Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://vrww.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds. Ríkisrekið lánakerfi Gífurlegar breytingar á íslenskum fjármálamarkaði undanfarin ár kalla á endurskoðun á úreltu fyrirkomu- lagi íbúðalána. Með auknu frelsi og stöðugleika í verð- lagi hafa opnast nýjar og áður ófærar leiðir fyrir banka og sparisjóði að veita hinu ríkisrekna íbúðalánakerfi samkeppni. Ríkisábyrgð á húsnæðislánum er hins vegar þrándur í götu frekari þróunar. Nokkur von er til þess að breytingar nái fram að ganga. Eins og DV greinir frá í dag hefur EFTA-dómstólIinn feUt úr gUdi ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA um að ekki sé ástæða tU aðgerða vegna kvörtunar banka vegna norsku húsnæðislánastofnunarinnar, Husbanken. Norskir bankamenn telja reglur um stofnunina brjóta í bága við reglur Evrópska efnahagssvæðsins um ríkis- styrki og samkeppni. Svo kann að fara að þessi niður- staða dómstólsins hafi áhrif hér á landi en á þetta er bent í Morgunfréttum íslandsbanka síðastliðinn föstudag: „Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu þessa máls þar sem niðurstaðan gæti haft áhrif á ríkisábyrgð á húsnæðislánum hér á landi... Við erum enn þeirrar skoð- unar að innan fárra ára verði starfsemi ríkisins á ríkis- ábyrgð á sviði almennra húsnæðislána aflögð hér sem annars staðar.“ Ekki er hægt að draga aðrar ályktanir af þessum orð- um þeirra íslandsbankamanna en að þeir reikni með að opinbert íbúðalánakerfi muni innan skamms heyra lið- inni tíð. Þetta þýðir að hinn nýstofnaði íbúðalánasjóður verður lagður niður, a.m.k. í núverandi mynd. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, virðist einnig vera þessarar skoðunar en í viðtali við DV segir hann það falla vel að starfsemi viðskiptabankanna að veita íbúðalán, enda sé sú þróun þegar haíin. „En það er eðli- legt að huga að því að jafna starfsskilyrðin hvað varðar almenn íbúðalán þannig að þar ríki jafnrétti,“ segir bankastjóri Landsbankans. Það er rétt hjá Halldóri J. Kristjánssyni að hér eigi ekki að gera byltingu heldur fremur að lofa þróuninni að lúta markaðslögmálum. En til þess að svo verði er nauð- synlegt að ríkið marki ákveðna stefnu í því hvernig það hægt og bítandi dregur sig út af markaði húsnæðislána. Annars mun þróunin ekki verða sú sem eftir er sótt. Samhliða skipulegu undanhaldi ríkisins af íbúðalána- markaði er hins vegar nauðsynlegt að tryggja virka sam- keppni milli fjármálastofnana. Sú einfalda mynd blasir við að ríkisvaldið hefur ægi- vald yfir íslenskum fjármálamarkaði, þrátt fyrir nokkra tilburði til einkavæðingar á hluta bankakerflsins. Síð- ustu ár hafa verið tekin mikilvæg skref fram á við sem bæði almenningur og atvinnulífið hafa fengið að njóta. Jarðvegurinn fyrir frekara undanhald ríkisins af fjár- málamarkaðinum er fyrir hendi. Það eina sem vantar er skýr stefna stjórnvalda. Ekkert liggur fyrir um það hvort, hvernig og hvenær haldið verður áfram að selja hlut ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka. Og þrátt fyrir lagaheimild er óljóst hvenær 51% hlutur í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins verður seldur, þrátt fyrir heit um að það verði gert á fyrri hluta þessa árs. í skugga komandi kosninga er hætt við að stjórnvöld hafi ekki burði til að halda verkinu, sem hafið er, áfram, hvað þá að taka fyrstu skref í að hætta rekstri ríkisrek- ins íbúðalánakerfis. Óli Björn Kárason „Verkefnið er að skapa græna framtíð í þessu landi tækifæranna," segir Kristín m.a. í grein sinni. - Skógrækt- arátak með Skeljungi. Græn framtíð skynja sinn vitjunar- tíma, svo og yfirgang- ur þeirra gagnvart sjónarmiðum náttúru- vemdar. Þau halda áfram að klappa stór- iðjusteininn og beita honum til atkvæða- veiða, og hafa færst i aukana við þær að- stæður að ýms iðnað- arríki hafa séð sitt óvænna að losa sig við mengandi iðnað og koma honum fyrir hjá andvaralausum þjóð- um með skammsýna menn í forystu. Græna smiðjan Brýna nauðsyn ber til „Fáar þjóðir hafa jafn mikla möguleika og við íslendingar til þess að koma í veg fyrir óbætan- leg spjöll á náttúru og umhverfi og sækja fram á forsendum um- hverfisverndar og sjálfbærrar þróunar Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Stjórnmálasamtök með megináherslu á umhverfis- og nátt- úravernd hafa starf- að árum saman í mörgum löndum Evrópu og haft mikil áhrif. Slík samtök hafa aldrei náð neinu flugi hérlend- is og er ástæðan fyrst og fremst al- mennt andvaraleysi íslendinga í um- hverfismálum. Það ástand er góðu heilli óðum að breytast og því eðlilegt að marg- ir renni hýru auga til nýs stjómmála- afls, Vinstrihreyfing- arinnar - Græns framboðs, sem legg- ur mikla áherslu á þennan málaflokk. Möguleikar til sóknar Meðvitundarleysi íslendinga í um- hverfismálum er að sumu leyti skiljan- legt. Umhverfisvandi er hér ekki jafn sýni- legur og víða annars staðar og enn teljum við okkur hafa efni á því að fyllast stolti þegar útlendingar dá- sama hreint loftið, tært vatnið og víðáttur öræfanna. Þau lífsins gæði eru hins vegar hvorki eilíf né föst í hendi. Við verðum að sýna aðgát og leggja nokkuð á okkur til að varðveita þau. Fáar þjóðir hafa jafn mikla möguleika og við íslendingar til þess að koma í veg fyrir óbætanleg spjöll á náttúra og umhverfi og sækja fram á forsendum umhverf- isverndar og sjálfbærrar þróunar. Stærsti vandinn er skilningsleysi stjórnvalda, sem seint ætla að að sækja nú fram af metnaði og ábyrgð á öllum sviðum umhverfis- og náttúruverndar og tryggja þannig rétt komandi kynslóöa til góðra lífsskilyrða í landi okkar. Fyrst og fremst þarf að efla um- ræðu og stuðla að auknum skiln- ingi og þekkingu á þeim vanda sem við er að fást og þeim úr- lausnum sem kostur er á. Vinstrihreyfingin - Grænt fram- boð leggur megináherslu á um- hverfismál og sýnir það nú þegar í verki, með samfelldri dagskrá sem er nýhafin og mun standa allt fram í júnímánuð. „Græna smiðj- an“ er heiti þessarar dagskrár sem hófst með gönguferð á einum feg- ursta degi vetrarins, 28. febrúar sl. Síðan rekur hver atburðurinn annan, þar sem boðið er upp á fræðslufundi um ýmsa þætti um- hverfismála, málþing um um- hverfisvæna atvinnuþróun og stórfund um framtíðarsýn í um- hverfismálum, að ógleymdum mánaðarlegum gönguferðum með fræðsluívafi. Þannig sýnir hreyf- ingin í verki vilja sinn til að ætla umhverfismálum og náttúruvernd veglegan sess í stefnu og starfi. Kall tímans Vinstrihreyfingin - Grænt fram- boð hlýðir kalli tímans og setur fram trúverðuga stefnu í umhverf- ismálum. Náttúruauölindir eiga að vera sameign landsmanna og þær á að nýta í þágu almanna- hagsmuna, án þess að gengið sé á umhverfið. Varðveita ber hreina ímynd landsins í þágu ferðaþjónustu og framleiðslu og sölu á hollum neysluvörum. Há- lendið ber að vernda og stofna þar til stórra þjóðgarða og friðlanda. Afstaðan er skýr gegn stóriðju og stórvirkjunum í þágu mengandi iðnaðar. Taka ber upp græna þjóðhagsreikn- inga og meta verðmæti ósnort- innar náttúra. Áhersla er lögð á vistvænar fiskveiðar og vernd uppvaxtarsvæða nytjafiska. Þetta eru aðeins nokkur af þeim atrið- um, sem finna má í stefnu hreyf- ingarinnar í umhverfismálum. Vinstrihreyfingin - Grænt fram- boð vill stuðla að sem bestri sam- vinnu við samtök áhugafólks um umhverfisvernd og virkja almenn- ing til þátttöku í að byggja upp vistvænt samfélag í þágu núlifandi og komandi kynslóða. Verkefnið er að skapa græna framtíð í þessu landi tækifæranna. Þar þurfum við mörg að koma að verki. Kristín Halldórsdóttir Skoðanir annarra Kosningar og vonleysi landsbyggðar „Eldhúsdagsumræðuraar leiddu (einnig) í ljós að landsbyggðarmálin verða mjög til umræðu í kosn- ingabaráttunni. Það er skiljanlegt í ljósi þess von- leysis og allt að því örvæntingar sem ríkir víða á landsbyggðinni um framtíðina. En vonandi falla þingmenn og frambjóðendur ekki í þá gryfju að bjóða kjósendum á landsbyggðinni gull og græna skóga í formi fjárframlaga úr ríkissjóði. Þau fjár- framlög eru ekkert betri þótt þau séu veitt til lands- byggðarinnar undir nýjum formerkjum....Kosninga- baráttan verður háð viö gjörbreyttar aðstæður frá því sem verið hefur. Það skapar bæði meiri spennu og og um leið meiri óvissu." Úr forystugrein Mbl. 9. mars. Stjórn fiskveiða „Menn eru alltaf að rugla saman eignarrétti og fullveldisrétti. Samkvæmt fullveldisrétti ríkisins getur löggjafinn sett reglur um meðferð og nýtingu fiskimiðanna. Það kemur hins vegar eignarrétti ekk- ert við. Eignarréttur er allt annars eðlis. En löggjaf- inn getur hins vegar ekki gert hvað sem er í krafti fullveldisréttarins. Maður hefur heyrt fullyrðingar um að það megi innkalla allar veiðiheimilidirnar og bjóða þær út. Það myndi ég telja vera hópeignanám eða allsherjar þjóðnýtingu. Ég held að það myndi ekki standast. Ég veit ekki heldur hvort það væri pólitískt skynsamlegt; ég er hræddur um að ein- hvers staðar þætti þröngt fyrir dyrum þegar hinir efnameiri færu að hirða veiðiheimildirnar frá fátæk- ari byggðarlögum." Sigurður Líndal. Úr Fréttabréfi LÍÚ, 2. tbl. Bubbi skemmtir á Bessastöðum „Margt hefur breyst til hins betra á Bessastöðum síðan Ólafur Ragnar var kjörinn. Það er alveg ljóst að öllu meira líf er nú þar á bæ en áður var og einnig blandar Ólafur sér talsvert inn í þjóðmálin og mér finnst að hann ætti að gera meira af því. En hins vegar á ég erfitt að sjá fyrir mér hvemig Bubbi hafi komið út í forsetaveislunni, svona miðað við hvernig karakter hann er; en tímarnir breytast og mennirnir með, Bubbi sem maður og Ólafur í tón- listarsmekk." Jóhannes Guðnason í Degi 9. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.