Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1999, Blaðsíða 18
QPPf T/í £> jno/ T'ICITM<1 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 1999 or 18 Hringiðan DV Tónskáldið Áskell Másson og Sigríður Búadóttir voru meðal gesta á uppfærslu Sin- fóníuhljómsveitar ís- lands ásamt kórum frá íslensku óperunni og stórum hópi einka- söngvara. Söngskemmtunin Prímadonnur ástarsöngvanna var frumflutt á laugardaginn. Erna Hafnes, Lilja Gunnarsdóttir, Gréta Hallsdóttir, Guðrún Lind Gísladóttir, Valdís Sigurvinsdóttir og Erna Valent- ínusdóttir skemmtu sér vel yfir söngnum. í listhúsinu í Laugar- dal voru á laugardag- inn haldin námskeið í vor- og sumarlínunni frá Matrix. Birna Jónsdóttir, hár- snyrtir hjá Matrix, er hér á milli tveggja módela dagsins, Dagmarar Vésteinsdóttur og Sigríðar Tryggvadóttur. Rico Saccani, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Islands, fer hér fyrir fríð- um hópi óperusöngvara og kóra að loknum fiutningi óperunnar Turandot eftir Puccini í Laugardalshöllinni á laugardaginn. DV-myndir Hari Þær eru ekki háar í loftinu, vin- konurnar Tinna Sif Daníelsdóttir og l'ris H. Sveinsdóttir. Þær hafa samt gaman af góðum söng og voru mættar á Broadway á laug- ardaginn til að horfa á hinar ís- lensku prímadonnur. A laugardaginn opn- aði listakonan Sesselja Björnsdóttir sýningu í Gallerí Horninu. Sess- elja er hér ásamt manni sínum, Ólafi Kristjánssyni, á opn- unardaginn. yi'VBirgitta Haukdal |§rer ein af „prima- donnum" MSr skemmtistaðarins mr Broadways. Hún mr bæði dansar og syngur í þessari nýju söng- 'ír skemmtun sem hóf göngu sína á Broadway á laugardaginn. Birgir Orn Thoroddsen, nemandi f Myndlista- og hand- íðaskólanum, opnaði sýningu í herberginu sínu í Ár- bænum á iaugardaginn. Listasýningin er í raun gjörn- ingur þar sem listamaðurinn ætlar að taka til í herberg- inu sínu og taka á móti gestum alla virka daga, kl. 13-16, en kl. 12-18 um helgar, þangað til sýningunni lýkur 27. mars. Bibbi byrjaði tiltektina glaður í bragði. Foreldrar Birgittu, Brynjar Vfkingsson og Anna Haukdal, voru mætt í hús til þess að sjá hvernig gengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.