Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 * 62 afmæli -} Sigurður Sveinsson handknatt- leiksmaður, Langholtsvegi 167, Reykjavík, varð fertugur í gær. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, i Vogunum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla og stundaði síðan nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Á unglingsárunum æfði Sigurður handbolta með Þrótti og lék þar með meistaraflokki frá sautján ára aldri. Hann fór til Svíþjóðar 1979 og lék þar eitt ár með liðinu Olympía. Þá kom hann heim og lék með Þrótti til 1983, lék með Nettelstedt í Þýskalandi 1983-84, með Lemgo í fimm ár, eitt ár með Dortmund, með Val hér heima í eitt ár, með Atletico Madrid á Spáni 1990-92, með Sel- fossi í þrjú ár en hefur undanfarin þrjú ár þjálaf og leikið með HK í Kópavogi. Á unglingsárunum starfaði Sig- urður m.a. við fyrirtæki foður síns. í Þýskalandi starfaði hann hjá ljósa- fyrirtækinu Staff, en undanfarin ár hefur Sigurður starfað hjá trygg- ingafélaginu Trygging hf. Sigurður sat í stjórn ÍTR í nokk- ur ár. Fjölskylda Sigurður kvæntist 1.8. 1987 Sig- ríði Héðinsdóttur, f. 6.11. 1963, há- skólanema. Hún er dóttir Héðins Finnbogasonar lögfræðings, og Auðar Böðvarsdóttur, bókasafns- varðar og húsmóður, en þau eru bæði látin Börn Sigurðar og Sig- ríðar eru Áuður, f. 24.11. 1986, nemi; Styrmir, f. 20.1. 1990, nemi. Systkini Sigurðar: Guð- rún Sveinsdóttir, f. 8.10. 1950, d. 1987, húsmóðir á Höfn i Hornafirði, var gift Sigurður Valur Sveinsson. Ásmundi Gíslasyni, forstöðumanni elliheimilisins á Höfn, og eru börn þeirra fjögur; Soffia Sveinsdóttir, f. 25.10.1951, röntgentæknir, gift Ólafi Erni Jónssyni skipstjóra og eiga þau Qögur böm; Sveinn Magnús Sveinsson, f. 15.10.1953, kvikmynda- gerðarmaður og rekur fyrirtækið Plús-film, kvæntur Auði Elísabetu Guðmundsdóttur förðunarmeistara og á hann fjögur böm; Guðmundur Gestur Sveinsson, f. 30.3.1955, húsa- málari í Reykjavík, og á hann fjög- ur börn; Einar Sveinsson, f. 3.10. 1956, verslunarmaður og á hann þrjú böm; Þórlaug Sveinsdóttir, f. 9.12. 1962, sjúkraþjálfanemi við HÍ, en maður hennar er Guðmundur Friðjónsson og á hún þrjú böm. Foreldrar Sigurðar: Sveinn Kjart- an Sveinsson, f. 1.6. 1924, verkfræð- ingur, og k.h., Inga Valborg Einars- dóttir, f. 29.11. 1928, röntgentæknir. Sveinn er sonur Sveins, forstjóra Völund- ar, bróður Júlíönu list- málara og Sigurveigar, móður Baldurs Johnsen, fyrrv. prófessors, föður Skúla Johnsen héraðs- læknis. Sveinn var sonur Sveins, trésmíðameistara í Reykjavík Jónssonar, b. á Steinum undir Eyja- fjöllum, Helgasonar. Móðir Sveins Jónssonar var Guð- rún, systir Ólafs gullsmiðs, langafa Georgs, forstöðumanns Samkeppn- isstofnunar. Guðrún var dóttir Sveins, b. á Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, ísleifssonar, b. þar, Jónssonar. Móðir ísleifs var Vigdís, systir Þuríðar, langömmu Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta. Móðir Sveins forstjóra var Guðrún Runólfsdóttir. Móðir Sveins verkfræðings var Soffla Emelía, hálfsystir, samfeðra, Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra. Soffia var dóttir Haraldar, prófess- ors og rektors HÍ, bróður Sesselju Soffiu, móður Sveins Valfells for- stjóra og ömmu Sturlu Friðriksson- ar erfðafræðings. Annar bróðir Har- aldar var Hallgrímur, afi Sigurðar, fyrrv. stjómarformanns Flugleiða, og Hallgríms tónskálds Helgasona. Haraldur var sonur Níelsar, b. á Grímsstöðum, Eyjólfssonar, og Sig- ríðar, hálfsystur Hallgríms biskups og Elísabetar, móður Sveins Bjöms- sonar forseta og Ólafs, ritstjóra Morgunblaðsins, afa Ólafs B. Thors forstjóra. Sigriður var dóttir Sveins, prófasts á Staðastað, Níelssonar, b. á Kleifum, Sveinssonar, bróður Sig- ríðar í Snartartungu, langömmu Ingibjargar á Litla-Skarði, ömmu Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Móð- ir Soffiu Emelíu var Bergljót Sig- urðardóttir, prófasts í Stykkis- hólmi, Gunnarssonar. Systursonur Ingu er Einar Brekk- an læknir. Inga er dóttir Einars, héraðslæknis á Reyðarfirði, Ást- ráðssonar, verslunarmanns í Reykjavík, Hannessonar, b. á Iðunn- arstöðum og á Englandi í Borgar- firði, Arasonar, b. í Skálholtskoti í Reykjavík, Magnússonar. Móðir Einars læknis var Ingibjörg Einars- dóttir, trésmiðs í Arnarholti í Reykjavík, Þorsteinssonar og Sig- ríðar Ólafsdóttur frá Eystrihrepp. Móðir Ingu var Guðrún cand. phil., dóttir Guðmundar, húsvarðar við MR, bróður Ásmundar, fóður Guð- rúnar leikkonu. Guðmundur var sonur Gest, b. á Ferstiklu í Hval- firði, Erlingssonar. Móðir Guðrúnar Guðmundsdóttur var Vilborg, systir Rannveigar, langömmu Ómars Ragnarssonar fréttamanns. Vilborg var dóttir Bjama, b. í Þykkvabæ í Landbroti, Bjarnasonar, b. þar, Jónssonar. r Guðmundur Armann Oddsson Guðmundur Ármann Oddsson málari, Stórholti 13, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Guðmundur fæddist á Básum á Flateyri við Önundarfjörö. Hann var fjóra vetur í bamaskóla á Ingj- aldssandi við Önundarfjörð. Hann átti heima á Flateyri fyrstu sex árin . og var auk þess eitt sumar i sveit hjá Guðmundi Gíslasyni í Neðri- Hjarðardal, var síðan búsettur að Innri-Veðrará í Önundarfirði til tíu ára aldurs en fór þá aftur til for- eldra sinna sem þá voru búsettir að Ingjaldssandi. Frá Flateyri flutti Guðmundur að Álfadal þar sem hann átti heima til átján ára aldurs en flutti aftur til Flateyrar þar sem hann hóf búskap með konu sinni. Guðmundur stundaði lengst af verkamannastörf og beitningar, var á fiskibátum og stundaði málning- arvinnu á sumrin. Guðmundur og kona hans fluttu til Hveragerðis 1981 þar sem hann stundaði málningarvinnu en hann tók sveinspróf í málaraiðn 1986. Guðmundur var síðan fastráðinn málari hjá Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði til 1991 er hann hætti störfum vegna heilsubrests. Þau hjónin fluttu þá til ísafjarðar þar sem þau hafa búið síðan. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Magn- úsina Guðmundsdóttir, f. 20.9. 1916, húsmóður. Hún er dóttir Guðmund- ar Einarssonar, bónda og refaskyttu að Brekku á Ingjaldssandi, og k.h., Guðrúnar Magnúsdóttur húsfreyju. Börn Guðmundar og Magnúsínu eru Ármann Guðmundsson, f. 11.6. 1948, d. 15.11. 1993, starfsmaður hjá Pósti og síma í Reykjavík; Oddur Ævar Guðmundsson, f. 1950, kenn- ari á Akureyri, kvæntur Ásdísi Ás- mundsdóttur rekstrarstjóra og eiga þau þrjá syni; Unna Guðmundsdótt- ir, f. 9.3. 1952, grunnskólakennari í Tönsberg í Noregi, gift Jónasi Arn- órssyni raftæknifræðingi og eiga þau þrjú börn; Ingjaldur, f. 23.6. 1954, starfsmaður á Akureyri, kvæntur Kristínu Stefánsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Vilhelmína, f. 16.12. 1957, húsmóðir og fiskverkakona á ísafirði, gift Guðmundi Hólm Indriðasyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau fjórar dætur. Systkini Guðmundar: Tómas Högni Oddsson, lengst af bílstjóri, beitningamaður og verkamaður í Keflavík; Guðbjartur Oddsson, mál- arameistari á Hvammstanga; Jón Oddsson, lengst af bóndi í Álfadal á Ingjaldssandi í Önundarfirði; Áróra Oddsdóttir, lengst af húsfreyja á Ingjaldssandi, nú búsett í Reykja- vík; Sigurbjörg Oddsdóttir, lengi húsfreyja í Andakíl, nú búsett í Reykjavík; Guðrún Oddsdóttir, lengst af húsmóðir á Flateyri, nú í Reykjavík; Guðmunda Oddsdóttir, húsmóðir í Reykjavík; Benjamín Oddsson, lést í snjóflóðinu á Flat- eyri, vegavinnustarfsmaður og bíl- stjóri á Flateyri; Svanur Friðrik, lengst starfsmaður á Keflavíkurflug- velli, nú garðyrkjumaður í Laugar- ási í Biskupstungum. Foreldrar Guðmundar voru Odd- ur Guðmundsson, sjómaður og bóndi í Önundarfirði, og k.h., Vil- helmína Jónsdóttir húsfreyja. Guðmundur og Magnúsína verða að heiman á afmælisdaginn. Helga Stefanía Haraldsdóttir Helga Stefanía Haraldsdóttir framkvæmdastjóri, Hrafnagils- stræti 23, Akureyri, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Helga fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri vorið 1966, stundaði síðan nám við Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði og lauk þaöan prófum vorið 1967. Sama haust hóf nú nám í hárgreiðslu hjá hárgreiðslustof- unni Valhöll í Reykjavík og lauk sveinsprófi í þeirri grein 1970. Helga gegndi síðan ýmsum störfum í j Reykjavík þar til hún flutti til Akur- eyrar haustið 1988. Síðastliðin tíu ár hefur Helga rekið gistiheimilið Brekkusel á Akureyri ásamt manni sinum. Helga hefur sinnt ýmsum félags- störfum, m.a. í Sinawik-klúbbnum í Mosfellsbæ og á Akureyri. Hún var í tíu ár í klúbbi Eldlilja en það eru eiginkonur brunavarða í Reykjavík. Þá hefur hún setið í aðalstjórn íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og situr nú í stjóm kvenfélagsins Framtíðarinnar á Akureyri. Fjölskylda Helga giftist 22.5. 1968 Helga Kjartani Kolbeinssyni, f. 24.2. 1949. Hann er sonur Kolbeins Guðmunds- sonar, f. 24.10. 1909, frá Kílhrauni á Skeiðum, og Amdísar Kristleifsdótt- ur, f. 26.11. 1913. d. 17.5. 1993, frá Hrísum í Fróðár- hreppi. Börn Helgu og Kjartans eru Stefanía, f. 25.5. 1972, en hennar maður er Bjöm Róbert Jensson; Kjartan Marinó, f. 17.12. 1977 en sambýliskona hans er Vala Bjömsdóttir. Systur Helgu eru Inga Lóa, f. 28.11. 1943, búsett á Álftanesi, gift Jóni Gunn- laugssyni og eiga þau þrjú börn; Bergljót Ása, f. 21.2. 1952, bú- sett í Reykjavík, gift Sveini Guð- mundssyni og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Helgu eru Haraldur Marinó Helgason, f. 8.2. 1921, fyrrv. kaupfélagsstjóri og fyrrv. formaður Þórs á Akureyri, og k.h., Áslaug Einarsdóttir, f. 1.7.1921. Þau eru bæði frá Akureyri. Ætt Haraldur er sonur Helga Kolbeinssonar og Ólafiu Kristjánsdóttur. Foreldrar Helga voru Kolbeinn Jónsson og Ingibjörg Jósepsdóttir. Foreldrar Ólafíu voru Kristján Davíðsson og Sigurlaug Jónasdóttir. Helga og Kjartan munu taka á móti gestum á heimili sínu síðar í mánuðinum. Helga Stefanía Haraldsdóttir. 111 hamingju með afmælið 6. mars 85 ára Agnar Guðmundsson, Skólastræti 1, Reykjavík. Jónída Stefánsdóttir, Sigurðarstöðum, Bárðdælahreppi. 80 ára Guðbjörg Helgadóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Kristjón Hafliðason, Tjörn, Djúpárhreppi. 75 ára Bertel B. Jónsson, Framnesvegi 40, Reykjavík. Jónina Jóhannsdóttir, Tjamarlundi 11 A, Akureyri. 70 ára Ársæll Eyleifsson, Skarðsbraut 15, Akranesi. Deming Xia, Kleppsvegi 48, Reykjavík. Jens Ásmundsson, Laufskógum 4, Hveragerði. 60 ára Halldóra Valgerður Steinsdóttir, Hlaðbæ 7, Reykjavík. Hallfríður Magnúsdóttir, Espilundi 17, Akureyri. Jón K. Þórðarson, Brekkubæ 26, Reykjavík. Kristinn Siggeirsson, Hörgslandi 2, Kirkjubæjarklaustri. Lovísa Sampsted, Hraunbraut 28, Kópavogi. Magnús Karlsson, Norðurgötu 15, Sandgerði. 50 ára Ari Kristinn Jónsson, Stakkhömmm 24, Reykjavík. Ámi Ragnarsson, Suðurgötu 16, Sauðárkróki. Gerda Farestveit, Ásbúð 29, Garðabæ. Kolbrún Lilja Sigurbjörnsdóttir, Skúlagötu 9, Stykkishólmi. Metta S. Guðmundsdóttir, Skipholti 8, Ólafsvík. Pétur Þorsteinsson, Bakkagötu 13, Kópaskeri. Rósamunda Óskarsdóttir, Brennihlíð 6, Sauðárkróki. Sigurður Ágústsson, Lagarfelli 7, Egilsstöðum. Teresa Bodio, Strandgötu 38, Eskifirði. 40 ára Anna Björk Guðjónsdóttir, Mánatröð 6, Egilsstöðum. Egill Strange, Öldugötu 6, Hafnarfirði. Guðrún Snæbjömsdóttir, Hrauntúni 8, Vestmannaeyjum. Hallgrímur Kjartansson, Aðalstræti 37, Þingeyri. Heiðar Jón Hannesson, Silfurteigi 1, Reykjavík. Inga Bima Magnadóttir, Lerkigrund 2, Akranesi. Jón Tryggvason, Hofsvallagötu 20, Reykjavík. Jónas Guðjónsson, Hömrum, Dalabyggð. Jónas K. Ingimarsson, Ástúni 14, Kópavogi. Kristín Alfreðsdóttir, Hesthömram 8, Reykjavík. Rósa Á. Valdimarsdóttir, Miðtúni 3, Höfn. Salvar Hákonarson, Reykjaifirði, Súðavíkurhreppi. Sigurður Ólafsson, Tómasarhaga 18, Reykjavík. Ægir Einarsson, Miklubraut 52, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.