Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 24
& 36 MIÐVTKUDAGUR 10. MARS 1999 onn Ummæli er komið á mig ég er hundfúll .. tta er spuming um hæfa einstaklinga, hvemig fólk metur • viðkomandi persónu , - mann eða konu - til að takast á við hluti í pólitík. Og þaö virðist vera mat manna að ég dugi ekki til þess. Þetta er bara hundfúlt og ég er ekki tilbúinn að láta valta yfir mig slag í slag.“ Guðjón A. Kristjánsson, sem ýtt var úr þriðja sætinu á lista Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum, i Morgunblaðinu. Konur ekki í náðinni „Það er sorgleg staðreynd að í þingliði Samfylkingarinnar mun sennilega fækka um þrjár konur á þingi.“ Arnbjörg Sveinsdóttir alþingis- maður, í Morgunblaðinu. Álver en ekki fólk „Framsóknarmenn hoppuðu upp í glóðvolgt bælið hjá íhald- inu, jafhskjótt og búið var að bera Al- þýðuflokkinn grát- andi og nauðugan á dyr og síðan hafa álver en ekki fólk verið í fyrir- rúmi.“ Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður, í Morgun- blaðinu. Gamla slagorðið „Atlantshafsbandalaginu er hafhað og réttmæti aðildar að því dregið í efa. Auk þess sem rykið er dustað af gamla slagorðinu um herinn burt.“ Björn Bjarnason ráðherra, í Morgunblaðinu. Stikkfrí á hliðarlínu „Sjálfstæðisflokkurinn hefur óneitanlega staðið stikkfrí á hlið- arlínunni. Fjármála- ráðherrar segja að menn verði að spara og sá spam- aður lendir á fagráðherrunum og við tökum skammirnar. Enda þótt um sameigin- lega ákvörðun og framkvæmd sé að ræða nýtur Sjálfstæðisflokkur- inn verkanna, en við gjöldum fyr- ir þau.“ Hjálmar Arnason alþingismaður, í Degi. Áfengisauglýsingar „Þegar öllu er á botninn hvoift stafar togstreitan um áfengisaug- lýsingar ekki af mannréttinda- baráttu heldur viðskiptahags- munum. Hér er ekki aðeins um hagsmuni framleiöenda og inn- flyfjenda að ræða, heldur einnig og ekki síður hag fjölmiðla." Hjalti Hugason prófessor, í DV. j Jóhann Ájsælsson, sigurvegari í prófkjöri Samfylkingarinnar á Vesturlandi: Sanngjarnt og réttlátt kerfi í sjávarútveginn DV, Akranesi: „Sigurinn kom mér ekki á óvart, ég hafði góðar vonir um að þetta gæti tek- ist. Það var nú svo að talningin gekk þannig fyrir sig að mönnum fannst þetta vera mjög naumt en það var það í sjálfu sér ekki. Þetta var munur upp á 13-14%. Þegar búið var að telja meirihluta atkvæða var Gísli yfir en eftir var að telja atkvæðin vestur á Snæfellsnesi. Ég býst við því að Gísli hafi haft forskot á Akranesi en ég ann- ars staðar i kjördæminu," segir Jó- hann Ársælsson, alþýðubandalagsmað- ur og skipasmiður á Akranesi, sem sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar á Vesturlandi um helgina en Jóhann og fjölskylda hans eiga og reka Báta- stöðina Knörr á Akranesi. Jóhann er frá Hellissandi og Skúli Alexandersson, fyrrverandi þingmað- ur og flokksfélagi hans, á stóran þátt i sigri hans en hann var duglegur að ná i atkvæði fyrir hann. Jóhann er þriðji alþýðubandalagsmaðurinn sem leiðir lista Samfylkingarinnar í komandi kosningum. Jóhann er ekki ókunnug- ur pólitíkinni, hann sat m.a. 12 ár í bæjarstjóm Akraness, sat á þingi kjör- tímabilið 1992-1995 en Gisli Einarsson náði kosningu 1995, enda þótt Jóhann fengi fleiri atkvæði. Auk setu í bæjar- stjóm og á Alþingi hefur Jóhann setið í stjómum fjölda fyrirtækja. „Það er góð tilfinning að eiga von á því að setj- ast á þing eftir fjögurra ára fjarveru. Þegar ég féll út af þingi var ég að vinna að ýmsum málum sem ég hef haft áhuga á að beita mér fyrir og vonbrigð- in vom þess vegna mikil að geta ekki haldið þeirri vinnu áfram. Það hefur verið talað um að það sé óheppilegt að tveir Akumesingar séu í tveim efstu sætum Samfylkingarinnar og í og með Maður dagsins þess vegna fóm menn í þetta prófkjör. En úrslitin sýna að stuðningurinn við okkur Gísla er mjög afgerandi, það komast engir mjög nærri okkur, þannig að þrátt fyrir þennan ann- marka hafa kjósendur talið rétt að hafa okkur í efstu sætum.“ Jóhann segir sitt helsta baráttumál sem fyrr að á komist sanngjamt og réttlátt kerfi til að stjóma sjávarútveg- inum: „Kerfi, þar sem sjávarbyggðim- ar sem til urðu vegna nálægra fiski- miða, fái aftur rétt sinn til að nýta þau. Þennan rétt hefur eignakvótakerfið sem er við lýði tekið frá byggðarlög- unum um allt landið og fært í hendumar á útgerðarmönnum sem geta selt í burt atvinnu- réttindi fólksins á ströndinni eins og þeim býður við að horfa. Einnig era það vel- ferðarmálin sem hafa verið látin reka á reiðanum. Aldraðir, ör- yrkjar, bamafólk og láglaunafólk bíður enn þá góðærinu hans Daviðs. Stjómar- flokkamir hafa ekki staðið sig í því að taka þessi mál upp þegar fór að rofa til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það er ekki vafi í mínum huga að við eigum mjög góða möguleika á að fá tvö þingsæti á Vesturlandi. Prófkjörið og þátttakan í þvi sýnir greinilega að það er mikiil áhugi á samfylkingunni hérna." Stjómmál em aðaláhugamál Jó- hanns en auk þess hefur hann áhuga á útivist og veiðum. Jóhann er kvæntur Guðbjörgu Róbertsdóttur, skólaritara við Brekkubæjarskóla á Akranesi. Þau eiga fjögur böm, Ársæl, 33 ára, Ægi, 30 ára, Kára, 29 ára, og Gerði Jóhönnu, 22 ára. Auk þess eiga þau Jóhann og Guðbjörg fjög- ur bamaböm. Þau eru: Eva Björg, Ingþór, Ey- dís Sunna og Sölvi Hrafn. -DVÓ Eitt verka Sesselju á sýningu hennar f Gallerí Horninu. Ókannað rými Á laugardaginn opnaði Sesselja Bjömsdóttir einka- sýningu í Gallerí Hominu, Hafharstræti 15. Á sýning- unni era olíumálverk og ber hún yfirskriftina Ókannað rými. Þetta er flmmta einkasýning Sess- elju en hún hefúr auk þess tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Sesselja stundaði listnám við Mynd- listaskóla Reykjavíkur, MHÍ og École des Beaux Arts í Toulouse á árunum 1980-1989. Sýningin verður opin alla daga kl. 11-24 - Sýningar sérinngangur þó aðeins kl. 14-18 - og stendur til 24. mars. Myndgátan Fjárbætur \\ Jt I #1 l'K. W1 © Z3 50 -evþÓR-~*— Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. HK, sem hér er í leik gegn deildar- meisturum Aftureldingar, er eitt fjögurra liða sem eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lokaumferðin í handboltanum Síðasta umferðin í 1. deild karla í handboltanum verður leikin í kvöld og víst er að sjaldan hefur spennan verið jafiimikil, ekki um það hvaða lið verður deildarmeist- ari, heldur um tvö síðustu sætin í úrslitakeppninni. Fjögur lið eiga möguleika á að komast inn í úr- slitakeppnina, HK, FH, Valur og ÍR, og leika tvö þeirra saman í kvöld, HK og Valur, svo ljóst er að annað þeirra kemst ekki áfram. íþróttir Þessi leikur fer fram á Hlíðarenda þannig að telja verður Valsmenn sigm-stranglegri. Það bíður ÍR- inga erfiður leikur í Mosfellsbæ þar sem þeir leika gegn efsta lið- inu Aftureldingu. FH á einnig erf- iðan leik fyrir höndum en þeir keppa við Stjömuna á heimavelli þeirra í Garðabæ. Aðrir leikir eru Fram-ÍBV, Grótta-KR-Selfoss, en þessi lið eru bæði fallin í 2. deild og Haukar-KA. Einn leikur er í 2. deild í kvöld, Fylkir -Breiðablik. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20. Bridge Það er ekki oft sem hægt er að spila óhnekkjandi 3 grönd á aðeins 17 punkta samlegu. Það gerðist þó í leik Granda og Kristins Kristjáns- sonar af Vestfjörðum í 7. mnferð mótsins. Gylfi Baldursson og Jón Steinar Gunnlaugsson sátu í sætum n-s og það kom í hlut Gylfa Baldurs- sonar að hefja sagnir. Þeir félagam- ir nota Blakset-sagnvenjuna óspart (opnun á tveimur spöðum), sem er eingöngu til þess ætluð að trufla sagnir andstæðinganna, án þess að segja neitt um hendi opnara. Undir venjulegum kringumstæðum hefði Gylfi opnað á suðurhöndina á Blak- set, en vegna þess að hann var á hagstæðum hættum ákvað hann að hindra í upphafi á þremm laufúm. Suður gjafari og a-v á hættu: 4 Á3 » 1087 •f ÁD5 * G8753 4 DG109876 V ÁD2 4 94 * K 4 2 «4 G65 4 832 * Á109642 Suður Vestur Norður Austur 3 * pass 3 grönd p/h Jón Steinar valdi að sjálfsögðu hina upplögðu sögn 3 grönd og a-v skiptu sér ekki af sögnum. Þegar út- spilið var lagt á borðið (spaða- drottning) lagði Gylfi afsakandi spilin á borðið og sagðist senni- lega hafa átt að opna á Blakset á spilin. En þá hefði þessi saga aldrei orðið til. Laufið lá eins og til var ætlast, tígulkóngur fyrir svín- ingu og hjörtun voru 4-3, þannig að vömin átti aldrei möguleika í spil- inu. Sveit Granda græddi 11 impa á spilinu, því lokasamningurinn var 4 spaðar, einn niður, í lokuðum sal. ísak Öm Sigurðsson 4 K54 » K943 4 KG1076 * D

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.