Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 2
34 LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 Kynningarakstur Rover 75 Connisseur: Sérlega skemmtilegur og fallega frágenginn Honda Aerodeck, 5 d. ‘98 2þ. 1.750 þ. Honda CR-V, 5 d. ‘98 19 þ. 2.420 þ. Honda Accord Si, 4 d. ‘95 67 þ. 1.470 þ. Honda Accord LSi, 5 d . ‘96 31 þ. 1.600 þ. Honda Civic 1,4Si, 4 d. ‘98 25 þ. 1.390 þ. Honda Civic 1,4 si, 5 d. ‘95 36 þ. 1.050 þ. Honda Civic 1,4si,4d. '96 47 þ. 1.150 þ. Honda Civic 1,4 si,5d. ‘96 31 þ. 1.150 þ. Honda Civic1,5 Si,4d. ‘95 40 þ. 1.050 þ. Toyota 4Runner, 5 d. ‘92 65 þ. 1.290 þ. Toyota Corolla, 4 d. ‘96 47 þ. 1.080 þ. Toyota Corolla, 4 d. ‘96 48 þ. 990 þ. Toyota Touring, 5 d. ‘96 52 þ. 1.320 þ. Toyota Carina E, 4 d. '97 32 þ. 1.440 þ. Toyota Carina ,1.8,4 d. ‘97 22 þ. 1.470 þ. MMC Space Wagon ,5 d ‘98 5þ. 2.150 þ. MMC Galant GLSi, 4 d. ‘96 34 þ. 1.680 þ. MMC Galant GLS, 4 d. ‘93 106 þ. 1.190 þ. MMC Pajero langur, 5 d. ‘93 110 þ. 2.250 þ. MMC Lancer St., 5 d. '97 28 þ. 1.190 þ. MMC Lancer St., 5 d. ‘97 40 þ. 1.190 þ. MMC Lancer, 5 d. ‘93 89 þ. 950þ. Opel Astra GL, 4 d. ‘97 20 þ. 1.190 þ. Opel Vectra GL, 4 d. ‘95 81 þ. 1.100 þ. Suzuki Baleno SL, 5 d. ‘97 18 þ. 1.270 þ. Subaru Legacy st, 5 d. ‘97 67 þ. 1.690 þ. Nissan Almera, 5 d. ‘97 51 þ. 960 þ.stg Nissan Primera, 4 d. '91 137 þ. 690 þ. Volvo 460 GLE, 4 d. ‘96 30 þ. 1.270 þ. Farangursrýmið er allvel aðgengi- legt en fremur lítið fyrir bíl í þessum stærðarflokki: aðeins 430 lítrar. Þetta gæti verið BMW 4-línan ef 4- línan væri til,“ sagði einn af forráða- mönnum Rover við undirritaðan í léttu spjalli yflr bjórkrús suður á Spáni um daginn þegar Rover 75 var kynntur bílablaðamönnum. Áðm- hafði annar úr hans hópi sagt á form- legri kynningu að Rover 75 væri í beinni samkeppni við bíla eins og Audi A4, Alfa Romeo 156, Opel Omega, Renault Safrane og Benz C- klass. Það var mikil eftirvænting í Birmingham í haust þegar Rover 75 var afhjúpaður. Þá strax leyndi sér ekki að hann féll gestum - sem eink- um voru bílablaðamenn hvaðanæva úr heiminum - afar vel í geð. Þeir sem voru að taka myndir þurftu að bíða lengi færis á þeim eina sýningarbil sem þar var án þess að múgur manns væri umhverfls hann og inni í hon- um, enn lengri til að þetta færi gæfist og hann væri með lokaðar dyr. Þegar fundum bar síðan saman við hann sem fullgerðan ökuhæfan bíl i fyrrgreindri kynn- ingu skammt utan við Seville staðfest- ust tyrstu hughrif: Þetta er sérlega fal- legur bíll með klass- ískar línur. Hann minnir dálítið á Jagúar og þegar það er nefnt við aðstand- endur hans kemur það þeim ekkert á óvart: Þetta er breski svipurinn, segja þeir, british look, og undirstrika að í því felist viss fyrirmannlegur virðuleiki sem gefi fyrirheit um þægindi og traust. Rovermenn leggja áherslu á að nán- ast engu hafi verið breytt í útliti Rover 75 frá fyrsta leirmódeli þó þetta væri fyrsti bíllinn í ríf- lega tvo áratugi sem þeir höfðu fullkomlega fijálsar hend- ur um að teikna. Það var þeim líka afar þægileg hugsun að vita að tæknilega gátu þeir grip- ið til allrar samanlagðrar reynslu Rover og BMW og að þegar til fram- leiðslu kæmi yrði bíllinn framleiddm- í verksmiðju Rover í Oxford með fullkomn- ustu fram- leiðslutækni nútímans, eins og hún birtist t.a.m. í verksmiðjum BMW í Reg- ensburg og Dingolftng. Krómið kemur aftur Að mínu viti er Rover 75 með fal- legustu bílum og gaman að sjá að krómið er farið að lauma sér inn í bílaiðnaðinn aftur - svo sem krómuð spegilhús, stuðaralína og krómrönd aftur eftir miðjum bíl sem gengur í gegnum húnana og gefúr bílnum sér- stakt og finlegt yfirbragð. Sjálfir segja Rovermenn að það sé ekki sist þessi lína sem undirstrikar að hönn- unin byggist á klassísk- um formum - þetta er ekki kíiform. Samt bland- ast eng- um hug- ur um að þetta er straum- línuform sem líka sést á því að loftmót- staða er aðeins 0,29 eða 0,30, eftir því hvaða dekk eru notuð hverju sinni. Að innan er bíllinn lika sérlega skemmtilegur og fallega frágenginn. Þetta er undirstrikað með djörfu en smekklegu litavali sem fellur að ytri Klassískar línur og „british look“ eru það sem ger- ir Rover 75 öðruvísi en keppinautana. DV-myndir SHH Þægindi og fágaður frágangur einkenna Rover 75 að innan. lit. Sætin eru formuð íyrir hvem far- þega, nema miðsætið aftur í. í kynningarakstrinum á Spáni gafst ís- lensku blaða- mönn- rm- toppi þegar þeir setjast fyrst inn en reynslan kenn- ir okk- um ekki kost- ur á að hlaða þremur i aftursætið en trúlega er engin goðgá að vera miðjufarþegi og sannarlega er það ekki í ytri sætunum. Það verður helst að fundið að hávaxnir menn sitja með hvirfilinn svo að segja uppi Á þessari mynd frá framieiðanda er „stýrið vitlausum megin“, eins og við segjum gjarnan sem búum við hægri umferð. í reynslubílunum var það „rétt- um megin". Öll stjórntæki liggja vel við og mælar afar auðlæsilegir. Einna síst að klukkan blasi við ökumanni. Kynning- armyndin sýnir hvernig vélbúnaði og fjöðrun er fyrirkomið í Rover 75. ur að þegar ferðin er hafin síga menn ættð nokkuð saman í sæti þannig að þetta ætti ekki að koma að sök. Framsætin eru breið og vel formuð og fór vel um hvort heldur ökumann eða farþega. Þó að kynningarakstur- inn væri samtals um 420 km skiptist hann á tvo dagparta þannig að ekki kom reynsla á langsetur; klukkutími í hvoru sæti er ekki þreytandi. Afbragðs handskipting Það var helst að það væri þreytandi að vera „aðeins" farþegi því það er svo gaman að keyra þennan bfl. Þó að Rover sé núna kominn í faðm BMW fær hann að halda sínum sérkennum og jafhvel auka sérstöðu sína með hönnun, óháðri BMW, en getur þó um leið hagnýtt sér afla tækni BMW sem Rovermenn kæra sig um. Þeir hafa t.a.m. kært sig um að fá fjöðrunina þaðan sem í Rover 75 fær tækifæri til að njóta sín í framdrifsbíl, en sem kunnugt er heldur BMW sig við aftur- hjóladrifið. Val er um þrjár bensínvélar í Rover 75 og eina dísilvél. íslendingamir fengu að reyna tvær V6 vélar, 2,0 lítra, 150 ha., og 2,5 lítra, 177 ha. Auk þess eru til 4 strokka 1,8 lítra bensínvél, 120 ha., og 4 strokka 2 lítra einbunu- dísflvél, 116 hö. Við stærri vélina var 5 gíra sjálfskipting en 5 gíra hand- skipting við hina vélina. Hvort tveggja er þó í boði við allar vélar. Ekki munar mörgum hestöflum á þessum vélum og þó viðurkenna verði aflsmun stærri vélinni í hag fannst undirrituðum handskiptingin svo þægileg og velvirk með minni vélinni að sá bíll væri nánast eins skemmti- legur. Hvað búnað almennt snertir eru þijár grunnútfærslur í boði: Club, Classic og Connisseur, þar sem sú síðastnefnda er ríkulegast búin. Fjórir líknarbelgir eru staðalbúnað- ur og auðvitað læsivarðar bremsur; stöðugleikastýring (ATC) er aukabún- aður. Sá búnaðarmunur milli Connis- seur-bílanna tveggja sem við höfðum með höndum var helstur sá að í þeim með stærri vélinni var aksturstölva með GPS. Að vísu var ekki réttur geisladiskur í henni með korti yfir Spán þannig að hún kom ekki að not- um - enda kunnum við líklega ekki nógu vel á hana. í þessari aksturs- tölvu er líka sjónvarpsmóttakari en hann virkar ekki nema bfllinn sé kyrrstæður. Það þykir öruggara til að trufla ekki ökumanninn! Þá var og fjarlægðarskynjari í afturstuðara sem lét vita með slitróttu pípi ef bfllinn nálgaðist fyrirstöðu þegar bakkað var. Kemur í sumar Rover 75 er sérlega stöðugur í akstri og þarf að taka fruntalega á honum til þess að væli í dekkjum. Þrátt fyrir framdrifið leggur hann prýðilega á og það tekur ekki merkj- anlega í stýrið þó lagt sé á og gefið í samtímis, eins og stundum vill verða í framdrifsbílum. Rover 75 er þýður þó hann sé stinnur og fjaðrabúnaður aftan og framan er á sérstökum örm- um sem einangra hann frá mjög stífri yfirbyggingunni, án þess að leiða mik- ið hljóð upp í hana. Vindhljóð er lítið - nema ef menn freistast eins og við til að aka með sóllúguna opna af því að reynslubflarnir voru ekki með loft- kælingu - og það var hlýtt í sveit- unum í kring- um Sevilla þessa febrúar- daga. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær Rover 75 kemur tfl íslands. Að sögn Karls Óskarssonar, sölustjóra Rover hjá B&L, standa von- ir til að hann komi í sumar og þá verða allar þijár bensínvélamar kynntar hér, sömuleiðis útfærslumar þijár. Jafhframt gefst þá kostur á að prófa Rover 75 við islenskrar aðstæð- ur og segja nánar frá honum. Verðið? Það liggur ekki endanlega fyrir. En annars staðar í Evrópu er það á svipuðu róli og verðið á BMW 3 línunni sem hlýtur að teljast viðun- andi fyrir bíl í stærðarflokki Rover 75, með þeim búnaði sem hann býður upp á. -SHH Gaman að hafa fengið krómið aftur - ekki síst krómlista aftur eftir miðj- um bíl. LiHONDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 5201100 Honda CRV - RVi '98, blár, ek. 12 þ.km. Verð 2.190 þús. BMW 318 IA '96, grænn, ek. 28 þ.km. Verð 1.950 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.