumkvæðið verður ekki hjá ríkinu.“ -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.