Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 DV Páskadagskrá Ferðafélags íslands: Landmannalaugar. Þórs- mörk og Snæfellsjökull Ferðafélag íslands efnir til fjölda styttri og lengri ferða um páskana. Lengsta ferðin er skíðagönguferð en brottfór er miðvikudagskvöldið 31. mars kl. 19. Komið verður til baka á páskadag. Farið verður á Lakasvæð- ið og gist í húsum að Hunkubökk- um, við Blágil og Miklafell. Farang- ur er fluttur á vélsleðum á milli gististaða. Á skírdagsmorgun, 1. apríl, kl. 8 hefst þriggja daga ferð um Snæfells- nes. Rútan verður með alla ferðina og verður gist á ferðaþjónustubýl- inu að Görðum í Staðarsveit og far- ið þaðan í skoðunar- og gönguferðir. Hægt er að kaupa mat á staðnum. Stefnt er að göngu á Snæfellsjök- ul en einnig verða í boði auðveldar / strandgöngur. Auk þess verður hug- að að minjum og sögu liðins tíma. Farið verður í sund á Lýsuhóli. Á skírdagsmorgun kl. 8 hefst svo þriggja daga skíðagönguferð í Land- mannalaugar. Ekið verður upp að Sigöldu og farið þaðan á gönguskíð- um inn að sæluhúsi Ferðafélagsins i Landmannalaugum og gist þar í tvær nætur. Farangur verður flutt- ur á jeppum. Farið verður á gönguskíðum um nágrenni Lauga. Sæluhúsið er upp- hitað með hveravatni og er það með rúmgóðum svefnrýmum og stóru eldhúsi. í næsta nágrenni er laugin Á Snæfellsjökli. sem gott er að fara í að lokinni dags- göngu. Páskaferðin í Þórsmörk hefst laugardagsmorguninn kl. 8. Komið er til baka annan i páskum. Gist er í sæluhúsi Ferðafélagsins, Skag- Ijörðsskála í Langadal, og þaðan verður farið í styttri og lengri gönguferðir. Um er að ræða ágæta fjölskylduferð. Ferðafélag íslands efnir einnig til dagsferða um bænadaga og páska. Á skírdag, 1. apríl, kl. 13 hefst ferð til Eyrarbakka og Stokkseyrar sem til- einkuð er því að 200 ár eru frá Básendaflóðinu. Ljósm. KMB Föstudaginn langa kl. 10.30 verð- ur farið um sögustaði í Borgarfirði og annan í páskum kl. 13 hefjast ferðir annars vegar á Keili og hins vegar að Oddafelli þar sem skoðað verður nýtt hverasvæði. Panta þarf í lengri ferðir en ekki í dagsferðimar. -SJ Samvinnuferðir-Landsýn: Flogið til Madrídar Frá 5. júlí til 27. september munu Samvinnuferðir-Landsýn vera með vikulegt flug til Madrídar, höfuð- borgar Spánar. Flogið verður með þotu íslandsflugs. Borgin, sem er í Kastilíuhéraði, -jstendur á hásléttu Spánar í 650 * metra hæð yflr sjávarmáli og fyrir miðju Íberíuskagans. íbúar Madrídar - lífs og liðnir - hafa upplifað mikla umrótatíma, allt frá því Arabar réðu þar ríkjum og þar til Juan Carlos konungur tók við eftir einræðistímabil Francos. Þær eru margar gersemamar í Madríd, hvort sem um er að ræða byggingar, torg eða listaverk. Retiro- lystigarðurinn - Parque de Retiro - er 143 hektarar að stærð. Prado-lista- safnið er í næsta nágrenni við garð- inn en í safninu em einhver dýr- mætustu listaverk í heimi. Þar er m.a. að fmna verk eftir Velázquez, E1 Greco, Rubens, Bosco og Tiziano. Gersemarnar era líka margar í k konungshöllinni sem almenningur fær að skoða. Plaza Mayor er frægasta torgið í Madríd en það er frá 17. öld. Það er 200 metra langt og 100 metra breitt og á hlýjum sumarkvöldum koma þar hundruð manna saman til að fá sér drykk eða bita, sýna sig og sjá aðra. Á Plaza de Espana stendur steinrunninn Cervantes og fyrir framan hann standa tvö frægustu hugarfóstur hans; Don Quijote og Sanzho Panza. Þeim sem hafa gaman af að fara á útimarkaði er bent á að fara á el Ra- stro en hann er að finna í gamla borgarhlutanum. Yngri kynslóðin unir sér líka vel í Madríd en þar er að finna tívolí í Casa de Campo. Dýragarðurinn er þar rétt hjá. Þótt hægt sé að dvelja í Madríd í öllu fríinu án þess að verða mettur af því sem borgin hefur upp á að bjóða er ýmislegt að sjá víðar í Kastilíuhéraði, svo ekki sé talað um ef víðar er farið. Fyrst ber að nefna Toledo. Litla borgin á hæðinni er hjarta Spánar, bæði hvað varðar staðsetningu og sögu. Borgirnar Segovia og Avila eru norðvestur af Madrid. Loks ber að nefna höllina E1 Escorial og Valle de los Caídos - YYy'Y'r' Retiro-garðurinn. Þar er hægt að ganga um eða róa á árabát. Plaza de Espana. Miguel heitinn de Cervantes og félagarnir Don Quijote og Sancho Panza. Dal hinna föllnu - þar sem einræð- isherrann Franco var lagður til hinstu hvílu. 150 metra hár stein- kross gnæfir þar yfir. Gersemarnar eru ekki eingöngu í Madríd. Spánn er gersemi hvað varðar sögu, byggingarlist, bók- menntir, myndlist... -SJ Litla borgin Toledo er ekki lítil þegar hugsað er um sögu hennar. Gegn malaríu Vegna hinna miklu rigninga af völdum fellibylsins Mitch hefur moskítóflugum fjölgað mikið í Mið-Ameríku. Það eykur líkum- ar á að fá malaríu eða beinbruna- sótt sem er hitabeltissjúkdómur af völdum veiru sem berst í menn með biti moskítóflugu. Hægt er að verja sjálfan sig á ýmsan máta. í apótekum hér á landi fæst Mosquito-ex sem á að bera á líkamann á hverjum degi þegar út er komið. Margir hafa vanið sig á að taka inn B-vítamín þegar þeir era þar sem moskítófl- ugur eru landlægar en sterk lykt er af vitamíntöflunum sem fælir flugumar frá. Margir hafa líka sett B-vítamíntöflur í hótelher- bergið. Einnnig er hægt að fá tæki sem sett er í samband en flugurnar þola ekki tíðnina sem frá því kemur. Þegar skyggja tekur er fólki ráðlagt að vera í síðbuxum og í langermabolum. Að ýmsu öðru er að hyggja. Þar sem frystiskápar eiga það til að bila á umræddum svæðum vegna skemmdra rafmagnskerfa er nauðsynlegt að láta bólusetja sig gegn lifrarbólgu A og hugsa um hvað borðað er. Ekki er ráð- lagt að borða ís á umræddu svæði, ekki kaupa mat af götusöl- um og passið upp á að skræla eig- in ávexti. Síðasta kvöldmáltíðin Til 27. maí mun almenningi | ekki gefast kostur á að líta aug- um fresku Leonardos da Vinci, i Slðustu kvöldmáltíðina, sem er i að finna í Santa Maria delle > Grazie í Mílanó. Þó verður opið í páskavikuna 30. mars til 4. apríl. Ljúka á viðgerðum á freskunni sem hófust fyrir tveimur áratug- um. Freskan byrjaði að grotna i. fljótlega eftir að lokið var við Ihana árið 1498. Aðalástæðan er að meistari da Vinci notaði ekki réttu aðferðina við gerð fresk- unnar. Getið er um grotnunina í heimildum frá 1517. Ekkert grín Það er eins gott að gera ekki grín að konungbornu fólki svo það skiljist í viðkomandi landi. Ef upp um grínarann kemst gæti ; hann átt von á að verða varp- aö í fangelsi. Ekki er i minnst á tján- ingarfrelsi í Kóraninum og Sunnu sem er stjórnarskráin í Saudí Arabíu. Þeir sem gagnrýna konunginn, Fahd Bin Abd Al- 1 Aziz Saud, eiga einmitt á hættu I að lenda í steininum. Sömu sögu 1 er að segja um konung Taílands, Bhumibol Adulyadej, sem er ■ mjög vinsæll meðal þegna sinna. Skiljum grínið og gagnrýnina eft- ir í ferðatöskunni. -SJ ■BEBHBEHHBIHBHHBHBtMHHBHHHHHHBHHHHIHHi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.