Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 Fréttir Geir H. Haarde fjármálaráðherra 1 yfirheyrslu DV: Sjálfstæðisflokkur leiði ríkisstjórn - Sœkistu eftir varaformannsstööu í Sjálfstœóisfiokknum til þess aó eiga sterkari stööu í formannskjöri síöar? „Nei, það er ekki ástæðan. Það er engin sjálfvirkni í því að varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins verði formað- ur. Sumir hafa orðið það, aðrir ekki. Ég tel hins vegar að ég geti gert gagn í varaformannsembætti og býð mig fram af þeim sökum.“ - Hvaöa gagn? „Ég hef auðvitað mikla reynslu úr stjómmálum, bæði sem þingmaður og af öðrum störfum. Ég hef verið mikið í innanflokksmálum gegnum árin - sem formaður SUS og miðstjómarmaður til margra ára. Það em auðvitað vissir hlutir sem þarf að vinna á þeim vett- vangi líka og ég er tilbúinn í það. Ég tel ekki að það sé málefnaágreiningur milli okkar sem sækjumst eftir þessu starfi. Málið snúist um það að reyna að stilla upp öflugri forystusveit og að for- maður og varaformaður séu menn sem geta unnið vel saman og varaformaður geti hlaupið í skarðið fyrir formann- inn þegar á þarf að halda.“_________ - Séröu sjálfan þig fyrir þér sem formann. Viltu veröa formaöur? „Ég hef enga ákvörðun tekið um það hvort ég sækist eftir því. Mér fmnst ekki tímabært að velta því fyr- ir sér. Það er sennilega ábyrgðar- mesta starf hérlendis að vera formað- ur Sjálfstæðisflokksins og í rauninni er ég feginn að þurfa ekki að taka af- stöðu til þess._____________________ - Nú liggur þaö í eöli varafor- mannsembættisins aö varaformaöur geti tekiö fyrirvaralaust viö efformaö- ur hœttir eöa forfallast skyndilega. „Hann verður að vera tilbúinn til þess, fær um það og hafa traust til þess. Ég tel að ég hafi hvort tveggja og yrði auðvitað tilbúinn til að gegn störfum fyrir formann ef á þyrfti að halda. Og það þarf varaformaður auð- vitað að gera af og til, t.d. í tengslum við fri formanns og þess háttar. - Hvaó er þaö sem gerir þig hœfari varaformann en Sólveigu Pétursdóttur? „Ég tel að hún sé mjög hæf mann- eskja. Við höfum þekkst lengi og ver- ið ágætir vinir og samstarfsmenn í langan tíma. Við vorum samtímis í menntaskóla, en ég vil helst ekki fara út í samanburð á okkur. Ég bara býð mig fram með það sem ég hef fram að færa og legg það fyrir. Síðan verða menn að velja.“_____________________ - Hvernig sérðu hlutverk Sjálfstœö- isflokksins á nýrri öld? Hvaö á hann aó gera? „Flokkurinn hefúr verið kjölfesta í stjómmálum í 70 ár. Ég sé fýrir mér að hann verði það áfram. Auðvitað hefur margt breyst og er að breytast í þjóðfé- laginu og flokkurinn hefúr alltaf getað lagað sig að aðstæðum á breyttum tím- um. Hann þarf auðvitað að gera það áfram að því marki sem nauðsynlegt er. Við verðum að ganga inn í nýja öld á þeim grunni sem lagður hefúr verið og gefist vel, ekki síst undanfarin ár í formennskutíð núverandi formanns. Starf flokksins hefor borið mjög dijúg- an ávöxt á þeim tima.“______________ - Flokkurinn hefur sætt gagnrýnifyr- ir þaöfrá öðrumflokkum aö staöa kvenna sé ekki góö. Landssamband sjálfstœðiskvenna hefur einnig lýst því yfir aö auka þurfi áhrif kvenna innan flokksins. Veróur ekki erfitt í Ijósi þessa aó hafna konu sem varaformanni? „Ég held aö jafnréttisumræðan í flokknum hafi alltaf snúist um að gefa fólki jöfn tækifæri og hver einstak- lingur sé metinn að eigin verðleikum, fremur en kynferði, og kjörorð sjálf- stæðiskvenna í gegnum tíðina hefur verið að einstaklingsfrelsi sé jafnrétti í reynd. Ég held að menn muni ganga til þessara kosninga á þeim forsend- um áfram. Hitt er annað mál að flokk- urinn hefur verið að styrkja sig gagn- vart konum á undanfomum árum og við sjáum fram á mikla fjölgun kvenna í þingflokknum eftir næstu kosningar. Það tel ég góða þróun og mjög eðlilega og auövitað er hún að hluta til tilkomin vegna áhrifa frá Landssambandi sjálfstæðiskvenna." - Teluróu aö konur eigi aö njóta forgangs vegna þess aö þœr eru kon- ur? „Nei, ég tel það nú ekki. Ég hef tals- vert hugsað um jafnréttismál og verið í málefnanefnd flokksins um þau. Ég tel ekki að það eigi að beita neinum slíkum aðferðum. En við eigum hins vegar að rækta og hlúa að pólitísku starfi kvenna innan flokksins og reyna að laða sem flestar konur til ábyrgðarstarfa innan hans, en á end- anum verður að meta hvem einstak- ling út frá þvi sem hann hefur ffam að færa og til brunns að bera.“ - Forveri þinn í embœtti fjármála- ráöherra, Friörik Sophusson, hefur sagt aö kona veröi ráóherra í nœstu ríkisstjórn. Ertu sammála honum? „Þaö veit auðvitað enginn fyrir- fram, en mér finnst það mjög liklegt.“ - Hvaða konur koma helst til greina sem ráöherrar? „Konumar í þingflokknum." - / drögum aö ályktunum lands- fundar er m.a. lagt til aö ÁTVR og Landssíminn veröi seld. Ætlaöu aö beita þér sérstaklega fyrir því? „Ég held að það sé mjög rakið mál með Landssímann að ríkið leysi til sín eignina sem í honum felst. Það em gríöarleg verðmæti í Landssíman- um og harrn er þannig fyrirtæki að hann er best kominn úti á markaðn- um í samkeppni við þau fyrirtæki sem þar em. Viö vitum að á næstu árum verður umhverfí hans miklu al- þjóðlegra og hann þarf að keppa við erlend fyrirtæki í miklu ríkari mæli en nú er. Hann á því hiklaust heima úti á markaðnum sem einkafyrirtæki. Hvað varðar ÁTVR þá er það miklu flóknara mál. Ég tel að það fyrirkomu- lag sem við búum við í dag sé að mörgu leyti úrelt og þjóni ekki kröf- um tímans. Ég geri mér hins vegar grein fýrir því aö það er erfitt um vik að fá þessari skipan breytt. Bæði eru skoðanir innan flokksins skiptar um þetta og í samsteypustjómum hefúr það reynst erfitt að ná fram breyting- um, en ég vil hiklaust steína í átt að auknu fijálsræði á þessu sviði. Ég vil líka undirstrika að auðvitað skilur maður vel þau heilhrigðissjón- armið sem koma við sögu. Ég held líka að það sé ekki hyggilegt aö rasa um ráð fram í þessu máli. En verslun- armátinn sem slíkur er úreltur aö mínum dómi.“________________________ - Hvers konar stjómarsamstarf er þitt óska stjórnarsamstarf eftir kosn- ingar? „Það er eiginlega ekki hægt að svara þessari spumingu. Samstarfið i núverandi ríkisstjóm hefur gengið mjög vel og stjómin auðvitað skilað miklum árangri, þannig að um margt væri freistandi að halda því áfram. En ég held að best sé að svara þessu eins og allir gera: Flokkamir ganga óbundnir til kosninga.“_______________ - Ertu jafn ánœgöur meö allt sem gert hefur verið í stjórnarsamstarf- inu? „Nei, nei. Maður er auðvitað misá- nægður með hlutina og stimdum finnst manni sem þeir gerist ekki nógu hratt Ég held samt þegar á heildina er YFlRHEVRSLft Hjálmar Blöndal Stefán Ásgrímsson litið að ekki sé hægt annað en að vera ánægður. Árangurinn blasir við hvert sem litið er og ýmis gömul baráttumál era að komast í höfn, ekki síst einka- væðingarmálin sem við i Sjálfstæðis- flokknum höfúm talað fyrir í, mér ligg- ur við að segja, áratugi. Einkavæðing- in hefur gengið mjög hægt þar til núna alveg síðustu árin.“ ____________ - Nýtt fyrirtœki í eigu ríkisins, íbúöalánasjóöur. Þar hefur veriö mánaöarbiö eftir afgreióslu. Er eöli- legt aö ríkisfyrirtœki starfi á þennan hátt? „Eigum við ekki að segja að það hafi verið töluverðir byrjunarörðug- leikar hjá íbúðalánasjóði, sem þeir era nú aö komast yfir. Það er auðvit- að ekki hægt að segja að það sé til fyr- irmyndar að það myndist bið í nú- tíma þjónustustofnun, en ég held að það horfi nú til betri vegar.“ - En hvers vegna var þetta apparat stofnaö? Af hverju fór starfsemin ekki bara inn í bankakerfiö þegar Hús- nœðisstofnun var lögö nióur. Heföi þaö ekki veriö eölilegast? „Ég tel að þetta hafi verið skynsam- legur millileikur. Ég held að þróunin sé í þá átt að flytja þessa starfsemi yfir í banka og fjármálastofnanir sem era nú sem óðast að verða tilbúnar til að taka þetta að sér. Það sem t.d. Landsbankinn og aðrir bankar eru að gera, bendir tfl þess að þeir vilji hasla sér völl í langtímalánum, en bankam- ir hafa til þessa helst veitt skamm- tímalán. Langtímaskuldbindingar hafa til þessa ekki passað inn í lána- kerfi bankanna. Þar er líka að verða breyting á. Ég held að stóra málið í sambandi við íbúðalánasjóð sé það að Húsnæðisstofnun var þrátt fýrir allt lögð niður og komið er apparat sem vonandi er miklu skárra en hún var.“__________________________ - Veröur íbúóalánasjóður kannski seldur seinna meir? „Ég held að það sé kannski óvarlegt aö tala um að hann verði seldur, en það getur vel verið að hann geti lokið hlutverki sínu og það verði hægt að flytja það yfir i bankana.11_______ - En í Ijósi þeirrar samkeppni sem hann er strax kominn í. Gœti hún ekki hœglega leitt til þess aö íbúöa- lánasjóö hreinlega dagi uppi sem óþarfan, áöur en hann raunverulega nœr aö komast á legg? „Meinarðu að hann missi öll viö- skipti?"___________________________ - Já, og veröi eins konar og enn einn byggóasjóöurinn, sem lánar til bygginga á útnesjum. „Það er ómögulegt að að fullyrða neitt um það. Ég held að við verðum að gefa honum tækifæri til að sanna sig. Ef það kemur í ljós að bankamir og fjármálastofnanir geta sinnt þessu, þá má vel vera að það komi á daginn. En um þetta er ekkert hægt að fullyrða._______________________ - Nú hafa skattar veriö aö lœkka. Hvaö meö sérstakan hátekjuskatt og finnst þér eólilegt aö hér sé fjölþrepa skattkerfi? „Nei. Ég vildi gjaman losna við það. En á bak við þennan skatt er gamalt pólitískt samkomulag, fyrst við Alþýðuflokkinn í fyrri ríkisstjóm og siðan í núverandi ríkisstjóm, og þess vegna hefúr hann nú setið áfram. Það er margt sem hægt er að hugsa sér að breyta í skattkerfmu og þetta er eitt af því.“__________ - Viltu veröa áfram fjármálaráó herra eftir kosningar? „Ég get vel hugsað mér það. Ég hef haft mikla ánægju af starfinu þetta tæpa ár sem ég er búinn að vera héma og er vel til í það að halda áfram.“____________________________ - Geturöu hugsaö þér eitthvert annaö ráöherraembœtti? „Já, já ..______________________ - Forsœtisráðherra? „Nei, það sæti er vel mannað. Ann- ars á enginn neitt tilkall eða kröfú til ákveðinna embætta. Flokkamir verða að vega það og meta á hveijum tíma hverjir passa best í hvaða starf og það verða menn að sætta sig við. - Kemur til greina aö Framsókn- arfiokkurinn leiöi nœstu ríkisstjóm meö Sjálfstœöisflokknum ef af sam- starfi veröur? „Mér fyndist eðlilegra fyrst sam- starfið hefur verið undir handleiðslu Sjálfstæðisflokks til þessa, að það héldi áfram.“______________________ - Kunna einhverjir hagsmunaá- rekstrar aófelast í því aó á sama heimili búi hugsanlegur varaformaö ur Sjálfstœðisflokksins og ráöherra og leiötogi borgarstjórnarfiokks og hugsanlegur borgarstjóri Reykjavík- ur? „Pólitískt held ég ekki að þetta kalli á sérstök viðbrögð. Við hjónin gætum þess að gera ekki hvort ann- að vanhæft ef um það er að ræða. Við höfum átt okkar sjálfstæða feril hvort um sig innan Sjálfstæðisflokks- ins og raunar kynntumst við á þeim vettvangi. Ég hef aldrei amast við hennar stjómmálaþátttöku frekar en hún við minni.“____________________ - Hvaöfinnst þér um hugmyndir Bjöms Bjamasonar um breytta yfir- stjóm Sjálfstœðisfiokksins? „Ég er ekki sammála því að leggja niður varaformannsembættið. Ég tel aö það sé hægt að virkja fram- kvæmdastjóm flokksins án þess að hún sé kosin beinni kosningu á landsfundi. Virkni framkvæmda- sfjómar fer talsvert eftir því hvað hentar formanni á hverjum tíma, hvemig hann vill vinna. í gegnum árin hefúr maður séð allmargar út- gáfúr af þessu og það má hugsa sér margs konar fyrirkomulag á þessu. Ég held að það sé mög mikilvægt fyr- ir flokkinn að hafa varaformann sem getur hlaupið beint í skarðið fyrir formanninn og ég tel að það eigi að kjósa hann beinni kosningu.".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.