Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 34
- 42 MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 Afmæli Þorsteinn Davíðsson hundrað ára Þorsteinn Davíðsson, fyrrv. verk- smiðjustjóri hjá SÍS, Austurbyggð 17, Akureyri, varð hundrað ára í gær. Starfsferill Þorsteinn fæddist á Hallgilsstöð- um í Fnjóskadal og ólst þar upp til 1904 er hann missti móður sína. Þá flutti hann með föður sínum og j systkinum til föðurbróður síns á Hróarsstöðum þar sem hann ólst upp við öll almenn sveitastörf, s.s. að sitja yfir kvíánum. Þorsteinn lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1919. Hann hélt til Bandaríkjanna með tilstyrk SÍS 1921 og lærði þar gærurotun í tvö ár, fór aftur til Bandaríkjanna 1927 og lærði þar gærusútun, lærði skógrækt í Nor- egi og var síðan við nám og störf í gærusútun í Þýskalandi til 1930. Þá fór hann til Svíþjóðar 1936 og aflaði þar þekkingar véla- og verk- stjóra er skóvinnsla hófst á vegum Gefjunar á Akureyri. Þorsteinn er án efa einn helsti frumherjinn í samvinnuiðnaðin- * um á Ákureyri. Hann veitti for- stöðu Gæruverksmiðju SÍS frá stofnun 1923 og meðan hún var starf- rækt sem afullunarverk- smiðja til 1927, var skóg- arvörður í Fnjóskadal 1931-36, varð forstöðu- maður Skinnaverk- smiðju Iðunnar er hún var stofnuð á vegum SÍS 1934 og starfaði síðan óslitið að þróun skinna- iðnaðar og skógerðar á Akureyri, lengst af sem verksmiðjustjóri sútunar til 1969, þá sjötugur að aldri. Hann stund- aði síðan áfram ýmis störf við verksmiðjuna allt til 1981. Auk þess að vera skógarvörður í Fnjóskadal stundaði Þorsteinn þar skógrækt á eigin vegum með góð- um árangri. Hann starfaði lengi í Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Ferðafélagi Akureyrar. Samvinnumenn og starfsfólk Sambandsverksmiðjanna á Akur- eyri reistu Þorsteini veglegan minnisvarða er þessir aðilar gróð- ursettu tvö hundruð trjáplöntur á verksmiðjulóðinni árið 1983 og gáfu reitnum nafnið Þorsteinslundur. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 15.5. 1932 Þóru Guðmunds- dóttur frá Arnamesi, f. 19.8. 1904, d. 3.7. 1957, húsmóður. Hún var dóttir Guðmundar Magnússonar, bónda í Arnamesi, og k.h., Sess- elju Jónsdóttur hús- freyju. Synir Þorsteins og Þóru eru Ingólfur Helgi Þorsteinsson, f. 6.3. 1934, bifvélavirki og bifreiðaeftir- litsmaður á Akureyri, var kvænt- ur Guðrúnu Gunnþórsdóttur hús- móður sem er látin og eru böm þeirra fimm en seinni kona Ingólfs er Hrefna Helgadóttir, starfsmað- ur við Bifreiðaskoðun á Akureyri; Guðmundur Þorsteinsson, f. 1.9. 1939, námsstjóri i umferðarfræðslu og kennari, búsettur í Kópavogi, kvæntur Birnu Björnsdóttur hús- móður og eiga þau þrjú börn; Héö- inn Þorsteinsson, f. 31.8. 1941, mjólkurfræðingur hjá mjólkur- samlagi KEA, búsettur á Akur- eyri, kvæntur Stefaníu Einarsdótt- ur, bókhaldara hjá Akureyrarbæ, og eiga þau þrjú börn. Systkini Þorsteins: Sigurður Dav- íðsson, f. 19.1. 1893, d. 5.10. 1972, bóndi á Hróarsstöðum í Fnjóskadal; Dómhildur Davíðsdóttir, f. 6.1. 1894, d. 3.2. 1908; Herdís Davíðsdóttir, f. 9.5. 1895, d. 18.8. 1896; Héðinn Dav- íðsson, f. 7.6. 1897, d. 1.10. 1897. Auk þess dóu tvö önnur böm í bernsku. Foreldrar Þorsteins vora Davíð Sigurðsson, f. 6.10. 1855, d. 6.7. 1922, bóndi á Veturliðastöðum, á Arndís- arstöðum og á Hallgilsstöðum, og k.h., Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 16.5. 1872, d. 14.1. 1904, húsfreyja. Ætt Davíð var sonur Sigurðar, b. á Veturliðastöðum, Daviðssonar, b. á Reykjum, Bjarnasonar, Jónssonar. Móðir Davíðs var Sigurbjörg Sig- urðardóttir frá Brekku í Kaupangs- sveit. Aðalbjörg var dóttir Jóns, b. á Arndísarstöðum, Árnasonar, og k.h., Herdísar Ingjaldsdóttur. Þorsteinn Davíðsson. Ástríður Pórey Þórðardóttir Ástríður Þórey Þórðardóttir hús- móðir, Einigrund 6, Akranesi, er sjötug í dag. Starfsferill Ástríður fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Auk húsmóðurstarfa starfrækti hún fyrirtæki með eigin- manni sínum um árabil. Ástriður hefur starfað í Oddfell- owreglunni, í kvenfélaginu á Akra- nesi og í slysavamafélaginu þar. Fjölskylda Ástríður giftist 8.4. 1950 Guð- mundi Magnússyni, f. 3.3.1927, bygg- ingameistara. Hann er sonur Magn- úsar Ásbjörnssonar, bifvélavirkja í Reykjavík, og Ingibjargar Guð- mundsdóttur Larsen, húsmóður í Kaupmannahöfn, sem bæði eru lát- m. Böm Ástríðar og Guðmundar eru Emil Þór, f. 28.4. 1956, bygginga- tæknifræðingur hjá Kópavogskaup- stað, búsettur í Kópavogi, kvæntur Guðbjörgu Kristjánsdóttur flug- freyju og á hann fjögur böm; Sigríð- ur, f. 19.4. 1958, innkaupastjóri hjá Sjúkrahúsi Akraness, búsett á Akranesi, sambýlismaður hennar er Gunnar Sigurðsson framkvæmda- stjóri og á hún þrjú börn; Ingbjörg, f. 13.6. 1963, þinglýsingarfulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Patreks- firði, búsett á Patreksfirði, gift Jóni B.G. Jónssyni, lækni á Patreksfirði, og á hún fjögur börn; Þórey Guð- munda, f. 3.1. 1969, viðskiptafræð- ingur hjá KPMG Endurskoðun hf. í Reykjavík, búsett í Kópavogi, gift Leifi Eiríkssyni stjómmálafræðingi og á hún þrjú börn. Systkini Ástríðar era Þórður Þórðarson, f. 26.11. 1930, framkvæmda- stjóri á Akranesi og um skeið í hópi fremstu knattspymumanna hér á landi, faðir atvinnumann- anna í knattspyrnu, Teits og Ólafs; Ævar H. Þórðar- son, f. 8.4. 1936, starfs- maður íþróttamiðstöðvar Akraness; Sigurður Þórð- arson, f. 9.7. 1947, lög- regluþjónn í Reykjavík. Foreldrar Ástríðar: Þórður Þ. Þórðarson, f. 23.8.1899, d. 22.11.1989, framkvæmdastjóri á Akranesi, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 4.2. 1910, húsmóðir. Ætt Þórður var sonur Þórðar, b. á Leira, Þórðarsonar. Móðir Þórðar Þ. Þórðar- sonar var Guðný, dóttir Stefáns Bjamasonar, b. í Hvítanesi í Skilmanna- hreppi, og Kristjönu Teits- dóttur húsfreyju. Sigríður var dóttir Guðmundar, sjómanns á Sigurstöðum á Akranesi, Guðmundsson- ar, snikkara frá ísafirði, Árnasonar, bróður Er- lends Ámasonar, bygg- ingameistara í Rvík. Móðir Guð- mundar á Sigurstöðum var Sigríður Ásbjömsdóttir. Móðir Sigríðar Guð- mundsdóttur var Kristín Jónsdóttir frá Neðranesi, Helgasonar, og Hall- dóru Vigfúsdóttur frá Grand. Ástríður Þórey Þórðardóttir. Fréttir Þriggja ára áætlun Húsavíkurbæjar: Fjárfestingar fyrir 1,5 milljarða DV, Akureyri: Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, upplýsti við lokaafgreiðslu bæjarstjórnar um þriggja ára fram- kvæmdaáætlun bæjarins að fjárfest- ingar bæjarsjóðs og fyrirtækja bæjar- ins á tímabilinu mundu nema um 1,5 milljöröum króna. Þá kom fram í máli hans að gert er ráð fyrir skuldaaukn- ingu á sama tímabili sem nemur 1.364 milljónum króna, þar af 447 milljón- um króna hjá Orkuveitu Húsavíkur. Á árunum 2000 og 2001 verður end- urnýjun aðveituæðar og bygging raf- stöðvar stærsta framkvæmd Orku- veitunnar og verður 331 milljón varið til þess verks. Þá er gert ráð fyrir að verja allt að 50 milljónum króna til Þeistareykjaverkefnisins á næsta ári. Auk þessa er gert ráð fyrir aO- nokkrum fjárfestingum almennt í dreifikerfum hita-, raf- og vatnsveitu á tímabilinu en alls er gert ráð fyrir fjárfestingum hjá veitunni fyrir tæp- lega 563 milljónir króna. Framkvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir þeim framkvæmdum sem hafnar eru á hafnaráætlun en þar er um að ræða brimvarnargarð við Böku ásamt stálþili, þekju og lögnum á Böku- bakka. Áætlað er að verja til þessa verkefna 623,4 milljónum króna og er hlutur hafnarsjóðs 180 milljónir króna. Af öðrum gjaldaliðum má nefna 2,5 milljónir til tækjakaupa og hugbúnað- ar á bæjarskrifstofum á hverju ári, 3 milljónir króna til tækjakaupa i leik- skólum og endurbyggingar leikvalla í bænum. íþrótta- og æskulýðsmál eiga að fá 2,75 milljónir árlega til tækja- kaupa, 1,3 milljónir fara til kaupa á búnaði fyrir almannavarnir og slökkvilið árlega. Stærsti liður gjald- færðra fjárfestinga er hins vegar göt- ur og holræsi en til þess málaflokks á að verja 112,6 milljónum á tímabilinu. Til afmælishalds vegna 50 ára kaup- staðarafmælis Húsavikur á næsta ári verður varið 7 milljónum króna. -gk Frá vígslu á kornabarnahúsi sem byggt var fyrir söfnunarfé síðasta árs. ABC-hjálparstarf: Börn hjálpa börnum ABC-hjálparstarf gengst dagana 5.-15. mars fyrir söfnun undir kjör- orðunum „Börn hjálpa bömum“. Söfnunin er til hjálpar yfirgefnum korna- og götubörnum á Indlandi og munu böm um allt ísland ganga í hús og safna peningum til styrktar uppbyggingu heimila fyrir yfirgefin börn. Allt fé sem safnast rennur til uppbyggingar á þremur heimilum á Indlandi og rennur óskert þangað þar sem allur kostnaður og vinna við söfnunina fæst gefins. Þetta er annað árið í röð sem söfnunin fer fram en á síðasta ári söfnuðust tæp- ar þrjár milljónir króna. Samtökin hvetja fólk til að taka vel á móti börnum sem taka þátt í söfnuninni. -hb Misstu ekki af ódýrri og vandaöri fermingarmyndatöku í vor. Gerðu verðsamanburð, hvar þú færð mest og best fyrir peningana þína. I okkar myndatökum eru allar myndirnar stækkaðar og fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm tilbúnar til að gefa þær, að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Passamyndir á fimm mínútum alla virka daga. Opið í hádeginu. Ljósmyndastofa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd sími: 554 30 20 sími: 565 42 07 Ljósmyndarnir eru fagmenn og meðlimir í félagi íslenzkra fagljósmyndara. DV Til hamingju með afmælið 8. mars 85 ára Ragnar S. Kristjánsson, Helgamagrastræti 6, Akureyri. Stefán Björnsson, Hvassaleiti 24, Reykjavík. 75 ára Ásta Sigvaldadóttir, Ljósheimum 10, Reykjavík. Þorgerður Kolbeinsdóttir, Gullsmára 11, Kópavogi. Þuríður Andrésdóttir, Fífuseli 29, Reykjavík. 70 ára Reynir Karlsson, Melabraut 32 Seltjarnarnesi. Sigrlður Árnadóttir, Esjubraut 7, Akranesi. 60 ára Lilja G. Sigm-ðardóttir, Þorfinnsgötu 2, Reykjavík. Sigurþór Sigurðsson, Bogahlíð 7, Reykjavík. 50 ára Amgrímur Sveinsson, Vesturhólum 1, Reykjavik. Camilla Bjamason, Ásbúð 51, Garöabæ. Erla Emilsdóttir, Fiskakvísl 26, Reykjavík. Guðlaug Aðalsteinsdóttir, Vesturgötu 115, Akranesi. Helgi Hálfdánarson, Háaleitisbraut 155, Reykjavík. Hjálmar Sveinsson, Vesturbergi 128, Reykjavík. Ingunn Sigurðardóttir, Hólmagrund 22, Sauðárkróki. Sigríður Jónsdóttir, Suðurbraut 15, Hofsósi. Unnur Ingvadóttir, Borgarhrauni 26, Hveragerði. 40 ára Auður Vilhelmsdóttir, Drápuhlíð 2, Reykjavík. Birkir Agnarsson, Bröttugötu 25, Vestmannaeyjum. Elín Ásdís Ásgeirsdóttir, Grænumýri 5, Seltjarnamesi. Erla Aðalgeirsdóttir, Blöndubakka 14, Reykjavík. Erla Björg Garðarsdóttir, Ölduslóð 2, Hafnarfirði. Freyja Júlía Þorgilsdóttir, Dúfnahólum 6, Reykjavík. Guðni Geirsson, Nesgötu 33, Neskaupstað. Helgi Heiðar Georgsson, Hæðargarði 9, Höfn. Höskuldur Brynjar Gunnarsson, Brekkugötu 58, Þingeyri. Jóhanna Hauksdóttir, Kleppsvegi 34, Reykjavík. Jón Hilmar Jónsson, Árstíg 11, Seyðisfirði. Kristín Ólafsdóttir, Móatúni 7, Tálknafirði. Þorvaldur Steingrímsson, Fellsmúla 12, Sauðárkróki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.