Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 37
I>V LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 49 Með Útivist á Hálsinn milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls kallast Fimmvöröu- háls. Síðustu ár hefur leiðin frá Skógum yfir Fimmvörðuháls og nið- ur í Bása verið ein af vinsælustu gönguleiðum landsins. Ferðafélagið Útivist hefur um ára- bil verið með gönguleiðina í ferðaá- ætlun félagsins og verða göngur um Fimmvörðuháls á dagskrá allar helgar í sumar. Farið verður á hverjum laugardagsmorgni frá Reykjavík og ekið að Skógum. Síðan verður gengið upp í Fimmvörðu- skála og gist þar í skála Útivistar sem stendur efst á hálsinum, í 1.050 metra hæð. Á sunnudeginum er síð- an gengið niður í Bása og stoppað þar um stund áður en farið er aftur til Reykjavíkur. „Einnig er hægt að framlengja dvölina í Básum á Goðalandi um nokkra daga og gista þar í skála eða tjaldi í útivistarparadísinni sunnan Krossár," segir Hákon Gunnarsson, fararstjóri hjá Útivist. Útivist býður einnig vetrar- og skíðaferðir um Fimmvörðuháls en gott skíðafæri er á hálsinum um þessar mundir. Næst verður farið í slíka ferð helgina 19. til 21. mars. „Gengið verður á skíðum í Fimm- vörðuskála frá Skógum og gist í skálanum 1 tvær nætur. Leiðin sem gengin er liggur meðfram Skógá þar sem áin rennur til suðurs í fógrum fossum og flúðum sem um þessar mundir hafa tekið á sig kynjamynd- ir ísfossa. Farið er yfir Skógá á göngubrú og haldið upp Skógaheiði. Helgin verð- ur notuð til göngu á Eyjafiallajökul sem er nokkur hundruö þúsund ára gömul og 1666 metra há eldkeila. Gengið verður frá Fimmvörðuhálsi vestur á Hámund sem er hábrún gígsins efst á jöklinum." Hákon segir að í góðu skyggni verði enginn svikinn af útsýninu af Hámundi. Ferðalangar munu renna sér á skíðum niður af hálsinum til Skóga síðasta dag ferðarinnar. -SJ „Halíó páskar" '99 á Akureyri Hundaræktunin Sunnuhvoll Hundarækt og hundahótel Dalsmynni, 270 Kjalarnesi Silky temer * » Chihuahua Pomcranian Sími 566 8417, fax 566 8457 Á skíðum skemmti ég mér. Um páskana verður haldin hátíð- in „Halló páskar“ ‘99 á Akur- eyri sem er skírskotun til stóru hátíðarinnar „Halló Ak- ureyri" sem haldin er um verslunarmannahelgina. „Við ætlum að tryggja okkur „Halló-heitið“ sem okkur finnst glatt og skemmtilegt," segir Magnús Már Þorvaldsson, fram kvæmdastjóri hátíðarinnar. Undanfarin ár hefúr ver- ið haldin hátíð um pásk- ana þar sem Hlíðarfiall hefur verið miðpunktur- inn, auk þess sem skemmtistaðir og veitingahús hafa verið opin lengur en venjulega. Menningin er líka stór þáttur í hátiðinni. Leikfélag Akureyrar sýnir Systur í syndinni, Renniverkstæðið sýnir Hellisbúann og Freyvangsleikhúsið sýnir Ham- ingjuránið. Listsöfn og gallerí verða einnig opin um páskana. Snæfinnur snjókarl hefur undan- fama páska einkennt hátíðina á Ak- ureyri og hefur hann staðið á Ráð- hústorginu. Nemendur Myndlista- skólans á Akureyri sjá um mótun snjókarlsins. Hátiðin verður sett fostudaginn fyrir páska. Leikskólabörnum í hænum verður boðið og munu kynjaverur og trúðar taka á móti þeim. Síðasta dag hátíðar- innar verður farin skrúðganga frá Ráðhústorginu og síðan verður flugeldasýnig á plan- inu hjá Hagkaupi. -SJ Fimmvörðuháls - -fV- • Fimmvörðuháls. Frá Básum. Ný ferðamannamiðstöð New York - sérstaklega Manhatt- an - virkar eins og segull á marga enda er borgin, sem nefnd er stóra eplið, paradís listáhugamanna og þeirra sem eru í verslunarhugleiö- ingum. Eplabitamir eru góðir en nauðsynlegt er að vita hvað mark- verðast er hverju sinni og í hvaða átt á aö fara. Ný ferðamannamiðstöð var opn- uð 3. mars og er heimilisfangið: The Visitor Information Center, 810 Seventh Avenue. Hún er á milli 52. og 53. strætis. f ferðamannamiðstöðinni er hægt að fá ókeypis borgarkort og bæklinga auk þess sem þar er starfsfólk sem talar hin ýmsu tungumál. Landinn getur þó eflaust bjargað sér á ensku. Einnig er hægt að fá almennar upplýsingar um borgina og upplýsingar um hvað er markverðast hverju sinni. Svo er hægt að kaupa aðgöngumiða á ýmsa staði, svo sem Brooklyn Museum of Art. Þjórfá Hér á landi er ekki vaninn að gefa þjórfé. Svipaða sögu er að ' segja um Noreg, Japan, Nýja-Sjá- land og Ástralíu. Aðra sögu er að segja um Banda- ríkjamenn. Rannsókn Michaels Lynns, sem er prófessor við Com- ell University’s School of Hotel Ad- ministration, leiddi í ljós að af 33 þjónustugreinum - frá leigubílstjóram til hárgreiðslufólks - urðu 31 af þeim örlitið rikari vegna þjórfiár. í kjölfar Bandaríkjamanna, sigla Egyptar, Grikkir, Portúgalir," Spánveijar og Kanadabúar. f Bandaríkjunum fer þaö eftir svæðum hve vaninn er aö gefa mik- ið þjórfé. Á veitingahúsum í Fíla- delfiu er vaninn að þjórféð sé um 20% af upphæð reikningsins en í sveitahéruðum er þjórféð um 15%. Ferðamenn á skemmtiferöaskip- um fá oft og tíðum blað sem segir að ætlast sé til að starfsfólk fái þjórfé. Reikningurinn getur því hækkað um 20% á dag. Skipafélögin Radi- son, Seaboum og Silversea ætlast hins vegar ekki til þessa. -SJ Jóhann Hannó Jóhannsson, lögg. bifreiðasali SigríSur Jóhannsdóttir, lögg. bifreiðasali FriSbjöm Kristjónsson, sölufulltrúi Jóhann M. Ólafsson, sölufulltrúi EVRÓPA Bl ,TAKN UM TRAUST' Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Opnum kl. 8:30 Virka daga Vilf |>ú seljja bðlinnl EVRÓPA-BÍLASALA býöur nú fyrst allra bílasala upp á sölumeSferS fyrir þig sem þarft aS selja bílinn þinn fljótt og örugglega. Sölumeðferðin byggist m.a. á eftirfarandi þáttum: • Bíllinn afhentur/eða sóttur. • Alþrif á bifreióinni. • DagblaSsauglýsing meö mynd. • UpphitaSur 600 m2 bjartur sýningasalur. • Löggiltir bifreiSasalar. ÞaS er ekki eftir neinu aS bíSa. HafSu samband viS sölumenn okkar strax og skráSu bílinn í meSferS. ViS vinnum fyrir þig! Opið alla daga Sími 581 1560 vr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.