Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 32
4. LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 JL^'V DV í heimsókn hjá Tryggva Guðmundssyni og Hrafnhildi Guðjónsdóttur í íshafsbænum Tromsö: Gaf sjálfum sér rauða spjaldið Tryggvi segir að andinn í Tromsö-liðinu sé nú miklu betri en í fyrra. Þjálfar- inn er nýr og nú hefur stefnan verið sett á toppinn. Hér er Tryggvi í góðum hópi. DV, Tromsd:__________________________ „Ég hœtti. Ég gat þetta ekki leng- ur og þaö var líka vafamál hvort nokkurt liö vildi hafa mig. Hver vill hafa leikmann sem alltaf fœr rautt spjald og er rekinn út af? Ég þoldi ekki aö tapa og þoldi ekki mótlœti, reifst í dómaranum, sparkaói boltan- um út af í brœói og gat bara ekki stjórnað skapinu. Þess vegna hœtti ég,“ segir Tryggvi Guömundsson, Eyjamaöurinn sem undanfariö ár hefur leikiö viö góöan orðstír í Trom- sö í Noregi, hjá nyrsta atvinnuknatt- spyrnuliöi í heimi. Hann gaf sjálfum sér rauða spjaldið þegar knattspyrnuferillinn var að byrja og hann innan við tví- tugt oröinn frægur á íslandi fyrir að sanka að sér rauðum spjöldum. Ungur og upprennandi vandræða- maður á leikvelli. Ekki efnileg byrj- un það. Tryggvi ákvað að hugsa sinn gang. Hann æfði ekki knatt- spyrnu í eitt ár og sneri sér þess í stað að golfí. Og að hugsa sinn gang. Skaphundur í golfi „Golíið hjálpaði mér mikið. Ég lærði að það gengur ekki að kasta kylfunum út í loftið ef maður hittir ekki boltann. Kylfingur, sem ekki hefur stjóm á skapi sínu, getur ekk- ert. Og alveg eins er það í fótboltan- um. Ég vissi að ég yrði að ná stjórn á keppnisskapinu og mér tókst það,“ segir Tryggvi. Hann segir nú að ætlunin hafi aldrei verið að hætta alveg í fótbolt- anum en óstýrilátt skapið olii hon- um mikiu hugarangri sem unglingi. Draumurinn var og er að vera at- vinnumaður í knattspyrnu. Hrafn- hildur Guðjónsdóttir, sambýliskona Tryggva, hlær líka að hugsuninni um Tryggva án fótboltans. „Þetta er draumastarfið hans. Það hefur aldrei komið neitt annað til greina,“ segir hún. Hrafnhildur stendur með manni sínum og hefur fylgt honum eins langt norður í átt- ina að norðurpólnum og hægt er að fara ef menn ætla í leiðinni að hafa atvinnu af knattspyrnu. Vest- mannaeyjar em meira en 1000 kíló- metrum sunnar á hnettinum. Hér er is og myrkur og snjór og óendanlega langt heim til íslands. Ein í ís og myrkri „Þetta var skelfilegt," segir Hrafn- hildur þegar hún minnist komu þeirra Tryggva til Tromsö í janúar fyrir rúmu ári. „Það var bara smáljós- glæta um hádaginn og svo hræðilega kalt að ég hélt ég myndi deyja hvenær sem ég fór út. Ég hugsaði bara með mér hvort ég myndi halda það út að liggja hér niðurgrafm og bíða alia daga eftir að Tryggvi kæmi heim af æfingu," segir Hrafnhildur og hlær. En svo kom sumarið og það var miklu betra en íslenskt sumar. Og ekki skipti minna máli að Hrafnhildur fór að vinna úti. „Ég hafði enga vinnu þegar ég kom hingað og fór ekki strax út að vinna. Það var ekki skynsamlegt," segir Hrafnhildur sem núna vinnur á barnaheimili og kann vel við sig í Tromsö þrátt fyrir að skammdegið sé langt og snjórinn meiri en sést í Kópa- voginum þar sem hún er fædd og upp- alin. „Það er bara ekki hægt að sitja heima og láta sér leiðast. Þá lærir maður ekki heldur málið og kynnist ekki fólki,“ segir Hrafnhildur. Hún hafði ætlað sér að fara í skóla í Trom- sö og læra viðskiptafræði en hefur slegið því á frest. í Tromsö fjallar við- skiptafræði líka mest um fisk og það freistar ekki Hrafnhildar að sama skapi og margra annarra landa henn- ar sem lagt hafa stund á fiskivísindi í bænum. Skrifaði undir og leit svo á landakortið „Kosturinn við að vera eiginkona íþróttamanns er að það gefur tækifæri til að sjá heiminnn. Ókosturinn er hins vegar að það er erfitt að skipu- leggja framtíðina. Enginn veit hvenær kemur að því að flytja, leikmaðurinn er kannski seldur fyrirvaralaust og þá er ekki sniðugt að vera í miðju kafi í námi sem ekkert tækifæri gefst til að ljúka,“ segir Hrafnhildur. Tryggvi viðurkennir að þau hafi ekki hugsað nákvæmlega út í hvert þau væru að fara þegar ákveðið var að taka atvinnutilboði frá Tromsö. „Ég leit ekki á landakortið fyrr en ég var búinn að skrifa undir. Þá rann upp fyrir mér að Tromsö væri alveg á hjara veraldar. Ég skrifaði undir í Þrándheimi haustið 1997 og fannst það svo sem nógu norðarlega. Ég átt- aði mig ekki á að þá voru enn eftir meira en þúsund kílómetrar til Trom- sö,“ segir Tryggvi og hlær. Eyjamaður á skíðum Viðbrigðin að koma til Tromsö frá íslandi voru því meiri en þau Tryggvi og Hrafnhildur áttu von á en nú hafa þau tekið íshafsbæinn í sátt. í Tromsö búa um 60 þúsund manns og bærinn hefur upp á flest það að bjóða sem völ er á í stærri bæjum á Norðurlöndun- um. Skíði eru auðvitað alþýðuíþróttin á þessum slóðum og Tryggvi hefur eins og fleiri Eyjamenn takmarkaða reynslu á því sviði - en langar að reyna. Golfkylfurnar verða hins vegar að vera í geymslunni í vetur. Þau Tryggvi og Hrafnhildur eru á einu máli um að bæjarbúar séu mjög vingjamlegir og hafi tekið þeim vel. Tromseyingar eru raunar þekktir fyr- ir afslappaða framkomu og þeir eru ekki eins og formlegir og hátíðlegir og fólk sunnar í landinu. „Mér finnst fólk hér ósköp líkt ís- lendingum," segir Tryggvi sem er þekkt andlit í bænum. Hann verður að gefa krökkum eiginhandaráritanir og honum er veitt athygli á götum. Fótboltaliðið er líka stolt bæjarins og yfir sumartímann er engin önnur íþrótt sem keppir við fótboltann um athygli. Gífurlegur áhugi „Áhuginn á íþróttum er gífurlegur héma, miklu meiri en á íslandi. Við lékum á dögunum æfmgaleik innan- húss við Bodö/Glimt og staðarblaðið Norðurljósið fjallaði um leikinn á heilli síðu. Á íslandi hefðu bara verið skrifaðar nokkrar línur um svona leik,“ segir Tryggvi. Áhuginn kemur líka vel fram þegar leikmenn fara saman út að borða. Þá eru margir „snillingar" reiðubúnir að ræða málin, sérstaklega ef þeir hafa náð að innbyrða nokkur ölglös áður. „Sumum finnst þetta þreytandi en þetta er svona alls staðar í heiminum. Mér finnst allt í lagi að tala mn fót- bolta við menn þótt þeir séu búnir að fá sér neðan í því meðan allt er innan skynsamlegra marka. En stundum eru þetta alveg óskaplegir snillingar sem vita allt og það getur verið þreyt- andi,“ segir Tryggvi og brosir. Athygli og áhugi bæjarbúa er ástæðan fyrir að það er leikinn fótbolti í Tromsö. Baráttan við vorbraginn En það er líka önnur ástæða fyrir að það er leikin knattspyrna hérna, þúsund kílómetra fyrir norðan heim- skautsbaug. í Tromsö er yfirbyggður, upphitaður fótboltavöllur í fullri stærð - stór skemma sem fótboltalið Tromsö hefur til afnota allt árið. Án skemmunnar væri ekkert atvinnulið í bænum og hugsanlegt áhugalið gæti leikið knattspyrnu frá i júní til ágúst- loka. „Já, það væri vorbragur á liðinu þegar leiktímabilið hæfist, rétt eins og er á liðunum á íslandi. Án stórhallar- innar er tómt mál að tala um knatt- spyrnu hér í Tromsö. Við værum núna að hlaupa úti í sköflunum og að puða við lyftingar inni - alveg eins og á íslandi. Þetta er bara rugl,“ segir Tryggvi og hristir höfuðið. Það var og er vorbragur á Eyjamönnum í upphafi hvers íslandsmóts. Þaö gerðist raunar í september fyr- ir tveimur árum að Tromsö lék á móti Chelsea í Evrópubikarkeppninni ut- andyra. Þá snjóaði svo mikið að mörk- in sáust ekki fyrr en komið var inn í vítateig! Tromsö vann þama frækinn sigur sem bæjarbúar hafa Iagt betur á minnið en Ruud Guilit, þáverandi Chelsea-þjáifari. Vantar æfingahöll Tryggvi er ekki í vafa um að æf- ingahöll á íslandi myndi gjörbreyta knattspymunni þar. En höO kostar peninga og atvinnulið eins og Tromsö hafa ekki efni á að byggja sjálf. Trom- söbær borgar brúsann. Tromsö er ekki ríkt lið og öll norsku úrvalsdeildarliðin eiga í fjár- hagsvanda, önnur en meistaralið Ros- enborg í Þrándheimi. Þetta kann að hafa áhrif á framtíð Tryggva og Hrafnhildar í Tromsö. Ekki svo að skilja að það standi til að selja Tryggva heldur hitt að hann verður í haust að ákveða hvort hann verður Sumarafleysingar Strætisvagnar Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki á sviði fólksflutninga. Fyrirtækið vill ráða 65 vagnstjóra til afleysinga á tímabilinu 1. júní til 26. ágúst. Leitað er að fólki sem hefur vilja til að vinna hjá fyrirtæki sem leggur megináherslu á að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina. Ákjðsanlegir eiginleikar eru: Lipurð í mannlegum samskiptum, snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki. Viðkomandi þarf að hafa meiraprófsökuréttindi (rútupróf). Ath. Ijúka má meiraprófi hjá ökuskóla á u.þ.b. 6 vikum. Allir nýliðar sækja námskeið hjá SVR Vaktavinna, heilsdags- og hlutastörf. Ágætir yfirvinnumöguleikar. Jafnt konur sem karlar eru hvattar til að sækja um störfin Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá farþegaþjónustu í skiptistöð á Hlemmi og skal skilað þangað eða í þjónustustöð SVR, Hverfisgötu 115. Nánari upplýsingar veita þjónustustjóri og deildarstjóri í sima: 581 2533. Á F R A M S T R Æ T Ó Það er meiri snjór í Tromsö en Eyjamenn eru vanir að sjá. Eyjamenn eru á hinn bóginn ekki vanir að æfa fótbolta innahúss allan veturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.