Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 11 Olíufélagiðhf www.esso.is Fréttir Kópavogur: Kvartað yfir hávaðamengun - sumir íbúar segja þó yfir engu að klaga Sjálfstæðir skólar - betri skólar Borið hefur á kvörtunum yfrr hljóðmengun á gamla Hafnarfjarð- arveginum þar sem hann liggur yfir Kópavogsháls. Blokkirnar við Ás- braut standa nokkuð þétt við vegar- spottann upp á hálsinn og þar er all- þung umferð þeirra sem koma úr Reykjavík og ætla í Hamraborg - í kirkjuna, Salinn eða Listasafnið, eða til heimila sinna í vesturbæ. Hafsteinn J. Reykjalín, hótelstjóri á Hótel Vík, sem situr í umhverfis- ráði Kópavogs, sagði í gær að þama virtist um vandamál að ræða. „Það er verið að athuga málið en engin ákvörðun hefur verið tekin. Það er líka spuming hver á að gera þær ráðstafanir sem þarf, bærinn eða Vegagerðin, því þetta er þjóð- braut í eigu ríkisins, gamli vegur- inn suður i Hafnarfjörð," sagði Haf- steinn. Við hliðina á veginum er Gjáin, sem var sprengd í gegnum klettana, og er leiðin til byggðanna suður af Kópavogi. Sumir íbúanna hafa ekki yfir neinu að kvarta. Kona sem blaðið hringdi í sagði að í hennar íbúð, sem væri næst Hafnarfjarðar- Tvær blokkanna við gamla Hafnarfjarðarveginn, þær standa þétt við þjóð- veginn sem ber mikla umferð í miðbæ Kópavogs. DV-mynd Teitur veginum gamla, heyrðist ekki mikið í umferð og sagðist hún ekki geta talað um hljóðmengun í þessu sam- bandi hjá sér. Hún kvaðst ekki hafa heyrt aðra íbúa kvarta yfir hávaða af umferð. Aðra sögu hafa þeir að segja sem hafa kvartað. Þeir segja að hávaðinn frá umferðinni sé óþol- andi, mengun í húsunum sé mikil, ryk og sót berist inn í meira magni en gerist og gengur. „Við þurfum að gera alvöru út- tekt á því sem þama er að gerast og munum bregðast við í samræmi við niðurstöður,“ sagði Hafsteinn Reykjalín í gær. -JBP Borgarstjómarflokkur Sjálfstæð- isflokksins kynnti í síðustu viku nýjar áherslur flokksins í málefn- um grunnskóla Reykjavíkur undir kjörorðunum Sjálfstæðir skólar - betri skólar. Tillagan var lögð fram á fúndi Borgarstjómar Reykjavíkur í gær en það vom þau Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, og fulltrúar hans í fræðsluráði, Eyþór Amalds og Guð- rún Pétursdóttir, sem kynntu tillög- una í Iðnó í gær. Inga Jóna sagði að brýnt væri að yfirvöld í Reykjavík færu að feta sig inn á þá braut að auka sjálfstæði skóla og hafinn yrði undirbúningur við gerð rekstrar- og þjónustusamninga við grunnskóla borgarinnar til þess að auka vald þeirra í ákvarðantöku og koma í veg fyrir miðstýringu. Hún sagði sjálfstæðismenn ekki vera sátta við þá þróun sem átt hefði sér stað með starfsemi fræðslumiðstöðvarinnar en hlutverk fræðsluyfirvalda ætti að vera að tryggja eftirlit og gæða- stjómun. -hb Guðrún Pétursdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og Eyþór Arnalds. DV-mynd S Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn miðvikudaginn 24. mars 1999 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögurog reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 18, 4. hæð, frá og með 22. mars, fram að hádegi fundardags. Stjorn Oliufelagsins hf Símenntunarmið- stöð Vesturlands stofnuð DV, Vesturlandi: Merkisdagur í sögu menntamála á Vesturlandi var þegar Simennt- unarmiðstöðin á Vesturlcmdi var nýlega stofnuð formlega. Stofn- fundurinn var haldinn á Hótel Borgarnesi. Að miðstöðinni standa Fjölbrautaskóli Vesturlands, Bændaskólinn á Hvanneyri, Sam- vinnuháskólinn á Bifröst, sveitar- félög á Vesturlandi og fjölmörg fyrirtæki og samtök á svæðinu. Framkvæmdastjóri miðstöðvar- innar er Björg Árnadóttir. Undirbúningshóp um símenntun á Vesturlandi skipuðu Hrefna B. Jóns- dóttir, Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Magnús B. Jónsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, Runólf- ur Ágústsson, aðstoðarrektor Sam- vinnuháskólans á Bifröst, og Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Símenntunarmið- stöðin á að bjóða upp á sí- og endur- menntun til hagsbóta fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Stofnfé miðstöðvar- innar er 4.611.625 krónur. í fyrstu stjórn Símenntunar- miðstöðvarinnar voru kosin: Þórir Ólafsson formaður, Runólfur Ágústsson, Magnús B. Jónsson, Hrefna B. Jónsdóttir, Róbert Jörg- ensen fyrir hönd fyrirtækja og El- ínbjörg Magnúsdóttir fyrir verka- lýðsfélögin. DVÓ Allt aö 50% afsláttur afýmsum vörunu Color it Skápar og kommóöur úr beyki/grænu, beykl/svörtu og svörtu/grænu meö allt að helmingsafslætti. Einnlg nokkur útlitsgölluö borðstofuborö úr kirsuberjavlöi og beyki á mjög góðu veröl. Einnig stakir sófar, sófasett, borðstofuborð, borðstofustólar, skápar, skenkar, hægindastólar, stakir stólar, rúm, náttborð, kommóður, skrifborð, sófaborð o.fl. o.fl. Auk þess bjóöum viö margvísleg tilboö á öörum vörum í versluninni. Mílanó 1517 Bæjarhrauni 12 Hf. Sími 565 1234. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16 Einnlg örfá sófasett og hornsófar meö blues- áklæöi og nokkrum lltum á frábæru verði. Nokkur sófasett og hornsófar, bæði í vínrauðu og svörtu, meö mlklum afslætti. £ ö o w o 2! J)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.