Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSÖN Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Rómantíkin líður undir lok Um það verður ekki deilt að einstök byggðarlög glíma við mikinn vanda - sum berjast fyrir lífi sínu. Kjarkur og þor sem einkennt hafa landsbyggðina eru á mörgum stöðum þrotin eftir langvarandi erfiðleika og mótvind. Uppdráttarsýki og vonleysi hafa fengið yf- irhöndina. í stað þess að benda á leiðir út úr vandanum hafa margir stjórnmálamenn freistast til að bjóða töfra- lausnir en aðrir eru uppteknir við að hafa uppi á sökudólg. Það eru kosningar í nánd og því er talið rétt að bjóða gull og græna skóga eða spila á öfundsýki og tortryggni. Þingmenn spila á vonleysið og líkja lands- byggðinni við flóttamannabúðir. í stað þess að telja kjark í umbjóðendur sína vilja þeir gera þá að þurfalingum hins opinbera. Sjálfstraust og sjálfsvirð- ing eru skipulega brotin niður. Kvótakerfinu er kennt um það sem miður hefur far- ið á landsbyggðinni þó ljóst sé að margir útgerðarbæ- ir hafi einmitt blómstrað vegna þess að forráðamenn útgerðarfyrirtækjanna kunnu að nýta sér kosti kerfis- ins. Þeir höfðu vit á því að hlusta ekki á stjórnmála- menn sem reyndu að telja umbjóðendum sínum trú um að kvótakerfið væri tímabundið ástand. Þessir sömu menn bera pólitíska ábyrgð á kvótakerfinu en það hentar þeim ekki í loddaraskap stjórnmálanna að axla þá ábyrgð. Sömu vitringarnir sem vilja kenna kvótakerfinu um alla erfiðleikana eru helstu talsmenn þess að sett- ur verði sérstakur skattur - auðlindaskattur - á þá sem gera út. Þó rök kunni að hníga til þess að setja skuli á einhvers konar auðlindagjald er vandséð hvernig slík gjaldtaka réttir við hag lítilla útgerðar- staða - þvert á móti yrði slík skattheimta dauðadóm- ur margra. Af ótta og í vonleysi eru þingmenn famir að bjóða hver í kapp við annan töfralausnir, líkt og skottu- læknar sem segjast lækna allt það er hrjáir sjúklinga sem hvergi hafa fengið meina sinna bót. Nú er lagt til að persónuafsláttur verði hærri fyrir dreifbýlinga, námsmönnum sem snúa aftur heim í hérað er heitið eftirgjöf af námslánum, reisa á menningarmiðstöðvar út um allt og síðast en ekki síst á að bora göng milli fjarða, ekki síst ef fyrirtæki hafa sameinast. Þannig á að lina sáraukann fyrir landsbyggðina - peningadæl- urnar á að setja í gang. Við höfum sett dælurnar í gang áður, með litlum árangri, en ætlum aldrei að læra. Ekkert af þessu mun hafa tilætluð áhrif heldur að- eins lengja í hengingarólinni. Staðreyndin er einfaldlega sú að við íslendingar get- um ekki haldið öllu landinu í byggð. Rómantíkin sem umlykur slíka hugsun er ekki annað en sjálfsblekk- ing. Það er kominn tími til að horfast í augu við þessa köldu staðreynd og gera viðeigandi ráðstafanir. Hið sameiginlega verkefni okkar á komandi árum er að koma þeim til hjálpar sem hafa verið veiddir í opinbera byggðagildru og sitja í átthagafjötrum. ís- lendingar gera aðrar og meiri kröfur en að hafa fúlla atvinnu í sinni heimabyggð - hafa til hnífs og skeiðar. Lífið á að bjóða upp á meira en tilbreytingarlausan hversdagsleika vinnunnar. Tími rómantískrar byggðastefnu er liðinn en eng- inn stjórnmálamaður hefur fram til þessa haft kjark til þess að bera sannleikann á borð fyrir kjósendur. Óli Björn Kárason Reykjavíkurflugvöllur. - Ekki aðeins samgöngumannvirki, heldur legu sinnar vegna orðinn stærsta skipulags- vandamál Reykjavíkur sem flugmála- og borgaryfirvöld hafa vikið sér undan að horfast í augu við. Flugvöllur í miðri byggð Ég var búin að bíða í rúmt kort- er eftir strætó á stoppistöðinni við Ráðhús Reykjavíkur þegar skyndi- lega heyrðust miklar drunur í lofti. Glerið í skýlinu titraði og ég bjó mig undir að fá flugvél í haus- inn.' En fokkerinn er seigur og flaug í nokkurra þumlunga hæð yfir borgarstjórnarsal ráðhússins þar sem fyrir skömmu var sam- þykkt deiliskipulag fyrir Reykja- víkurflugvöll vegna væntanlegra stórframkvæmda sem þar standa fyrir dyrum. Flugmálastjóm hóf í haust að kynna almenningi hvernig endur- byggingu flugvallarins yrði hátt- að. Og fyrir skömmu var skýrt frá því í Morgunblaðinu hvaða áhrif fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmd- ir í Vatnsmýrinni muni hafa á líf borgarbúa næstu árin, eink- um þeirra sem búa nálægt að- flutningsleiðum og í nágrenni flugvallarins. Loftmengun, há- vaði og aukið álag á götur borgarinnar vegna þunga- flutninga er meðal þess sem una veröur við. Til stendur að umbylta milljón rúmmetrum af mold, ásamt gamla malbik- inu, sem á að fara í púkk und- ir upphækkanir fyrir nýjar flugbrautir, nýjan innanlands- flugvöll, sem einnig á að þjóna millilandaflugi. - Það eru því ekki einungis löngu tímabærar viðgerðir á slitlagi vallarins sem taka á til við. Aukin flugumferð gegn vilja almennings Það er augljóst af lýsingu á framkvæmdunum að flugmálayfír- völd ætla sér miklu meira. Þau ætla að byggja flugvöllinn upp frá grunni og festa hann endanlega í sessi í hjarta borg- arinnar. Meining- in er að gera hann þannig úr garði að hann lokki hingað ferjuflug í auknum mæli, helst sæg auðkýf- inga á einkaþot- um. Áætlunum sínum virðast flugmálayfirvöld með fulltingi rík- is- og borgar- stjórnar ætla að halda til streitu þrátt fyrir þá hættu, mengun og miklu óþægindi sem þessi linnu- lausa loftumferö Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur „Aætlunum sínum vírðast flug- málayfírvöld með fulltingi ríkis• og borgarstjórnar ætla að halda til streitu þrátt fyrir þá hættu, mengun og miklu óþægindi sem þessi linnulausa loftumferð veldur fjölmörgum íbúum Reykjavíkur og Kópavogs. “ veldur fjölmörgum íbúum Reykja- víkur og Kópavogs. Og ráðamenn yppa öxlum yfir skoðanakönnun DV á dögunum, þar sem kom í ljós að meirihluti Reykvíkinga og reyndar lands- manna allra vill að flugvöllurinn verði fluttur úr Vatnsmýrinni og svæðið notað sem byggingarland. Almenningur hefur komist á þá skoðun að í staðinn fyrir að halda áfram að dreifa höfuð- borginni upp um holt og hæðir og næstu óbyggðu útnes væri skynsamlegra að þétta byggðina og þá er hvergi girnilegra að byggja og búa, starfa og stunda viðskipti en einmitt í hjarta Reykja- vikur. En þar er flugvöll- urinn þrándur í götu. Flugvöllinn út fyrir byggð Flugvöllurinn er nefhi- lega ekki aðeins mikil- vægt samgöngumann- virki. Legu sinnar vegna er hann fyrir löngu orð- inn stærsta skipulags- vandamál Reykjavíkur sem bæði flugmála- og borgaryfirvöld hafa vik- ið sér undan að horfast í augu við. Sama morgunn og ég hélt að fokkerinn ætlaði annað hvort að lenda á mér eða Ráðhúsinu laskaðist nefhjól vélar í flugtaki. Vélin sneri við til nauðlendingar með til- heyrandi útkalli slökkvi- liðs og lögreglu. Allt fór vel í góða veðrinu og for- svarsmenn flugfélagsins notuðu atvikið til þess að benda á lé- legt ástand brautanna og kröfðust þess um leið að ekki yrðu taflr á endurbyggingu vallarins. Frá sjónarmiði gangandi vegfar- anda og ibúa á hættusvæði vegna flugsins voru atvikin þennan morgun enn ein staðfesting þess að það beri að flytja flugvöllinn út fyrir mannabyggð. Steinunn Jóhannesdóttir Skoðanir annarra Tólfmenningar tryggja fiskinn „Tóif kunnir einstaklingar úr ýmsum stjórnmála- flokkum hafa kynnt tillögur um hvernig eigi að tryggja í verki sameign þjóðarinnar á fiskinum í sjónum ...Tólfmenningamir gera ráð fyrir að stjórn- völd ákveði áfram hversu mikið megi veiða úr hverj- um fiskistofni fyrir sig ... En verða áhrif tillagnanna þau sem tólfmenningamir gera ráð fyrir? Sérstök ástæða er til dæmis að efast um þá fullyrðingu að það eitt að allar veiðiheimUdir fari á markað muni stórlega lækka verð á kvóta. Hvernig má það vera þegar framboðið á þeirri „vöru“ verður áfram miklu minna en eftirspurnin?" Elías Snæland Jónsson í Degi 5. mars. Fasteignakaupendur eftirsóttir „Greinilegt er að bæði bankamir og lífeyrissjóð- irnir keppast um að fasteignakaupendur leiti til þeirra við fjármögnun í viðskiptum sinum, og hvað sem öðru líður þá kemur þessi samkeppni hinum al- menna borgara til góða. Þrátt fyrir fleiri valkosti verða þó húsbréfin væntanlega eftir sem áður langstærsti hlutinn í fjármögnun fasteignaviðskipta ... Það kaUar jafnframt á að fólk gæti að sér við ráð- stöfun lánsfjárins þar sem ekkert er gefið í þessum efnum. Þótt vextimir hafi farið lækkandi eru þeir engu að síður þónokkrir og lánin eftir sem áður verðtryggð." HÞ í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 4. mars. Afkvæmi flokksvéla „Atvinnuvegimir geta margir hverjir ekki státað sig af merkUegri starfsreynslu. Oft em þeir skUget- in afkvæmi flokksvéla. Og flokksvaldið hefur þvert á það sem gerst hefur erlendis heldur styrkst á ís- landi. Kann það að einhverju leyti að koma til af upplausninni á vinstri vængnum, sem rennt hafi stoðum undir þá skoðun í stjómarflokkunum tveim- ur, að heppUegast sé að „sterkir" leiðtogar móti stefnuna og ráði mestu um frama manna. Leiðtoga- hyggja fer sumsé aldrei saman við hugmyndir um „lýðræðisvæðingu" innan slíkra fyrirtækja. Og rök- rétt framhald hinnar persónubundnu upphafningar er að prófkjör víki fyrir uppstiUingamefndum.“ Ásgeir Sverrisson í Mbl. 5. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.