Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 9 DV Útlönd Dómur féll í franska „blóðhneykslinu“ í gær: Tveir ráðherranna sýknaðir af allri sök Dómstóll í Fi-akklandi komst í gær að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri Fabius, fyrrum forsætisráð- herra, og fyrrverandi félagsmála- ráðherra, Georginu Dufoix, af allri sök í „blóðhneykslinu" svokallaða. Fyrrum heilbrigðisráðherra, Ed- mond Herve, hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir manndráp af gáleysi en honum var talið til málsbóta að hann hefði þjáðst mjög í þau fimm ár sem rannsókn málsins stóð yfir. Fómarlömbin, fólkið sem fékk al- næmissmitað blóð á umræddu tíma- bili, safnaðist saman fyrir utan dómhúsið í gær og hélt uppi kröft- ugum mótmælum. Talið er að að minnsta kosti 3.600 manns hafi fengið sýkt blóð í Frakk- landi á árunum 1984-1985. í kring- um eitt þúsund þeirra eru þegar látnir. Talsmenn fórnarlambanna halda því fram að ráðherramir þrír hafi vitað af hættunni sem stafaði af Fabius, fyrrverandi forsætisráð- herra Frakklands, hlaut sýknudóm gær. blóðgjöfúnum en ekkert gert til þess að stöðva þær. Francios Honorat, lögmaður fómarlambanna, sagði dóminn í gær fáránlegan og að dóm- stóllinn, skipaður dómurum og stjórnmálamönnum, hefði hagrætt gögnum til þess að geta komist að umræddri niðurstöðu. Talsmenn fórnarlambanna halda því einnig fram að Fabius, þáver- andi forsætisráðherra, hafi beinlín- is tafið fyrir því að skimun blóðs hæfist í landinu á meðan þess var beðið að frönsk fyrirtæki væru til- búin með slíkan tækjabúnað. Dóm- urinn komst að öndverðri niður- stöðu og sagði Fabius fremur hafa flýtt en tafið fyrir skimun blóðs. Þá þótti Georgina Dufoix, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, ekki ábyrg þar sem hún hefði falið und- irmanni sínum að annast málið. Ráðherrarnir þrír héldu allan tímann fram sakleysi sínu og sögð- ust ekki hafa vitað hversu hættulegt alnæmi var á þessum tíma. Plútóníum frá Sellafield í Norðursjó Norska geislavarnastofnunin hefur fundið plútóníum í Norður- sjó. Telja starfsmenn stofnunar- innar að efnið komi frá kjarn- orkuendurvinnslustöðinni Sellafi- eld. Nær 200 kílóum af plútóníum var sleppt í írlandshaf á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Nú hefur komið í ljós að efnið hefur borist með hafstraumum í Norð- ursjó. Magnið er hins vegar svo lítið að ekki er talin stafa hætta af því. Bretar eru nú hættir að losa sig við plútóníum í hafið. Smyglari með byssu Clarks Olofssons í réttarhöldunum í Danmörku yfir sænska flóttakónginum Clark Olofsson, sem grunaður er um smygl á 60 kílóum af amfetamíni og 300 kílóum af hassi, kom fram í gær að danska lögreglan greip tvisvar árið 1997 fikniefnasmygl- ara sem höfðu undir höndum byssur í eigu Olofssons. Olofsson viðurkenndi að hafa verið í sambandi við mennina og að þeir hefðu heimsótt hann í Belgíu nokkrum sólarhringum áður en þeir voru gripnir. Hann hefði hins vegar aldrei hitt amfetamínsmyglara. Fyrirsæta í gervi hinnar síungu Barbie gekk eftir bleiku teppi á Broad Street í New York í gær. Barbie fagnar fertugsafmæli um þessar mundir en hlutverk hennar í gær var einnig að hringja inn verðbréfamarkaðinn í New York. Símamynd Reuter Meðgönguíatnaður Rýmum fyrir nýjum vörum. Mikil verðlækkun, 20-70% afsláttur. Njóttu lífsins og láttu þér líða vel í fatnaði frá Þumalínu. Póstsendum Pósthússtræti 13, sími 551 2136 Gmöarúm á góðu verðí á RB-rúmi Ragnar Bjömsson ehf. Dalshraun 6, Hafnarflrði Sími 555 0397 • fax 565 1740 ////////////I//////////A/////I Dodge Dakota Sport 4x4 4,0 '95,beinsk., Plymouth Grand Voyager ES wagon 3,8 4x4 GMC Suburban SLE 6,5 dísil turbo 4x4 ek. 49 þús. km. Verö 1.480 þús. '94, 7 manna, ek. 89 þús. km, rafdr. rúöur '94, 9 manna, ssk., rafdr. rúöur og sæti, og læsingar. Verð 1.780 þús. plussklæddur. Verð 2.900 þús. Egill Vilhjálmsson ehf.B Smiðjuvegi 1, sfmi 564 5000 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■hhbsusshshssshbshssbí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.