Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 15 Fyrirmynd frá Tokyo Það liggur ljóst fyrir að bygging- arlóðir er ekki að hafa í Reykja- vík, því miður. Þetta hefur borgar- stjórinn loksins staðfest enda fátt um svör þegar loks hysmið er skil- ið frá kjamanum, skrumið frá staðreyndum. Staðreyndin er sú að ekkert nýtt land hefur verið skipulagt og gert klárt til úthlut- unar í tið núverandi horgarstjóm- armeirihluta. Þegar lóðarmál eru til umfjöll- unar verður borgarstjóra tíðrætt um þéttingu byggðar sem lausnar- orð þess vanda. Það er gott og vel en það er hreinlega ekki um marga kosti að ræða þegar kemur að þvi að framfylgja hugmyndinni. Kannski að við fáum að sjá nýja tegund þéttingar byggðar þegar borgarstjóri kemur heim frá Tokyo. Þar kunna menn sitthvað til verka. Lóðaskortur í Tokyo hef- „Lakara þykir mér að borgarstjórinn skuli taka feröina frægu fram yfir borgarráðs- og borgarstjórnarfundi..." segir greinarhöfundur m.a. - Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, við innritun í Japansferð sína. Þegar þetta er skrifað er borgar- stjórinn í Reykjavík að ljúka við að skoða japanska holræsa- tækni í Tokyo eða berja augum emjandi vélar risaverskmiðja. Hvomgt getur verið ýkja ánægjulegt enda merkilegt ef sagn- fræðingurinn er vel inni í flóknu fram- leiðsluferli í þunga- iðnaði. Ekki er við því að búast. Ég hef séð margar ámóta risaverksmiðj- ur í Japan og get upp- lýst borgarstjórann um það hversu ólík- legt er að maður hafi gagn af því að stinga höfðinu inn í slík gímöld. Lakara þykir mér að borgarstjórinn skuli taka ferðina frægu fram yfir borgarráðs- og borgarstjómarfundi þar sem taka þarf á alvöramálum sem varða borgarbúa. Svar við slíkri gagn- rýni verður borgarstjóri væntan- lega búinn að undirbúa fyrir heimkomuna. Ég á von á að það verði japanskt orðatiltæki, Mondai Nai, sem útleggst á ís- lensku: ekkert mál. ur orðið til þess að fasteignir þar í borg eru þær dýrustu í heimi. Og lóðarskort- ur hefur þegar haft þau áhrif í Reykjavík að fasteignaverð hef- ur rokið upp. Annað er ekki sameiginlegt með þessum borgum. Olía á eld Ein mynd lóðar- skorts og afleiðinga hans birtist okkur nýlega þegar boðnar voru út lóðir fyrir 32 íbúðir á íþróttasvæði Þróttar. Svo sem bú- ast mátti við buðu byggingarverktakar i lóðimar langt yfir gatnagerðagjöldum, m.a. til þess að þurfa ekki að draga saman seglin og segja upp starfsfólki. Framtaksleysi borgarstjórnar- meirihlutans í skipulagsmálum hefur valdið lóðarskorti en það tekur þó fyrst steininn úr þegar borgarstjórnarmeirihlutinn nýtir Kjallarinn Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi sér síðan neyð húsbyggjenda til þess að sprengja upp lóðarverð með lóðarútboði. Þannig kastar hann olíu á eld. Það hlýtur að vera öllum ljóst að hækkun lóða- verðs skilar sér í hækkun á verði íbúðarhúsnæðis. Það helst í hend- ur. Köllum eftir metnaöi. Við sjálfstæðismenn höfum þeg- ar bent á leiðir til lausnar lóða- vandanum. Við höfum bent á Norðlingaholtiö nálægt Rauða- vatni. Við höfum flutt tillögu um að breytt verði núverandi stefnu varðandi Geldinganesið og að þar verði reist vegleg íbúðarbyggð fyr- ir um 5.000 manns. Þetta er tví- mælalaust fallegasta byggingar- land sem eftir er á Reykjavíkur- svæðinu. Okkar hugmynd- um hefur því miður ekki verið vel tekið af borg- arstjómarmeiri- hlutanum og lóð- armálin ekki drepin úr þeim dróma sem þau em í. Á því sviði ríkir niðurlæg- ing í stað upp- byggingar. Ég er ekki að segja að húsbyggjendum geti ekki liðið vel í þeim nærliggjandi sveitarfélög- um sem straumurinn liggur til. Ég vil hins vegar kalla eftir metn- aði fyrir hönd Reykjavíkur. Til þess eru borgarfulltrúar kosnir en ekki til þess að fara í skemmti- ferðir til Asíu. Júlíus Vífill Ingvarsson „ Kannski að við fáum að sjá nýja tegund þéttingar byggðar þegar borgarstjóri kemur heim frá Tokyo. Þar kunna menn sitthvað til verka. Lóðaskortur í Tokyo hefur orðið til þess að fasteignir þar í borg eru þær dýrustu í heimi.u Mondai Nai Púðursykur „Það þarf bara að mylja þetta aðeins," sagði kaupmaðurinn um leið og hann snaraði sér upp á búðarborðið og byrjaði að stappa á púðursykurpokanum sem ég hafði verið sendur til að kaupa. „Svona, þarna sérðu, hann mýkist." „Héma, farðu nú heim.“ - Þetta gerðist fyrir nokkmm áratugum í krambúð í gamla Kópavogi, á þeim ámm er ég rétt stóð fram úr hnefa. Þar sem ég hafði verið alinn upp við það að trúa fullorðnu fólki tók ég kaup- manninn trúan- legan. Næstu vik- ur á eftir var bragðlaus púður- sykurinn barinn úr klumbinum með hamri. Svona álíka bragðlaus og sú ánægja er hinn almenni launa- maður hefur af „góðæri" forsætis- ráðherra er hann rýnir í „góðæris- launaseðil" sinn. Hæfni Hinn hæfileikamikli landsfaðir, forsætisráðherra þjóðar vorrar, hefur að undanfórnu sent stjórnar- andstööunni tóninn og upplýst þjóðina um fádæma kunnáttu sína í alþjóðlegri stjórnmálasögu, dýra- fræði og stjómiist. Þar sem forsæt- isráðherra hneigist til frálshyggju (les: stórkapítalisma) hefur nokk- uð komið á óvart að hann hefur gjörsamlega ríkisvætt stjórnmála- flokk sinn á öllum sviðum. Jafn- framt finnst honum eðlilegt að stjóma fréttaumfjöllun um sjálfan sig, m.a. í ríkisfjölmiðlunum, og hefur hann fengið til þess allan þann viðtalstíma er honum þókn- ast. Hallar þar mjög á stjórnarand- stöðuna. íhaldið heldur því nú á lofti að Samfylkinguna skorti „hæfni“ til ríkisstjómunar og virðist telja að láglaunastefna og önnur lífskúgun núverandi íhaldsstjórnar falli þar undir. í röðum samfylkingarmanna er þó að finna hæft fólk sem komist hefur áfram fyrir sína eigin hæfni. Barist fyrir sínu en ekki fengið lífshlaupið í vöggugjöf. Þar fer saman nýtt afl og ný hugsun sem hyggst skapa þjóðfélag þar sem frelsi, jafnfrétti og bræðralag verður samræmt nýjum hag- fræðilegum lögmálum. Málefnabarátta Þar sem forsætisráð- herra er upphafsmaður samlíkinga úr dýrarík- inu leyfi ég mér til orð- hefndar (retorsio) lýð- ræðisjafnaðarmanna að grípa til sömu fræða. íhaldið hefur einnig á síðustu dögum gripið til þess á síðustu dög- um að líkja forystu- mönnum lýðræðisjafn- aðarmanna við nokkra af helstu morðalræðis- mönnum sögunnar. Ekki dettur mér til hugar að fara niður á þenn- an umræðugrundvöll íhaldsins. Rétt svör við árásum íhaldsins era málefnaleg svör við „frjálshyggju'* forsætisráðherra. „Frjáishyggja" er auðvitað ekkert annað en stór- kapítalismi liðinna alda og var á síðustu öld og í byrjun þessarar nefnt „laissez faire“, sem m.a. ýtti af stað tveimur heimsstyrjöldum. Nægir nú að vísa til þess að íhald- ið hyggst tryggja Kolkrabba og Smokkfiski (hinum fáu) sameign þjóð- arinnar í hafinu, séreignaryfirráð á miðhálendinu og aðrar sameiginleg- ar eignir eða stofn- anir. - Málefnabar- átta Samfylkingar er því að verja lífs- hagsmuni fólksins í landinu gegn þess- ari pólitlsku og efnahagslegu vá sem hér er rétt skírð „stórkapítal- ismi“. í krambúðinni Nú er forsætisráð- herra sem sé kom- inn upp á búðar- borðið og stappar púðursykurpok- ann harða og kveður góðærið. Hann er sár yfir því að almenning- ur í landinu vill ekki kaupa. Það er farið að verða stutt eftir á valdastóli. Samtryggingin sem hef- ur verið honum öryggi er horfin á braut - til útlanda. íslenskir lýð- ræðisjafnaðarmenn Samfylkingar ganga því pokalausir á vit næstu aldar. Og munu sigra. Halldór E. Sigurðsson „Nú er forsætisráðherra sem sé kominn upp á búðarborðið og stappar púðursykurpokann harða og kveður góðærið. Hann er sár yfir þvi að almenningur í landinu vill ekki kaupa. Það er farið að verða stutt eftir á valdastóli.“ Kjallarinn Halldór E Sigurðsson félagi í Alþýðuflokknum - jafnaöarmannaflokki íslands Með og á móti Kvótatillögur Ahugahóps um auðlindir í almannaþágu Ranglát stefna „Gallar kvótastefnunnar blasa við öflum. Hún leiðir af sér brott- kast sjávarfangs svo tugum þús- unda tonna skiptir. Hún veldur hrikaleg- ustu byggða- röskun og eignatilfærslu íslandssögunn- ar. Hún skapar auðsöfnun ör- fárra einstak- linga og fyrir- tækja. Allt ger- ist þetta í skjóli Ellert B. Schram, forystumaður Áhugahóps um auölindir í al- mannaþágu. fiskveiðistefnu sem er bæði óhag- kvæm og ranglát. Áhugahópur um auðlindir í þágu almannahagsmuna vill breyta þessari stefnu og taka upp nýja, með markaðsvæðingu og til- liti til byggðasjónarmiða. Það felur ekki sér þjóðnýtingu, vegna þess að þjóðin er taka til sin það sem hún á. Það var aldrei ætlunin með útfærslu fiskveiðilandhelginnar að þjóðin léti ókeypis, til örfárra einstaklinga, það sem hún á ölL Hér er á ferðinni markviss til- raun til að fá stjómmálaflokka og almenning tii að taka á stærsta hagsmunamáii þjóðarinnar. Til að breyta um kúrs. Ef flokkarnir gera það ekki, þá gerir þjóðin það.“ Fjöreggiö „Mér finnst virðingarvert hjá þessum hópi að leggja mikla vinnu í að úthugsa nýtt stjómkerfi fyrir sjávarút- veginn. Sumt af tillögum hóps- ins gæti ég skrifað undir, eins og að efla fiskmarkaðina. Annað eru þó Kristján páisson rangar fullyrð- a'Þingismaftur. ingar. Það er t.d. rangt að fiski sé hent í meira mæli nú en fyrir kvótakerfíð. Ég þekki dæmi um gríðarlega sóun með sóknardaga- kerfi og jafnvel þegar engin veiði- takmörkun var. Enn nýtt stjórn- kerfi við veiðarnar kemur ekki í veg fyrir brottkast, heldur eftirlitið og það má efla í núverandi kerfi. Við vitum einnig að meðferð afl- ans er miklu betri í kvótakerfinu en hún var áður, það munum við sem vorum á vertíö. Árið 1983 kom til tals að sveitar- félögin tækju að sér að úthluta afla- heimildum tO flotans. Sveitar- stjórnarmenn töldu það ekki ráð- legt Að mínu áliti er ekki hægt að afnema kvótann á stuttum tíma vegna þess að allar veiðiheimOd- irnar eru veðsettar, jafnvel tO 20-30 ára. Það er heldur ekki æskilegt því ekkert annað stjórnkerfi hefur skapað eins mikil sóknarfæri og von um arðsemi og kvótakerfið. Að úthluta kvótanum tO hvers einstak- lings eða bjóða hann upp tO hæst- bjóðanda verður tO þess að aOur kvótinn safnast á höfuðborgar- svæðið. Það er því landsbyggðar- fjandsamlegt kerfi. í dag eiga tug- þúsundir íslendingar hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum og þjóðar- eignm því á höndum þeirra sem vilja taka einhverja áhættu. Það getur ekki heldur talist skynsam- legt að taka áhættu með fjöregg þjóðarinnar." -hb/-GLM Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netmu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.