Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 7
MIÐYIKUDAGUR 10. MARS 1999 7 Fréttir Lelðréttir fréttamenn Þaö var greinilegt að Eddu Andr- ésdóttur var ekki skemmt eftir aö Ari Trausti Guðmundsson byrjaði veðurfréttir sínar í fréttatima Stööv- ar 2 í fyrrakvöld á því að leiðrétta framburð hennar á nafni ítalskrar borg- ar sem Sigurður Hall sjðnvarpskokk- ur hefur heimsótt. Ari Trausti byrjaði veðuifréttimar á því að tilkynna að umrædd borg héti ekki Bólónese heldur Bólonja. Tíðindamaður Sandkorns á Lynghálsinum segir að þetta sé ekki i fyrsta sinn sem veð- urmaðurinn leiðréttir fréttamenn- ina fyrir framan alþjóð. Spuming er hvort hann ætti ekki að bíða með þetta þar til i kaffinu á eftir. Feiti dvergurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, laganemi og verðandi varaþingmað- ur Samfylkingarinnar í Reykjavík, fór mikinn í sigurfagnaði Röskvu á dögunum eins og sjá mátti á forsíðu DV. Vilhjálmur iðkar, eins og margir vita, knattspymu með Þrótti í Reykjavík. En sökum tíma- skorts og anna og þar sem forkólfar Samfylkingarinnar t Reykjavík telja hann vera í bar- áttusætinu í höfuðborginni hefur hinn smávaxni bakvörður ekki stundað knattspymuna sem skyldi. í lagadeildinni telja menn sig greini- lega sjá þess merki hvert líkamsá- standið er, enda gengur Vilhjálmur þar undir nafnbótinni feiti dvergur- inn... Góðmennska Vilhjálms í gærkvöldi var endanlega geng- ið frá framboðslista Sjálfstæðis- flokks 1 Reykjavík og eins og við var búist verður Ásta Möller hjúkrunarfræðing- ur í níunda sætinu en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í því tíunda. Hirðskáld Sandkorns var ekki lengi að meitla niðurstöð- una i orð í morgun og orti af tilefninu: Á níunda sœtiö menn mœna, en meyjarnar vildu því rœna og Ásta svo sœl þar situr meú stœl fyrir góömennsku Vilhjálms hins vœna. Grund og lllugi Illugi Jökulsson, dómari í Gettu betur, er, eins og Sandkom hefur greint frá, maður alvarlegs eðlis og er lítt gefinn fyrir glens misviturra manna þegar þeir hafa söguleg stórvandræði í flimtingum. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum Sandkorns varð Illugi hins vegar að allsherj- ar athlægi á efli- heimilinu Grund síðasta föstudag þegar hann spurði keppendur í viður- eign MA og MS um hversu margir hefðu brunnið inni á Bergþórs- hvoli forðum. Á Grund ætlaði allt um koll að keyra þegar Illugi hélt því fram að aðeins 5 manns hefðu brunnið inni á Bergþórshvoli. En heimil- ismenn á Grund hlógu úr sér all- an mátt því, eins og flestir vita, brunnu 11 manns inni á Berg- þórshvoli og þar af eru 8 nafn- greindir í sögunni... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is Ríkistryggð byggingalán: Bankar eygja von um að keppa við ríkið - eftir að EFTA-dómur féll norskum bönkum í vil Norskir bankar hafa fengið nýja von um að geta keppt við ríkis- styrkt lánakerfi til húsbygginga og íbúðakaupa. Ákvörðun EFTA-dóm- stólsins kann að hafa áhrif á lána- kerfið hér á landi, ekki síður en í Noregi, en dómstóllinn felldi úr gildi ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA frá í júlí 1997 að ekki væri ástæða til aðgerða vegna kvörtunar norsku bankanna yfir Husbanken, sem er sambærilegur hinum nýja íbúðalánasjóði hér á landi. Bank- arnir í Noregi töldu að reglur um þessa stofnun brytu í bága við ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið um ríkisstyrki og samkeppni. Nú spyrja menn í bankakerfinu á íslandi hver möguleg framvinda verði hér. Hún gæti haft áhrif á rík- isábyrgð húsnæðislána hér á landi. í Morgunfréttum íslandsbanka í gær segir að hér sé um að ræða áfangasigur norsku bankanna, en Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. meginumkvörtunarefnið hafi þó ekki skýrst. „Við erum áfram þeirrar skoðun- ar að innan fárra ára verði starf- semi ríkisins og rikisábyrgð á sviði almennra húsnæðislána aflögð hér sem annars staðar,“ segja þeir ís- landsbankamenn. Landsbankinn fylgist náið með þessu máli að sögn Halldórs J. Kristjánssonar bankastjóra og það hefur Samband islenskra viðskipta- banka líka gert. í Noregi er það samband norskra banka sem rekur málið og telur að tilhögun rekstrar Húsbankans sé svipuð og hér ger- ist, samkeppni með niðurgreiddum hætti. Halldór tekur undir með keppinautunum í íslandsbanka að þróunin sé í þá átt að meiri sam- keppni verði í húsnæðislánum. Halldór telur að menn muni halda áfram og freista þess að finna leið til að jafna starfsskilyrðin á þessum vettvangi. En geta almenn- ir bankar ekki veitt húsbyggjend- um lán, rétt eins og opinberir fjár- festingalánasjóðir? „Jú, enda fellur það afar vel að starfsemi viðskiptabankanna að veita íbúðalán, það er hefðbundin starfsemi þeirra og sú þróun sem verður," segir Halldór J. Kristjáns- son. Hann segist þó ekki vilja segja að leggja megi niður íbúðalánasjóð. Hann segist ekki vilja stilla bank- anum upp sem andstæðingi þess rekstrar. „En það er eðlilegt að huga að því að jafna starfsskilyrðin hvað varðar almenn íbúðalán þannig að þar ríki jafnrétti. íbúðalánakerfið og Húsnæðisstofnun hafa gegnt afar þýðingarmiklu hlutverki í uppbyggingu og fjármögnun á lang- tíma húsnæði á liðnum árum og gerir enn. En þetta er eðlileg þró- un, ég mæli ekki með neinni bylt- ingu í þessum efnum, aðeins að þróunin lúti markaðslögmálum,“ segir Halldór. -JBP Sturla Böðvarsson alþingismaður: Einhverjir aðrir ættu að vera skíthræddir *Einu vítamínin sem eru í Amerísku læknabiblíunni, PDR. Þar er staðfest 90% frásog. 100% lífrænt: Gæðastimpill frá Pharmacopia association sem er gæðaeftirlit í Bandaríkjunum. Viðurkennt af National Nutritional Institute í Bandaríkjunum. Vítamín sem virka ujuuymmmj leicikon bleksprautuprentarar Hágæða útprentun - frábær hönnun JP 90 ferðaprentarinn, minnsti prentarinn á markaðnum sem býður upp á möguleika á litaútprentun. JP192 fyrirferðalítill nettur heimilisprenti JP 883 prentar í hámarks Ijós- myndagæðum i allt að 1200 punkta upplausn, jafnvelávenjulegan pappfr. Olivetti prentaramir bjóða upp á átyllanleg blekhylki sem dregur verulega úr rekstrarkostnaði, neytendum tithagsbóta. Verð frá kr. 11.900 með vsk ÍPiÉh J. ÁSTVBLDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavfk, simi 533 3535 Jón Sigurðsson á Grundartanga, hugmyndasmiður Frjálslynda flokksins, er ekki á leið í framboð, að eigin sögn í DV á laugardag. Hann sagði að Sturla Böðvarsson alþingismaður væri skíthræddur við framboð sitt á Vesturlandi. En Sturla kannast ekki við neina ofsa- hræðslu. „Ég veit ekki hvaðan Jón Sig- urðsson hefur það að ég sé skít- hræddur, eins og hann lætur hafa eftir sér í DV á laugardaginn. Það hefði nú reyndar komið mér á óvart ef sá ágæti maður hefði viljað fylla flokk stjórnmála- manna. En ef hann á við það að ég sé hræddur vegna þess að hann berst fýrir breytingum á lögum um stjórn fiskveiða þá held ég að einhverjir aðrir ættu miklu fremxn: að vera hræddir við Sturla Böðv- arsson. það en ég. Þar á ég engra persónu- legra hagsmuna að gæta, en ber auðvitað ábyrgð á lögunum að því marki sem þeim hefur verið breytt i minni tíð sem þingmanns. Mín niðurstaða er sú að Jón sé að glettast og vekja athygli á fram- boði Frjálslynda flokksins fremur en að hann sé að beina spjótum að mér,“ sagði Sturla Böðvarsson al- þingismaður i gær. -JBP Ókyrrðin magnast í eldhúsinu á Litla-Hrauni: Hættur að sendast fyrir fangana Munnúði • 90% frásog beint í blóðrásina • Engin aukaefni • 100% lífrænt* Megrunarúði: _ PMS:. — Slær á hungurtilfinningu, eykur fitubrennslu, inniheldur L-Camitine, Cromium picolinate og önnur vftamín. — Við fyrirtíðarspennu, inniheldur öll B-vítamín, steinefni, andoxunarefni, kvöldvorrósarolíu o.fl. Blágrænir þörungar: Gott við síþreytu, húðvandamálum ofl. Pro Bio MÍSt: --------Sterkasta andoxunarefni náttúrunnar. Multi vitamín: _______Alhliða vítamín og steinefni. Íþróttavítamin: ______L-Camitine eykur fitubrennslu, . * súrefnisupptölcu, þol og kmt ' dregur úr vöðvaverkjum. Upplýsingar i sima: 5542021« www.box.is/vitamin • habby@simnet.is „Ég er hættur að sendast í kaupfélagið á Selfossi fyrir fang- ana. Ég hef reynt að géra allt fyrir þessa menn og þetta eru þakkimar; þeir hlaupa i fjölmiðla og segjast ekki fá nóg að borða,“ segir Andrés Terry Nilsen, yfir- kokkur á Litla- Hrauni. „Þeir voru vanir að koma til min með langa inn- kaupalista og ég stóð síðan eins og álfúr í kaupfélaginu eftir vinnu að uppfylla óskir þeirra." Ókyrrðar hefur gætt meðal fanga á Litla-Hrauni eftir að yfirkokkurinn hætti að sendast fyrir þá í kjölfar blaðaskrifa um fæðið í fangels- inu. Á Litla-Hrauni eru flmm litlir eld- húskrókar sem fang- ar geta notað til að elda sjálflr þegar þannig liggur á þeim. Hafa þeir sótt Andrés Terry, yfirkokkur á Litla-Hrauni: Fangarnir stíft í yfirkokkinn, vilja nautalundir úr kaupfélaginu. sem fram til þessa hefur reynt að sinna óskum þeirra. „Þeir voru alltaf að biðja mig um að kaupa nauta- og lambalundir og ýmis framandi krydd, en það geri ég ekki lengur eftir þakkirnar sem ég fékk í blöðunum um daginn. Þeir verða allir að líða fyrir þetta frum- hlaup. Fangarnir hérna fá meira en nóg að borða,“ segfr Andrés Terry yflrkokkur og bætir þvi við að Litla- Hraun sé ekkert hótel þó sumir fanganna virðist halda það. -EIR BIFREIÐASTILLINGAR NIC0LAI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.