Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 13 Þyrmum Eyjabökkum Þegar Friðrik Soph- usson tók við embætti forstjóra Landsvirkj- unar nú um áramótin sagðist hann vilja taka aukið tillit til umhverfisverndar- sjónarmiða við virkj- anaframkvæmdir á komandi árum. í kjöl- far þessara ummæla hefur verið vakin at- hygli á uppgræðslu- starfi og vegalagningu Landsvirkjunar, tengdum virkjana- framkvæmdum lið- inna ára. Þetta hefur stuðlað að minni upp- blæstri og bættu að- gengi almennings að hálendinu. Áhrif virkjanafram- kvæmda á hagvöxt síðustu ára eru talin ótvíræð og þáttur þeirra í tækniframfórum er mikill, ekki Kjallarinn Olafur F. Magnússon læknir og borgarfulltrúi í Reykjavík síst við gerð jarð- ganga. Þessar stað- reyndir réttlæta þó engan veginn að ráð- ist verði í tilteknar virkjanaframkvæmd- ir á næstu árum, sem meirihluti þjóðarinn- ar er á móti. Aðrir virkjunar- kostir heppilegri Að undanfömu hafa fræðimenn og nátt- úruunnendur tíund- að rækilega þau nátt- úrugæði og fegurð sem hálendisvinin norðan Eyjabakka- jökuls og austan Snæfells býr yfir. Fram hafa komið gild rök fyrir því að myndun virkjunarlóns á Eyja- bökkum hafi í för með sér mun meiri náttúruspjöll en á flestum virkjunarsvæðum undanfarinna ára og áratuga. Aðrir virkjunar- kostir virðast heppilegri, t.d. á vatnasviði Þjórsár. Hingað til hafa náttúruspjöll, „Ef stóriðjuver á að rísa á Aust- fjörðum er bæði hagkvæmara og umhverfisvænna að virkja nálægt væntanlegu iðjuveri svo komast megi hjá því að leggja háspennu- línur þvert yfir hálendið.u gróðureyðing og önnur áhrif á líf- ríki ekki verið metin í arðsemisút- reikningum við vatnsaflsvirkjan- ir. Sé tekið tillit til þessara þátta og einstæðrar fegurðar víðem- anna norðan Vatnajökuls er Fljótsdalsvirkjun ekki fyrsti kost- „Hálendi íslands er og verður vonandi áfram sameign okkar íslendinga." - Frá Hágöngusvæðinu. urinn í forgangsröð virkjanafram- kvæmda. Það er ekki síst vegna byggða- sjónarmiða sem nú er rætt um virkjanir á hálendinu norðan Vatnajökuls. Ef stóriðjuver á að rísa á Austfjörð- um er bæði hag- kvæmara og um- hverfisvænna að virkja nálægt væntanlegu iðju- veri svo komast megi hjá því að leggja háspennu- línur þvert yfir hálendið. Gallinn er bara sá að þær tillögur sem komið hafa fram um virkjanir á þessu svæði fela i sér gífurlega umhverfisröskun. Víðtæk sátt þarf að nást Víðtæk sátt þarf aö nást um virkjanaframkvæmdir á komandi árum. Slík sátt getur ekki náðst um Fljóts- dalsvirkjun í núver- andi mynd. Enda þótt fjölda Austfirðinga og kjörinna fulltrúa þeirra finnist að virkja megi samkvæmt fyrir- liggjandi tillögum á austurhálendi íslands, er það ekki einkamál þeirra hvemig hlutast til um þau mál. Á sama hátt er það skylda stjómvalda að stuðla að lífskjarajöfnun milli íbúa dreifbýlis og þétt- býlis og tryggja þeim fýrmefhdu betri gmnd- vallarskilyrði til bú- setu. Nærtæk dæmi eru gerð jarðganga milli Reyðarfiarðar og Fá- skrúðsfiarðair og að landlægum lækna- skorti á Austfiörðum verði útrýmt. - Hálendi íslands er og verður vonandi áfram sam- eign okkar íslendinga. Við skulum fara vel með þá dýrmætu sam- eign. Ólafur F. Magnússon Aldamótafyrirtíðaspenna Aldamót nálgast og töfratöl- unni 2000 er hnýtt aftan i nánast allar framkvæmdir og viðburði næstu missera. Stemningin er eins og á jólaaðventu: tilhlökkim, upp- mögnuð spenna og drift; við verö- um dálítið andstutt eins og tíminn sé of naumur. Framkvæmdagleð- ina eltir skuggi af eins konar dómsdagsspá: Njótið áður en heimurinn hrynur aftur niður í flatneskjulegan hvunndaginn í janúcir eða hljómlaust ártalið tvö þúsund og eitthvað. Æ, hver vill hugleiða þá timburmenn? Heimsendaþjónusta Að vísu eru í fregnum nokkuð trúverðugar dómsdagsspár sem tengjast tölvuheiminum. Þegar mikilvægar stjómtölvur ná ekki aö telja upp í 2000 er voðinn vis. Fjöldi fyrirtækja keppist við að leysa vandann, sem er mjög „at- vinnuskapandi" vandi, afar kostn- aðarsamur. Því blasir skelfmgin við í fiársveltum herstöövum fyrr- um Sovétríkis: úreltar tölvur kunna að verða stjómlausar og senda eitthvað annað en flugelda upp í loftið næstu áramót. Ef aðeins mætti leysa allan vanda gömlu Sovétherjanna með nýjum tölvum! Réttilega hefur þetta vandamál forgang og banda- rískir sérfræðing- ar hafa komið til hjálpar. Óskandi væri að hjálpsem- in entist fram á nýja öld, svo bjarga megi jarð- arbúum frá stór- felldum kjarn- orkuslysum vegna niðurgrotn- andi hemaðar- mannvirkja sem em sannarlega á ábyrgð allra þátttakenda kalda stríðsins. Við gleðinnar galopnu dyr Veislugleði aldamótamanna er náttúrlega eðlileg og vera má að eftirvæntingin nái fram yfir núll- árið. Víst er að aldamótaveislan verður ekki ókeypis og vonandi standast fiárhagsáætlanimar snerpu íslendingsins sem tekur hart viðbragö þegar blásið er til fagnaðar, þótt áliðiö sé. Stundum hefur brunnið við að undirbúnings- og hugmyndavinna sé unnin á harða- hlaupum í kappi við verklegar framkvæmdir: hús risa, söfn og menn- ingarsetur em stofiiuð, sýningum og stórviðburðum er flaggað. Hönn- uðir og iðnaðar- menn vinna í eftir- vinnu og nætur- vinnu, málum er reddað og bjargað á síðustu stundu. Dýrum bakþönk- um og bakreikn- ingum er þannig tekið sem óvið- ráðanlegum náttúruhamforum þegar fyrirburar fljótræðis og skipulagsleysis lita dagsins ljós. Sannarlega hefur oft ræst vel úr hlutunum og margt gott mál- efnið fengið framgang í tilefni há- tíða og merkra tímamóta. Alda- mótin 2000 eru góðrar veislu virði og vonandi gleymum við ekki að nesta okkur með daglegu brauði, hamar og sög, um leið og við göngum um gleðinnar dyr inn í fokhelda framtíðina. íslendingur árið 2000. Það er gamall og góður siður að líta vandlega til baka við áramót en ekki er síður þörf á að horfa enn lengra fram á veginn. Þannig mætt- um við íslendingar skoða stöðu okkar sem þjóðar í minnkandi heimi. Ekki lengur stikkfrí Sjálfsmynd íslendinga mætti að ósekju hefia upp yfir þetta skömmustulega fliss sem margur þjóðfélags- gagnrýnandinn hefur á vörum. Heimsins klukka sýnir að það er orðið of áliðið tU þess að hægt sé að gera endalaust grín að ný- ríka sveitamanninum og gera hann um leið óábyrgan. ís- lendingur í dag stendur frammi fyrir margri dauðans alvönmni. íslendingurinn er í hemaðar- bandalagi og styður árásir og við- skiptabönn sem hafa ógnvænlegar afleiðingar í öðram heimshorn- um. íslendingurinn byggir upp mengandi stóriðju og neitar þátt- töku í alþjóðlegum aðgerðum sem spoma við hættulegmn loftslags- breytingum. íslendingurinn hefur byltingarkennd áhrif á þróun sið- fræði og erfðafræði í vísindaheim- inum. íslendingurinn er ekki lengur stikkfrí. Áslaug Jónsdóttir „Heimsins klukka sýnir að það er orðið of áliðið til þess að hægt sé að gera endalaust grin að nýrika sveitamanninum og gera hann um leið óábyrgan. íslendingur í dag stendur frammi fyrir margri dauð■ ans aivörunni.u Kjallarinn Áslaug Jónsdóttir rithöfundur Með og á móti Eiga íslensku félagsliöin I handbolta að hefja þátt- töku I Evrópumótunum á nýjan leik? Verðum að vera þátttakendur íslensku liðin þurfa nauðsyn- lega að vera þátttakendur í Evr- ópumótum. Það er orðið lífs- spursmál í mínum huga að minnst eitt lið frá okkur sé með á mótun- um. í dag er Afturelding t.d. með sterkasta lið landsins og lið á alþjóða mælikvarða en kannski ekki eins sterkt og þau bestu sem við höfum átt undanfarin ár. Liðiö hefur allavega styrk til að keppa við þau bestu. Fari hins vegar svo aö íslensku liöin verði ekki þátttakendur í mótunum í nánustu framtíð þá mun hand- boltinn ekki bera sitt barr eftir það, einfaldlega vegna þess að breytingamar era orðnar tals- verðar í alþjóöaboltanum og við leikum nú færri landsleiki en áður. Við höfum heldur ekki ver- ið að taka þátt i úrslitakeppni Evrópumóts landsliða þannig að það er margt sem bendir til þess að við þurfum að vera með. Fyr- ir 5-6 árum þekktu ungir dreng- ir nánast öll handboltaandlit en í dag þekkja þeir afskaplega fáa. Maður verður var við þetta hjá unglingum sem eru að horfa á þýska handboltann því þeir þekkja ekki mannskapinn. Þetta segir allt sem segja þarf. Verðum við ekki með fer handboltinn skör lægra. Það hlýtur að vera eitthvað þegar einn besti hand- boltamaður deildarinnar er fer- tugur.“ Guðjón Guðmundsson, íþróttafróttamaður á Stöð 2. Skýra stefnu frá flokkunum „Þetta er alltaf spuming um fiárhagslegu hliðina þegar lið taka þátt í keppni á borð við Evr- ópumótin. Á hinn bóginn er nauösynlegt að vera með í þessum mót- um. Úr því að Norðurlanda- mótið er dottið upp fyrir hljóta liðin fyrir alvöru að íhuga þátttöku í Evrópumót- unum á nýjan leik. Það er mikiö kapps- mál fyrir leikmenn að taka þátt í Evrópukeppni. Það má segja þessa þátttöku viss verðlaun fyr- ir góðán árangur hér heima. Við höfum reynslu af því að það er enginn gróði að taka þátt í þess- um mótum en það má skipu- leggja þessa hluti með öðrum hætti en tíökast hefur. Ég vil meina að ríkisvaldið og bæjaryf- irvöld geti komið inn í þetta dæmi með ýsmum hætti. Þetta hlýtur að vera viss auglýsing fyr- ir staðinn sem þessi lið koma frá og almennt séð góð landkynning. Það sem ég vill enn fremur er að sjá skýrari stefnu frá stjórn- málaflokkunum í íþróttamálum. Úr því að alþingiskosningar eru frarn undan í vor er um að gera að krefia þá flokka sem bjóða sig fram í vor um stefnu þeirra i þessum málaflokki. Það er alveg bráðsynlegt fyrir iþróttafólk í landinu að sjá þessa stefnu en fram að þessu hafa þessi mál ver- ið í lausu lofti.“ -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.