Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 T>V -m ^yndbönd -'k 'k MYNDBAtlDA Les Misérables: bókmenntaútfærsla ★★ Flestir þekkja nú orðið grunnmynstur Vesalinganna þótt skáldsagan geti vart talist víðlesin lengur - enda ærin að lengd (íslenska kiljuútgáfan er í fjórum þindum). Vesalingamir þirtast aftur á móti reglulega í kvikmynd- um og söngleiksútgáfan hefur notið vinsælda hérlendis sem víða erlendis. Það sem stingur mann fyrst við útgáfu Bille Augusts er hversu mjög hún er i takt við fyrri útfærslur. Það vantar allt þor, alla nýbreytni, öll frumlegheit. Hér er um litla endursköpun að ræða og skáldsagan flutt af fullkomnu mátt- leysi yfir í kvikmyndaformið. Þótt Bille sé danskur á hann lítið skylt við kraft og þor danskrar kvikmyndagerðar um þessar mundir. Það eru síðan epísku „töffaramir" Geoffrey Rush og Liam Neeson sem bjarga myndinni frá algeru hruni. Þeir era sem sniðnir í hlutverk Javerts og Valjeans og það er einungis í áreksfrum þeirra sem myndin tekst á loft. Þess á milli verða Vesalingamir að verstu sápuóperu sem er bæði í takmörkuðum tengslum við frumverkið sem og kvikmyndamiðilinn. Og nú má aldeilis vera ljóst að tími er kominn til að senda vesalings Bille heim til Danmerkur í end- urhæfingu. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri Bille August. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Geoffrey Rush, Uma Thurman og Claire Danes. Bandarísk, 1998. Lengd 134 min. Bönnuð inn- an 12. — -bæn American Graffiti: Besta parb'mynd allra tíma? ★★★ Eitthvað var ég að bölsótast síðasta laugardag út i þann mikla fiölda draslmynda er myndbandaútgef- endur bjóða okkur upp á þessa dagana. Ég velti upp þeirri spumingu hvort ekki væri möguleiki að leita út fyrir Bandaríkin í efhisvali ef gæðamyndir þaðan önn- uðu ekki eftirspum. Það er þó annar möguleiki til staðar sem er einfaldlega fólginn í því að endurútgefa sígildar myndir. American Graffiti er fyrsta myndin af þremur slíkum sem ClC-myndbönd gefa út í mars. Bergvík gaf út í síðasta mánuði Death Race 2000 og Big Bad Mama er væntanleg frá þeim á allra næstu dögum. Eiga báðir útgefendur hrós skilið fyrir framlagið og vonandi verður framhald á. American Graffiti er reyndar sjálf ansi ofmetin mynd og lítið merkileg sem slík. Gildi hennar er aftur á móti fólgið í því að hún átti stóran þátt í að búa til nýja kvikmyndategund sem hefur heijað á ungt fólk allar götur siðan. Þetta em myndir um stráka á kvennafari (og ástfangnar stúlkur!), hræðslu við full- orðinsárin, prakkarastrik, slagsmál og umffarn allt almennileg fyllirí. Þessi þemu era svo pökkuð inn í hvem tónlistarsmellinn á fætur öðrum. Eðalmynd í hvaða partí sem er en ódauðlegt listaverk er hún ekki. Útgefandi ClC-myndbönd. Leikstjóri George Lucas. Aðalhiutverk: Richard Dreyfuss, Ron Howard og Harrison Ford. Bandarísk, 1973. Lengd 108 mín. Öllum leyfð. -bæn Small Soldiers: LSIWAlíLr- Solpi.ebS Pínulítil heljatmenni bDLPIEBÍ % V * .iv'W1 •k Teiknimyndir fyrir böm hafa sótt í sig veðrið á und- anfomum misserum, enda hefur tækninni fleygt ffarn. Margar þeirra hafa verið vel heppnaðar og svolítið full- orðinslegur húmor á köflum auðveldar bömunum að draga foreldrana á sýningar. Nýjasta æðið em tölvu- teiknaðar myndir. Þær nýjustu, skordýratvennan Antz og A Bug’s Life, em hreinræktaðar (tölvu)teiknimyndir en Small Soldiers fer aðeins hálfa leið og blandar saman tölvuteiknuðum persónum og leiknum. Hún gerir einnig út á aðeins eldri áhorfendahóp, kannski 8-15 ára, og höfðar þar að auki sennilega mun meira til drengja en stúlkna. Myndin segir frá nýrri línu leikfanga sem geta talað og hreyft sig, þökk sé rosalega fullkominni örtölvu í þeim sem hönnuð var til hernaðamotkunar. Leikfóngin hefjast strax handa við að útrýma óvinum sínum úr annarri leik- fangalínu og skapa við það alls kyns vandræði fyrir mannfólkið en þá fer fyrst að hitna í kolunum þegar leikfóngin ákveða að mannfólkið sé i liði með and- stæðingunum og hefja allsherjarstrið. Ófyndið handrit, sem þar að auki er uppfullt af lúðalegum boðskap í væmn- asta sitcom-stílnum, ásamt vonlausum leikurum, sérstaklega þeim af yngri kynslóðinni, setja myndina í flokk með verri bama- og unglingamyndum sem ég hef séð. Jú, tæknibrellumar era vel gerðar, en hveijum er ekki sama? Útgefandi ClC-myndbönd. Leikstjóri Joe Dante. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Kirsten Dunst, Gregory Smith og Ernest Borgnine. Bandarísk, 1998. Lengd 105 mín. Öllum leyfð. -PJ Sporlaust: Glórulaust ★ Þrátt fyrir að Sárfesting í íslenskum kvikmyndaiðn- aði fari vaxandi era þetta ennþá smáaurar samanborið við önnur Evrópulönd, hvað þá draumaverksmiðjuna í Hollywood. Mér þótti þvi afar sorglegt að sjá hversu illa sumir fara með það litla fé sem til er. Sporlaust er spennutryllir með mjög hefðbundinni sögufléttu þar sem sakleysingjar flækjast í óyndislega at- burðarás. Landsfrægur sundkappi vaknar við hliðina á líki fallegrar stúlku eftir villta sukknótt með nokkrum vinum sínum. Þau ákveða að fara með lík- ið út i hraun og henda því oní gjótu, en það reynist ekki vera endalok máls- ins, og þau era brátt umsetin, annars vegar af skarpskyggnum rannsóknar- lögreglumanni og hins vegar af einhveijum dularfuilum glæpamönnum. Reynt er að skapa dularfullt andrúmsloft og sálræna spennu í vinahópnum en persónusköpunin er alltof grunn og klisjukennd til að það gangi upp. Klisj- ur, einfaldar lausnir og almennt viðvaningsleg vinnubrögð einkenna handrit- ið og meðferð sögunnar og endirinn er með því vandræðalegra sem ég hef séð. Það er þvi algjörlega ómögulegt að taka þessa mynd alvarlega. Leikurunum er vorkunn að reyna að sýna einhver tilþrif með þessar litlausu persónur en standa sig þó furðu þolanlega. Ljósi punktur myndarinnar er Kjartan Berg- mundsson sem sýnir skemmtilega takta í nokkuð ýktu illmennishlutverki. Útgefandi Háskólabíó. Leikstjóri Hilmar Oddsson. Aðalhlutverk: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Þrúður Vilhjálms- dóttir og Dofri Hermannsson. íslensk, 1998. Lengd: 99 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Francis Ford Coppola: Leggur allt undir Francis Ford Coppola er leikstjóri sem lætur yfirleitt ekki lítið fyrir sér fara. Hann gefur sig allan í verkefni sín, fer með þau út á ystu nöf og tek- ur stundum mikla áhættu. Stundum hefur það borgað sig og stundum ekki. Fyrstu tvær Guðfóðurmyndirn- ar hlutu mikla hylli, bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Apocalypse Now fékk misjafna dóma þegar hún kom fyrst út en vann þó til óskarsverð- launa og er í dag talin til klassískra verka. One from the Heart og The Cotton Club em hins vegar dæmi um myndir sem kolféllu og urðu fjárhagslegt áfall fyrir aðstandendur þeirra. Þrátt fyrir að gera stundum mistök var hann óumdeilanlega í fararbroddi bandarískra leikstjóra á áttunda áratugnum. Snemma beygist krókurinn Coppola var byrjaður að fikta við kvikmyndagerð sem krakki og fékk inngöngu i UCLA kvikmyndaskól- ann á tvítugsaldri. Strax á fyrstu ár- unum I skólanum öðlaðist hann leik- stjórnarreynslu við gerð ljósblárra mynda og komst síðan í læri hjá Roger Corman. Hjá honum vann hann ýmiss konar störf þangað til hann fékk að leikstýra sinni fyrstu alvörukvikmynd, Dementia 13 (1963). Hann fékk síðan dreifingu á You’re a Big Boy Now (1966), loka- verkefni sínu í skólanum. Hann gerði tvær myndir fyrir Warner Bros á síðari hluta sjöunda áratugar- ins en var einnig að framleiða og skrifa handrit. Hann stofnaði sjálf- stætt kvikmyndaframleiðslufyrir- tæki, American Zoetrope, með Geor- ge Lucas, og framleiddi tvær mynda hans, THX1138 og American Graffiti. 31 árs gamall vann Coppola sín fyrstu óskarsverðlaun en það var fyrir handritið að Patton árið 1970. Þrátt fyrir þessa velgengni var hann í miklum fjárhagsvandræðum eftir að hafa fiárfest í uppfLnningu sem aldrei varð neitt úr. Hún kallaðist Scopitone og var tæki sem gerði mönnum kleift að horfa á stuttmynd- ir í glymskröttum. Honum varð þá til happs að Paramount-kvikmynda- verið bauð honum að gera mynd eft- ir mafiusögu Mario Puzo, The God- father. Myndin sló eftirminnilega í gegn, vann til fernra óskarsverð- launa og varð ein af tekjuhæstu myndum kvikmyndasögunnar. Árið 1974 jók hann enn hróður sinn með þremur verkefnum. Fyrst skrifaði hann handritið að The Great Gatsby. Síðan leikstýrði hann The Conversation sem hlaut gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes og var tilnefnd til þrennra óskarsverðlauna. Hann lauk síðan árinu með því að senda frá sér The Godfather II sem náði þeim einstæða árangri að slá út fyrri myndina. Hún vann til sex óskarsverðlauna og er eina framhaldsmyndin sem hlotið hefur óskarsverðlaun sem besta myndin. Éftir þetta glæsilega ár hans kom ekkert frá honum í fimrn ár. Hann skrifaði handrit eftir skáldsögu Jos- eph Conrad, Heart of Darkness, og flutti sögusviðið til Vietnam. Tökur hófust árið 1976 en hann lenti í mikl- Francis Ford Coppola ásamt Al Pacino við tökur á þriðju Guðföðurmyndinni. Klassísk myndbönd Rumble Fish 0 ★★★ Unglingur í tilvistarkreppu Eftir skellinn sem Francis Ford Coppola tók með hinni rándýra One from the Heart tók hann að sér að gera tvær ódýrar myndir eftir sög- um S.E. Hintons, The Outsiders og Rumble Fish en sú síðarnefnda er hér til umfiöllunar. Báðar fiölluðu um samfélag hvítra lágstéttarang- linga á sjötta áratugnuin og kynntu Qölda upprennandi stjarna til sög- unnar. Rumble Fish segir frá Rusty James, svölum töffaraunglingi með þó nokkra persónutöfra þrátt fyrir að vera svolítið treggáfaður. Hann dýrkar eldri bróður sinn, sem ber viðurnefnið The Motorcycle Boy, en hann var foringi gengisins sem nú hefur flosnað upp. Rusty James saknar gömlu góðu daganna þegar gengið var í fullu fiöri og vill verða alveg eins og bróðir hans var þá. The Motorcycle Boy hefur hins veg- ar vaxið upp úr þessu liferni og er orðinn hugsjónamaður af allt annarri sort en hetjudýrkun Rusty James ásamt drykkju og slagsmál- um koma í veg fyrir að hann geti lært af bróður sínum. The Motorcycle Boy er goðsögn meðal unglinganna en hataður af lögreglu- manninum Patterson og viðskipti þeirra enda með harmleik sem verð- ur til þess að opna augu Rustys James. Coppola nostrar við kvikmynda- vélina og notar ljós og skugga í svarthvítri kvikmyndatökunni (að- eins fiskarnir sem titillinn vísar í eru í lit) ásamt tilfæringum í hljóð- vinnslu til að ná fram draum- kenndu andrúmslofti sem undir- strikar þá biðstöðu eða það stefnu- leysi sem einkenni lif aðalpersón- anna, sérstaklega Rustys James, hvers eina markmið í lífinu virðist vera hið ómögulega; að feta í fótspor bróður sins. Myndin hefur af sum- um verið kölluð Apocalypse Now fyrir unglinga sökum djúphugsaðra heimspekilegra pælinga, fatalísks andrúmslofts og listrænna, jafnvel ljóðrænna stílbragða. Hún er þó á köflum heldur sjálfhverf, gleymir áhorfandanum og tapar sér í ómark- vissum pælingum og stílbrögðum. Hún var á sínum tíma uppnefnd Mumble Fish og víst er að stundum er erfitt að fylgjast með samtölun- um vegna tilhneigingar leikaranna til að muldra og leikstjórans til að stilla talið fremur lágt. Einn af sterkustu þáttum mynd- arinnar er leikhópurinn. Matt Dillon og Mickey Rourke fiá, hann gat einu sinni leikið) era mjög góð- ir í aðalhlutverkunum en Dennis Hopper stelur senunni í hlutverki drykkjurútsins föður þeirra. Vincent Spano og Diane Lane eru líka góð í veigamiklum aukahlut- verkum og gaman er að fylgjast með upprennandi stjörnum eins og Nicholas Cage, Chris Penn og Lawrence Fishburne í litlum hlut- verkum. Þá er Tom Waits lítill gull- moli í hlutverki eiganda biHjard- stofunnar þar sem klíkufélagamir hittast gjarnan. Fæst í Aðalvídeóleigunni. Leik- stjóri Francis Ford Coppola. Aðal- hlutverk: Matt Dillon og Mickey Rourke. Bandarísk, 1983. Lengd 94 tnín. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.