Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 Gróðurhúsaáhrif: Grænlandsjökull minnkar Stór hluti Grænlandsjökuls bráönar hraðar en vísindamenn hafa hingað til búist við. Þetta telja vísindamenn mögulega merki um að gróðurhúsaá- hrifm séu farin að hafa talsverð áhrif á umhverfið. „Jökullinn virðist vera að hverfa í sjóinn hraðar en hann hefur gert hing- að til,“ segir William Krabill, einn þeirra vísindamanna sem hafa verið að rannsaka jökulinn. „Það mun þó í rauninni ekki hafa áhrif á okkur sem nú lifúm en afkomendur okkar eiga að öllum líkindum eftir að lenda í meiri vandræðum ef þróunin heldur áfram með þessum hætti,“ sagði hann jafn- framt. Jöklar heimsins eru mikilvægir vegna þess að þeir hjálpa til við að kæla jörðina þegar hitastig hækkar. Grænlandsjökull virkar því eins og þriggja kílómetra þykkur ísmoli sem hindrar of mikla hækkun hitans. „Svo stór ísmoli virkar gríðarlega vel á það að halda hitastiginu í jafnvægi," sagði Krabill. „En þegar hækkun hitastigs á sér stað í langan tima fara jöklarnir að leka í sjóinn í mjög auknum mæli.“ Krabiil sagði jafnframt að vísinda- menn hefðu nú í fyrsta sinn nægilega Grænlandsjökull er á undanhaldi ef marka má nýjustu rannsóknir á jöklinum. góð mælitæki til að greina möguleg landsjökull á fimm ára tímabili. Nýleg jökullinn hefur minnkað talsvert síðan áhrif gróðurhúsaáhrifanna á Græn- rannsókn Krabills og félaga sýnir að 1993. TilBOÐ 149,- Umferðarteppa Andrómedu Eins konar alheimsumferðar- teppa einkennir kjarna stjörnu- þokunnar Andrómedu sem er næsti nágranni okkar eigin stjörnuþoku. Þar hrúgast stjörnur upp á öðrum enda stjörnuþokunnar, að sögn al- þjóðlegs hóps vísindamanna sem hafa að undanförnu rannsakað skýr- ustu myndir af stjörnuþokunni sem nokkurn tímann hafa verið teknar. Þær sýna að Andrómeda á engan sinn líka. Flestar stjömuþokur, þar á meðal okkar eigin, Vetrarbrautin, em taldar hafa svarthol í kjarna sín- um. Svarthol eru stjömur sem hafa fallið saman en hafa gífurlegt að- dráttarafl sem dregur allt til sín, jafnvel ljós og því eru þau ósýnileg. Hins vegar er hægt að sjá stjömur og önnur fyrirbæri sem em á spor- Stjörnuþokan Andrómeda hefur löngum þótt sér- stök í útliti og nú telja vísindamenn sig vita hvaö veldur. baug um svartholin og oft líta þau út eins og ljósdeplar. I mörg ár hafa vísindamenn vitað að Andrómeda hefur tvo slíka depla í kjarna sínum. Vís- indamennirnir hafa aö imdanfórnu rýnt í deplana með hjálp Hubble-sjónaukans og þeir hafa komist að því að sporbaugur stjamanna í Andrómedu um hið miðlæga svarthol sé sporöskjulaga. Þetta orsakar þaö að stjörnurnar fara mis- hratt eftir því hvar þær eru staddar í hringferð sinni. „Þegar stjörnurnar eru staddar nálægt miðjunni fara þær hratt en þegar þær eru staddar yst í hinum sporöskjulaga ferli fara þær hægar," sagði Thomas Startler, einn vísinda- mannanna við fréttamenn. „Því verður það þannig að þar sem allar stjörnurnar fara hægar myndast nokkurs konar umferðarteppa. Ann- ar hinna björtu depla Andrómedu virðist því vera sá staður þar sem stjörnurnar safnast saman.“ Tilgáta um umferðarteppu af þessu tagi var fyrst sett fram af Kanadamanninum Scott Tremaine árið 1995. Rannsóknirnar nú era hins vegar fyrstu áþreifanlegu vís- bendingarnar um að hann hafi haft rétt fyrir sér. Orangútanapar í útrýmingarhættu - stjórnmálaástand ræður miklu um lífslíkur stofnsins í framskógum Borneó og Súmötra á Indónesíu á sér stað hörð barátta um þessar mundir þar sem umhverfisverndarsinnar reyna aö bjarga órangútanöpum í útrýming- arhættu. Þeim er ógnað bæði af skógarhöggi og skógareldum. Ekki er líklegt að vandræði órangútananna muni minnka í bráð, því stjómmála- og efnahagsá- standið í Indónesíu lítur ekki út fyr- ir að batna á næstunni. „Ef fólkið er í vanda þá er skógurinn og dýrin í honum einnig í vanda. Þess vegna hefur efnahagsástandið mikil áhrif á þá órangútana sem þar eiga heim- kynni sín,“ segir Willie Smits, starfsmaður ráðuneytisins sem fer með málefni skóganna. Vandræði tegundarinnar eru mikil. Mesta áfallið kom árið fyrir tveimur árum en þá þegar haföi órangútanöpum fækkað um helm- ing síðan 1987. Ástandið versnaði gríðarlega 1997 þegar skógareldar geysuðu mánuðum saman í náttúru- legum heimkynnum apanna. Eld- amir brannu svo glatt, vegna óvenju mikilla þurrka og vegna þess hve mikið skógarhögg haföi átt sér stað, að landsvæði á við tvöfalda stærð Svisslands brann. Þúsundir órangútana dóu í eldin- um og hungur neyddi aðra til að leita sér að æti nálægt þorpum og sveitabæjum. Þar drápust margir apar í viðbót af völdum bænda sem vildu vemda uppskera sína. Um þessar mundir era umhverf- isverndarsinnar að sleppa þeim öpum lausum sem þeim tókst aö bjarga frá eldinum á sínum tima. Talið er að einungis um 15.000 órangútan-apar séu á lífi í dag. En eins og áður sagði er öpunum alls ekki óhætt á meðan stjómmála- ástandið er ótryggt. Margir óttast að skógunum verði eytt að fullu í ör- væntingarfullri tilraun ríkisstjóm- arinnar tU að auka útflutning á krossvið og pappír. Umhverfisverndarsinni í Indónesíu með þrjá unga órangútanapa sem var bjargað frá skógareldum fyrir tveimur árum. Konfekt 3 TEOUNÐIR TÍÍBQÐ 369,- ^ssr’-táð,- SÚKKULADI TÍLBÖÐ 35.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.