Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 33
I>V LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 Tryggvi Guðmundsson og Hrafnhildur Guðjónsdóttir heima í stofunni íTromsö. í haust ræðst hvort þau verða áfram í Tromsö eða leita á vit nýrra ævintýra. DV-myndir Gísli Kristjánsson áfram hjá Tromsö eða fer annað. Og þetta gerist þótt Tryggvi eigi þá enn ár eftir af samningi sínum hjá lið- inu. Orsökin er Bosman-dómurinn sem kveður á um að samningslausir leikmenn eigi sig sjálfir. Liðin reyna að forðast að leikmenn verði samn- ingslausir. Fær aldrei frjálsa sölu „Viðbrögð norsku liðanna við Bosman-dómnum eru að láta samn- inga knattspyrnumanna ekki renna út. Þetta er í sjáifu sér eðlilegt því lið- in hafa fjárfest í leikmönnum og tapa svo öllu ef leikmaðurinn fær frjálsa sölu. Þvi verðmn við að gera það upp við okkur ári áður en samningurinn rennur út hvort við fórum eða ver- um,“ útskýrir Tryggvi. Vilji menn hvorki fara né vera og hyggjast láta samninginn renna út fá þeir ekki að leika síðasta árið og eru verðlausir þegar samningurinn renn- ur út. Enginn viil kaupa leikmann sem ekkert hefur leikið í heilt ár. Pétur Marteinsson, sem nú leikur með Stabækk í Noregi, var heppinn því samningur hans rann út og hann gat selt sig sjálfur. Tryggvi hefur enga trú á að hann fái sömu kjör. Liðið verður annað- hvort að hafa hann eða selja. Draumur um England „Þetta kann að virðast óréttlátt en þetta er skiljanlegt. Sala á leikmönn- um er ein af tekjulindum liðanna," segir Tryggvi. Þau Hrafnhildur hafa ekki enn gert það upp við sig hvað verður eftir keppnistímabilið. Tryggvi veit að liðið vill halda hon- um og hann getur vel hugsað sér þá lausn - það eina sem vantar í Tromsö er golfvöllur. Draumurinn er þó engu að síður að komast lengra, til Eng- lands eða Ítalíu, og gengi hans í sum- ar ræður hvort tilboð koma. „Þetta er mjög spennandi og ég veit að það er von á „njósnurum" frá Englandi. Mér finnst hins vegar best að vita sem minnst af þessu öllu og láta umboðsmanninn um tilboðin," segir Tryggvi og segist hafa slæma reynslu af að vita af „njósnurum" á áhorfendapöllunum. Liðið hrundi Síðari hluti siðasta keppnistímabils var erfiður hjá Tromsö og Tryggva. Hann var með markahæstu mönnum eftir fyrstu umferðinar en svo fór að halla undan fæti. Á endanum varð Tromsö að ná einu stigi af meistara- liði Rósenborg í síðasta leik til að tolla í deildinni en ekki mátti tæpara standa. „Það endaði allt í upplausn hjá lið- inu. Leikmenn misstu trúna á þjálfar- anum; hann var gagnrýndur á æfing- um og allt endaði í upplausn. Mér fannst líka leikmenn gefast of fljótt upp þegar á móti blés en það er ekki auðvelt að halda uppi keppnisanda þegar níu leikir tapast í röð,“ segir Tryggvi. Þjálfarinn var rekinn og nýr tók við, Terje Skanfjord. Hann var með liðið fyrir tveimur árum og skilaði þá bikarmeistaratitli. Sektir fyrir skróp „Það er allt annar andi í liðinu núna. Það er agi og ekkert múður. Terje Skanfjord, þjálfari Tryggva Guðmundssonar: Leikmaður sem hugsar DV. Tromsö:_______________________ „Tryggvi er leikmaður sem hugsar. Hann er góður skotmaður, sérstaklega með vinstri fæti, og hann er mjög ágengur sóknarmað- ur. Styrkur hans er fyrst og fremst sá að hann notar höfuðið. Hann staðsetur sig vel og viljinn er ódrepandi. Það skapar sóknarfær- in,“ segir Terje Skanfjord, þjálfari Tryggva Guðmundssonar, við DV. Terje var þjálfari Tromsö-liðsins fyrir tveimur árum og náði að gera það að bikarmeisturum. Eftir það héfur gengi liðsins verið mis- jafnt og sérstaklega var síðari hluti keppnis- tímabilsins í fyrra því erfið- ur. Þá mátti engu muna að liðið félli úr úr- valsdeildinni. Nú er hann kominn aftur og Tromsöbúar vonast til að lið- ið nái aftur fyrri styrk. „Við verðum að gera betur en í fyrra. Markmiðið er að verða í einu af sex efstu sætunum í deildinni. Tryggvi er einn af lyk- ilmönnum liðsins, og ef hann leik- ur í sumar eins og hann hefur leikið á æfingaleikjum í vetur verðum við í toppbaráttunni," seg- ir Terje. Terje sagði að Tryggvi væri í mikilli framfór og ætti eftir að ná langt. Hitt kom honum á óvart að heyra að Tryggvi hefði sem unglingur átt erfitt með að hemja skap sitt á leikvelli, og oftar en ekki verið rekinn af velli. „Þetta skil ég ekki og trúi þessu ekki. Tryggvi er mjög agaður leik- maður og ég hef ekki séð hann koma óíþróttamannslega fram. Þvert á móti er hann til fyrir- myndar," sagði Terje. -GK Þjálfarinn nýtur líka virðingar leik- manna og við fínnum að hann veit hvað hann er að gera,“ segir Tryggvi. Aginn er nú slíkur að fjársektum er beitt ef leikmenn koma of seint á æfingu og engum hefur dottið í hug að skrópa alveg. Það hefði alvarleg- ar afleiðingar. Mæting síðar en tíu mínútum fyrir æfingu kostar 500 ís- lenskar krónur. Mæting mínútu eft- ir að æfing hefst kostar þúsundkall. „Þessar sektir hafa haft mjög góð áhrif á liðið. Það er mikið fiflast með þá sem fá sektir og í heild hef- ur þetta orðið til að bæta andann og samstöðuna,“ segir Tryggvi sem ekki hefur orðið að sjá á bak einni krónu i sektir. Aldrei aftur Drillo-stíll Annað er Tryggvi ekki siður ánægður með. Þjálfarinn hefur lagt svokallaðan „Drillo-stíl“ á hilluna. Það er stíllinn sem norska landsliðið hefur leikið, kenndur við fyrrum þjálfara, Egil „Drillo“ Olsen. Flest lið í Noregi nota þessa leikaðferð, önnur en Rosenborg. „Þetta er alveg hundleiðinlegur stíll og passar mér mjög illa. Eina hugsunin er að liggja i vörn og þrusa svo boltanum fram á völlinn ef færi gefst. Þar á svo hávaxinn miðherji að taka við og reyna að pota boltanum í mark. Þetta getur stundum verið árangursríkt en að sama skapi leiðinlegt ef allir ætla að nota þessa sömu aðferð,“ segir Tryggvi og hugsar sér gott til glóð- arinnar í sumar. Nú reynir líka á hvort þjálfun Tryggva í að stjóma skapi sínu heldur í sumar eins og undanfarin sumur. Hann varð markahæstur á íslandsmótinu árið 1997 og þá kjör- inn besti leikmaður deildarinnar. Gullskórinn stendur í stofunni. Hann er hápunkturinn á ferlinum til þessa en Tryggvi lék þá með KR. Eyjamaður eftir gos Hann átti raunar lengi erfitt með að gera upp við sig hvort hann ætti að leika í Eyjum eða uppi á fasta- landinu. Gosið varð þess valdandi að hann fæddist í Reykjavík - ári eftir gos. Síðan lá leiðin aftur út í Eyjar og hann vann þar á skrif- stofu hjá Vinnslustöðinni og lék með ÍBV. Svo kom Hrafnhildur úr Kópavoginum tO sögunnar og þá flutti hann sig yfir í KR. Guðjón Þórðarson tók þá líka við þjálfun vesturbæjarliðsins. Tryggvi segir að ekki hafi miklu munað að hann tæki handboltann fram yfir fótboltann. Þar var þegar Sigurður Gunnarsson þjálfaði í Eyjum. Þar réð úrslitum að mögu- leikar á atvinnumennsku eru meiri í fótboltanum en handboltanum. En að verða atvinnumaður, ja, það hefur eiginlega aldrei annaö komið til greina. „Ég er keppnismaður. Ég þoli ekki að tapa og verð að gefa mig 100% í þaö sem ég geri, hvort sem er á æfingum eða í leikjum," segir Tryggvi Guðmundsson. Gísli Kristjánsson Hópferðabílar til sölu Af heilsufarsástæðum er bílafloti minn til sölu. BENZ 0303 - 58 manna, nýleg vél. BENZO303 - 49 manna. SETRA - 33 manna, m/wc, sófum/borði. CLUB STAR - 30 manna (35 manna). TOYOTA COASTER - 24 manna, vél nýuppg., 6 cy. FORD ECONOLINE - 11 manna, vél 6,9 lítra diesel. DODGE RAM - 8 manna, vél 318. Bílarnir eru allir í toppstandi og nýskoðaðir. Kristján Willatzen hópferðabílar Garðabæ, sími 892 9508 Telenors, verðlaun fyrir rannsóknarstörf 1999 Telenors, norrænu verðlaunin fyrir rannsóknnrstörf 1999, verða veitt fyrir Háþróaða notkun á nýrri upplýsinga- og fjarskiptaþjónustu. Verðlaunin, sem verða veitt einstaklingum eða hópum á Norðurlöndum, eru 250.000 norskar krónur og viðurkenningarskjal. Á heimasíðu okkar, http://www.fou.telenor.no, má fá fleiri upplýsingar um verðlaunin og hvernig á að koma tillögum um mögulega verðlaunahafa á framfæri. Sigurvegarinn verður kynntur á námsfundinum í Langesund ll. júní og skal halda fyrirlestur um rannsáknarstörfin í lok fundarins 12. júní. Tillögur um mögulega verðlaunahafa, rökstuddar á ensku, ásamt meðmælum, skal senda til: Telenor FoU v/ Annie Liholt Postboks 83, 2007 Kjeller foxnr.: 63 80 05 ll Tölvupástfang: annie.liholt@fou.telenor.no Telenor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.