Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 11
I MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 enning Reykjavík hvunn- dags og spari Eggert Þór Bernharðsson með bindin tvö af Reykjavíkursögunni. DV-mynd Pétur „Það er ekki oft sem fræði- menn fá tækifæri til að skrifa stóra, ókannaða sögu af þessu tagi,“ segir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræð- ingur og tvíhendir tveggja binda verk sitt um Sögu Reykjavíkur, 1940-1990, sam- tals um 1000 blaðsiður og 1500 ljósmyndir. „Þetta er lífsstarfið til þessa,“ segir hann. Þar með er komið fram- hald af bókum Guðjóns Frið- rikssonar um Reykjavík á tímabilinu 1870-1940 og að- eins eftir að reka endahnút- inn á verkið með bók um tímabilið frá landnámi til 1870, sem Þorleifur Óskars- son ritar. Þegar upp er stað- ið munu Reykvíkingar eign- ast ritverk sem jafnast á við veglegar bækurnar sem Dan- ir, Norðmenn og Svíar hafa gefið út um höfuðborgir sin- ar. Hvemig bar Eggert Þór sig að við ritun bókarinnar? „Maður sekkur sér auðvit- að á hólakaf í heimildir og reynir svo að búa sér til ein- hvers konar grind, en svo hefur efnið tilhneigingu til að þróast í ýmsar áttir. Upp- haflega ætlaði ég að skipta Reykjavíkursögunni niður í tímabil, en það reyndist ein- um of flókið. Á endanum ákvað ég að hluta efnið niður eftir ákveðnum þemum, þar sem lesandinn gæti gengið að köflum um „atvinnulíf', „heimilislíf' eða „skemmtanalíf*, og ein- beitt sér að því ef hann kærði sig um. Þessi þemu urðu 16 talsins, en þar að auki er urmull undirkafla." Var mörkuð ákveðin stefha varðandi efn- istök bókarinnar? „Það var meðvitað reynt að ná utan um sem flesta þætti borgarlífsins, þannig að hver og einn gæti fundið sér eitthvað við hæfi. Það má öðrum þræði kalla þetta hversdagssögu. Þetta var sem sagt ekki bara stjórnmálasagan, saga atvinnulífsins eða það sem nefnt hefur verið „saga hinna formlegu stofnana", heldur einnig saga fjöl- skyldunnar, saga kvenna, unglinga og ým- islegra fyrirbæra sem til þessa hafa fengið takmarkaða sagnfræðilega meðferð. Mér dcttur þá í hug „sjoppumenningin" svokall- aða; hún skipti mína kynslóð töluverðu máli. Ég geri ráð fyrir að „Glaumbæjarmenn- ingin“ hafi verið þinni kyn- slóð mikils virði. Þessu reyni ég að taka á, ekki síður en hús- næðismálum eða íþróttamálum í borginni.“ Eggert Þór fer ekki leynt með að öflun ljósmynda og vinnsla þeirra hafi oft verið tímafrek. „Við þurftum að leita víðar fanga en í opinberum ljós- myndasöfnum til að þefa uppi þessa sögu, og þar voru áhuga- ljósmyndararnir gagnlegir." En sagnfræði samtimans, reynist hún fræðimönnum ekki erfið vegna nálægðarinn- ar? „Hún getur verið býsna snú- in; við erum enn í þessum sam- tíma, teljum okkur þekkja hann, og sérhvert okkar hefur eigin sýn á atburðarrásina. Ég tek einmitt eftir því þegar fólk er að fletta bókinni og benda á hitt og þetta, hve sjónvinklam- ir eru margir á þennan sam- tíma. En það er mjög þakklátt og spennandi að fá að takast á við samtímasöguna, þar sem hún hefur lítið verið stunduð hér fyrr en á allra síðustu árum. Þá getur maður með góðri samvisku verið að lesa alls konar „ómerkileg" skemmtirit eða gömul skóla- blöð til að öðlast skilning á tíð- arandanum á hverjum tíma.“ Eggert Þór telur að vinnan við Reykja- víkursöguna muni nýtast honum í framtíð- arverkefnum. Nú vinnur hann að hluta af- mælisrits Trésmiðafélags Reykjavíkur, en draumaverkefnið er saga braggabyggðar í Reykjavík. -AI íslensk ljósmyndasaga & & % 1 % i nyra li Það er ein af mörgum þverstæðum í sjón- listarsögu okkar íslendinga að við eigum okk- ur lengri samfellda sögu ljósmyndunar heldur en málarahstar en í flestum öðrum löndum er þessu öfugt farið. Upp úr 1890, um það leyti sem Þórarinn B. Þorláksson málaði sín fyrstu þroskaverk, höfðu íslenskir menn og konur verið að taka ljósmyndir í hartnær hálfa öld, eða allt frá því Helgi Sigurðsson lærði að gera dagerrótýpur í Kaupmannahöfn. Hins vegcir hefúr þessari löngu ljósmyndasögu íslendinga verið fremm lítill gaumur gefinn, að minnsta kosti miðað við þá athygli sem málaralistin hefur fengið. Það er ekki fyrr en á alira siðustu árum sem við höfúm eignast fræði- menn sem lagt hafa fyrir sig rannsóknir á þessum ljósmyndaarfi sem er að mestu varðveittur á mörg þúsund glerplötum í Þjóð- minasafni íslands: forkinn Ingu Láru Baldvinsdóttur, Sigurjón Baldur Hafsteins- son, forstöðumann Ljós- myndasafns Reykjavíkiu1, Æsu Sigurjónsdóttur og fieiri. Fyrir tveimur árum hófst sérstakt átak þessara ungu fræðimanna til að bæta úr þess- ari ávöntun og tengdist áhuga hins virta al- þjóðlega tímarits, History of Photography, á að birta frumsamið og fræðilegt efni um íslenska ljósmyndum. Afraksturinn af.átákinu er að finna í vor- hefti tímaritsins sem segja má að marki tímamót í ljós- myndarannsóknum á land- inu. Þar er fjallað um ís- lenska ijósmyndun í eina öld, eða frá 1846 til 1946. Inga Lára ritar yfírlitsgrein um þróun ljósmyndarinnar á landinu á þessu tíma- bili, Æsa flallar um franska jarðfræðing- inn Alfred Descloiseaux, sem tók myndir á Islandi árið 1845, Þorvarður Ámason gerir út- tekt á landslags- ljósmyndum Sig- fúsar Eymunds- sonar frá 1867 til 1909, Æsa segir einnig frá Sigríði Zoéga, Sigurjón Baldur skrifar um lögregluljósmyndun á land- inu, Guðjón Friðriksson hallar um gamalt áhugamál sitt, frétta- ljósmyndir, og Guðrún Harðardóttir gerir skil ljósmyndaklúbbum íslenskra leik- manna. Loks fjallar Sigurjón Baldur um ljós- myndir af látnu fólki en þær voru þungamiðja Ljósmýnd af íslenskri Rousseau frá 1856. synmgarmnar „Eitt sinn skal hver deyja“ sem Mokka-kaffi stóð fyrir árið 1996. Allt er þetta efhi mjög áhugavert, vel matreitt og ríkulega mynd- skreytt. Senni- lega er mesta nýnæmið fyrir þann sem þetta skrifar að fmna í greinum Æsu Sigmjónsdótt- ur. UmQöllun hennar um Descloiseaux hinn franska og ýmsa spor- göngumenn hans, sem ferð- uðust til íslands og tóku myndir, varpar alveg nýju ljósi á menningartengsl Frakka og „illþefjandi ís- lendinga", eins og Descloiseaux nefnir lands- menn. Einnig rekur Æsa tengsl Sigríðar Zoéga við August Sander, einn merkasta ljós- myndara Þjóðveija á þessari öld, af meiri ná- kvæmni en gert hefúr verið til þessa. -AI stúlku eftir Louis Sápu kippt af dagskrá Íí vikugamalli dagskrárkynningu frá Ríkisútvarp- inu er sagt frá nýju framhaldsleikriti eða „sápu“ í tólf þáttum, „í mörg hom að líta“, effir Gunnar Gunnars- son sem frumflytja á laugardaginn 13. mars. í kynn- ingunni segir að aðalpersóna „sápunnar" sé Oddur Már, aðalbankastjóri Ríkisbankans, sem „er fátt mannlegt óviðkom- andi. Freyju Espólín, eiginkonu hans, finnst að hann eigi að hugsa meira um heimilið og atvinnu sina í stað þess að eltast við póli- tíska strauma og stefn- ur í landinu, strauma og steftiur laxveiðiáa landsins og svo allt kvenfólkið sem hann getur ekki látið í fi*iði.“ Leikendur era helstu gamanleikarar þjóðarinnar, Sig- urður Siguijónsson, Öm Ámason, ásamt Jóhanni Sig- urjónssyni, Ragnheiði Amardóttur, Guðfinnu Ragn- arsdóttur ofl. Allt lofaði þetta góðu. Síðastliðinn mánudag var hins vegar búið að kippa „sápunni" út af dagskrá og fresta henni fram í júní, leikurum og höfundi til nokkurrar undrunar. Skýr- ingin var sú að kosningar færa senn í hönd og því mætti ekki hafa uppi dár og spé í útvarpi um aðila og málefni sem tengja mætti ákveðnum stjómmálaflokk- um. Einn þáttur sápunnar hafði einmitt verið settur á dagskrá á sjálfan kosningadaginn. Þetta era viðkvæm- ir timar og í mörg hom að hta fyrir útvarpsráð. Listasafn Ámesinga fyllir tómarúmið Eftir nokkurt hlé er Listasafh Ámesinga á Selfossi aftur orðin virk stoftiun, og virðist hafa alla burði til að fylla það tómarúm í myndlistar- starfsemi á Suðurlandi sem mynd- ast hefúr við lokun Listaskálans í Hveragerði enda er þar við sfjóm- völinn kjamakonan Hildur Hákon- ardóttir. Hildur skipuleggur nú sýningarröð þar sem koma við sögu myndlistarmenn af sunn- lenskum uppruna en meðal þeirra era margir helstu listamenn lands- ins í fortíð og nútíð. Fyrst í röðinni er Ragnheiður Jónsdóttir úr Þykkvabænum, betur þekkt sem grafiklistakona og teiknari voldugra mynda af innri og ytri náttúra. Sýning hennar hefst í safninu nú á laugardaginn með söng Kammerkórs Suðurlands, en frekari upplýsingar um hana verða birtar í föstudagsblaði. í kjölfarið verða sýnd verk eft- ir Birgi Andrésson og Ólaf Lárusson sem einnig eiga ættir að rekja til undirlendis Suðurlands. Dansinn í Rúðuborg Eftir árs hlé taka íslendingar aftur þátt í norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg en eins og ýmsir muna hafa samskipti forráðamanna hátíðarinnar og islenskra kvikmyndagerðarmanna verið í stirðara lagi síðustu árin; nægir að minna á verðlaunastyttuna sem Friðrik Þór Friðriksson braut þar við hátíðlegt tækifæri. Á hátíðinni, sem haldin verður dagana 10.-21. mars nk„ verður Ágúst Guðmundsson, nýbak- aður menningarverðlaunahafi DV, fúlltrúi íslands með mynd sína „Dansinn". Auk þess verður „Á köld- um klaka“ eftir Friðrik Þór sýnd í almennri kynningu á norrænum myndum síðustu ár. Á sérstakri bama- myndadagskrá hátíðarinnar getur einnig að líta myndina „Palh var einn í heiminum" eftir Ásthildi Kjartansdóttur. íslenska listhljómsveitin Gus Gus verður einnig með tónleika í borginni í tengslum við hátíðina. Fréttaritari DV i Rúðuborg, Einar Már Jónsson, tel- ) ur að „Dansinn“ eigi sennUega ekki mikla mögulefra ' á að hljóta verðlaun dómnefhdar en hún væri hins vegar líkleg tU að uppskera áhorfendaverðlaun hátíð- arinnar. í Rúðuborg verður sérstök dagskrá helguð j sænsku leikkonunni Gretu Garbo þar sem sýndar verða sænskar, þýskar og bandarískar myndir með henni, meðal annars sigUd mynd „Ninotchka" eftir ; Lubitsch. Einnig verða sýndar kvikmyndir sem gerð- ar hafa verið eftir leikritum Ibsens, margar þeirra mjög sjaldséðar, t.a.m. „Þorgeir frá Vík“ eftir Victor Sjöström. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.