Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 Hljómtæki Jakob Kristinsson ánægður með upptökugeislaspilarann sinn: Telur uppáhaldslögin af Yinýlplötumun „Eg á um 400 vinýlplötur og á hverri plötu eru 3-4 uppáhaldslög sem ég vil gjarnan hlusta á og hafa aögengileg. Þá safna ég þessum lögum einfaldlega á eina upptöku- geislaplötu. Þessi nýja tækni gefur mér einfaldlega möguleika á að koma uppáhaldslögunum mínum af vínylplötu og yfir á geislaplötu á afar einfaldan og þægilegan máta,“ segir Jakob Kristinsson, einn þeirra sem nýtt hafa sér þá tækni sem gerir kleift að taka upp tónlist á geislaplötm- með hjálp sérstakra upptökugeislaspilara. Fjallað er um þessa tækni sem slíka hér að neðan. Jakob tekur undir þá staðhæfingu að geisla- spilarar sem hannaðir eru sérstak- lega til þess að taka upp á geisla- plötur séu betri til þess brúks en venjulegir geislaskrifarar fyrir tölvur. Sjaldgæfar upptökur „Það sem þú færð á svona geislaplötm- verður náttúrlega aldrei betra en „originalinn". En fílingurinn heldur sér og svo skiptir líka máli að hægt er að geislavæða efni sem ekki hefur verið gefið út á geislaplötum eða er ófáanlegt hér á landi. Ég er t.d. hrifinn af Steve Hackett, gítarleik- ara Genesis, en fæ hann ekki á geislaplötum. Nú er það ekkert vandamál." Jakob viðurkennir að vissulega fylgi snark og rispur yfir á geisla- plötuna í upptökunni en það geri ekkert til, ekki megi taka sig of há- tíðlega. Þannig fýlgi upptökunni andrúmsloftið frá því mest var hlustað á viðkomandi tónlist. Partírispurnar hljómi í eyrum í bílnum eða annars staðar þar sem geislaplatan er spiluð. „Þetta er „idjótprúf1 tœkni. Maöur ýtir einfaldlega á „REC“ og sídan á „STOP“ þegar lagið er búið. Síðan ýtir maður aftur á „REC“ og svo koll af kolli. Einfalt og notendavænt Jakob leggur áherslu á hve einfalt er að taka upp á geisla- diska. „Þetta er „idjótprúf ‘ tækni. Maður ýtir einfaldlega á „REC“ og síðan á „STOP“ þegar lagið er búið. Síðan ýtir maður aftur á „REC“ og svo koll af kolli. Maður verður hins vegar að skrá hjá sér röð laganna og heiti. Til þess má reyndar fá sérstaka límmiða og forrit til að þeir líti fagmannlega út. Þegar geislaplatan er spiluð sýnir geislaspilarinn hve mörg lög eru á plötunni og hve langan tíma tekur að spila þau. Þetta er afar einföld og mjög notendavæn tækni." - En þetta getur verið tímafrekt. „Þannig háttar til heima hjá mér að plötuspilarinn getur ekki verið inni í stofu. Því verð ég að taka tam- ir í að taka upp af vinýl, ná í plötu- spilarann og plöturnar í geymsluna. Það verður nefnilega að sitja yfir þessu og það getur stundum verið tímafrekt. En ánægjan er ómæld þeg- ar upp er staðið." Jakob mælir með því, svona til ör- yggis fyrir þá sem eru óöruggir gagn- vart tækni, að keypt sé ein endur- skrifanleg geislaplata (CD-RW) til að prófa sig áfram með. Ef gerð eru mis- tök er platan ekki ónýt. Síðan, þegar tökum hefur verið náð á þessari ein- foldu tækni, er hægt að taka upp á upp- tökugeisla- plötur (CD-R). örugglega eftir að ná töluverðum vinsældum. Þessi tækni á ör- ugglega eftir að reynast vel söngvurum og tónlistar- fólki sem vill gera kynn- ingarefni fyrir sjálft sig. Upptökuspilarann má þá tengja beint í mixer eða þá taka upp af DAT eða öðrum miðli.“ -hlh Jakob Kristinsson með upptökugeislaspilara eins og þann sem hann notar til að geislavæða gamlar vinýlplötur. DV-mynd Teitur Promo- upptökut „Þetta er mjög vel þróuð tækni og hefur verið lengi við lýði. Hún er hins vegar að stíga sín fyrstu skref á neyt endamarkaði og á use qRXv Nýjung að festa sig í sessi á almennum mar^aði: Tekia upp eislaplötur sem upptöku á eru farnir sér til rúms og stöðu snældu- tækjanna. Er það bæði vegna stöðugra og mjög góðra hljóm- gæða og eins forms- ins. Geislaplötur eru fastur þáttiu- í tækniflórunni á nær hveiju heimili. Geislaplötur til upptöku geta rúmað 74 mínútur af tónlist. Upptakan er jafii ein- föld og um snældu- tæki væri að ræða. En meðan gæði snæld- anna er misjöfn tryggir stafræn upptökutækni að gæðin flytjist óbreytt yfir á upptökuplötuna. Og hana má síðan spila eins oft og mann lystir, án þess að gæðin rými. Taka má upp tónlist af vinýlplötum, úr útvarpi, af öðram geislaplötum, eða úr öðrum tækjum, allt eftir ósk notandans. Og hann getur raðað efninu niður á upptökuplötuna að eigin ósk. Hins vegar fylgir sá böggull skammrifi að ekki er hægt að taka upp af upp- tökugeislaplötu, það er afrita upp- tökurnar. Er það, að sögn, vegna höfundarréttarmála. Tvenns konar upptökuplötur I aag má taka upp efni á tvenns konar plötur. Annars vegar er um að ræða CD-R þar sem einungis er tekið upp einu sinni. Eftir upptöku er ekki hægt að hrófla við efni á upptökuplötunni. Þessar plötur, sem ganga í alla geislaspilara, kosta um 600 krónur. Hins vegar eru CD-RW þar sem taka má upp og þurrka út eins oft og mann lystir, án þess að það hafi áhrif á gæði upptökuplötunnar. En CD-RW plöturnar ganga einungis í allra nýjustu gerðir geislaspilara, sem eru þá yfirleitt sérstaklega merktir. CD-RW plöturnar eru um sex sinnum dýrari en CD-R plöt- umar, en búast má við lækkandi verði á þeim eins og öðru þegar tæknin er annars vegar. Þess skal geta hér að sérstakar upptökuplötur fyrir tónlist og upp- tökugeislaspilarar skila betri hljóm- gæöum en þegar tekið er upp á tölvudiska með geislaskrifurum. Tyær plötuskúffut' í dag bjóoa margir framleiðend- ur upptökugeislaspilara með einni plötuskúffu. Til að taka upp þarf annaö tæki, t.d. geislaspilara. En nú eru komnir á markað upp- tökugeislaspilarar með tveimur plötuskúffum. Með tilkomu þeirra má spila geispaplötu og taka upp á aðra með sama tækinu. Til hag- ræðis má tvöfalda upptökuhrað- ann til að spara tímann sem fer í upptökuna. Meðal upptökugeislaspilara sem fengið hafa lofsamlega dóma gagnrýnenda eru spilarar frá Phillips sem kosta 44.900-66.405 krónur. Tveggja skúffu spilari, CDR765, er væntanlegur og mun hann kosta um 60 þúsund krónur. Þess má geta að allir upptöku- geislaspilararnir frá Phillips geta spilað CD-RW geislaplötur. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.